Morgunblaðið - 06.01.1998, Qupperneq 50
50 ÞRIÐJUDAGUR 6. JANÚAR 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FÓLK í FRÉTTUM
BÍÓIN í BORGINNI
Sæbjörn Valdimarsson /Ai-naldur Indriðason /Anna Sveinbjarnardóttir
Aðventa í sundlaug
Þekktust varla alklæddir
Morgunblaðið/Kristinn
ÞAÐ VORU ríkulegar veitingar á borðum...
... og voru þeim gerð góð skil.
ÞAÐ eru ekki aðeins Rómverjar sem
hafa notað böðin til skrafs og ráða-
gerða. Ast ýmissa íslenskra höfð-
ingja í nútímanum og til forna á böð-
um er þekkt fyrirbrigði, enda fátt
jafn hollt líkamanum. I Snorralaug í
Reykholti var lagt á ráðin á Sturl-
ungaöld. Síðan hefur ráðabruggið
teygt anga sína víðar, m.a. til höfuð-
borgarsvæðisins, eins og Börkur
Gunnarsson komst að raun um.
I Sundlaug Kópavogs hafa menn
hist daglega um eftirmiðdaginn í á
annan áratug. Ekki löngu eftir að
aðstæður þeirra bötnuðu með til-
komu nýju sundlaugarinnar í Kópa-
vogi var ákveðið að ráða á því bót að
menn þekktu varla hver annan al-
klæddir og halda aðventuna hátíð-
lega í anddyri sundlaugarinnar
svona rétt eftir að menn hefðu kom-
ið á sig einhverjum flíkum. Enda
ótækt að halda hana berstrípaðir.
Þetta er í þriðja sinn að aðventa
er haldin hátíðleg af þessum hópi
sem kemur víðs vegar að. Þarna eru
flugstjórar, blómasalar, pípulagn-
ingamenn, læknar, flugfreyjur, físk-
eftirlitsmenn og garðyrkjumenn.
Að sjálfsögðu var í hópnum skáld,
Böðvar Guðlaugsson, sem flutti ljóð
sem hann nefndi „Jólaheimsókn".
Þar á eftir var snætt af veitingunum
sem komu hvaðanæva af landinu.
Þar var sauðahangiket af Barða-
strönd, laufabrauð frá Húsavík,
saltreyð úr Mývatnssveit, harðfisk-
ur úr Skagafirði og hákarl frá
Vopnafirði svo eitthvað sé nefnt.
Asgeir Jóhannesson lauk síðan
samkundunni með upplestri úr bók-
inni „Virkir dagar“, sögu Sæmund-
ar Sæmundssonar skipstjóra sem
Guðmundur Gíslason Hagalín
skráði. Þar var Sæmundur að lýsa
jólahátíðinni árið 1880 sem var með
öðrum blæ en þessi aðventuhátíð.
Þá kunni fólk varla að fara með ný-
móðins hluti eins og hnífapör en
söng reiðinnar býsn, enda síbyljan
ekki búin að drepa niður söngþrána.
Þá var iíka helit brennivíni í kaffið
og því haldið að konum og börnum.
En í Sundlaug Kópavogs kunnu
allir á hnífapörin og lambið sem
hafði saklaust komið ofan af fjalli á
Vestfjörðum endaði ofan í maga
svangra sundkappa í Kópavogi. Þar
var því miður ekkert sungið en kaff-
ið fengu menn ómengað.
BÍÓBORGIN
Gröf Rósönnu Roseanna’s Grave
‘A-k
Það er ekki heiglum hent að gera grín
að dauðanum. Það sannar þessi kol-
svarta gamanmynd um endalokin en
gengur ekki nógu langt. A þó sína
spretti, þökk sé hr. Reno.
Tomorrow Never Dies ★★★
Bond-myndirnar eru eiginlega hafnar
yfír gagm-ýni. Farið bara og skemmtið
ykkur.
Auðveld bráð ★★★
Kraftmikil gamanmynd um tvo nútíma
Hróa hetti. Þeir stela að sjálfsögðu frá
íákum en styrkja eingöngu sjálfa sig.
