Morgunblaðið - 16.12.1997, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 16.12.1997, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 1997 49 málinu komið. Þrátt fyrir að Rafn byggi í næsta húsi, urðu kynni okkar ekki eins náin og barnanna á þeim árum sem þau bjuggu á Flateyri, en aldurinn skipti þar auðvitað máli. Rafn varð strax mikilvirkur í öllu starfi á Flateyri, sem sést m.a. á því að hann sat í hreppsnefnd og var oddviti hrepps- nefndar eitt kjörtímabil. En Rafn var líka varaþingmaður fyrir Sjálf- stæðisflokkinn á Vestfjörðum og sat á Alþingi um tíma - sem sagt mikilvirkur athafnamaður, sem hafði hugsjónir. En heilladísirnar höfðu ætlað honum aðra framtíð en á Flateyri. Forlögin höguðu því þannig til að móðir mín fékk Karólínu, eigin- konu Rafns, til þess að taka mig í fóstur haustið 1969, þegar ég hélt til höfuðborgarinnar í fram- haldsnám. En fyrirtæki Rafns á Flateyri hafði orðið gjaldþrota um það bil tveim árum áður — í lok mikils erfiðleikatímabils á íslandi í útgerð og fiskvinnslu. Rafn og fjöl- skylda fluttust suður. Rafn kom heim í Hvassaleitið um helgar, frá vinnu við Búrfells- virkjun. Við áttum okkur þar ánægjulegar og sérstæðar sam- verustundir. Stundir sem höfðu ■djúp áhrif á „piltinn" að Vestan. Til dæmis minningarnar frá upp- vaxtarárum hans í Skagafírði - þvílíkar ljóslifandi lýsingar frábærs sögumanns! Ekki skrýtið að synir hans hafi nokkrum sinnum rifjað upp framhaldssögurnar sem hann sagði þeim á rúmstokknum heima, fyrir háttinn, kvöld eftir kvöld. Hann hafði sérlega gaman af því að velta fyrir sér tilgangi lífs- ins, hvers vegna var þessi hlutur svona en ekki hinsegin. Hvað réð hátterni fólks? Hvaða atriði í fram- komu og framsetningu, skipta máli þegar maður á erindi við aðra? Hvað með náttúrulögmálin? Er líf eftir þetta líf og þá hverslags líf? Og ekki má gleyma umræðunni um pólitíkina. Þessum og öðrum mál- um vorum við vanir að velta fyrir okkur á þeim árum sem ég var við nám í Hamrahlíðinni. Samræður þessar gerðu mér mögulegt að ræða viðkvæm mál við þennan „heimspeking af guðs náð“ og gerðu okkur að góðum vinum. Eitt sinn er við sátum saman og lögðum þrautir hvor fyrir annan, sagði hann: „Eiríkur, hvaða ártal stendur framan á Alþingishúsinu?" Ég svaraði að bragði: „1881.“ En svo urðum við sammála um að við yrðum að fá þetta staðfest. „Hringjum niður í Alþingi,“ sagði Rafn. Hvað við og gerðum. En viti menn, enginn af símaviðmælendum okkar vissi hvaða ártal stóð á fram- hlið hússins! Þangað til Rafn segir við viðmælanda sinn, að það sé ákaflega mikilvægt fyrir hann að fá að vita þetta og hvort hann geti verið svo elskulegur að skjót- ast út á Austurvöllinn til að tékka á þessu - og viti menn, eftir ör- skamma stund kom viðmælandi hans til baka og sagði: „1881.“ Þar með var það ljóst. Rafn var glettinn og gamansam- ur maður og þótti ekki leitt að vera í góðra vina hópi og skemmta sér. En annað var það í fari hans sem mér þótti ákaflega merkilegt, svo ekki sé fastar að orði kveðið. Hér á ég við skyggnigáfu hans. Hann átti hins vegar ekki auðvelt með að fitja upp á því umræðuefni. Hef- ur líklega viljað fá að hafa það fýr- ir sig - hygg ég. En örsjaldan tókst mér að nálgast þetta mál en þá nánast alltaf þegar við höfðum set- ið einir, góða stund og „spjallað.