Morgunblaðið - 16.12.1997, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 16.12.1997, Blaðsíða 46
46 ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LEIFUR GUÐLA UGSSON + Leifur Guð- laugsson var fæddur 1. april 1923 að Árbæ við Reykjavík. Hann andaðist á Land- spítalanum í Reykjavík 6. des- ember síðastliðinn. Hann var sonur hjónanna Guðrúnar Eyleifsdóttur frá Árbæ, f. 1893, hún lést árið 1960 og Guðlaugs Guð- laugssonar frá Þverá í Síðu, vöru- bílstjóra í Reykjavík, f. 1882, hann lést árið 1957. Systkini Leifs eru; 1) Ásta, f. 1916, hún lést 22. ágúst 1983, eiginmaður hennar var Björgvin Grímsson stórkaupmaður, f. 1914 hann lést 5. janúar 1992. 2) Elín, gift Ralph Hannam, fyrrverandi sendiráðsstarfsmanni. 3) Er- lendur, prentari, ókvæntur. 4) Guðrún, eiginmaður hennar var Björgvin Einarsson frá Kárastöðum, f. 1921 hann lést 16. desember 1985. Leifur kvæntist Þórunni Jónsdóttur árið 1945 og eignuð- ust þau fimm börn: 1) Arndísi, hún lést 25. mai 1948, þá sjö ára gömul. 2) Guðrúnu, kenn- ara, eiginmaður hennar er Sig- urður Oskarsson, vélvirki, þau eiga þijú börn. 3) Amdís, bankastarfsmaður, eiginmaður hennar er Guðmundur Bene- diktsson, leigubílstjóri, þau eiga tvö börn. 4) Bragi Þór, verkstjóri, eiginkona hans er 'v Hildur Ríkarðsdóttir, sjúkra- liði, þau eiga þijú börn, 5) Jón Trausti, skrifvélavirki, eigin- kona hans er Oddný Jóhannesdóttir, þroskaþjálfi, þau eiga þijú börn. Leifur og Þórunn slitu samvistum. Leifur kvæntist Stellu Tryggvadótt- ur 1. október 1955 og eignuðust þau fjögur börn: 1) Tryggva Rúnar, rafsuðumann, eig- inkona hans er Sig- ríður Sjöfn Sigur- björnsdóttir, þau eiga eitt barn. 2) Salvöru sem lést nýfædd. 3) Guðlaug Ómar, bifvélavirkja, eiginkona hans er Soffía Jóna Bjarnadóttir, kennari, þau eiga fjögur börn. 4) Hilmar Þór, framkvæmdastjóri, hann þijú böm. Leifur keypti sinn fyrsta vömbil 1941 og ók honum fyrir breska setuliðið til ársins 1943 að hann réðst til bifreiðastöðv- ar Steindórs og vann hjá honum við akstur á litlum og stómm langferðabifreiðum í tíu ár, Iengi vel á leiðinni Eyrarbakki- Stokkseyri og Keflavík-Sand- gerði. Arin 1955-1960 ekur hann sinni eigin vörubifreið fyrir Reykjavíkurborg og vinn- ur síðan við strengjasteypu- vinnu til 1967, þá ræðst hann til skrúðgarða Reykjavíkur- borgar sem verkstjóri og er þar í tæp þijátíu ár eða þar til hann hættir um áramótin 1993-’94 vegna aldurs. Utför Leifs fer fram frá Kirkju óháða safnaðarins við Háteigsveg í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. + Móðir okkar og tengdamóðir, LÍNA DALRÓS GÍSLADÓTTIR, Bolungarvík, andaðist á Landspítalanum sunnudaginn 14. desember. Kveðjuathöfn fer fram frá Kópavogskirkju fimmtudaginn 18. desember kl. 16.00. Jarðsett verður frá Hólskirkju í Bolungarvík iaugardaginn 20. desember kl. 14.00. Guðmunda Jóhannsdóttir, Kristján Pálsson, Guðbjörg Jóhannsdóttir, Óskar Jóhannsson, Elsa Friðriksdóttir, Áslaug Jóhannsdóttir, Jóhann Líndal Jóhannsson, Elsa Gestsdóttir, Alda Jónsdóttir, Ingibergur Jensen, Steinunn Felixdóttir, Sigurvin