Morgunblaðið - 16.12.1997, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 16.12.1997, Blaðsíða 66
66 ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reylgavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329 Tommi og Jenni Spurðu mömmu þína hvort hún vilji kaupa nokkur Þessi eru eiginlega mjög krúttleg. Þakka þér fyrir. heimatilbúin jólakort___ Ég teiknaði allar kanínurnar ... Lýðræði fyrir alla Frá Ásthildi Cesil Þórðardóttur: VIÐ á íslandi lifum í rótgrónu lýð- ræðisríki, eða svo er okkur sagt. Það er nú samt sem áður svo að þetta svokallaða lýðræði virðist ekki ná til allra. Mér virðist líka að aðal- lega hugsi ráðamenn þessa lands um sjálfa sig og sitt nánasta um- hverfi. Það sýnir hver uppákoma fyrirmanna á fætur annarri sem er annaðhvort þögguð niður eða látin fara fram óáreitt. Við, sauðsvartur almúginn, erum orðin dálítið þreytt á þess konar lýðræði. Íslendingar eru líka búnir að átta sig á því að það er ekkert gert í málefnum sem snerta hinn almenna borgara, nema stofnaðir séu þrýstihópar sem hafa hátt til að ná eyrum hins háa Al- þingis. Þar sitja menn sem eru voða viðkvæmir fyrir svoleiðis hrópum og köllum og um leið og einhver þrýstihópurinn hefur nógu hátt fara þeir að athuga málið, ekki fyrr. Þetta sést vel þegar maður les blöð- in, það er sorglegt að, svo tekin séu nokkur dæmi, forráðamenn geð- verndar, Lífsvogar, jafnréttismála, aldraðra og margir margir fleiri, skuli neyddir til að hrópa á torgum til að heyrast þegar öll slík málefni ættu að hafa augljóslega sjálfsögð réttindi til að verða meðhöndluð og leiðrétt. Einn hópur í þjóðfélagi okkar hefur engan slíkan málsvara. Þess vegna er sá hópur án mannrétt- inda, niðurtraðkaður endalaust, all- ir telja að þeir geti horft framhjá og komi hann ekki við. En þetta eru fíkniefnaneytendur. Þorsteinn Pálsson dómsmálaráð- herra og hans lið hrópa nú að land- ið skuli gert fíkniefnalaust fyrir árið 2002. Ejölmiðlar og aðrir hafa étið þetta upp og fundin hafa verið upp slagorð og talað af fjálgni um forvamir forvarnir og aftur for- vamir. Til að forðast misskilning þá em forvarnir af hinu góða. En það hefur sem sagt gleymst að hugsa fyrir þeim sem þegar era dottnir. Hvar koma þeir inn í þetta dæmi? Hvað er áætlað í sambandi við þá. Þarna er um að ræða sí- stækkandi hóp ungs fólks sem er í helklóm dauðans. Hefur ráðherrann gleymt þessu fólki algjörlega. Ekki er langt síðan Tindum var lokað. Nýlega kom í fréttum að Krísuvík væri nánast óstarfhæf vegna fjár- skorts. Hvað er til ráða? Þetta fólk hringsólar inn og út úr fangelsum og það er engin misk- unn, þótt sýnt sé að einhver þeirra sé að reyna að bijótast út úr víta- hringnum, þá skal hinn sami rifinn burt úr samfélaginu og settur inn vegna áragamalla gjörða. Þetta er algjörlega óþolandi ástand. Nýlega kom út í Bandaríkjunum greinargerð frá sérfræðingum, þar sem þeir gefa út, sem er auðvitað engin nýlunda, að fíkn er sjúkdóm- ur, mönnum er ekki sjáifrátt, og þeir segja að því fýrr sem læknar og aðrir átti sig á þessu því betra. Hér á landi er litið á þetta vesal- ings fólk sem glæpamenn, það er enginn greinarmunur gerður á fíkniefnasölum og glæpasamtökum eða þessum vesalingum sem ekki era sjálfráðir gerða sinna. Þetta er hrikaleg hugsanavilla árið 1997. Sérstaklega í ljósi fyrirætlana ráð- herra dómsmála um fíkniefnalaust land 2002. Ætlar hann kannski að láta eyða þessu fólki? Eða