Enda atvinnulausir.
Herkúles ★★★
Sögumenn og teiknarar Disneyverk-
smiðjunnar í fínu formi en tónlistin
ekki eins grípandi og oftast á undan-
fömum áram og óvenjulegur doði yfír
íslensku talsetningunni.
SAMBÍÓIN, ÁLFABAKKA
Titanic ★★★‘/2
Mynd sem á eftir að verða sígild sök-
um mikilfengleika, vandaðra vinnu-
bragða í stóra sem smáu og virðingar
fyrir umfjöllunarefninu. Falleg ástar-
saga og ótrúlega vel gerð endursköpun
eins ægilegasta sjóslyss veraldarsög-
unnar.
Starship Troopers ★★'/2
Umdarleg stjörnustríðsmynd, því mið-
ur meira í anda Mars Attack en Total
Recall. Tölvupöddur skáka leikuram af
holdi og blóði.
Tomorrow Never Dies ★★★
Bond myndirnar era eiginlega hafnar
yfir gagnrýni, Farið bai-a og skemmtið
ykkur.
Aleinn heima ★★%
Það má hlæja að sömu vitleysunni
endalaust.
Herkúles ★★★ Sjá Bíóborgin
Air Force One ★★★
Topp hasarspennumynd með Harrison
Ford í hlutverki Bandaríkjaforseta
sem tekst á við hryðjuverkamenn í for-
setaflugvélinni. Fyrirtaks skemmtun.
Conspiracy Theory ★★'/2
Laglegasti samsæristryllh'. Mel Gib-
son er fyndinn og aumkunaiverður
sem raglaður leigubílstjóri og Julia
Roberts er góð sem hjálpsamur lög-
fræðingur.
HÁSKÓLABÍÓ
Titanic ★★★’/2
Mynd sem á eftir að verða sígiid sök-
um mikilfengleika, vandaðra vinnu-
bragða í stóru sem smáu og virðingar
fyrir umfjöllunarefninu. Falleg ástar-
saga og ótrúlega vel gerð endursköpun
eins ægilegasta sjóslyss veraldai'sög-
unnar.
Stikkfrí ★★%
Islensk gaman- og spennumynd þar
sem þrjár, barnungar leikkonur bera
með sóma hita og þunga dagsins og
reyna að koma skikk á misgjörðir for-
eldranna.
Lína Langsokkur ★★
Teiknimynd um Línu Langsokk ætluð
yngstu kynslóðinni.
Barbara ★★★
Viðbótarfjöður i hatt framleiðandans
Pers Holsts og leikstjórans Nils
Malmros. Barbara er fallega tekið og
vel leikið drama um miklar ástríður í
Færeyjum.
Tomorrow Never Dies ★★★
Bond myndirnar eu eiginlega hafnar
yfir gagnrýni. Farið bara og skemmtið
ykkur.
Leikurinn ★★‘/2
Ágætlega heppnuð mynd að flestu
leyti nema endirinn veldur vonbrigð-
um.
Event Horizon ★★Vf2
Spennandi og oft vel gerður geimtryll-
ir sem tapar nokkuð fluginu í lokin.
The Peacemaker ★★>/2
Gölluð en virðingarverð tilraun til að
gera metnaðarfulla hasarmynd um
kjarnorkuógnina og stríðshrjáða
menn.
KRINGLUBÍÓ
Starship Troopers ★★*/i
Umdarleg stjörnustríðsmynd, því mið-
ur meira í anda Mars Attack en Total
Recall. Góð tölvuvinna.
Face Grimm og raunsæ vel leikin og
gerð bresk sakamálamynd um glæpa-
gengi sem missir gjörsamlega stjórn á
hlutunum.
L.A. Confidential ★★★1/z
Frambærilegri sakamálamynd en
maður á að venjast frá Hollywood
þessa dagana. Smart útlit, laglegur
leikur og ívið flóknari söguþráður en
gerist og gengur.
