Morgunblaðið - 10.02.1998, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 10.02.1998, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 10. FEBRÚAR 1998 HALLDOR KILJAN LAXNESS MORGUNBLAÐIÐ sem var fyrirmynd Halldórs að organistan- um í sögunni, sakaði Þórbergur Halldór um að hafa dregið Erlend upp í skýin með því að gera hann að eins konar Jesúgervingi. Um þessa deilu sem lýsir svo vel skáldunum tveimur skrifaði Halldór smásögu sem heitir Jón í Brauðhúsum og kom út í einu af þrem- ur smásagnasöfnum hans, Sjöstafakverinu (1964). Morgunblaðið/RAX Morgunblaðið/Sverrir APETER Hallberg heilsar upp á Hall- dór og Ólaf Ragn- arsson útgefanda á Laxnessþingi árið 1987. Hallberg rit- aði gerst uni verk Halldórs og var sér- stakur gestur þings- ins. ◄HALLDÓR virðir hugsi fyrir sér höf- undarverk sitt í októbermánuði 1989 þegar sjötíu ár voru liðin frá útkomu Barns náttúrunnar. TMEÐLIMIR sænsku Akademí- unnar sem veitti Halldóri Bók- menntaverðlaun Nó- bels sóttu skáldið heim í ágústmánuði árið 1989. Fremstur á myndinni er Sture Allén, fastaritari Akademíunnar. Morgunblaðið/Golli Morgunblaðið/Börkur Arnarson ◄AUÐUR Sveinsdóttir af- hendir Einari Sigurðssyni, landsbókaverði, handrit, bréf og minnisbækur Ilalldórs á degi íslenskrar tungu í fyrra til varðveislu í Landsbóka- safni Islands-Háskólasafni. Með Atómstöðinni lenti Halldór enn upp á kant við þjóðfélagið, einkum þá sem stutt höfðu gerð Keflavíkursamninganna. Næsta verk Halldórs, Gerpla, sem kom út árið 1952, er einnig ritað í skugga stríðsins og hersetunnar en þar ræðst hann að öðrum þáttum en í fyrri verkum. Verkið er sterk ádeila á allan stríðs- rekstur en um leið er það að vissu leyti ádeila á hetjuhugsjón íslendingasagna. Söguefnið sækir Halldór líka í fornsögurnar, einkum Fóstbræðrasögu, en aðalsöguhetj- urnar eru þeir víking- ar, Þorgeir Hávarsson og Þormóður Kol- brúnarskáld. Stíllinn er sömuleiðis sóttur til fornsagnanna en Hall- dór hafði það að mark- miði við ritun sögunn- ar að nota aldrei orð sem hægt væri að sanna að ekki hafí ver- ið til í málinu á elleftu öld. Ritun Gerplu er geysilegt afrek en út í það lagði Haldór með þá bjargföstu trú, sem hann lýsti í minnis- greinum sínum um fomsögur, að „íslenzk- ur ríthöfundur getur ekki lifað án þess að vera síhugsandi um hinar gömlu bækur“. Auðvitað olli þessi saga samt miklum deilum, Halldór var sakaður um að skrum- skæla fomsögurnar. Kalla má hinar miklu epísku skáld- sögur Halldórs kjöl- festuna í höfundar- verki hans en í lok þessa skeiðs, þremur árum eftir útkomu Gerplu árið 1955, hlaut Halldór eina mestu viðurkenningu sem rithöfundi getur hlotn- ast, Bókmenntaverð- laun Nóbels. Eftir að hafa kann- að hinn sósíalíska sannleika á fjórða og fimmta áratugnum tók við tímabil á ferli Halldórs sem ein- kenndist af leit og til- raunum. Halldór var 53 ára þegar hann hlaut Nóbelsverðlaunin en það er til merkis um ótrúlegan endurnýjunarmátt hans sem höfundar að þá hefur hann nýja sókn inn á ný svið bókmenntanna og um leið má segja að honum takist að vinna íslenskum bók- menntum nýjar lendur. Bæði skáldsögur hans og leikrit á sjötta og sjöunda áratugn- um bera þessari endumýjun glögg merki, til- raunir hans með það sem við gætum - með örlítilli einföldun - kallað módernísk form og efni sýna hversu vel hann fylgdist með hrær- ingum í heimsbókmenntunum. Taoismi var Halldóri hugstæður á þessum árum. Eftir að hafa tekið við Nóbelsverðlaun- unum hélt hann í mikið ferðalag, meðal annars til Kína þar sem hann leitaði uppi Taomunka. Lesa má taoísk þemu úr flestum verka hans frá og með Bi-ekkukotsannál til Guðsgjafaþulu (og jafnvel nokkrum eldri verkanna). Þær skáldsögur sem hér um ræðir einkennast raunar af togstreitu á milli þessarar leitar að eða rannsóknar á þessari lífspeki nægjusemi og hugarhægðar og leitar að nýju frásagnar- formi. í sumum þessara verka má raunar finna beina tengingu aftui- til frásagnarháttar epíska raunsæisskeiðsins, eins og í Kristnihaidi undir Jökli og Innansveitarki-oniku. Leikritin eru svo yfirleitt hreinar tilraunir með form og efni absúrdismans, en þar má helst nefna Stromp- leikinn (1961), Prjónastofuna sólina (1962) og Dúfnaveisluna (1966). Ein athyglisverðasta bók Halldórs á þessum tíma er svo ritgerða- safnið eða minningabókin, Skáldatími, sem kom út árið 1963, þar sem hann gerir upp við sósíalismann og Sovétríkm. Brekkukotsannáll var fyrsta bók