Morgunblaðið - 16.12.1997, Page 31

Morgunblaðið - 16.12.1997, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT ÞRIÐJUDAGUR16. DESEMBER 1997 31 Loftsteiim féll til jarðar STÓR loftsteinn féll til jarðar á Grænlandi í síðustu viku. Þónokkur vitni urðu að því er steinninn steyptist til jarðar með miklum ljósagangi en í upphafi var talið að hann hefði lent í sjónum. Þetta kom fram í frétt Jyllands Posten. Síðar hefur komið í ljós að steinninn er á Suðaustur-Græn- landi og grúfir átta kílómetra hátt ský yfir honum. Verður hlutaður sundur Lars Lindberg, vísindamaður við Tycho Brahe stjörnuathugunar- stöðina, segir að þótt stórir loft- steinar hafi fundist á Grænlandi sé þetta að öllum líkindum stærsti steinn sem menn hafi séð falla þar til jarðar. Tvær flugvélar voru sendar á staðinn til að athuga að- stæður í gær. Steinninn, sem er talinn vega um 60 tonn, verður hlutaður sundur og fluttur til byggða, þegar veður leyfir, þar sem hann verður rannsakaður. Reuters Vetur í Mexíkó BÖRN í borginni Chihuahua í norðurhluta Mex- íkó leika sér í snjó og 15 stiga frosti. A.m.k. 12 manns hafa látist í kuldum sem gengið hafa yfir norðurhluta landsins að undanförnu og búist er við að skólar verði lokaðir fram í miðja viku vegna lélegrar húshitunar. Vanná vitlaust númer Helsingfors. Reuters. ÞRÍTUGUR Finni vann 1,4 milljónir fínnskra marka, hátt í 19 milljónir króna, í lotteríi - á rangt númer. Sjónvarpskynnir, sem las upp tölur kvöldsins í beinni útsendingu í síðustu viku, las eina af tíu vinningstölunum rangt. Dagblaðið Ilta-Sanomat sagði frá þessu fyrir helgi. Svo vildi til að talnarunan, sem þannig var lesin rangt upp, var á lottómiða Janne Moksunen. Stjórnendur hins ríkisrekna lotterís uppgötvuðu ekki mistökin fyrr en daginn eftir og ákváðu að Moksunen fengi að halda vinningnum. Aðspurður hvort hann hygð- ist launa sjónvarpskynninum greiðann sagði hinn kampakáti Moksunen: „Ef hún skyldi reka inn nefið einhvern tímann myndi ég splæsa á hana bjór.“ Reuters BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, og kona hans, Naína, mæta á kjörstað til að taka þátt í kosningum til þings Moskvuborgar á sunnudag. 35 menn eiga sæti á þinginu og stuðningsmenn borg- arstjórans, Júrís Lúzhkovs, gamals bandamanns Jeltsíns, fóru með sigur af hólmi í kosningunum. Jeltsín á Moskvu. Reuters. BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, starfaði í gær á heilsuhæli skammt frá Moskvu og var á batavegi eftir að hafa orðið fyrir veirusýkingu í öndunarfærum, að sögn talsmanns hans. „Helsta markmið forseta Rúss- lands núna er að ná sér,“ sagði talsmaður forsetans, Sergej Yastrz- hembskí. Hann bætti við að Jeltsín væri með eðlilegan hita og héldi áfram að starfa. Forsetinn talaði í sjónvarpi á sunnudag í fyrsta sinn frá því hann var lagður inn á heilsuhælið á mið- vikudag í vikunni sem leið. Hann kvaðst starfa í fjórar klukkustundir á dag og fylgjast grannt með þróun mála í Rússlandi. Forsetinn var rámur en sagði að veirusýkingin væri ekki alvarleg og hann myndi ná sér á tíu dögum. Veikindi Jeltsíns komu ekki í veg fýrir að Viktor Tsjemomyrdín for- batavegi sætisráðherra héldi til Tyrklands í opinbera heimsókn í gær. Hann er hæst setti embættismaður Rúss- lands sem heimsækir Tyrki frá hruni kommúnismans fyrir sex árum. Verulegum hagvexti spáð Anatolí Tsjúbajs, fyrsti aðstoðar- forsætisráðherra, sagði í gær að umrótið á fjármálamörkuðum heims síðustu vikur hefði haft lítil áhrif á efnahag Rússlands og að flest benti til þess að spá stjórnarinnar um 2% hagvöxt á næsta ári myndi rætast. Þetta yrði í fýrsta sinn sem veruleg- ur efnahagsbati yrði í Rússlandi í tæpan áratug, en talið er að hag- vöxturinn í ár verði 0,2%. Bjartsýnin á efnahagshorfurnar í Rússlandi einskorðaðist ekki við stjórnina í Moskvu því Efnahags- og framfarastofnunin (OECD) spáði því að hagvöxturinn yrði 3% á næsta ári og 5% árið 1999. Fiskur fastur í nefi veiðimanns Moskvu. Reuters. FLYTJA þurfti óheppinn veiði- mann á sjúkrahús í Rússlandi til að spenna upp kjaftinn á grimm- úðugri geddu sem hafði bitið sig fasta í nef mannsins. Hann var að vonum stoltur þegar hann sýndi félögum sínum fenginn en stoltið breyttist fljótt í skelfingu þegar geddan beit manninn af alefli í nefið. Félagarnir reyndu að koma manninum til aðstoðar og hjuggu búkinn af haus geddunnar en það dugði ekki til, því hún hafði bitið sig svo fasta að flytja varð mann- inn á sjúkrahús þar sem voru nógu öflug tæki til að losa fisk- inn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.