Morgunblaðið - 06.01.1998, Qupperneq 56

Morgunblaðið - 06.01.1998, Qupperneq 56
MORGUNBLAÐW, KRINGLAN 1,103 REYKJAVIK, SÍMI6691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 ÞRIÐJUDAGUR 6. JANÚAR 1998 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Morgunblaðið/Jónas í Fagradal Útsölur hafnar ÚTSÖLUR hófust í nokkrum verslunum í Reykjavik um síð- ustu helgi og þess má vænta að fleiri verslanir bætist í hópinn á næstu dögum. Margt var um manninn á útsölu sem hófst í versluninni Monsoon í gær og meðal þeirra sem hrifust af því sem á boðstólum var í verslun- inni var þessi unga stúlka sem hér sést máta tilkomumikið háls- skraut. Fugla- dauði í Mýrdal STEINÞÓR Hjartarson og Sævar Jónasson halda á tveim- ur dauðum fuglum sem fólk á ferð um Víkurfjörur gekk fram á um helgina. Sýni voru send á Náttúruíræðistofnun íslands en þau hafa enn ekki verið rannsökuð. Arnór Sigfusson hjá Náttúrufræðistofnun sagði aðallega hafa verið um æðar- fugl að ræða en einnig eitthvað af svartfugli. Eins og fram hefur komið í fréttum hefur fólk í Mýrdal tekið eftir því að lítið hefur sést af fýl í hömrunum að undan- fórnu en slíkt er óalgengt þeg- ar jafnmilt er í veðri og verið hefur að undanfórnu. í sumar virtist hlutfall fýls sem komst úr hreiðri vera með allra minnsta móti auk þess sem stór hluti þeirra fugla sem komust upp voru horaðir og veiklulegir. Sú kenning hefur verið sett fram að þetta megi rekja til Skeiðarárhlaupsins, sem hafi drepið æti á sandinum. Arnór sagði það vel vera möguleika þó að erfitt væri að segja nokk- uð um það. Tæki sem takmarkar hámarkshraða í hópferða- og vörubfla Ekkí hægt að aka hraðar en á 100 km Reglur þessar eru hliðstæðar regl- um sem gilda um þessa bíla i löndum ESB og ákveðið var að taka þær einnig upp hérlendis. Hérlendis var gefinn fímm ára aðlögunartími sem nú er á enda. Reglurnai- ná til áður- greindra bíla, nýrra sem gamalla, sem skráðir eru eftir 1. janúar 1988. Teitur Jónasson, formaður Félags hópferðaleyfishafa, segir að aðstæð- ur hérlendis séu allt aðrar en í öðrum Evrópulöndum og því geti slík hraða- takmörkun hreinlega verið hættuleg. Hér séu nánast hvergi tveggja akreina þjóðvegii- og því stundum þröngt um framúrakstur. Því geti verið nauðsynlegt að ná meiri hraða meðan á framúrakstri standi. Eins geti verið þægilegt að herða á sér áð- ur en lagt sé í langar brekkur, ekki síst á eldri bflunum sem séu stærstur hluti flotans. Þetta atriði skipti hins vegar ekki máli á nýrri og kraftmeiri bflunum. Nauðsynlegt sé hins vegar að setja slíkar takmarkanir erlendis þar sem mögulegt sé að aka mun hraðar t.d. á hraðbrautum. Jón Baldur Þorbjörnsson bfltækni- ráðgjafi telur að ástæða þess að mun- ur sé á leyfðum hraða vörubfla og hópferðabfla sé sú að víða erlendis sé eftirlit með hópferðabflum strangara en vörubíla, ekki síst á hemlakerfi þeirra og því sé hugsanlega talið óhætt að leyfa meiri hraða á þeim. Lítið hefur verið flutt inn af nýjum hópferðabílum síðustu tvö til þrjú ár- in en heldur meira af vörubflum síð- ustu misserin. Yfirleitt er þessi bún- aður í nýjustu bflunum en reglumar hafa tekið til bfla sem skráðir eru hér fyrsta sinni eftir 1. janúar 1996. Ljóst er því að setja þarf búnaðinn í fjölmarga bíla og gæti það kostað allt að 70 þúsund krónur á bfl, þ.e. búnaðurinn og ísetning. ALLIR hópferðabflai' yfir 10 tonn að leyfðri heildarþyngd og vörubflar yfir 12 tonnum skulu búnir svonefndum hraðatakmarkara. Á hraði hópferða- bfla að takmarkast við 100 km hraða á klst. og hraði vörubfla við 90 km. Búnaður þessi er fyrir hendi í allra nýjustu bílunum en gera má ráð fyrir að það geti kostað allt að 70 þús. kr. að koma honum fyrir í eldri bflum. Morgunblaðið/Golli Lagt til að átta sveitarfélög á Suð- urlandi sameinist NEFND um sameiningu átta sveitarfélaga á Suðurlandi hefur lagt til við viðkomandi sveitar- stjórnir að gengið verði til kynn- ingar á sameiningunni í apríl og maí næstkomandi og að kosning um sameiningu sveitarfélaganna fari fram