Morgunblaðið - 06.01.1998, Side 17

Morgunblaðið - 06.01.1998, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI ÞRIÐJUDAGUR 6. JANÚAR 1998 17 SKODA Oktavia. Skoda-umboð- ið ígamla Hekluhúsið Jöfur hf. bregst við með aukinni áherslu á sölu Peugeot-bíla Höfn-Þríhyrningi hf. skipt í tvö hlutafélög Kjötvinnslur Hafnar og KA sameinaðar HEKLA hf. hefur ákveðið að setja upp sérstaka söludeild fyrir umboðið fyrir Skoda-bíla í gamla Hekluhús- inu á Laugavegi 172, en fyrirtækið tók við umboðinu nú um áramótin. í þessu húsnæði hefur verið aðstaða fyrir véladeild Heklu, en hún verður flutt í annað húsnæði. Jöfur hf. sem haft hefur umboðið um árabil hyggst hins vegar einbeita sér að öðrum umboðum sínum, Peugeot og Chrysler. Sigfús Sigfússon, forstjóri Heklu hf., sagði í samtali við Morgunblað- ið að aðstaða fyrir Skoda-umboðið yrði til að byrja með í nýja Heklu- húsinu, en yrði flutt í gamla húsið í apríl eða maí þegar fyrstu bílarnir kæmu til landsins. „Ég vona að þjónustan muni batna við það að umboðið færist til okkar. Við mun- um annast þjónustu á verkstæði og í varahlutaverslun okkar, en jafn- framt verður þjónusta hjá umboðs- mönnum Heklu um allt land.“ Hann sagði samningaviðræður standa yfir núna um verð á bílunum og innkaup. Þegar lægi fyrir að ein- ungis fengjust afgreiddir 40 Skoda- bílar af Oktavía-gerð á þessu ári, en þar væri um að ræða nýjustu gerð Skoda-bíla sem væri algjörlega framleidd samkvæmt stöðlum Volkswagen. Hins vegar yrðu nægir bílar af Felicia-gerð og öðrum gerð- um í boði. „Það er mjög góð viðbót fyrir okkar að fá ódýra bíla inn rekstur- inn. Framleiðslan hefur nú verið byggð upp samkvæmt gæðastaðli Volkswagen. Skoda á marga góða og trygga viðskiptavini hér á landi sem hafa saknað þess að geta ekki keypt þessa bíla.“ „Kvíðum ekki verkefnaskorti“ Guðmundur Hilmarsson, fram- kvæmdastjóri Jöfurs hf., sagði í samtali við Morgunblaðið að Volkswagen ætti nú 95% hlutafjár í Skoda-verksmiðjunum og hefði tekið upp þá stefnu að hafa umboð- in fyrir Volkswagen og Skoda á einni hendi. Það þætti óeðlilegt að hafa tvo söluaðila, þar sem Skoda væri smíðaður með framleiðsluað- ferðum Volkswagen og notaðir væru sömu varahlutir í bílana. „Þetta hefur gerst áður t.d. þegar Rover-umboðið færðist frá Heklu yfir til Bifreiða og landbúnaðarvéla þegar BMW keypti þær verksmiðj- ur,“ sagði hann. Um það hvernig Jöfur hygðist bregðast við þeim samdrætti sem orðið hefði vegna tilflutnings Skoda- umboðsins sagði Guðmundur að unnið hefði verið að því að styrkja stöðu Peugeot-bíla á markaðnum. „Síðustu sölutölur sýna það og sanna að við þurfum ekki að hafa miklar áhyggjur af því að þótt Skod- inn hverfi frá okkur. Söluaukningin á Peugeot er kringum 112% milli áranna 1996 og 1997. Þar að auki höfum við haft Chrysler-umboðið þannig að við þurfum ekki að kvíða verkefnaskorti." Hlutdeild Skoda í veltu Jöfurs hefur farið minnkandi að undanförnu og segir Guðmundur að hún hafí verið kringum 10-12% á árinu 1997. Þá hefðu selst 98 nýir Skoda-bílar en árið áður hefðu selst 139 bílar. ÁKVEÐIÐ hefur verið að skipta Höfn-Þríhyrningi hf. á Suðurlandi upp í tvö sjálfstæð hlutafélög, Þrí- hyrning hf. um slátrun og verslun með búrekstrarvörur, og Höfn hf., um kjötvinnslu. Jafnframt hefur verið ákveðið að sameina kjöt- vinnslu Hafnar og kjötvinnslu Kaupfélags Árnesinga og stefnt er að aukningu hlutafjár nýja fé- lagsins um 60 milljónir kr. með aðstoð Atvinnuþróunarsjóðs Suð- urlands. Höfn-Þríhyrningur