“ Mér er sérlega minnisstæð sagan af því, hvernig einn af skipverjum mótorbátsins Mumma, kom til hans og gerði honum grein fyrir að báturinn hafði farist (áður en nokk- ur vissi hvað gerst hafði). En Mumminn var einn af þeim bátum sem var í eigu Fiskiðju Flateyrar. Fórst hann hinn 10. október 1964, eða sama sólarhringinn og annar bátur frá Flateyri fórst, sem hét mb. Snæfell. Augljóst var að þessi lífsreynsla hafði haft mikil áhrif á þennan sumpart dula mann. Að vera í vissu um afdrif allra skipveij- anna, hveijir höfðu drukknað og hvaða tveir menn höfðu bjargast í gúmmíbát og geta ekki skýrt nein- um frá, hlýtur að hafa verið lífs- reynsla sem ekki verður með orðum lýst. Að eiga þess kost að vinna með mönnum eins og Rafni, sem var einstaklega duglegur, útsjónarsam- ur en um leið kröfuharður á sig og aðra, er betri skóli en margt nám. Dugnaður, ögun, virðing fyrir vinnunni og samverkamönnum, er meðal þátta sem mér fannst hann hafa í ríkum mæli. Mér eru hugleik- in Ijölmörg minningarbrot, frá samveru- og samvinnustundum okkar Rafns, en læt hér staðar numið. Erfiðleikarnir sem þessi einstaki vinur minn, hafði reynt á lífsleið- inni voru margvíslegir og höfðu sett sitt mark á hann. En eitt held ég að við tveir höfum verið sam- mála um að gæti ekki gerst, mætti helst ekki gerast, en það var að Karólína hyrfí frá þessum heimi á undan honum. Það gerðist þó. En flestum á óvart - gamli maðurinn „plumaði“ sig bara ótrúlega. Þrátt fyrir ofdekrið af hálfu eiginkonunn- ar heima sem að heiman! Móðir mín, systkini og fjölskyld- ur biðja fyrir þakklæti til Rafns og fjölskyldu, fyrir ánægjulegt og sér- lega traust vináttusamband á liðn- um árum. Við þökkum störf hans á Flateyri og fyrir Flateyringa. Við þökkum forsjóninni fyrir að hafa gefið okkur kost á því að kynnast Rafni og ekki síður Karólínu og bömum þeirra. Það hlýtur að vera ómetanlegt hvequm og einum ein- staklingi að fá að þroskast í ná- lægð slíks fólks. Hafið öll bestu þakkir fyrir. Við biðjum algóðan guð að varðveita Rafn og Karólínu í eilífri hirð sinni um leið og við óskum börnum þeirra og öðru skyldfólki allrar guðsblessunar. Jæja, kæri Rafn, nú er komið að leiðarlokum hér á jörð. Guð- finna, móðir mín, segir að þú hafir oft talað um það á Grund, að þú væri forvitinn um: „Hvað væri handan þessa lífs?“ Nú er þeirri forvitni þinni svalað. Þú varst aldr- ei í vafa um framhaldslíf. Fáir hafa gefið mér meiri vissu um fram- haldslíf - ef undan er skilin heilög ritning og trúin á guð almáttugan. Þú varst vanur að segja: „Jæja“ - og allir nálægir skildu að þá var kominn tími aðgerða. Viðkomandi áfangi var að baki, hvíld eða ný átök framundan. Stundum nægði ekki að segja þetta tvisvar, en þrisvar var þó algjört hámark! Jæja, - ég bið að heilsa Karól- ínu, pabba og öllum hinum. Við sjáumst öll vonandi síðar. Eiríkur. Rafn Alexander Pétursson, tengdafaðir minn, er horfínn á braut. Með nokkrum orðum ætla ég að minnast hans og tengdamóð- ur minnar; Karólínu Júlíusdóttur, sem dó fyrir þremur árum. Það sem kemur fyrst upp í huga mér er hversu samstiga í blíðu og stríðu þau voru alla tíð og aðdáunarverð- ur hinn mikli dugnaður við upp- byggingu fyrirtækja þeirra. Rafn stjórnaði hinum daglega rekstri með sínum einstöku skipulagshæfi- leikum og útsjónarsemi og Lína, eins og hún var kölluð í daglegu tali, sá um bókhald og reikninga og kom enginn að tómum kofunum á þeim bænum. Rafn var mjög sterkur og eftirminnilegur