Morgunblaðið - 10.02.1998, Síða 2

Morgunblaðið - 10.02.1998, Síða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 10. FEBRÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Tyrknesk kona sem á barn með íslenskum manni utan lijónabands títskúfað af fjölskjúdunum í Tyrklandi og á Islandi MORGUNBLAÐINU hefur borist bréf ffá tyrkneskri konu sem á son með íslenskum manni og er í vanda stödd þar sem hún og bamsfaðir hennar eru ekki gift, hann vill ekkert með hana hafa lengur og fjölskylda hennar í Tyrklandi ekki heldur sök- um þess að bamið er fætt utan hjóna- bands og konan einstæð móðir. Konan kynntist bamsfóður sínum þegar hún var í framhaldsnámi í Þýskalandi. Þau áttu í ástarsambandi og hún varð bamshafandi. Hún vildi fæða bamið en hann var á móti því og fór frá henni á miðjum meðgöngutím- anum. Hann kom þó aftur til hennar þegar sonurinn var fæddur, í apríl 1993, og gekkst við því opinberlega að vera faðir bamsins. Þau bjuggu svo saman í Þýskalandi í fimm ár. Vill athuga með íslenskan ríkis- borgararétt fyrir soninn í bréfi konunnar segir að bams- föður hennar hafí verið það fyllilega ljóst að hún yrði að snúa heim til Tyrklands að náminu loknu. Hún hefði einnig gert honum ljóst að hún gæti ekki farið til Tyrklands með barnið án þess að vera gift en hann vildi ekki giftast henni. Fjölskylda hans vildi ekki samþykkja hana vegna þjóðernis hennar og heldur ekki litla drenginn. Mæðginin fóru frá Þýskalandi til Tyrklands í júlí sl. þegar hún hafði lokið MA-námi sínu. Nú búa þau tvö ein og eiga undir högg að sækja í samfélagi þar sem þau em undir miklum samfélagslegum og trúarleg- um þrýstingi, að því er kemur fram í bréfínu. Fjölskylda hennar vill ekk- ert með þau hafa, þar sem drengur- inn er fæddur utan hjónabands, svo í raun era þau útskúfuð á hvorum tveggja vígstöðvunum. Konan kveðst hafa miklar áhyggjur af fí’amtíð son- ar síns og bendir á að hann geti ekki að því gert að fjölskyldur foreldra hans vilji ekki viðurkenna hann. Enginn geti ráðið því inn í hvaða að- stæður hann sé fæddur. Þess vegna hyggst hún nú snúa sér til íslensku ríkisstjóraarinnar með það fyrir augum að athuga hvort drengurinn geti fengið íslenskan ríkisborgara- rétt, þar sem hann er sonur Islend- ings, og hún vill að sonur sinn fái tækifæri til að lifa frjáls og viður- kenndur af samfélaginu. Vefútgáfa um Nóbel- skáldið VIÐ FRÁFALL Halldórs Lax- ness opnar Morgunblaðið sér- stakan vef um Nóbelsskáldið. Á vefnum er að fíhna ýtarleg- ar upplýsingar um líf og starf Laxness, allt frá uppvexti hans til efri ára. Þar er skrá yfir útgáfu á verkum hans, umfjöllun erlendis, veitingu Nóbelsverðlaunanna 1955 og ótal margt annað, skáldinu og verkum þess tengt. Á Laxness-vef Morgun- blaðsins er ennfremur að fínna rafræna minningarbók þar sem netveijar geta skráð nöfn sín og vottað hinum látna virðingu sína. Fréttavefur Morgunblaðs- ins hefur nú verið opinn í viku og hefur aðsókn að honum verið góð. f þessari einu viku heimsóttu ríflega 40.000 manns vefinn, þar af um 9.000 manns frá útlöndum. Isafjarðarbær Fjórir bæjarfulltrúar D-lista hætta FJÓRIR af fímm bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins í Isafjarðarbæ tilkynntu ekki þátttöku í prófkjöri