Jónsson, Sveinn Viðar Jónsson, Auður Vésteinsdóttir og aðrir aðstandendur. + Elskulegur sonur okkar, bróðir, mágur og frændi, JÓN KONRÁÐ KRISTJÁNSSON, lést á Landspítalanum í Kópavogi föstudaginn 12. desember. Kristján Hans Jónsson, Ásdís G. Konráðsdóttir, Sólveig Kristjánsdóttir, Finnur Óskarsson, Sigríður Kristjánsdóttir, Björn K. Svavarsson, Kristján Rúnar Kristjánsson, Katrín Sveinsdóttir, Stella Kristjánsdóttir, Svavar Svavarsson, Ragnar Frank Kristjánsson, Ulla Pedersen og systkinabörn. Elsku pabbi. Ég vil með fáeinum orðum lýsa þeim tilfínningum sem ég ber í mínu hjarta. Þú varst allt- af vinur minn og ég þinn. Þú hófst snemma lífsbaráttuna og eignaðist þitt fyrsta barn, hana Amdísi hálfsystur mína sem var mikil pabbastelpa, þegar þú varst aðeins átján ára gamall. Arndís lést úr erfiðum sjúkdómi, aðeins sjö ára gömul. Það hefur verið erfitt fyrir þig, ungan mann sem er að byija að fóta sig í lífinu, að missa svo ungt barn sem skipaði stóran sess í þínu hjarta líkt og öll þín börn. Enginn getur lýst því hvernig það er að missa bam, nema sá sem hefur lent í því sjálfur. Þú upplifðir margt í gegnum vöru- bílaaksturinn hjá breska setuliðinu á stríðsárunum, á litlum og stómm langferðabflum hjá Bifreiðastöð Steindórs í nær tíu ár, á eigin vöm- bfl hjá borginni og sem verkstjóri hjá Reykjavíkurborg, en þar vannst þú þar til þú hættir störfum sökum aldurs. Frásagnargáfa þín var ein- stök og skemmtileg og sagðir þú okkur bræðmnum og fjölskyldum okkar ótal skemmtilegar og átakan- legar sögur frá þessum tímum. Mér eru minnisstæðar margar ferðirnar í framsætinu hjá þér, sem fimm til sex ára stráklingur, á vöm- bílnum þínum þegar við fómm að sækja sand upp í Gufunes. Síðan var keyrt aftur í bæinn og sandinum sturtað í vegi borgarinnar, þá spjöll- uðum við oft um fótboltann sem ég hafði svo mikinn áhuga á. Fyrir rúmum fímmtán árum snerir þú við blaðinu í lífinu og hófst mjög reglusamt líferni og átt- ir því mörg hamingjusöm ár með fjölskyldu þinni. Ár sem þú helgað- ir einkum barnabörnunum. Bömin sakna þín mikið, en vita að nú er veikindum þínum lokið og þér líður vel. Þegar veikindin komu í ljós sýnd- ir þú, elsku pabbi, mikinn styrk sem styrkti okkur öll þannig að við átt- um margar gleðistundir saman þar til hinsta kallið kom. Ég veit að nú ertu kominn til þinnar elskulegu dóttur og þar mun þér líða vel. Guð varðveiti þig og geymi. Guðlaugur Ómar. í dag þegar við fylgjum Leifi bróður mínum síðasta spölinn í þessu lífi, langar mig til að minnast hans með nokkrum orðum. Leifur var góður drengur, hrekk- laus og heiðarlegur í hvívetna. Hann var skemmtilegur, skapgóður og hafði góða söngrödd. Það var því ánægjulegt að heyra hann syngja íslensk þjóðlög og húsganga. Þegar við systkinin vorum að alast upp hér í Reykjavík, var hún óðum að breytast úr bæ í borg og framfarirnar blöstu við á öllum svið- um. Leifur fór snemma að vinna eins og altítt var á þeim tímum og vann meðal annars sem sendisveinn með barnaskólanáminu. Að því námi loknu stundaði hann ýmsa vinnu, svo