Morgunblaðið - 10.02.1998, Side 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 10. FEBRÚAR 1998
SJOMANNADEILAN
MORGUNBLAÐIÐ
Átök og spenna einkenndu atburðarásina í sjómannadeilunni í gær
Lagasetning blasti við eftir
árangurslausan sáttafund
Það kom fáum á óvart þegar ríkisstjórnin
tók í gær ákvörðun um að leggja fram
frumvarp á Alþingi um stöðvun verkfalla
sjómanna á fískiskipaflotanum. Það
kom ríkisstjórninni hins vegar á óvart
þegar stjórnarandstaðan hafnaði því að
taka frumvarpið til efnislegrar umræðu
í gær. Egill Ólafsson fylgdist með
atburðarásinni í sjómannadeilunni.
Morgunblaðið/Golii
SÆVAR Gunnarsson og Guðjón A. Kristjánsson fengu góðar móttökur
á fundi stjórnarandstöðunnar í gær.
DAVÍÐ Oddsson sagði að ekki yrði komist hjá afskiptum
Alþingis af deilunni.
UM HELGINA gerði sáttasemjari
tilraun til að leysa deiluna með
samningum og litu menn almennt
svo á að um úrslitatilraun væri að
ræða. Á sáttafundi á sunnudag lögðu
Þórir Einarsson ríkissáttasemjari og
Ásmundur Stefánsson, sem unnið
hefur að lausn deilunnar með hon-
um, fram hugmyndir um samnings-
grundvöll. Útvegsmenn lýstu sig til-
búna að ræða málið áfram, en for-
ysta sjómanna hafnaði að ræða um
íausn á þessum grunni.
Samkvæmt upplýsingum Morgun-
blaðsins voru meginatriði þessarar
sáttaleiðar, um að sett verði lág-
marksverð á fisk og möguleikar út-
gerðarmanna til að framselja veiði-
heimildir verði þrengdir. Sjómenn
settu það sem skilyrði fyrir því að
ræða málið frekar á þessum grunni
að komið verði á fót kvótamarkaði
þar sem allar tilfærslur á veiðiheim-
ildir færu um. Því höfnuðu útvegs-
menn algerlega.
Eftir að niðurstaða sáttafundarins
lá fyrir þótti mörgum blasa við að
ríkisstjómin myndi stöðva verkfallið
með lögum. Síðdegis á sunnudag
komu forsætisráðherra, utanríkis-
ráðherra, sjávarútvegsráðherra og
félagsmálaráðherra saman til fundar
og varð niðurstaða hans að hefja
undirbúning að lagasetningu um að
stöðva verkfall sjómanna.
Deiluaðilar boðaðir til fundar
I gærmorgun boðuðu þessir fjórir
ráðherrar forystumenn deiluaðila til
fundar. Forystumenn sjómannasam-
takanna þriggja voru boðaðir sam-
Biginlega til fundar, en forystumenn
Farmanna- og fískimannasambands-
ins og Sjómannasambandsins höfn-
aðu því að mæta með fulltrúum Vél-
stjórafélagsins og varð niðurstaðan
pví sú að ráðherramir funduðu sér-
itaklega með vélstjómm. Guðjón A.
Kristjánsson, formaður FFSÍ, sagði
iðspurður um þetta atriði, að um
værí að ræða tvær aðskildar deilur
og það væri ekki mál FFSÍ og Sjó-
mannasambandsins að leysa verkfall
Vélstjórafélagsins.
Eftir fundinn sagði Sævar Gunn-
arsson, formaður Sjómannasam-
bandsins, að hann óttaðist að ríkis-
stjómin ætlaði að setja lög á verkfall-
ið. Hann sagði að sjómenn væra því
algerlega andvígir og það hefðu þeir
sagt á fundinum með ráðherrunum.
Það væri samningsaðila að leysa deil-
una með samningum. Guðjón og
Helgi Laxdal, formaður Vélstjórafé-
lagsins, lýstu sömu afstöðu til laga-
setningar.
Kristján Ragnarsson, formaður
LÍÚ, sagði þegar hann kom út af
fundi með ráðherranum að hann
hefði ekki beðið um að stjómin stöðv-
aði verkfallið með lögum.
„Deilan fór í mjög harðan hnút í
gær eftir að sáttasemjarar höfðu lagt
upp ákveðinn farveg sem við lýstum
okkur tilbúna til að fara eftir en þeir
ekki. Sáttasemjari mat það svo að
það væri þýðingarlaust að boða til
annars fundar í bráð. Það liggur því
fyrir að deilan mun ekki leysast með
samningum næstu daga og þar með
er málið á borði stjómvalda.“
Þegar Kristján var spurður hvort
hann hefði sagt ráðherranum, að það
væri ekki hægt að leysa þessa deilu
við samningaborðið vísaði hann til
þess sem hann hefði þegar sagt um
stöðu deilunnar. Ríkisstjómin yrði að
meta hvaða kostir væra fyrir hendi.
