Morgunblaðið - 16.12.1997, Síða 32

Morgunblaðið - 16.12.1997, Síða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ ERLEIMT Gengishækkanir á fjármálamörkuðum Suður-Koreu Forsetaefnin lofa að virða skilmála IMF Seoul. Reuters. GENGISHÆKKANIR urðu á verð- bréfa- og gjaldeyrismörkuðum Suð- ur-Kóreu í gær eftir að þrír helstu frambjóðendurnir í forsetakosning- unum á fimmtudag lýstu því yfir að þeir myndu virða samkomulag stjórnar Suður-Kóreu við Alþjóða- gjaldeyrissjóðinn (IMF) um fjár- hagsaðstoð við landið. Gengi suður-kóreskra verðbréfa hækkaði meira en nokkru sinni fyrr á einum degi, eða um 7,22%. Gengi vonnsins, gjaldmiðils Suður-Kóreu, hækkaði einnig eins mikið og leyfi- legt er á einum degi gagnvart bandaríska dalnum eftir metlækkun í vikunni sem leið. Matsfyrirtækið Standard & Po- or’s varaði þó við of mikilli bjart- sýni og sagði að búast mætti við því að lánstraust Suður-Kóreu minnkaði á næstunni áður en jafn- vægi næðist. Efnahagsvandi lands- ins á rætur að rekja til gífurlegra skammtímaskulda, sem urðu til þess að lánshæfiseinkunn suður- kóreskra banka lækkaði og gerði þeim ðkleift að afla fjár erlendis. Skuldabréfavextir lækka Fjármálamenn sögðu að gengi vonnsins hefði hækkað vegna íhlut- unar seðlabankans á föstudag, þeg- ar hann seldi 200 milljónir dala, andvirði 14,2 milljarða króna, til að styrkja gjaldmiðil landsins. Verðbréfasalar sögðu að verð- bréfin hefðu hækkað vegna yfirlýs- inga þriggja helstu forsetaefnanna um að þau myndu virða skilmála samkomulagsins við IMF. Vextir ríkisskuldabréfa lækkuðu einnig óvænt í gær eftir að seðla- bankinn dældi 6 milljörðum dala í markaðinn. Fjármálasérfræðingar túlkuðu íhlutun bankans sem til- raun til að efla verðbréfamarkað- inn. „Þetta er hættuleg aðferð,“ sagði P.K. Basu, forstjóri verð- bréfafyrirtækisins UBS í Singa- pore. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur þegar afhent Suður-Kóreu 5,6 millj- arða dala, 397 milljarða króna, og búist er við að landið fái 3,6 millj- arða dala, 255 milljarða króna, á fímmtudag standi stjórn landsins við skilmála fjárhagsaðstoðarinnar. Leiða vandann hjá sér Mikil óvissa hefur verið um hvort stjórnin geti staðið við skilmálana frá því eitt forsetaefnanna, stjórn- arandstæðingurinn Kim Dae-jung, lýsti því yfir að hann myndi semja um breytingar á þeim við IMF ef hann næði kjöri. Samkvæmt síðustu skoðanakönnunum, sem birtar voru 25. nóvember, er Kim með svipað fýlgi og forsetaefni stjórnarflokks- ins, Lee Hoi-chang. Ovissan um hvort næsti forseti Suður-Kóreu virði skilmála IMF varð til þess að gengi vonnsins gagnvart bandaríska dalnum lækkaði um 30% í vikunni sem leið. Fjármálasérfræð- ingar sögðu að þar sem allir helstu frambjóðendumir hefðu nú lýst yfir stuðningi við samkomulag stjómar- innar og IMF væri „ólíklegt að Suð- ur-Kórea stæði ekki í skilum“. „Það versta virðist vera afstað- ið,“ sagði Lee Young-won, hjá verð- bréfafyrirtækinu Daewoo. „Fjár- festar virðast telja að stjómmála- og efnahagsástandið í landinu batni með nýrri stjórn og ekki skipti máli hver verði við völd.“ Fréttaskýrendur segja að þótt Kim, Lee og þriðji helsti frambjóð- andinn, Rhee In-je, hafi lofað að virða skilmála IMF virðist enginn þeirra gera sér fulla grein fyrir efnahagsvanda landsins, ef marka megi sjónvarpskappræður þeirra á sunnudag. Lee sakaði Kim um að hafa skað- að efnahag landsins með því að segj- ast ætla að semja um breytingar á skilmálum IMF. Hin forsetaefnin tvö ræddu syni Kims og ásakanir um að þeir hafi sagt ósatt um hæð sína og þyngd til að komast hjá því að þurfa að gegna herþjónustu. Með því að beina athyglinni að slíkum málum era frambjóðendurnir sagðir vilja komast hjá því að ræða ýmsa neikvæða þætti skilmála IMF, sem eiga að draga úr hagvextinum og leiða óhjákvæmilega til mikils at- vinnuleysis í landinu. Reuters Vinir í Washington BILL Clinton Bandaríkjaforseti gengur heim úr jólaboði sem hann sótti á heimili lögfræðings síns Bob Bennet. í för með forset- anum er labradorhvolpur sem flutti inn í Hvíta húsið í síðustu viku. Hvolpurinn, sem var gjöf frá vini Clintons, hefur enn ekki hlotið nafn þó að tillögum hafi rignt yfir forsetaembættið. Mánaðarlinsur fr Cita Vision * a por CBA VESion aiff**&* Srtffr* *•£** TilLoðið gildir til áramóta! ERAUGN AVERSLUN HAGKAUPS Skeifunni Sími 563 51 25

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.