vegna komandi kosninga. Einungis oddviti flokksins, Þorsteinn Jó- hannesson yfirlæknir, býður sig fram. Fjórir tilkynntu þátttöku í próf- kjörinu sem vera átti 21. febrúar nk. Auk Þorsteins era það Pétur H.R. Sigurðsson, Ragnheiður Há- konardóttir og Ólafur Ásberg Árna- son. Gert var ráð fyrir að tólf nöfn yrðu á prófkjörsseðlinum. Nú kem- ur til greina, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins, að hætta við próf- kjörið. Magnea Guðmundsdóttir á Flat- eyri, Jónas Ólafsson á Þingeyri, Halldór Jónsson og Kolbrún Hall- dórsdóttir tilkynntu ekki þátttöku. Fulltrúahópur flokksins er klofínn vegna deilna um skólabyggingu og standa Jónas og Kolbrún að núver- andi meirihluta í andstöðu við flokkssystkini sín. Morgunblaðið/Kristinn Hjólað í snjónum ÞÓTT ekki hafi viðrað sérstak- lega vel til útivistar undan- farna daga lét maðurinn á hjól- inu veður og vinda ekki á sig fá. Hann féll inn í náttúruna þegar hann hjólaði eftir Sæ- brautinni með ólgandi hafið á vinstri hönd. Næstu daga er spáð breyti- legu veðri, éljum sunnanlands og vestan. Frost verður á bilinu 1-10 stig, kaldast inn til landsins. Halldóra Jónsdóttir Stúlkan sem lést STÚLKAN sem lést þegar bifreið sem hún var farþegi í rakst á aðra bifreið við Ölfusarárbrú á Selfosi síðastliðinn fostudag, hét Hall- dóra Jónsdóttir. Halldóra var á fjórða aldursári, fædd 7. mars 1994. Hún var til heimilis að Laufhaga 20 á Selfossi. Tillaga um að draga úr reykingum kvenna KRISTÍN Ástgeirsdóttir, þingmaður utan flokka, er flutningsmaður þings- ályktunartillögu um sérstakt átak til að draga úr reykingum kvenna. Meg- inefni tillögunnar er að Alþingi álykti að fela heilbrigðisráðherra að efna til sérstaks átaks til að draga úr reyk- ingum kvenna. Verði sjónum einkum beint að stúlkum og ungum konum þannig að það megi takast að koma í veg fyrir að stúlkur hefji reykingar og þær sem byrjaðar era hætti. ,Á undanfórnum áram hefur margsinnis verið bent á þá staðreynd að íslenskar konur eru meðal mestu reykingakvenna í Evrópu. Aðeins danskar konur reykja meira en þær íslensku,“ segir í greinargerð tillög- unnar. „Jafnframt hefur komið fram að dánartíðni kvenna af völdum lungnaki'abba hér á landi er einhver sú mesta í heimi og hefur því miður aukist. Nýlegar rannsóknir benda til þess að konur þoli reykingar mun verr en karlar, auk þess sem æ betur kemur í ljós að áhrif reykinga á heilsu kvenna er miklu víðfeðmari en áður var talið. Þannig valda reyking- ar ekki aðeins krabbameini í lungum heldur tengjast þær brjóstakrabba, krabbameini í legi, hjarta- og æða- sjúkdómum, beinþynningu o.fl.“ Tilgangm- tillögunnar, er að fá heil- brigðisyfirvöld til þess að beina sjón- um að reykingum kvenna sérstaklega þannig að hluti þess fjármagns sem nú þegar sé varið til tóbaksvarna verði notaður til að ná til „þess allt of fjölmenna hóps kvenna sem reykir." Nýr launarammi fellur í grýttan jarðveg hjá Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga Telja forsendur fyrir röðun breyttar HUGMYNDIR stofnana um út- færslu á nýju launakerfi fyrir vinnu- staðasamninga hjúkrunarfræðinga, sem nú era í undirbúningi eins og fyrir aðra ríkisstarfsmenn, hafa fall- ið í grýttan jarðveg þar sem þær hafa verið