Stjórnarandstaðan beðin um að
greiða fyrir lagasetningu
Á eftir forystumönnum útgerðar-
innar kom Þórir Einarsson ríkis-
sáttasemjari til fundar við ráð-
herrana og gerði þeim grein fyrir
stöðu samningaviðræðna. Hann sagði
eftir fundinn að eins og staðan væri
núna myndi hann ekki boða deiluað-
ila til fundar.
Næstir gengu á fund ráðherranna
formenn þingflokka stjómarandstöð-
unnar. Á fundinum fóra ráðherramir
fram á að stjómarandstaðan greiddi
fyrir því að lög um verkfall sjómanna
fengi skjóta afgreiðslu á Alþingi, en
það þýddi m.a. að stjómarandstaðan
samþykkti að afgreiða framvarpið
með afbrigðum frá þingskaparlögum.
Með þessi skilaboð fóra formennimir
til fundar við þingflokkana.
Ríkisstjómin kom saman til stutts
fundar kl. 13 þar sem lagt var fram
lagafrumvarp um verkfall sjómanna
og að því búnu fóra ráðherrarnir til
fundar við þingflokka sína þar sem
frumvarp um lög á verkfall sjómanna
var kynnt.
Afskipti þingsins óhjákvæmileg
Eftir ríkisstjómarfundinn ræddi
forsætisráðherra stuttlega við fjöl-
miðla. Hann sagði að staða málsins
væri þannig að það væri óhjákvæmi-
legt að það yrði kynnt fýrir þingflokk-
um og færi til meðferðar þingsins.
„Við höfum leitast við að skapa um-
ræðum samningsaðila skjól og að
koma hvergi nærri. Nú er dæmið
þannig komið að það finnst enginn
flötur á viðræðum. RQdssáttasemjari
hefur kynnt að sá grandvöllur sem
var ræddur leiði ekki til neins og eng-
inn annar viðræðugrandvöllur sé sjá-
anlegur, eins og hann orðar það. Þeg-
ar svona er komið getum við ekki lát-
ið eins og málið komi okkur ekki við,“
sagði Davíð.
Davíð sagðist gera sér vonir um að
málið færi í gegnum þingið á einum
sólarhring, þ.e. að það yrði að lögum í
dag. Hann sagðist hafa beint því til
stjómarandstöðunnar að greiða fyrir
því að framvarpið færi í gegnum
þingið, en tók jafnframt fram að í því
fælist ekki að hún ætti að bera
ábyrgð á því.
Togstreita um afbrigði
Samkvæmt þingskaparlögum eiga
að h'ða tveir dagar frá því frumvarp
er lagt fram á Alþingi þar til mælt er
fyrir því. Hægt er hins vegar að veita
afbrigði frá þessari reglu, en til þess
þarf samþykki 2/3 þingheims.
Á þingflokksfundum stjórnarand-
stöðunnar kom strax fram hörð and-
staða við tilmæli stjómarinnar um að
afgreiða framvarpið án þess að um
það færi fram ítarleg efnisleg um-
ræða á þinginu. Innan þingflokks Al-
þýðuflokksins var það sjónarmið ríkj-
andi að stjórnarandstaðan ætti að
fella tillögu um veita afbrigði svo að
frumvarpið mætti koma á dagskrá.
Innan þingflokks Alþýðubandalags-
ins vora nokkrir þingmenn hins veg-
ar í upphafi tvístígandi um hvort það
væri rétt að hafna afbrigðum. Þing-
menn flokksins vora aftur á móti
sammála alþýðuflokksmönnum um
að ekki kæmi til greina að afgreiða
framvarpið án efhislegrar umræðu.
Skilaboð gengu á milli þingflokk-
anna á meðan á fundunum stóð og
varð að samkomulagi milli þeirra að
óska eftir því að fulltrúar sjómanna
kæmu til fundar við stjórnarandstöð-
una til að upplýsa um stöðu samn-
ingaviðræðna og kynna fyrir þeim af-
stöðu sjómanna til lagasetningar.
Fundurinn var haldinn í fundarher-
bergi þingsins í Þórshamri. Athygli
vakti að Helgi Laxdal, formaður Vél-
stjórafélagsins, var ekki boðaður á
fundinn. Forystumenn Farmanna-
og fiskimannasambandsins og Sjó-
mannasambandsins vora því einir um
að kynna afstöðu sjómanna til máls-
ins.
Sjómenn þungorðir
Guðjón og Sævar vora þungorðir
þegar þeir komu af fundinum þar
sem þeir fengu að sjá framvarp ríkis-
stjómarinnar. Guðjón sagði að það
væri lýsandi fyrir framkomu í-íkis-
stjómarinnar við sjómenn að hún
hefði ekki einu sinni fyrir því að
kynna frumvarpið fyrir forystu sjó-
manna. „Við eram búnir að vera í
verkfalli í sex daga. Hafnarfríum
áhafna lauk í gær og í dag og verk-
falhð er því ekki einu sinni farið að
hafa áhrif á sumar útgerðir í landinu.