sem við strengja- steypu og önnur verkamannastörf eins og til féll. Síðan varð hann leigubílstjóri og vann þá meðal ann- ars um tíma hjá Steindóri Einars- syni við akstur hópferðabíla. Leifur var lipur og röskur og traustur bíl- stjóri. Þá var hann einnig um margra ára skeið verkstjóri hjá garðyrkjudeild Reykjavíkurborgar. Það er vart hægt að minnast Leifs bróður míns án þess að geta um æskuheimiii okkar. Atvinnuleysi var mikið á uppvaxtarárum okkar systkinanna. Faðir okkar hafði að- eins stopula vinnu eins og margir í þá daga, en þó get ég ekki sagt að við systkinin höfum fundið fyrir fátækt á heimilinu, enda var þá ekki til siðs að kvarta. Og þegar við fórum að vinna, hvert af öðru, vænkaðist hagur fjölskyldunnar von bráðar. Ekki brást það heldur, að þegar leið fram á aðfangadag, barst mat- arilmurinn úr eldhúsinu og klukkan 6 var sest að matarborðinu. Að máltíðinni lokinni var farið að taka upp gjafapakkana, mjúka eða harða. Síðan voru jólasálmar sungnir og lék mamma þá undir á orgel. Að því búnu las pabbi jóla- hugvekju. Seinna um kvöldið feng- um við epli, sem voru eini jólaávöxt- urinn í þá daga og við höfðum ekki séð síðan um síðustu jól. Við systkinin söknum Leifs bróð- ur okkar og biðjum honum, eigin- konu hans og niðjum öllum blessun- ar Guðs. Erlendur Guðlaugsson. „í upphafi ert þú hvorki einn né neinn og býrð hvorki þar né hér. Þú hvílir á armi móður þinnar og ert aðeins einn af nafnlausum son- um jarðar. Og þið tvö saman eruð aðeins liður í endalausri röð mæðra og barna, sem bíða forlaga sinna.“ (William Heinesen.) Genginn er drengur góður. Leifur upplifði margt á sinni ævi. Hans uppvaxtar- og mótunarár voru árin fyrir og eftir heimskreppuna miklu. Hann var af þeirri kynslóð, sem byggði upp íslenska velferðarþjóð- félagið. Osérhlífni einkenndi þenn- an mann, margar raunir mátti hann ganga í gegnum. Þó birti oft og þá naut hann sín vel. Við kynnt- umst Leifi fyrst þegar Soffía systir okkar kynntist Guðlaugi Ómari mági okkar. Þá kynntumst við lífs- sögu Leifs og virðing okkar jókst eftir því sem árin liðu. Leifur var hávaxinn, myndarlegur og krafta- lega vaxinn. Á sínum yngri árum hafði hann gaman af aflraunum ýmiss konar, en vinnan og heimilið gengu fyrir, eins og hjá flestum af hans kynslóð. Síðustu áratugina starfaði hann sem verkstjóri hjá Reykjavíkurborg og við vitum að hann var ekki ánægður þegar Elli kerling þvingaði hann til að hætta. Hann átti mörg ár inni og víst er að margur sjötugur maðurinn býr yfir fullri starfsorku. En þá gafst meiri tími til að sinna fjölskyld- unni, Stellu, eftirlifandi eiginkonu hans, börnum og sérstaklega barna- bömunum. Það var aðdáunarvert hversu vel hann sinnti barnabörn- unum sínum. Þau eiga eftir að sakna afa síns og minnast hans með söknuði. Við viljum votta Stellu innilega samúð, börnum Leifs sem og bamabömum og barnabarna- börnum, fjölskyldu og vinum samúð okkar og virðingu. Minningin um góðan mann sem uppréttur gekk á vit örlaga sinna, sáttur við Guð og menn, lifír. Hetjulegri baráttu hans við vágest