samhliða sveitar- stjórnakosningunum í vor. Sameiningarnefndin var sett á laggirnar fyrir rúmlega einu ári og átti hún að skila tillögum nú um áramótin. Á fundi sem hald- inn var í nefndinni í gær var lagt til að vísa ofangreindri tillögu til sveitarstjómanna átta. Sveitarfé- lögin sem um ræðir eru Þing- vallasveit, Grafningur og Gríms- nes, Laugardalshreppur, Bisk- upstungnahreppur, Hruna- mannahreppur, Gnúpverjahrepp- ur og Skeiðahreppur, en saman- lagður íbúafjöldi í þessum sveit- arfélögum er nú um 2.300 manns. Að sögn Sigurðar Inga Jó- hannssonar, eins fulltrúa Hruna- mannahrepps í sameiningar- nefndinni, voru allir nefndar- menn sammála um að sveitarfé- lögin ættu að sameinast, en hins vegar hefðu verið aðeins mis- munandi áherslur á það hve hratt ætti að vinna að málinu. Áhersla lögð á samflot „Sumir voru tilbúnir að fara í þetta strax og hafa þá kosning- arnar í febrúar, en þetta varð niðurstaða nefndarinnar og þar er lögð áhersla á að halda þess- um átta sveitarfélögum í einu samfloti. Það eru allir á því að sameining verði, en það er þá bara spuming um tíma. Sveitar- stjórnirnar eiga svo að skila svari um þetta til sameiningarnefndar- innar fyrir 15. janúar, en fundir verða haldnir í sveitarstjórnun- um nú í fyrstu eða annarri viku mánaðarins. Þetta er búið að vera talsvert i umfjöllun, en þetta er nauðsynlegt skref til að hægt sé að fara í undirbúning á kynningunni sem allra fyrst," sagði Sigurður Ingi. Viðræður um sameiningu útgerðarfyrirtækja á Höfn Deilt um gengi hlutabréfa £ Borgey , ENGIN niðurstaða er enn komin í samninga vegna fyrirhugaðrar sameiningar Borgeyjar hf. á Höfn í Homafirði og fjögurra annarra fyrirtækja. Borgey hafnaði fyrir nokkru tilboði frá fyrirtækjunum fjómm, sem meðal annars gat falið í sér að þau yrðu með meirihluta að sameiningu lokinni. Von er á gagntilboði frá Borgey í dag og hugsanlega niðurstöðu um það hvort af sameiningu verður eða ekki á morgun. Eins og er snúast viðræðumar um gengi hlutabréfa í Borgey, en útgerðunum fjóram verður greitt með hlutabréfum við sameininguna. Það era fyrirtækin Garðey, Melavík, Perú og Marz, sem fyrir- hugað er að sameinist Borgey. Þau gera út bátana Garðey, Melavík, Garðar II og Sigurð Lárasson og eru með kvóta upp á 2.400 tonna ígildi. Borgey gerir út tvo báta, Hvanney og Húnaröst, og er með um 4.000 tonna þorskígildiskvóta. Auk þess rekur Borgey margvís- lega fiskvinnslu. Sfldin setur strik 1 reikninginn Viðræðurnar nú snúast að miklu leyti um það hvert gengi hlutabréf- anna í Borgey skuli vera við sam- eininguna, en stefnt er að því að greiða útgerðunum fjóram með hlutabréfum í Borgey. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins mun það vera stefna þeirra að eiga sem minnst í fyrirtækinu og selja hluta- bréfin strax eða sem allra fyrst. Hins vegar hafa engir fjárfestar fengist til að kaupa hlutabréf í Bor- gey á því gengi, sem stjórnendur Borgeyjar telja að miða eigi við við sameininguna. Borgeyjarmenn vilja miða við gengið 2,5 en í tilboði frá hinum hópnum var talað um gengi 1,3. Verði miðað við lægri mörkin, verður meirihluti í fyrir- tækinu ekki lengur í eigu núver- andi eigenda þess. Staða Borgeyjar hefur versnað nokkuð frá því í haust, er ákveðið var að hefja viðræður vegna sam- einingarinnar, aðallega vegna þess að síldarvertíðin hefur að miklu leyti bragðizt. Töluvert vantar upp á að sett markmið um frystingu og söltun á sfld hafi náðst og veikir það samningsstöðu fyrirtækisins hugs- anlega. Vonazt er til að síldveiðin fari vel af stað nú á nýju ári og verkfall vélstjóra muni ekki skella á um miðjan mánuð. Halldór Amason, framkvæmda- stjóri Borgeyjar, sagðist í samtali við Morgunblaðið ekkert vilja tjá sig um gang þessara mála. „Viðræð- umar era á viðkvæmu stigi og ég vil ekkert segja að svo stöddu,“ sagði hann í samtali við Morgunblaðið. Fulltrúar útgerðanna fjögurra vörðust einnig allra frétta, er Morg- unblaðið hafði samband við þá.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.