láta það daga uppi í hringsóli sínu inn og út úr fangelsinu, eins og verið hef- ur? Hér þarf að bretta upp ermar og betur má ef duga skal. Það þarf að bytja á að endurskoða dómskerf- ið og fangelsismálin. Ég hef áður minnst á þau mál. M.a. gert fyrir- spumir til dómsmálráðherra sem taldi mig ekki svara verða. Allir sjá að það hafa ekki orðið neinar stór- ar breytingar á mannskap í þeim stofnunum síðan Guðmundar- og Geirfmnsmálið voru í brennidepli. Allir vita hvernig þau mál hafa verið eftir umfjöllun undanfarið. Landsmenn hafa nefnilega ennþá dómgreind og sjá í gegnum yfirklór og þögn. Það er líka sérkennilegt þegar maður veit að ungri konu sem hafði hafið nýtt líf komin með barn og fjölskyldu, var engin miskunn sýnd, inn í fangelsi skyldi hún þrátt fyrir vottorð frá lækni, sálfræðingi og félagsfræðingi um að það væri mjög óheppilegt fyrir hana og fjöl- skyldu hennar. Þetta var gert á þeirri forsendu að menn í dóms- málaráðuneytinu þyrftu „sérstakar ástæður“ til náðunar. Ungir fíkniefnaneytendur eru settir inn í fangelsi, og undantekn- ingarlaust koma þeir, fullir af hatri út í kerfíð, fýrir utan að vera búnir að læra ýmislegt „þarflegt" til að bjarga sér þegar út kemur. Þar sem þetta fólk er sjúklingar en ekki glæpamenn, þarf að koma upp sérstakri lokaðri stofnun þar sem þeir era lagðir inn. Dæmdir í ef þarf. Þarna þurfa að vera lækn- ar, félagsfræðingar og geðlæknar. Þar þarf að fara fram sértæk að- stoð og ráðgjöf, þar sem þessu fólki er hreinlega kennt að lifa í þjóðfé- laginu á nýjan leik. Vegna þess að langyarandi fíkn gerir þau óhæf til að takast á við lífið. Bara aðgerð eins og að biðja um vinnu verður óyfírstíganlegt vandamál. Fyrir ut- an að öll lítilsvirðingin sem þessu fólki er sýnd af flestum og ekki síst kerfínu, brýtur það niður. Foreldrar og aðstandendur fíkni- efnaneytenda! Ég veit að margir eru orðnir þreyttir og vonlausir í þessari baráttu, mér líður líka oft illa. Við megum hata fíknina en við verðum að passa okkur á að við verðum að elska einstaklinginn sjálfan, við getum hafnað eiturlyfja- neyslunni en við megum aldrei hafna barninu okkar eða ættingja. Við verðum að krefjast þess að mitt í öllum þessum áætlunum um fíkniefnalaust land árið 2002 sé gert ráð fyrir þessum einstakling- um, að séð verði fyrir einhveiju öðra úrræði en að stinga þeim inn í fangelsi öðra hvora og út á göt- una aftur án vonar og án aðstoðar, sem leiðir svo til afbrota og inn aftur, sem Guð einn veit hvemig endar. Við verðum að taka þátt í hrópunum um aðstoð svo augu ráðamanna opnist fyrir þvi að fólk- ið okkar á einhveija að, sem skipta máli. Að í kringum þau era hópur af fólki sem greiðir atkvæði í kosn- ingum og tekur þátt í lífínu. Það er eina leiðin til að vekja þursana af svefninum langa. Það virðist vera eina tækið sem virkar á lögráð- endur þessa lands. Því miður. Með þökk fyrir birtinguna. ÁSTHILDUR CESIL ÞÓRÐARDÓTTIR, Seljalandsvegi 100, ísafírði. MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavfk. SÍMAR: Skiptiborð: 669 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 669 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn 569 1329, fréttir 569 1181, Iþróttir 569 1156, 8érblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: MBL@CENTRUM.IS / Áskriftargjald 1.800 kr. á mánuði innanlands. f lausasölu 125 kr. eintakið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.