hf. varð til á sínum tíma með sameiningu Hafn- ar hf. sem rak verslun, sláturhús og kjötvinnslu á Selfossi og Þrí- hyrnings hf. sem rak verslun og sláturhús á Hellu og í Þykkvabæ. Þríhyrningur varð til 1988 með yfirtöku á Kaupfélaginu Þór á Hellu og sláturhúsi Friðriks Frið- rikssonar í Þykkvabæ. Fyrir rúmu ári keypti KA verslanir HÞ, Kjar- val á Hellu og Selfossi, jafnframt því sem gerður var samningur um aukin viðskipti félaganna. Nú hef- ur Höfn-Þríhyrningi hf. verið skipt upp á nýjan leik, en ekki eftir sýsl- um heldur rekstrareiningum. Þrí- hyrningur hf. er í eigu sömu aðila og áður, þ.e. Hagkaups og fleiri fjárfesta í Reykjavík og bænda og annarra heimamanna á Suður- landi, og rekur sérhæfð sláturhús á Selfossi, á Hellu og í Þykkvabæ og selur búrekstrar- og bygginga- vörur úr pakkhúsi á Selfossi og Hellu. Sama stjórn er í Þríhyrningi VEGNA tæknilegra mistaka birtist röng tafla með frétt um vöruskipta- jöfnuðinn fyrstu ellefu mánuðina 1997 í Morgunblaðinu á laugardag. í stað töflu yfir vöruskiptajöfnuð birtist yfirlit yfir innflutning á bíl- Atvinnuþróunar- sjóður Suðurlands tekur þátt í aukn- ingu hlutafjár hf. og var í Höfn-Þríhyrningi og sami framkvæmdastjóri, Gestur Hjaltason. Auðveldar framtíðina Kjartan Olafsson, stjórnarfor- maður Hafnar-Þríhyrnings hf., segir að mikið hagræði hljótist af sameiningu kjötvinnslu Hafnar og KÁ. Félögin hafa tekið þátt í þreif- ingum um víðtækari samvinnu eða sameiningu sláturhúsa og kjöt- vinnslufyrirtækja. Kjartan segir að skipulagsbreytingarnar nú séu ekki til komnar vegna þess, en þær auðveldi fyrirtækjunum að takast á við framtíðina hvað sem hún beri í skauti sér. Hlutafé sameinuðu kjöt- vinnslunnar verður um 96 milljónir kr., eignarhaldsfélag núverandi eigenda Hafnar-Þríhyrnings mun eiga 36 milljónir, KÁ leggur fram eignir sem nema um 30 milljónum og Atvinnuþróunarsjóðurinn mun ásamt fleiri fjárfestum leggja fram 30 milljónir kr. Að því er stefnt að félagið verði áhugaverður fjár- festingarkostur á opnum tilboðs- um á síðasta ári sem raunar var einnig að finna á öðrum stað í blað- inu þennan sama dag. Rétt tafla birtist því hér að ofan um leið og beðist er velvirðingar á þessum mistökum. markaði og að reksturinn skili við- unandi arði, segir í fréttatilkynn- ingu fyrirtækjanna. Skapar sóknarfæri Þorsteinn Pálsson, fram- kvæmdastjóri Kaupfélags Árnes- inga, segir gert ráð fyrir því að sameining kjötvinnslna fyrirtækj- anna tveggja taki gildi frá og með fyrsta mars. Hann segir gert ráð fyrir því að velta hins nýja félags verði um 400 milljónir króna, sem er nokkru meira en samanlögð velta þessara tveggja vinnslna. „Okkar kjötvinnsla hefur fyrst og fremst verið að framleiða vöru til sölu í verslunum okkar en við höfum ekki seit neitt til annarra verslana. Höfn-Þríhyrningur hefur hins vegar bæði verið að framleiða til sölu í verslunum okkar sem og verslunum Hagkaups og annarra matvörukeðja. Við gerum því ráð fyrir því að þessi sameining skapi okkur ákveðin sóknarfæri auk þess sem við munum geta nýtt fjármagn til markaðssetningar betur,“ segir Þorsteinn. Starfsfólk verður allt að 50 og segir Þorsteinn ekki ráðgert að segja upp neinu af núverandi starfsfólki kjötvinnslnanna. Hag- ræðingin felist í aukinni veltu og samnýtingu húsnæðis og tækja. Enn eigi þó eftir að ákveða með hvaða hætti sú samnýting verði en það bíði nýrrar stjórnar þegar hún komi saman. VSK-víxlar seldir fyrir 2,7 millj- arða króna ALLS bárust 