Morgunblaðið - 16.12.1997, Blaðsíða 71

Morgunblaðið - 16.12.1997, Blaðsíða 71
FRETTIR ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 1997 71 MORGUNBLAÐIÐ I I ( ( ( í Minnisbrot um karaktera og staði Lagið Keflavíkurnætur er að fínna á nýj- ustu geislaplötu Rúnars Júlíussonar, Rokk og rólegheit. Rokkarinn var fenginn til að útskýra textann. “TEXTINN er að hluta til um æskuáriu í Kefla- vík. Þetta eru nokkurs konar minnisbrot um karaktera og staði. Ungó var til dæmis skemmtistaður þar sem Hljómar og fleiri spil- uðu mikið á. Annar staður var Krossiim en þar byrjuðu Hljómar að spila ‘63 en nafnið kem- ur til af því að þetta var gamalt sjúkraskýli eftir stríðsárin. Þetta voru aðal skemmtistaðirnir í Keflavík á tímabili." Nokkur furðuleg nöfn eða viðumefni er að fbma í textanum og því leikur forvitni á að vita hveijir þessir menn voru. „Þribbi er stytting á Guðmundi þribba sem var þríburi. Haim var dálítið drykkfelldur og titl- aði sig sem heimsmeistara í muim- hörpuleik og spilaði oft með okkur. „Þröstiim unga“ getur átt við hvem sem er. Það vom ýmsir töffarar til á þessum ámm sem vora ungir þrestir og spígspomðu um götumar. Reynir barón var svolítið frægur útigangs- maður og Rikki lunga var maður sem reykti gífurlega mikið. Þetta er stytting á Ríkliarði jámlunga en hann reykti um þrjá pakka af Camel-sígarettum á dag. Þetta vom allt áberandi og eftirminni- legir menn.“ „Það er engin sérstök aðferð eða regla um það hvort kemur á und- an lagið eða textinn. Stundum kemur þetta bara jafnt og þétt. Þema plötunnar er rokk og rólegheit en að vísu er mun meira um rokk en rólegheit. Þetta er allt nýtt efhi og lögin em öll samin á þessu ári.“ Að sögn Rúnars varð þessi texti til í beinu framhaldi af sýningunni Keflavíkurnætur sem var á dagskrá síðasta vetur. „Þetta tengist líka Poppminjasýninguimi sem er búið að vera að sefja upp. Við það rifjað- ist ýmislegt upp og textiim varð til. Það þýðir þó ekki að ég sé fastur í fortíðinni," sagði Rúnar hlæjandi. Rúnar Júlíusson Keflavíkurnætur Keflavíkumætur, ó.þínarunaðslegudætur, ó, þessar Keflavíkumætur, þar á ég mínar rætur, nætur. Gott kvöld og góðar stundir við gengum rúntinn upp og niður. I góðu stuði gamlir fundir, gerjast margt. Ást og friður. Manstu Ungó? Manstu Krossinn? Manstu það sem okkur dreymdi, flottu lögin, fyrsta kossinn, fiðringinn sem hjartað geymdi? Lítið sofið, ljúfar nætm-, langar helgar, mikið sungið. Ennþá hugur okkar lokkar. Lífið ailt var svo magnþrungið. Ó, þessar Keflavíkumætur og þínar yndislegu dætur á meðan minningin grætur. Ó þessar Keflavíkun-ætur um nætur. Manstu Þribba og Pröstinn unga þramma strætin í svakastuði. Reynir barón og Rikka lunga reyna vistina hjá GUÐI. Hreppskassinn og horfið sviðið, heimsmynd týnd í móðu dagsins. Hafnargabn heltók liðið helst í skjóli sólarlagsins. HREINASTK diásn GRAFARVOGS APÓTEK Hverafold 1-5 sími 587 1200 OROBLU Jólatilboð í dag 20% afsláttur af öllum OROBLU sokkabuxum þriðjudaginn 16. des. kl. 14.00 - 18.00. Jens Pálsson hættir sem forstöðumaður Mannfræðistofnunar Vongóður um framtíðina Morgunblaðið/Jón Svavarsson SIGRIÐUR Dúna, einn af ritstjórum bókarinnar „Við og hinir“ og for- maður stjórnar Mannfræðistofnunar, færir Jens bókina Við og hinir og tilheyrandi blómvönd. JENS Pálsson lét af störfum sem forstöðumaður Mannfræði- stofnunai- um helgina, en hann hefur gegnt þeirri stöðu frá upphafi eða árinu 1975. I tilefni af því var bókin „Við og hinir“, fyrsta bindi úr ritröð Mannfræðistofnunar, til- einkuð honum. Aðspui'ðui’ um hvað taki við segii- hann að það sé verið að ræða það eins og er. „Það er búið að fara fram á það að ég starfi í sambandi við stofnunina og erlendar stofnanir eins og ég hef gert fram að þessu. Fyrsta verkefnið er að koma út yfirliti yfir mannfræði íslendinga á líffræðilega sviðinu, en áður þarf ég að sinna ákveðnum landssvæðum sem urðu útundan. Svo maður þarf ekki að kvíða verk- efnaskorti í framtíðinni. Einnig á eftir að fylgjast betur með þessum nýju íslendingum sem flytjast hingað úr ýmsum áttum. Við erum að vonast til þess að líffræði- legir og menningar mannfræðingar geti unnið saman að því.