Herkúles ★★★ Sjá Bíóborgin
Pabbadagur-k-k
Tveir afburða gamaleikarar hafa úr
litlu að moða í veikburða sögu í meðal-
gamanmynd um táning í tilvistar-
kreppu og hugsanlega feður hans þrjá.
LAUGARÁSBÍÓ
Titanic ★★★/2
Mynd sem á eftir að verða sígild sök-
um mikilfengleika, vandaðra vinnu-
bragða í stóra sem smáu og virðingar
fyrir umfjöllunarefninu. Falleg ástar-
saga og ótrúiega vel gerð endursköpun
eins ægilegasta sjóslyss veraldarsög-
unnar.
G.l. Jane ★★
Ridley Scott sýnir nokkui' batamerld
frá síðustu myndum í eitilharðri og vel
gerðri mynd með Demi Moore í harð-
jaxlshlutverki sem bóndi hennar,
Bruce nokkur Willis, er mun þekktari
fyrir. Tekur forvitnilega á jafnréttis-
málum kynjanna framan af en dettur
að lokum niður í að öðra leyti í ósköp
venjulega meðal Rambómynd.
Lína Langsokkur ★★'/>
Teiknimynd um Línu Langsokk, ætluð
yngstu kynslóðinni.
Most Wanted ★★
Samsærismynd þar sem söguhetjan á í
höggi við bandarísku þjóðina, mínus
einn. Hröð en vitlaus.
Titanic ★★★’/>
Mynd sem á eftir að verða sígild sök-
um mikilfengleika, vandaðra vinnu-
bragða í stóra sem smáu og virðingar
fyrir umfjöllunarefninu. Falleg ástar-
saga og ótrúlega vel gerð endursköpun
eins ægilegasta sjóslyss veraldarsög-
unnar.
REGNBOGINN
Spice World ★★
Kryddpíurnar hoppa um og syngja og
hitta geimverur eins og Stuðmenn
forðum daga. Allt í lagi skemmtun fyr-
ir fólk sem þolir dægurflugur stúlkn-
anna.
Aleinn heima 3 ★★/2
Það má hlæja að sömu vitleysunni
endalaust.
Sling Blade ★★★1/2
Nýr, óvæntur kvikmyndahöfundur
bankar hressilega upp á með sinni
fyrstu meynd sem leikstjóri/handrits-
höfundur/leikari. Billy Bob Thornton
sigrar á öllun vígstöðvum með einni at-
hyglisverðustu mynd ársins.
Með fullri reisn ★★★
Einkar skemmtileg og fyndin bresk
verkalýðssaga um menn sem bjarga
sér í atvinnuleysi.
STJÖRNUBÍÓ
Stikkfri ★★>/á
Islensk gaman- og spennumynd þar
sem þrjár, barnungar leikkonur bera
með sóma hita og þunga dagsins og
reyna að koma skikk á misgjörðir for-
eldranna.
G.l. Jane ★★
Ridley Seott sýnir nokkur batamerki
frá síðustu myndum í eitilharðri og vel
gerðri mynd með Demi Moore í hai-ð-
jaxlshlutverki sem bóndi hennar,
Bruce nokkur Willis, er mun þekktari
fyrir. Tekur forvitnilega á jafnréttis-
málum kynjanna framan af en dettur
að lokum niður í ósköp venjulega með-
al Rambómynd.
A RETTRI HILLU
MEÐ EGLU
BREFABINDUM.
TIMASPARNAÐUR ORYG6I FUNDIÐFE NYJAR AÆTLANIR
...GENGUR ÞÚ
AD MIKILV/LGUM
HLUTUM VISUM
Egla bréfabindin fást í 5 mismunandi
stærðum og litaúrvalið eykur enn á
fjölbreytnina. Sem dæmi um
hagkvæmnina má benda á að þau
stærstu taka 20% meira en áður — en
eru samt á sama verði!
Þessi vinsælu bréfabindi fást í
öllum helstu bókaverslunum
landsins.
ROÐ OG REGLA
Múlalundur
Vinnustofa SÍBS
Sími: 562 8500
Símbréf: 552 8819
Netfang: mulalundur@centrum.is