Morgunblaðið - 16.12.1997, Page 12

Morgunblaðið - 16.12.1997, Page 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson TÓNSKÁLDIÐ fylgist ánægt með flutningi verksins. * Stórhöfðasvíta Ama Johnsen fmmflutt á Stórhöfða Vestmannaeyjum. Morgunblaðið. STÓRHÖFÐASVÍTAN, tón- ÁHEYRENDUR fylgjast með flutningi Stórhöfðasvítu Árna Johnsen í austan kalda á Stórhöfða í Eyjum. ÁRNI bauð gestum upp á heita súpu er Stórhöfðasvítan var flutt. verk eftir Árna Johnsen al- þingismann, var frumflutt á Stórhöfða í Eyjum á laugar- daginn. Þrátt fyrir strekkings- vind af austri mætti fjöldi fólks á tónleikana en höfundurinn bauð gestum upp á heita súpu í nepjunni á Stórhöfða meðan þeir hlýddu á tónverkið. Stórhöfðasvítan eru gerð úr tíu lögum Árna sem skrifuð eru út í svítu. Lög þessi hafa verið samin gegnum árin við ljóð eftir Davíð Stefánsson, Matthí- as Johannessen, Halldór Lax- ness, Jóhannes úr Kötlum og Gaf Mæðra- styrksnefnd 350 hangilæri INGVAR Helgason hf. hefur afhent Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur 350 hangilæri að gjöf. Er þetta fjórða árið í röð sem fyrirtækið gefur efna- litlum mæðrum í Reykjavík matar- gjafir. Hjónin Ingvar Helgason og Sigríður Guðmundsdóttir afhentu gjöfina sl. laugardag. Mæðrastryrksnefnd Reykjavíkur hefur starfað frá árinu 1928. Hin síðari ár hefur jólasöfnun nefndar- innar verið hornsteinn hennar. í gegnum tíðina hafa bæði einstakl- ingar og fyrirtæki styrkt starfsem- ina ríkulega. Yfirmenn Ingvars Helgasonar hf. ákváðu að hætta að senda viðskiptavinum sínum dagatöl og jólakort og afhenda Mæð- rastyrksnefnd 350 hangilæri í stað- inn. Þannig telja þeir að anda jól- anna sé best náð, segir í frétt frá Mæðrastyrksnefnd. Skrifstofa nefndarinnar að Njáls- götu 3 er opin frá klukkan 14 til 18 alla virka daga. Fataúthlutun fer fram á Sólvallagötu 48 og er opið þar á miðvikudögum og föstudögum frá kl. 15 til 18. ------» ♦ ♦ Seltjarnarnes Laust prests- embætti BISKUP íslands hefur auglýst laust til umsóknar embætti prests í Sel- tjarnarnesprestakalli, Reykjavíkur- prófastsdæmi vestra. Sr. Hiidur Sigurðardóttir hefur látið af því starfí að eigin ósk vegna búferlaflutninga. Þetta starf er laun- að af sókninni sjálfri og presturinn starfar undir stjórn sóknarprestsins. Umsóknir sendist biskupi íslands og umsóknarfrestur er til 6. janúar 1998. fleiri. Árni sagði í samtali við Morgunblaðið að hann hafi fengið Ed Welch til að skrifa svítuna eftir sinni forskrift og hafi hún verið skrifuð fyrir fullskipaða sinfóníuhljómsveit auk píanós, gítars, bassa og tromma. Sinfóníuhljómsveit Islands tók verkið til flutnings og var það tekið upp í Háskólabíói og stúdíói Ríkisútvarpsins og stjórnaði Bernharður Wilkins- son hljómsveitinni. Árni sagði að sér hefði fundist vel við hæfi að frumflytja verkið á Stórhöfða, enda væri nafn á NÁMSÁRANGUR íslenskra hjúkrunarfræðinga, sem stunda meistaragráðunám í hjúkrunar- fræði í fjarnámi við Háskólann á Akureyri í samvinnu við Royal College of Nursing Institute of Advanced Nursing Education í Lundúnum