Halldórs eftir að hann fékk Nóbelsverðlaunin en í henni fjallar hann um samband skálds og þjóðar. Frægðin er til umfjöllunar og leitin að hinum hreina tón sem er óháður öllum veg- tyllum. Niðurstaða aðalsöguhetjunnar, Garð- ars Hólm, af leit sinni er í taoískum anda eftir að hafa þegið fé af Gúðmúnsen kaupmanni: „Sá maður sem er einhvers virði eignast aldrei gimstein." Næsta skáldsaga Halldórs var Paradísar- heimt sem kom út árið 1960 en þar er sögð saga bláfátæks íslensks bónda, Steins Steins- sonar í Hlíðum undir Steinahlíðum, sem yfir- gefur fjölskyldu sína og fósturland og flytur til sæluinkis mormóna í Ameríku. Ætlun hans og von er að finna þar Paradís á jörð en áður en yfír lýkur snýr hann aftur heim til íslands. Bókin lýsir ekki síst hinni eilífu hamingjuleit mannsins sem virðist stangast á við alla heil- brigða skynsemi. Kristnihald undir Jökli kom út árið 1968 og er af mörgum talin ein af bestu bókum Hall- dórs. I henni má kannski finna róttækustu tilraunir Halldórs í átt að módernisma í skáldsagnaritun en bókin rífur hvað eftir annað af sér bönd skipulegrar frásagnar og byggingar. Sagan segir frá Umba, umboðs- manni biskups sem sendur er undir Jökul að kanna kristnihald þar. Úr þeiri ferð snýr hann ekki samur, ekki frekar en lesandi sög- unnar. Innansveitarkronika kom út árið 1970 og er ein sérkennilegasta skáldsaga Halldórs. Hún segir frá kirkjustríði í heimasveit skáldsins, Mosfellssveit, og er vafalaust ein þeirra sagna Halldórs sem á eftir að valda mönnum hvað mestum heilabrotum vegna sérstöðu sinnar. Síðust eiginlegra skáldsagna Halldórs var Guðsgjafaþula sem kom út árið 1972. Sagan er aldarspegill og tekur til umfjöllunar at- burði úr atvinnulífi og stjórnmálum samtíma Halldórs, í brennidepli er þó saga síldarinn- ar. Á árunum 1975 til 1980 skrifaði Halldór svo æskuminningar sínar í fjórum bindum er heita I túninu heima, Ungur ejg var, Sjömeist- arasagan og Grikklandsárið. I þessum bókum rifjar Halldór upp atbui'ði og menn sem hann kynntist á fyrstu tuttugu árum ævinnar. Sjálfur kaus hann að kalla þessar bækur „essayroman“ en hvorki skáldsögu né æviminningar og bjó þar til nýtt bókmennta- hugtak. Bækurnar segja tilurðarsögu skálds- ins, og það á sannan hátt þótt ef til vill sé ekki alltaf farið kórrétt með staðreyndir; það er umfram allt í hugarfari og stíl orðanna, sem skáldið ritar um sjálft sig í þessum bókum, að tilurð þess verður ljós. Eins og þessir „essayromanar" eru hin fjölmörgu ritgerða- og greinasöfn sem Halldór sendi frá sér nokkurs konar hliðar- textar eða hliðsjónartextar við skáldverk hans. Það er engan veginn hægt að ná utan um öll þau málefni sem Halldór lét sig varða í greinasöfnum sín- um en segja má að þar sé fjallað í víðum skilningi um bókmenntir, heimspeki, stjórn- mál og sögu. Síðasta bók Halldórs var einmitt greinasafnið Dagar hjá múnkum sem kom út árið 1987 og var að meginuppistöðu dagbók sem Halldór hélt á meðan hann dvaldist í klaustrinu í Clervaux 65 árum fyrr. Þegar víðfeðmi höfundarverks Halldórs er haft í huga er kannski hægt að gera sér grein fyrir þeim áhrifum sem hann hefur haft á ís- lenskt þjóðfélag bróðurpartinn úr öldinni. Og raunar er vart hægt að hugsa sér öldina án hans, og þá á það ekki aðeins við um bók- menntalegt líf aldarinnar. Það er raunar varla hægt að hugsa sér hver sjálfsmynd þjóðarinnar væri ef þessa manns hefði ekki notið við. Kannski við skynjum mikilvægi hans best í gegnum orð sænska fræðimanns- ins, Peters Hallbergs, sem gerst hefur ritað um Halldór Laxness og verk hans: Halldór Laxness er ekki einungis fremsta skáld íslensku þjóðarinnar á þessari öld. Hann er jafnframt löngu orðinn einn helsti frömuður íslenskrar menningar yfirleitt. ís- land nútímans, eins og það hefur þróast frá lokum fyrri heimsstyrjaldar, endurspeglast óvenjuskýrt í margháttuðum ritverkum hans. Oft hefur staðið styr um hann. Sjaldn- ast hefur löndum hans staðið á sama um hann; margir hafa dáð hann, aðrir óttast hann. Fá skáld önnur hafa lifað svo heils hugar örlög þjóðar sinnar og túlkað þau sjálf, og jafnframt reynt að hafa bein áhrif á fram- vindu þeirra. An hans hefðu síðastliðin fimm- tíu árísögu Islands orðið allt önnur. Kannski væri réttast að nota orð Halldórs sjálfs og segja að hann hafí verið tilfinning heimsins, að hjá þessari þjóð hafi hann verið hjartað í miðju alls.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.