17 gild tilboð að fjárhæð 4.000 milijónir króna í útboði Lánasýslu ríkisins í gær á svokölluðum VSK-víxi- um til 95 daga sem eru með gjalddaga 6. apríl nk. Tekið var tilboðum fyrir 2.700 milljónir króna að nafnverði, en þar af tók Seðlabanki íslands 900 milljónir króna á meðalverði samþykktra tilboða. Meðalávöxtun útboðsins var 7,22%, og var það í samræmi við ávöxtunarkröfu á Verð- bréfaþingi íslands í gær. Þessu útboði var einkum beint til stærri fjárfesta svo sem banka, sparisjóða, verðbréfafyrirtækja og verðbréfasjóða. Næsta útboð ríkisverðbréfa er útboð á ríkisbréfum miðviku- daginn 7. janúar kl. 14.00. Compaq valið fyrir- tæki ársins New York. Reuters. TÍMARITIÐ Forbes hefur valið Compaq tölvufyrirtækið í Houston, fyrirtæki ársins. Forbes segir einnig í síðasta tölubiaði að fjármálaþjónusta hafi verið sú grein, sem hafí staðið sig bezt í fyrra, en skemmtanaiðnaður og trygg- ingargeirinn komi næst. Forbes valdi Compaq úr hópi 1286 fyrirtækja, sem fjallað er um í árlegu yfirliti þess um bandarískt atvinnulíf. Compaq seldi 9,5 milljónir einmenningstölva í fyrra. Kaupþing Húsnæðisbréf seld- ust upp á fyrsta degi HÚSNÆÐISBRÉF Byggingar- sjóðs verkamanna í 1. áfanga 1998 seldust upp á fyrsta degi, þ.e.a.s. í gær, hjá Kaupþingi hf. og Kaupþingi Norðurlands hf. Verðbréfafyrirtækin tvö fengu skuldabréfin til sölu að undangengnu útboði meðal banka og verðbréfafyrirtækja í lok desember. Alls voru seld bréf fyrir um 1.650 milljónir króna að sölu- verðmæti í þessum áfanga. Seld voru skuldabréf til 24 ára fyrir 825 milljónir á ávöxtunarkröf- unni 5,25% og fyrir 825 milljón- ir til 42 ára á ávöxtunarkröfunni 4,95%. Alls hafa verið seld skuldabréf í þessum flokkum fyrir tæplega tólf miiljarða króna frá því þau voru fyrst útgefin á árinu 1996. Útgefandi Húsnæðisbréfa er Byggingarsjóður verkamanna og markmiðið með sölu þeirra er að fjármagna starfsemi sjóðsins. Skuldabréfin eru með einfaldri ríkisábyrgð. ■ ■ VORUSKIPTiN F ýf , '' ^ íings /• 1997 Breyting á jan.-nóv. föstu gengi* VIÐ utlondH Verðmæti innflutnings og útflutjit jan. - nóv. 1996 og 1997 1996 (fob virði í milljónum króna) jan.-nóv. Útflutningur alls (fob) 114.195,2 118.925,3 +6,2% Sjávarafurðir 86.734,9 85.639,5 +0,7% Landbúnaðarvörur 1.984,1 1.652,1 -15,1% Iðnaðarvörur 22.820,8 26.079,8 +16,6% Ál 11.120,9 13.725,2 +25,9% Kísiljárn 3.441,3 3.407,7 +1,0% Aðrar vörur 2.655,4 5.554,0 +113,4% Skip og flugvélar 1.464,9 4.282,4 - Innflutningur alls (fob) 114.144,5 119.022,8 +6,4% Matvörur og drykkjarvörur 10.453,7 10.395,2 +1,4% Hrávörurog rekstrarvörur, ót.a. 29.805,6 30.628,3 +4,8% Óunnar 1.043,4 1.120,7 +9,6% Unnar 24.602,7 25.239,4 +4,7% Til stóriðju 4.159,5 4.268,2 +4,7% Eldsneyti og smuroliur 9.156,5 9.562,1 +6,5% Bensín, þ.m.t. flugvélabensín 1.861,1 1.881,7 +3,1% Annað unnið eldsn. og smurolíur 6.998,7 7.401,3 +7,9% Fjárfestingarvörur 25.535,5 29.337,0 +17,2% Flutningatæki 16.878,5 15.792,0 -4,6% Fólksbílar 6.118,1 7.898,9 +31,7% Flutn.t. til atv.rek. (ekki skip, flugv.’ 1.826,8 2.219,8 +24,0% Skip 5.705,6 1.857,4 -66,8% Flugvélar 104,9 158,1 - Neysluvörur ót.a. 21.971,8 23.122,8 -7,4% Vörur ót.a. (t.d endursendar vörur) 342,9 185,4 -44,8% Vöruskiptajöfnuður 50,7 -97,5 ’ Miðað er við meðalgengi á vömviðskiptavog; á þann mælikvarða er meðalverð eriends gjaldeyris í januar-nóvember 1997 2,0% lægra en árið áður. Heimild: HAGSTOFA ISLANDS Vöruskiptajöfnuður

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.