sem er deild innan Manchester háskóla, hefur vakið athygli í Bretlandi. Tólf hjúkrunarfræðingar með B.S. gráðu hófu nám i janúar síð- astliðnum en ellefu þeirra stunda það nú, fimm að norðan og sex að sunnan. í einu námskeiðanna fengu tveir íslensku nemanna A og fjórir B en til samanburðar fengu engir A eða B frá sumum borgum en hjúkrunarfræðingar víða á Englandi auk írlands, Skot- lands, Frakklands og Sviss stunda þetta nám. Sérstaklega er getið um árangur íslensku nemanna í fréttabréfi skólans og er velt upp hvers vegna íslendingar standi sig svo vel. Sigríður Halldórsdóttir, for- stöðumaður heilbrigðisdeildar Há- skólans á Akureyri, segir að ís- lenskir hjúkrunarfræðingar hafi oft skarað fram úr í meistaragráð- unámi í útlöndum og ef til vill sé það staðfesting á því að hjiíkrun- amám bæði við Háskóla íslands og Háskólann á Akureyri sé gott. Námið byggist á því að nemend- ur skila inn ritgerðum og er hverri þeirra skilað inn í þremur eintök- svítuna sótt til höfðans. Þessi flutningur hafi þó verið óopin- ber frumflutningur því tón- verkið yrði frumflutt í Ríkisút- varpinu, á Rás 1, annan dag jóla. Árni sagði að flutningur Öðrum hópi boðið að hefja nám við háskólann um, íslenski kennarinn fer yfir eitt, kennari frá skólanum fer yfir ann- að og stjórnandi fjarnámsins einn- ig auk þess sem hann ber saman umsagnir og einkunnir kennara. Prófdómari utan skólans fer einnig yfir ritgerðirnar. Áhersla á hægra heilahvel Sigríður sagði árangurinn sýna að enskukennsla í íslenskum fram- haldsskólum væri góð, íslendingar hefðu góða málkennd í ensku. Þá sagðist hún hafa velt því fyrir sér hvort Islendingar hefðu þróað hægra heilahvel sitt meira en það vinstra, þar sem sköpunarkraftur- inn og sagnahefðin væru ráðandi. Sigríður telur að varlega eigi að fara í að gera róttækar breytingar á áherslu heillar þjóðar og vísar í því sambandi til þess að um þess- ar mundir virðist ofuráhersla vera lögð á stærðfræði og raungreinar eftir slæma útkomu úr könnunum á því sviði. Að þessu leyti skæru íslending- ar sig úr öðrum vestrænum þjóð- um, rík sagnahefð sem við byggj- um að nærði og þróaði hægra heilahvelið en það væri vannært hjá mörgum öðrum vestrænum svítunnar á Stórhöfða hefði tekist mjög vel og þeir hundrað gestir sem lögðu leið sína á Höfðann i austan kaldanum hafi notið vel, bæði súpunnar sem uppá var boðið og tón- verksins. þjóðum þar sem áherslur væru aðrar. Öðrum hópi boðið að hefja nám Góður árangur íslensku hjúkr- unarfræðinganna hefur orðið til þess að forsvarsmenn Manchester- háskóla hafa boðið heilbrigðisdeild Háskólans á Akureyri að byija með nýjan hóp í fjamámi í lok janúar næstkomandi og hefur því verið tekið. Upphaflega stóð til að taka aðeins inn einn hóp. Gert er ráð fyrir að tólf hjúkrunarfræðing- ar verði teknir inn í næsta hóp. Alls er um að ræða sex nám- skeið auk rannsóknar, en hópurinn sem heija mun nám í janúar lýkur því í janúar árið 2000. Heildar- kostnaður við námið er 400 þús- und krónur og dreifist jafnt yfir tvö ár. íslensku nemamir greiða