Morgunblaðið - 16.12.1997, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 16.12.1997, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT ÞRIÐJUDAGUR16. DESEMBER 1997 31 Loftsteiim féll til jarðar STÓR loftsteinn féll til jarðar á Grænlandi í síðustu viku. Þónokkur vitni urðu að því er steinninn steyptist til jarðar með miklum ljósagangi en í upphafi var talið að hann hefði lent í sjónum. Þetta kom fram í frétt Jyllands Posten. Síðar hefur komið í ljós að steinninn er á Suðaustur-Græn- landi og grúfir átta kílómetra hátt ský yfir honum. Verður hlutaður sundur Lars Lindberg, vísindamaður við Tycho Brahe stjörnuathugunar- stöðina, segir að þótt stórir loft- steinar hafi fundist á Grænlandi sé þetta að öllum líkindum stærsti steinn sem menn hafi séð falla þar til jarðar. Tvær flugvélar voru sendar á staðinn til að athuga að- stæður í gær. Steinninn, sem er talinn vega um 60 tonn, verður hlutaður sundur og fluttur til byggða, þegar veður leyfir, þar sem hann verður rannsakaður. Reuters Vetur í Mexíkó BÖRN í borginni Chihuahua í norðurhluta Mex- íkó leika sér í snjó og 15 stiga frosti. A.m.k. 12 manns hafa látist í kuldum sem gengið hafa yfir norðurhluta landsins að undanförnu og búist er við að skólar verði lokaðir fram í miðja viku vegna lélegrar húshitunar. Vanná vitlaust númer Helsingfors. Reuters. ÞRÍTUGUR Finni vann 1,4 milljónir fínnskra marka, hátt í 19 milljónir króna, í lotteríi - á rangt númer. Sjónvarpskynnir, sem las upp tölur kvöldsins í beinni útsendingu í síðustu viku, las eina af tíu vinningstölunum rangt. Dagblaðið Ilta-Sanomat sagði frá þessu fyrir helgi. Svo vildi til að talnarunan, sem þannig var lesin rangt upp, var á lottómiða Janne Moksunen. Stjórnendur hins ríkisrekna lotterís uppgötvuðu ekki mistökin fyrr en daginn eftir og ákváðu að Moksunen fengi að halda vinningnum. Aðspurður hvort hann hygð- ist launa sjónvarpskynninum greiðann sagði hinn kampakáti Moksunen: „Ef hún skyldi reka inn nefið einhvern tímann myndi ég splæsa á hana bjór.“ Reuters BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, og kona hans, Naína, mæta á kjörstað til að taka þátt í kosningum til þings Moskvuborgar á sunnudag. 35 menn eiga sæti á þinginu og stuðningsmenn borg- arstjórans, Júrís Lúzhkovs, gamals bandamanns Jeltsíns, fóru með sigur af hólmi í kosningunum. Jeltsín á Moskvu. Reuters. BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, starfaði í gær á heilsuhæli skammt frá Moskvu og var á batavegi eftir að hafa orðið fyrir veirusýkingu í öndunarfærum, að sögn talsmanns hans. „Helsta markmið forseta Rúss- lands núna er að ná sér,“ sagði talsmaður forsetans, Sergej Yastrz- hembskí. Hann bætti við að Jeltsín væri með eðlilegan hita og héldi áfram að starfa. Forsetinn talaði í sjónvarpi á sunnudag í fyrsta sinn frá því hann var lagður inn á heilsuhælið á mið- vikudag í vikunni sem leið. Hann kvaðst starfa í fjórar klukkustundir á dag og fylgjast grannt með þróun mála í Rússlandi. Forsetinn var rámur en sagði að veirusýkingin væri ekki alvarleg og hann myndi ná sér á tíu dögum. Veikindi Jeltsíns komu ekki í veg fýrir að Viktor Tsjemomyrdín for- batavegi sætisráðherra héldi til Tyrklands í opinbera heimsókn í gær. Hann er hæst setti embættismaður Rúss- lands sem heimsækir Tyrki frá hruni kommúnismans fyrir sex árum. Verulegum hagvexti spáð Anatolí Tsjúbajs, fyrsti aðstoðar- forsætisráðherra, sagði í gær að umrótið á fjármálamörkuðum heims síðustu vikur hefði haft lítil áhrif á efnahag Rússlands og að flest benti til þess að spá stjórnarinnar um 2% hagvöxt á næsta ári myndi rætast. Þetta yrði í fýrsta sinn sem veruleg- ur efnahagsbati yrði í Rússlandi í tæpan áratug, en talið er að hag- vöxturinn í ár verði 0,2%. Bjartsýnin á efnahagshorfurnar í Rússlandi einskorðaðist ekki við stjórnina í Moskvu því Efnahags- og framfarastofnunin (OECD) spáði því að hagvöxturinn yrði 3% á næsta ári og 5% árið 1999. Fiskur fastur í nefi veiðimanns Moskvu. Reuters. FLYTJA þurfti óheppinn veiði- mann á sjúkrahús í Rússlandi til að spenna upp kjaftinn á grimm- úðugri geddu sem hafði bitið sig fasta í nef mannsins. Hann var að vonum stoltur þegar hann sýndi félögum sínum fenginn en stoltið breyttist fljótt í skelfingu þegar geddan beit manninn af alefli í nefið. Félagarnir reyndu að koma manninum til aðstoðar og hjuggu búkinn af haus geddunnar en það dugði ekki til, því hún hafði bitið sig svo fasta að flytja varð mann- inn á sjúkrahús þar sem voru nógu öflug tæki til að losa fisk- inn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.