maður Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Áratöng reynsla. Sverrir Einarsson, útfararstjóri Sverrir Otsen, útfararstjóri Útfararstofa íslands Suðurhlíð 35 ♦ Sími 581 3300 Allan sólarhringinn. og Lína bætti hann upp með sinni viðkvæmu og ósérhlífnu persónu. Lína bjó yfir mikilli manngæsku og fór óspart með hana eins og allir vita sem þekktu Línu. Sumarið 1993 fórum við Auður og synir okkar tveir, með Rafni og Línu norður í Skagafjörð til að skoða æskustöðvar Rafns. Það sem gerði þessa ferð svo eftiminnilega var kunnátta Rafns á Skagafirði og hans alkunna frásagnargsnilld. Þeir sem þekktu Rafn vita að það var alltaf stutt í glettnina og þekk- ing á æskustöðvum hans gerði þessa ferð ekki bara skemmtilega heldur einnig ákaflega fræðandi. Ást hans og umhyggja fyrir sveit- um fjarðarins lýsti sér í hveiju orði, hann var míkill Skagfírðingur. Um leið og ég þakka tengdafor- eldrum mínum samfylgdina vil ég minna okkur öll sem til þeirra þekktu á hversu ákveðið þau kenndu okkur dugnað og heiðarleika. Megi góður guð geyma þau og vemda. Eg vil að lokum, fyrir hönd fjöl- skyldunnar, þakka starfsfólki Dval- arheimilisins Áss í Hveragerði og starfsfólki Elli- og hjúkrunar heim- ilsins Gmndar Reykjavík (Litlu Gmndar) góða og hlýja umönnun meðan hann dvaldi þar. Júlíus Bjarnason. Okkur systkinin langar í örfáum orðum að minnast hans Rafns afa sem jarðsettur verður í dag. Á þessari kveðjustund rifjast upp margar góðar minningar og skemmtileg smáatriði sem við tengjum við hann afa. Hvað hann var alltaf flottur á lakkskónum, ilmaði af neftóbaki, hvering hann svaraði alltaf sjónvarpinu, vissi allt um íþróttirnar, iðinn við smíði og föndur með ömmu Línu á Flórída og hvernig hann saknaði hennar eftir að hún dó. Á stóra pallinum sem afi smíðaði við húsið þeirra úti á Flórída, sem var hannaður með það að leiðarljósi að ná öllum sólargeislum dagsins, voru nokkur sett af stólum og borðum; eitt þar sem hægt var að drekka morgun- kaffið, annað þar sem gott var að fá sér hressingu í eftirmiðdaginn og svo var hægt að njóta kvöldsól- arinnar á enn einum staðnum. Alls staðar voru tveir stólar við hvert borð, einn fyrir hann og annar fyr- ir ömmu, og því var ekki breytt eftir andlát hennar. Það var eins og hún hefði aldrei farið, enda fann afi oft fyrir návist hennar og skil- aði kveðjum til hennar frá okkur. Afi var glæsilegur maður. Stundum, þegar hann var í spari- fötunum, sáum við íyrir okkur kvikmyndastjörnu frá Hollywood á dögum svart/hvítu myndanna. Hann var ákveðinn og röggsamur maður en þó ávallt blíður og okkur krökkunum þótti alltaf jafn vænt um hvað hann sýndi því mikinn áhuga sem við vorum að sýsla. Elsku afi, nú ertu kominn í faðm ömmu aftur, þar sem þér leið best, og við kveðjum þig með söknuði og virðingu. Hvíl í friði. Harpa, Tinna, Sólveig og Arnar Már. r Biówabúðin öapðskom ^ v/ Possvogski>4<jMga»*ð a Símit 554 0500 h H H H H H H H H H Erfídrykkjur L A N H H H H H H H M H H Sími 562 0200 ^ ix i'i'i'mx'X' i aj SIGRÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR + Sigríður Guð- mundsdóttir fæddist í Reykjavík 16. september 1917. Hún lést á heimili sínu 6. desember síðastliðinn og hef- ur útför hennar farið fram í kyrr- þey. Ung að árum giftist Sigríður Guðmunds- dóttir Halldóri Hall- dórssyni, síðar pró- fessor, og settu þau hjónin saman heimili, ólu upp mannvænleg