sama gjald og þegnar breska ríkis- ins og segir Sigríður það nokkuð óvenjulegt og lýsi rausnarskap Breta í garð Islendinga. Umsóknarfrestur um námið er til 5. janúar næstkomandi en kraf- ist er B.S. gráðu í hjúkrunarfræði og a.m.k. tveggja ára starfs- reynslu. Náminu er ætlað að styrkja hjúkrunarfræðinga á fjór- um meginsviðum; sem sérfræð- inga í hjúkrun, sem rannsakendur, sem kennara og ráðgjafa. Lögð er áhersla á að fá hjúkrunarfræð- inga frá Austurlandi, Vesturlandi og Vestfjörðum í þetta nám. Alþýðuflokkurinn í Reykjavík Sjö valdir i protkjor FULLTRÚARÁÐ alþýðu- flokksfélaganna í Reykjavík hefur kosið sjö fulltrúa, sem taka þátt í prófkjöri flokksins í lok janúar, fyrir borgarstjórn- arkosningarnar næsta vor. Fulltrúarnir sjö eru Bryndís Kristjánsdóttir, Helgi Péturs- son, Hrannar B. Amarson, Magnea Marinósdóttir, Pétur Jónsson, Rúnar Geirmundsson og Stefán Jóhann Stefánsson. Fulltrúaráðið gefur ekki upp hvernig atkvæði skiptust á þessa einstaklinga. Tíu tóku þátt í forvali fyrir prófkjörið. Auk þeirra sjö, sem fulltrúaráðið valdi, voru það þeir Gunnar L. Gissurarson, Sigurður Rúnar Magnússon og Valdimar Leó Friðriksson. V araborgarfulltrúinn ekki í prófkjör Gunnar er núverandi vara- borgarfulltrúi R-listans. Hann sagði að Alþýðuflokkurinn hefði greinilega ekki áhuga á að nýta starfskrafta sína áfram. „Aðrir verða að svara til um hvort þessi niðurstaða telst áfellisdómur yfír störfum mínum hingað til,“ sagði Gunnar. „Þessum kafla er lok- ið og ég hlýt að taka mér eitt- hvað nýtt fyrir hendur.“ Sirkusum var ekki mismunað SAMKEPPNISRÁÐ hefur af- greitt erindi sem barst frá Jör- undi Guðmundssyni vegna meintrar mismununar á starfs- aðstöðu sirkusa og telur ráðið ástæðulaust að hafast nokkuð að í málinu. Jörundur benti á að sirkus Ronaldo og kínverskur sirkus, sem sýndu á Listahátíð, hefðu ekki þurft að greiða gjöld og skatta sem renna í ríkissjóð eða til ríkisstofnana vegna sýning- anna. Þau hefðu ráðuneytin greitt. Þessi gjöld þyrftu hins vegar sirkus Arena og Tívolí UK, sem Jörundur er umboðs- maður fyrir, að greiða. Samkeppnisráð bendir m.a. á að sirkusar Listahátíðar hafí ekki sýnt á sama tíma og sirk- us Arena og Tívólí UK og því ekki um beina samkeppni að ræða. Einnig er skýrt frá því að sirkus Arena hafi fengið felldan niður skemmtanaskatt árið 1995 og skyldi ágóði renna til Félags nýmasjúkra. Tap varð á sýningunum. Sjálfstæðisfélögin á Seltjarnarnesi Atta gefa kost á sér FRESTUR til að skila inn framboði vegna væntanlegs prófskjörs sem fram fer 24. janúar 1998 rann út laugar- daginn 13. desember sl. Eftirtaldir aðilar gefa kost á sér: Erna Nielsen, Guðmund- ur Jón Helgason, Gunnar Lúð- víksson, Jens Pétur Hjaltested, Jón Jónsson, Jón Hákon Magnússon, Jónmundur Guðmarsson og Sigurgeir Sig- urðsson. Kjörnefnd hefur leyfi til að bæta við fleiri framboðum samkvæmt prófkjörsreglum Sjálfstæðisflokksins. íslenskir hjúkrunarfræðingar í fjarnámi við Manchesterháskóla Góður námsárang- ur vekur athygli

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.