Morgunblaðið - 16.12.1997, Blaðsíða 80

Morgunblaðið - 16.12.1997, Blaðsíða 80
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF5691181 PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRl: KAUPVANGSSTRÆTI1 ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 1997 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Aðgerðir Seðiabanka til að lækka vexti Keypti ^ríkisverð- bréf fyrir 5 milljarða SEÐLABANKINN efndi í gær í fyrsta sinn til svonefnds skyndiupp- boðs á endurhverfum verðbréfa- kaupum. Þar gafst bönkum og spari- sjóðum kostur á að selja Seðlabank- anum ríkisverðbréf, en þeir skuld- binda sig til að kaupa þau til baka eftir einn mánuð á umsömdu verði. Samtals keypti bankinn bréf fyrir /S jaarma 5 milljarða. Batnar lausafjár- staða bankanna um það sem þessu nemur, en þeir hafa búið við erfiða stöðu að undanförnu sem aftur hef- ur þrýst upp vöxtum á peninga- markaði. Snörp lækkun varð á ávöxtun skuldabréfa á Verðbréfaþingi í kjöl- far tilkynningar bankans um upp- boðið, bæði á verðtryggðum og óverðtryggðum bréfum. Lækkaði ávöxtunarkrafa verðtryggðra lang- tímabréfa um 4 punkta og var ávöxt- imarkrafan í nýjasta flokki húsbréfa ttomin í 5,37% við lokun markaðar- Borgarstjóri um höfnun lækna SHR á kjarasamningi Ekkí svigrúm til að betur við lækna ins. Hefur krafan þá lækkað um 8 punkta frá því á fóstudag. Þá lækk- aði ávöxtun ríkisvíxla með gjalddaga í febrúar um 7 punkta. Metviðskipti á Verðbréfaþingi gera LÆKNAR á Sjúkrahúsi Reykjavík- ur felldu nýgerðan kjarasamning með tveggja atkvæða mun. Sjúkra- húslæknar á öðrum spítölum sam- þykktu samninginn. Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir borgarstjóri sagði að það yrði æ erfiðara fyrir borgina að eiga og reka Sjúkrahús Reykja- víkur. Nú væri fyrirsjáanlegt að ekki væri til fé fyrir óbreyttum rekstri og því ljóst að borgin hefðí ekkert svigrúm til að gera betur við lækna þar en annars staðar. Guðmundur Bjömsson, formaður Læknafélags Islands, sagði þessa niðurstöðu sýna að sú meginstefna sem var lögð í kjarasamningnum nyti stuðnings meirihluta lækna. Það vantaði hins vegar herslumun- inn til þess að hann nyti meirihluta- stuðnings á Sjúkrahúsi Reykjavík- ur. Vera kynni að breytingar á vinnutíma- eða vinnufyrirkomulagi nægðu til að hægt væri að fá samn- inginn samþykktan þar. Hærri laun þýða niður- skurð útgjalda Gunnar Björnsson, formaður samninganefndar ríkisins, sagði að þeir sem bæru ábyrgfí á ríkissjóði yrðu tæplega viljugir til að leggja spítalanum til meiri fjármuni svo hann gæti greitt hærri laun en greidd eru læknum sem vinna á öðrum spítölum. Ef Reykjavíkur- borg gerði samning sem fæli í sér aukin launaútgjöld myndi ríkið trú- lega gera kröfu til þess að spítalinn drægi úr útgjöldum á móti. I kjarasamningnum er svokallað helgunarálag hækkað úr 17% í 30%, en það fá þeir læknar sem eingöngu vinna á sjúkrahúsum. Mun fleiri læknar á Sjúkrahúsi Reykjavíkur eru einnig með læknastofur sam- hliða störfum á spítalanum en á Landspítalanum. Þetta er talið eiga mikinn þátt í að samningurinn var felldur á SHR. Þá sagði sérfræðingur, sem Morgunblaðið ræddi við, að helgun- arálagið gæti haft það í för með sér að margir hættu að reka stofur. Sjúklingar yrðu þá að leita á göngu- deildir sjúkrahúsanna, þar sem ekki væri aðstaða til að taka á móti þeim öllum. Helgi H. Helgason, formaður Fé- lags ungra lækna, sagði að ungir læknar á Sjúkrahúsi Reykjavíkur myndu að líkindum standa við upp- sagnir sínar, sem