kynntar hjúkrunarfræð- ingum. Telja forráðamenn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga að for- sendur fyrir röðun hjúkranarfræð- inga í launaramma samkvæmt nýja launakerfinu séu breyttar og því geti orðið mjög erfítt ná fram viðun- andi samningum á heilbrigðisstofn- unum. Nýja launakerfið byggist á þrem- ur launarömmum, A, B og C, sem hver hefur sína skilgreiningu um störf. Störf í A-ramma felast í al- mennum störfum sem unnin eru undir ábyrgð eða umsjón annarra. Starfíð felst fyrst og fremst í því að nota vísindalega þekkingu og hug- tök til að leysa verkefni, veita upp- lýsingar og/eða leiðbeiningar. Skilgreiningin á B-ramma er að starfið felist fyrst og fremst í því að nota vísindalega þekkingu og hug- tök til að leysa verkefni, starfið feli í sér umsjón verkefna og/eða mála- flokka en með því sé átt við skipu- lagningu, samhæfíngu og/eða stjórnun og áætlanagerð, kostnað- aryfirlit eða viðvarandi verkefna- stjórnun. í C ramma era störfín skilgreind þannig að þau felist fyrst og fremst í stjórnun, áætlanagerð og samhæfíngu við stefnu stofnunar og ábyrgð fyrir samskiptum við ráðuneyti, stofnanir og fyrirtæki. Ásta Möller, formaður Félags ísl. hjúkrunarfræðinga, segir að rætt hafi verið um í upphafi að almenn störf háskólamenntaðra starfs- manna ríkisins, hjúkrunarfræðinga þar með, féllu í launaramma A. í ljós hafí hins vegar komið í mörgum vinnustaðasamningum að almenn störf ýmissa stétta í þjónustu ríkis- ins, svo sem hagfræðingar, náttúru- fræðingar, sálfræðingar og fleiri myndu falla í launaramma B sem gefur 20-30% hærri laun en hjúkr- unarfræðingum standa til boða. Segir hún hjúkranarfræðinga ekki sætta sig við að almenn störf hjúkr- unarfræðinga séu skilgreind á ann- an máta en almenn störf annarra háskólamanna. Skilgreiningin fellur betur að B-rammanum Forráðamenn hjúkrunarfræð- inga segja að með þessum nýju vinnustaðasamningum sé að koma í ljós að ýmsar stéttir háskólamennt- aðra starfsmanna ríkisins hafí búið við yfirborgun sem nú sé færð í taxta í hinu nýja kerfí. Með því að færa yfirborgun inn í taxta hefur verið auðvelt að koma til móts við kröfur annarra háskólamanna um að almenn störf raðist í launa- ramma B. Hjúkrunarfræðingar á stofnunum telja því að forsendan fyrir röðun almennra starfa hjúkr- unarfræðinga sé brostin og hafa lýst þeirri skoðun sinni að erfítt sé að fallast á annað en að almenn störf hjúkrunarfræðinga falli undir B-ramma. „Skilgreiningin á störf- unum fellur líka mun betur að B- rammanum, því störf hjúkrunar- fræðinga eru ekki unnin undir ábyrgð eða umsjón annarra heldur eru þetta sjálfstæð störf. Það sést meðal annars á því að hjúkrunar- fræðingar eru vaktstjórar, bera ábyrgð á hópi sjúklinga eða ein- staklingum, skipuleggja hjúkrun, meta ástand og sjá um margs konar sjálfstætt fræðslustarf," segir Ásta Möller. Grunnlaun almennra hjúkrunar- fræðinga í dag eru á bilinu 89-117 þúsund krónur og taka um 60-70% þeirra þessi laun. Samkvæmt nýju launarömmunum eru grunnlaun í launaramma A frá 101 þúsund krónum og upp í 176 þúsund, í B frá 127 þúsund upp í 217 þúsund og í C ramma eru laun frá 141 þúsund og upp í 284 þúsund krónur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.