samtíðarinnar, krabba- meinið, var eftir tekið. Guð blessi minningu Leifs Guðlaugssonar. Sævar Bjarnason, Katrín Bjarnadóttír, Agnes Helga Bjarnadóttír Elsku Leifur. Ég get ekki orða bundist að rita til þín fáeinar línur í dag þegar við kveðjum þig í síð- asta sinn. Við kynntumst fyrst fyrir rúmum tuttugu ámm þegar ég vann sem sumarstarfsmaður hjá Garðyrkj- unni. Þú varst skemmtilegur verk- stjóri og varst einkar laginn við að fá okkur krakkana til þess að vinna vei því þú hrósaðir okkur mikið og treystir okkur. Tveimur áram seinna varstu orðinn tengdafaðir minn þegar ég og Ómar kynntumst og hófum okkar sambúð. Betri tengdaföður er ekki hægt að hugsa sér. Þú varst alltaf boðinn og búinn til þess að hjálpa okkur á allan þann hátt sem þú gast og mikið gast þú. Þú komst alltaf þeg- ar við báðum þig um að passa, al- veg sama hvernig á stóð hjá þér, börnin gengu fyrir öllu. Börnin muna ótal bíltúra, upp í Lágafells- kirkjugarð, að leiðinu hennar Am- dísar, litlu dóttur þinnar, í Foss- vogskirkjugarði og að öllum leiðun- um sem þú sást um þar, á gamlar æskuslóðir, austur í Hveragerði o.fl. Þegar farið var austur í Hveragerði var alltaf stoppað í „Litlu Kaffistof- unni“ eða „Kleinukoti" eins og þú og börnin sögðuð og allir fengu sér kleinu. Vinir og vinkonur voru allt- af velkomin með og þú varst þekkt- ur sem „afí Leifur" meðal allra barnanna í kringum okkur. Þú varst mér mikil stoð og stytta meðan ég var í kennaranáminu með fjögur börn. Atli, yngsti sonur okk- ar, var á leikskóla en Leifur gat alltaf treyst því að afi kæmi á morgnana og gæfí honum að borða og kæmi honum í skólann, enda hafðir þú miklar áhyggjur af því hver myndi passa hann þegar þú féllir frá. Guð gaf þér heilt ár leng- ur en þú gerðir ráð fyrir í upphafi þannig að þú gast passað Leif alveg þar til ég útskrifaðist. Það verður stórt skarð í lífi okkar allra, hér í Vesturberginu, nú þegar þú kemur ekki reglulega á hveijum degi, svona bara til að athuga hvernig við höfum það og rétt að sjá okk- ur. Mér þykir því við hæfi að enda þessar hugleiðingar mínar til þín með spakmælum úr Hávamálum: Veistu ef þú vin átt þann er þú vel trúir og vilt þú af honum gott geta, geði skaltu við þann blanda og gjöfum skipta, fara að finna oft. Elsku Stella. Missir þinn er mik- ill. Þú hefur misst eiginmann sem hefur verið þér stoð og stytta í mörg ár. Við biðjum öll góðan Guð að varðveita þig og styrkja í sorg þinni. + Faðir okkar, ANALfUS HAGVAAG, Barmahlíð 34, Reykjavík, sem lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur þann 12. desember síðastliðinn, verður jarðsunginn frá Háteigskirkju föstudaginn 19. desember kl. 13.30. Svanfríður Hagvaag, Matthías Hagvaag. + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, HALLDÓRA JÓNSDÓTTIR, Skjóli v/Kleppsveg, áður Hjarðarhaga 40, lést sunnudaginn 14. desember. Jarðarförin auglýst síðar. Hrefna Jónsdóttir, Len Hurley, Guðrún Jónsdóttir, Þráinn Árnason, Jón Halldór Þráinsson, Hrefna Þráinsdóttir. Soffía.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.