flestar taka gildi í þessari viku. ■ Læknar á SHR/4 í ár / I jólaskapi þrátt fyrir slagveðrið HELLIRIGNING, rok og sumar- hiti náðu ekki að spilla jólaskap- inu hjá krökkunum, sem voru ásamt foreldrum sínum að velja sér jólatré í Brynjudalsskógi í Hvalfirði á sunnudaginn. Skógræktarfélag Islands hefur um nokkurra ára skeið boðið fyr- irtækjum að kaupa tré í skóg- ræktinni við Brynjudalsá fyrir starfsfólk sitt. Starfsmenn hafa síðan komið með fjölskyldum sín- um og valið jólatrén sjálfir. Boðið hefur verið upp á heitt kakó, varðeldar kveiktir og stundum hafa jólasveinar komið brunandi niður brekkumar með gotterí í poka. í þetta sinn var ekki mjög jóla- legj; um að litast. „Það tók tvo til þrjá tíma að koma eldi í bálköst- inn en síðan logaði glatt í honum, þótt það væri eins og sprautað á hann úr brunaslöngu," segir Brynjólfur Jónsson hjá Skógrækt- arfélagi Islands. Hann segir að þrátt fyrir vætuna hafi allir farið sáttir til síns heima og börnunum fundist ferðin ævintýraleg, þótt jólasnjóinn hafi vantað. Viðskiptin á Verðbréfaþingi í gær urðu þau mestu á einum degi í sögu þingsins og námu alls 3.367 milljón- um, en fyrra metið er frá 3. júlí sl., 2.882 milljónir. Þessi miklu viðskipti má að hluta rekja til ákvörðunar Seðlabankans. ■ Lausaf]árstaðan/20 POTTASLEIKIR 8 DAGAR TIL JÓLA Vatnajökull rýrnar mjög MIKLAR breytingar hafa átt sér stað á afkomu Vatnajökuls á undan- fómum fimm árum samkvæmt rannsóknum, sem Raunvísinda- stofnun Háskólans hefur gert á undanfomum fimm árum, og á síð- asta ári lækkaði yfirborð jöklanna „^to’eggja í norðanverðum Vatnajökli ^ním rúmlega 1 metra. Helgi Björnsson, sem stjómað hefur rannsóknunum, sagði í sam- tali við Morgunblaðið í gær að árið 1993 hefði ársafkoma jökulsins ver- ið þannig að bæst hefði við rúmlega einn metri. Næstu þrjú ár hefði staðið í járnum, en árið 1997 væri rýrnunin sláandi. Þá lækkaði yflr- borð Brúarjökuls og Dyngjujökuis um tæplega 1,5 metra að jafnaði. Miðað er við jökulár, sem hefst um haust og lýkur um haust. Yrði vesæll í lok næstu aldar „Það er ljóst að jökullinn verður orðinn vesæll í lok næstu aldar ef þetta er það sem koma skal,“ sagði Helgi og bætti við að hyrfi jökullinn myndi það hafa mikil áhrif á úr- komudreifingu yfir hálendi Islands. Þessar sveiflur í jöklinum hafa haft mikil áhrif á ámar, sem renna undan Brúarjökli og Dyngjujökli, Jökulsá á Brú og Jökulsá á Fjöllum. Árið 1997 var jökulþáttur rennslis í Jökulsá á Brú rúmlega fjórum sinn- um meiri en árið 1993. Munurinn á vatnsrennsli frá jökli var ekki jafn- mikill í Jökulsá á Fjöllum á þessum sama tíma, en hafði rennslið þó þre- faldast. Evrópskt samvinnuverkefni Þetta eru niðurstöður rannsókna, sem Helgi hefur unnið í samvinnu við Landsvirkjun frá árinu 1993. Undanfarin tvö ár hefur hann notið um 11 milljóna króna styrks frá Evrópusambandinu til þess að kanna tengsl afkomu jökla og veð- urs og hafa rannsóknirnar farið fram í samvinnu við austurríska og hollenska vísindamenn. ■ Rýmun Vatnajökuls/41 Meðalrennsli 1993-97 vegna jökulleysingar ------+++------ Tveir með fullt hús STELLAN Brynell og Jacob Aagaard eru jafnir i efsta sæti á þriðja alþjóðlega Guðmundar Ara- sonar mótinu í skák, sem nú stend- ur yfir í íþróttahúsinu við Strand- götu í Hafnarfirði, og eru báðir með þrjá vinninga eftir þrjár um- ferðir. Níu íslenskir skákmenn og níu erlendir keppa á mótinu. í gær var tefld þriðja umferð mótsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.