“ Þú hlýtur að muna eftir skemmti- legum uppákomum úr stai'finu? „Jújú,“ segir Jens og brosir. „Menningarmannfræðingar eiga auðveldai-a með að komast að fólki en líffræðilegir. Þeir eru síspyrjandi, en ég rannsaka líka fólkið sjálft,“ heldur hann áfram. „Við sem erum líffræðilegir mann- fræðingar lendum þess vegna í því að þurfa að biðja fólkið að fækka klæðum, án þess þó að berhátta sig. Það getur verið mikill vandi og þá er ekki nóg að vera góður fræðimaður. Maður þarf að vera góður mann- þekkjari og vel að sér í lífinu. Eg man eftir því að einu sinni vildi ég athuga eldri konur af mjög merkri ætt. Sveitungar þein-a hlógu bara að mér og sögðu að ég myndi aldrei geta fengið þær til eins eða neins, allra síst til að fækka klæðum. Eg tók ekki mark á því og renndi til þefrra. Ég þurfti að eyða löngum tíma úti á hlaði í að tala við þær því þær ætluðu alls ekki að hleypa mér inn. Þetta vom þrjár ógiftar systur. Eftir hálftíma umræður fóru þær að linast og buðu mér inn. Þá kom í ljós að þær voru bráðvel gefnar og höfðu nasasjón af mannfræði. Buðu þær mér alls konar góðgæti og vildu allt fyrir mig gera.“ Þetta er óneitanlega óvenjulegt starf? „Já, raunar á ég enn eftir að gera iHvarjœrö fm NO NAME ’ COSMETICS ■ — /' Hárgreiðslustofunni l Hótel Loftleiðum . Hári og útliti Rún kvenfólkinu betri skil hér á landi. Guðmundur Hannesson, sem var fyrirrennari minn í mannamæling- um, gekk alveg framhjá því. Þegar ég tók við af honum fór ég hins veg- ar að taka kvenfólkið inn í dæmið; þær eru jú líka menn. Það hefur gengið mjög vel og ég vona að svo verði áfram. Þær mega eiga von á því að ég trufli þær eitthvað og byrji hérna í Reykjavík." Og Jens heldur áfram: „Margt broslegt mætti telja úr rannsóknar- leiðöngi'um mínum. Þegar ég var við mannfi-æðirannsóknir á Selfossi fyr- ir allmörgum árum spilaði ég inn á milli lög af gömlum glymskratta og dansaði. Eitt sinn er ég dreif dömu sem ég vai- að mæla út á dansgólfið kom maður inn og sagði stórhneyksl- aður á hinum virðulega vísinda- manni: „Ég er kominn í rannsókn en ekki á dansæfingu." Eitt af því skemmtilegasta sem ég minnist úr mannfræðileiðöngrum mínum átti sér stað á áttunda ára- tugnum á Húsavík er ég stýrði fjöru- tíu manna hópi er vann við rann- sóknir á víðum grundvelli. Á Jóns- messu voru rannsóknarmenn orðnir æði þreyttir á þrotlausri vinnu, sér- staklega margir erlendir liðsmenn og fengu sáru heimþrá. Söknuðu þeir meðal annars elda sem menn voru vanir að kveikja í heimalöndum þeirra. Þá lét ég flytja allar öskutunnur er rannsóknarliðið hafði fyllt af alls konar msli út á skólaplan og kveikti í öllu saman. Dönsuðu menn í kringum þessa elda langt fram á nótt með tár í augum og tár til að væta kverkamar." Loks má geta þess að einu sinni rannsakaði ég frændur vora Norð- menn í Noregi. Þá kom upp kátbros- legur misskilningur sem þlaðamenn gei'ðu sér góðan mat úr. Birti blað í Bergen skopmynd af mér sem átti að tákr.a íslenskan víking sem væri að ræna hárlokkum-af norsku skólafólki og höfðu blaðamaður, heimildarmaður hans og yfirvöld af því stóráhyggjur að athæfi íslenska víkingsins myndi stórlega spilla sambandi noi-sku og ís- c .lensku þjóðarinnar, svo vitnað sér orðrétt í grein blaðsins. Þegar ég kom til Osló var ég hins vegar beðinn um að tala um mannfræðirannsóknir mín- ar í norska ríkisútvarpið og fékk hinai- bestu viðtökur eftfr það.“ Að lokum segist Jens vera mjög vongóður um framtíðina á sínu sviði. Hann sé mjög ánægðui- með þá mann- fræðinga sem taki við af sér og einnig séu að minnsta kosti þrír efnilegir mannfræðingar að ljúka doktorsnámi. Kraftaverkin gerast Rauða ljónið kringum jólin ykkar staður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.