Útgerðarmenn hafa hingað til ekki
tapað krónu á þessu verkfalli, en rík-
isstjómin er hins vegar tilbúin til að
setja lög um leið og það fer að hafa
einhver áhrif.“
Sævar sagðist ekki vera trúaður á
að sú nefnd, sem frumvarpið gerir
ráð fyrir að verði stofnuð, kæmi fram
með tillögur sem leysti ági-eining sjó-
manna og útvegsmanna. Hann
minnti á að sjávarútvegsráðherra
hefði skipað fimm menn í nefnd í jan-
úar í fýrra til að taka á þessu máli.
„Ráðherra stoppaði hins vegar störf
hennar í haust vegna þess að þetta
væri viðkvæmt samningsmál. Ég hef
sjórr Tími Fundir vegna lannadeilunnar ígær
1000 Fundur forsætisráðherra, utanríkisráðherra, félagsmálaráðherra og sjávarútvegsráðherra.
1030 Formenn FFSÍ og Sjómannasambandsins með ráðherrum
1115 Fundur formanns Vélstjórafélagsins með ráðherrum
1145 Fundur formanns LÍÚ gg framkvæmdastjóm VSÍ með ráðherrum
1215 Sáttasemjari hittir ráðherrana
1230 Formenn þingflokka stjórnarandstöðunnar hitta ráherrana
1300 Ríkisstjórnarfundur
1330 Þingflokksfundir
1500 Fundir í Alþingi
1510 Þingfundi frestað
1600 Formenn FFSÍ og Sjómannasambandsins hitta stjómarandstöðuna
1710 Formenn þingflokka funda með forseta Alþingis
1800 Þingfundur
enga trú á að þriggja manna nefnd
leysi málið frekar en fimm manna
nefnd.“
Sævar sagði að þetta framvarp
væri samið á borðum LÍÚ. „Þetta er
aðför að samningsfrelgi stéttarfélaga.
Útgerðarmenn hafa getað treyst því
ár eftir ár að vinir þeirra í stjómar-
ráðinu skeri þá úr snöranni. Við
munum fara í atkvæðagreiðslu um
verkfallsboðun aftur. Ég mun leggja
fram shka tillögu á stjómarfundi í
Sjómannasambandinu í fyrramálið."
Halldór og Davíð vildu
atkvæðagreiðslu
Eftir að Sævar og Guðjón voru
famir af fundinum ræddu þingmenn
stjómarandstöðunnar áfram um
hvemig skynsamlegast væri að halda
á málinu. Þau sjónarmið komu fram í
máli nokkurra þingmanna að það
væri kannski áróðurslega ekki sterkt
að fella tillögu um afbrigði. Það kynni
að vera betra að máhð kæmi strax á
dagskrá og stjómarandstaðan myndi
takast á við ríkisstjómina í málefna-
legum umræðum. Niðurstaðan var
engu að síður sú að greiða atkvæði
gegn tillögu um afbrigði.
Með þessi skilaboð fóra formenn
þingflokka stjómarandstöðunnar á
fund með Ólafi G. Einarssyni, forseta
Alþingis. Þar var máhð rætt fram og
aftur. Sumir þingmenn stjómarinnar
töldu eðlilegast að hætta við að fara
fram á afbrigði frá þingsköpum úr
því að stjómarandstaðan tók þessa
afstöðu í málinu og bíða fram á mið-
vikudag með að ræða framvarpið.
Máhð var borið undir Davíð Oddsson
forsætisráðherra og Halldór Ás-
grímsson utanríkisráðherra og voru
þeir sammála mn að láta reyna á af-
brigði og láta stjómarandstöðuna
fella tillögu um að málið mætti koma
á dagskrá. Þeir munu hafa litið svo á
að með slíkri afgreiðslu myndi at-
hyglin beinast frá ríkisstjóminni og
hennar gerðum í málinu og að stjóm-
arandstöðunni.
Athygh vakti að Kristín Ástgefrs-
dóttir, sem er þingmaður utan
flokka, var ekki boðuð á sameiginleg-
an fund þingmanna stjómarandstöð-
unnar; ekki frekar en á fund stjórn-
arandstöðunnar með ráðherranum
fjóram fyrr um daginn. Fulltrúar
stjórnarandstöðunnar ræddu hins
vegar við hana áður en þingfundur-
inn hófst kl. 18 og könnuðu hug
hennar til að feUa tiUögu um afbrigði.
Hún gaf ekki upp afstöðu sína en
ákvað á endanum að sitja hjá.
Vakni ru>/á mi nni ru»
tt|R
Þarftu að láta vekja þig eða
minna þig á eitthvað?
Það gerir þú með því
að ýta á □ 55 □, ákveð-
inn tíma (t.d. 0730) og □
Nánari upplýsingar um verð
og sérþjónustu Landssímans
færðu í sima 800 7000 eða
SÍMASKRÁNNr.
9^
LANDS SfMINN