börn sín, störfuðu fjölmargt guðs um geim og höfðu gaman af að blanda geði við ættingja og vini. Hvergi var betra að koma en heim til þeirra enda þröskuldar engir við útidyr, bjart og hlýtt þegar inn var komið, höfðingskapur í öndvegi og ógern- ingur að skera úr um hvort hjón- anna væri skemmtilegra; slíkur jöfnuður var með þeim Sigríði og Halldóri. Heimili þeirra var horn- steinn menningar og fræðasetur sem átti sér tengsl langt út fyrir íslensk landhelgismörk. Við því mátti til að mynda búast að um stofur Sigríðar gengju stundum skrýtnir gestir og langt að komnir til að fá fréttir af íslenskri tungu hjá prófessor Halldóri. Sumir þess- ara einstaklinga gátu hafa fengið þá flugu í höfuðið að fara að kenna íslensku í sínu heimalandi, höfðu þá víslega lært eitthvað í þeirri tungu í fornlegum kennslubókum og þess albúnir að segja mik, þik, þat eða jafnvel ok í þeirri trú að slíkur framburður tíðkaðist enn þann dag í dag í henni Reykjavík. Aðrir áttu það hreinlega á hættu að tala bjagaða íslensku eða jafn- vel vesturíslensku, en að þeirri tungu henti Sigríður gaman og lærði hana fyrir hálf- um fjórða áratug og nýtti sér þann lærdóm síðar á ógleymanlegu ferðalagi um Norður Dakóta þar sem vest- uríslensk tunga eign- aðist í árdaga sín akur- lendi. Margur „hafði þá góðan tíma“ eins og gamla fólkið vestra var vant að segja um sólríkar stundir og fór Sigríður á kostum inn- an um alla Dakóta ís- lenskuna. Við þessa stuttu frá- sögn af einstöku atviki er því að bæta að Sigríður var samferðafólki sínu ávallt mikill gleðigjafí. Jafn- framt var hún gædd sálarþrótti til þess að halda sífellt áfram að miðla öðrum af sínu eigin þreki og vera þeim fyrirmynd um heilbrigð lífsvið- horf, og það jafnvel löngu eftir að vanheilsa var byijuð að hefta henni för. Nú þegar hún er horfin af sjón- arsviðinu dveljast vinir hennar með- al margs annars við þá þríþættu hugsun að þeir hlökkuðu ávallt til að sækja hana heim, þótti viðdvölin á heimilinu ljúf og þá síðast en ekki síst að þeir hljóti á þessari stundu að tengja þakklæti sitt sér- hverri minningu sem þeir fluttu þaðan með sér heim. Skammdegisskuggarnir í ár hafa lengst vegna andláts Sigríðar Guð- mundsdóttur og þá helst til varnar að nýta sér birtu frá endurminning- unum sem hún sjálf lagði efnivið í og bíða jafnframt eftir liðsinni sól- ar sem snýr aftur heim á leið eftir fáeina daga. Við Margrét vottum eftirlifandi eiginmanni Sigríðar, Halldóri Hall- dórssyni, börnum þeirra hjóna, ættingjum og venslafólki dýpstu samúð. Haraldur Bessason. + Móðir okkar, amma og langamma, JÓHANNA HALLGRÍMSDÓTTIR, Austurbrún 6, Reykjavík, iést 14. desember. Böm, barnabörn og barnabamaböm. + Útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, ÖLFU HJALTALÍN, Skarðshlíð 10e, Akureyri, er lést fimmtudaginn 4. desember síðastliðinn, hefur farið fram [ kyrrþey. Böm, tengdaböm og barnabörn. + Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eigin- manns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, EINARS TRYGGVASONAR, Melbraut 7, Garði. Finna Pálmadóttir, Tryggvi Einarsson, Sæunn Andrésdóttir, Pálmi B. Einarsson, Halla Tómasdóttir, Matthildur Einarsdóttir, Sævar Pétursson, Ingveldur Einarsdóttir, Kristinn Guðmundsson, Kristinn B. Einarsson, Edda Halldórsdóttir, Guðmundur Einarsson, Brynja Gestsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.