Morgunblaðið - 10.02.1998, Side 14

Morgunblaðið - 10.02.1998, Side 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 10. FEBRÚAR 1998 MORGUNB LAÐIÐ HALLDÓR KILJAN LAXNESS Forseti íslands og forsætisráðherra minntust í gær Halldórs Kiljans Laxness og fara ávörp þeirra hér á eftir; einnig ummæli manna, sem Morgunblaðið sneri sér til, svo og frásögn fréttaritara blaðsins í Danmörku. FÁNAR Norðurlandanna blakta í hálfa stöng við Norræna húsið í gær. Morgunbiaðið/Ásdis ÓLAFUR RAGNAR GRÍMSSON „Kenndi þjóðinni að þekkja sjálfa sig“ FORSETI íslands, Ólafur Ragnar Grímssson, færði Auði Laxness og fjölskyldu Halldórs Laxness samúðarkveðjur ís- lensku þjóðarinnar í gær vegna fráfalls Halldórs. f ávarpi forseta segir: „Við andlát Halldórs Lax- ness þakkar þjóðin skáldverk sem eru slík að án þeirra er ógerlegt að skilja til hlítar sjálfstæði og sjálfsvitund fs- lendinga. Á öld mestu umbrota í lífi þjóðarinnar skóp Halldór vit- und okkar um vanda þess og vegsemd að vera fslendingur. Hann kenndi þjóðinni að þekkja sjálfa sig, agaði hana og ávítti, sýndi henni dýrðina á ásýnd hlutanna og bauð til veislu mannlífsins. Svo djúp eru spor Halldórs Laxness í þjóðarsögu íslend- inga að reisn okkar í samfé- lagi þjóðanna verður best rökstudd með tilvísun til verka hans og skáldbróður hans, Snorra Sturlusonar, sem er sá eini höfundur ís- lenskur er Halldóri verður jafnað við. Orð munu aldrei megna að þakka þær gjafír sem Halldór Laxness færði íslendingum en við andlát hans lútum við höfði í virðingu við verk hans og líf. Ég færi Auði Laxness og fjölskyldunni samúðarkveðjur íslenskrar þjóðar.“ DAVÍÐ ODDSSON FORSÆTISRÁDHERRA „Lifandi stórveldis- draumur lítillar þjóðar“ FORSÆTISRÁÐHERRA, Davíð Oddsson, ávarpaði Alþingi við upphaf þingfundar í gær til að votta fjöl- skyldu Halldórs Laxness samúð sína og íslensku þjóðinni. I ávai-pi forsæt- isráðherra segir: „I gær, 8. febrúar, lést Halldór Laxness, tæplega níutíu og sex ára að aldri. Þegar íslendingar horfa aftur til tuttugustu aldar, munu þeir flestir staldra við nafn hans, ekki vegna þess að hann var nánast samtíða öldinni, heldur vegna þess, að hann bar vonir hennar, þrár, drauma og jafnvel martraðir í sjálfum sér og orðaði þær af fágætri snilld. Þegar hann gaf út fyrstu stóru skáldsögu sína, var sagt: Loksins, loksins! Og verk hans mörk- uðu vissulega tímamót í íslenskum bókmenntum. Á fjórða, fímmta og sjötta áratug aldarinnar gaf Halldór Laxness út hverja skáldsöguna af annarri, þar sem hvort tveggja var rammíslenskt, yrkisefni og efnistök. Hið mikla vald hans á íslensku máli, endumýjunar- máttur hans, sköpunargleði og orð- kynngi, samfara næmu skopskyni, valda því, að menn munu njóta verka hans um ókomna tíð. Þótt Halldór segði sjálfur í Ljósvíkingnum, að feg- urðin og mannlífið væru tveir elskendur, sem fengju ekki að hittast, má ýkjulaust segja, að fegurðin og mannlífið hafi hist í verkum hans. Þjóðin átti ekki alltaf samleið með skáldinu, en hún samfagnaði Halldóri Laxness innilega, þegar hann hlaut nóbelsverðlaun í bókmenntum árið 1955. Hann var lifandi stórveldis- draumur lítillar þjóðar, ein röksemd- in íyrir áframhaldandi sjálfstæði hennar og tilveru. Þegar Halidór tók við nóbelsverðlaunum, sagði hann, að honum yrði nú hugsað til þeirrar fá- mennu fjölskyldu, hinnar bókelsku þjóðar Islands, sem haft hefði á hon- um vakandi auga um langan aldur, hefði gagnrýnt hann eða talið í hann kjark á víxl. Eins hlýtur okkur nú, þegar leiðir skilja, að verða hugsað til þessa snjalla rithöfundar, sem hafði vakandi auga á okkur, gagnrýndi okk- ur og taldi í okkur kjark á víxl. Ailt líf Halldórs var eitt stórbrotið ferðalag. En hvar sem hann var staddur, þrum- aði hann yfir okkur, þrunginn af ætt- jarðarást, sannfærandi og sefjandi. Um leið og ég votta fjölskyldu hans og raunai' Islendingum öllum samúð vegna fráfalls hans, bið ég háttvirta alþingismenn að rísa úr sætum í virð- ingarskyni við hið látna þjóðskáld." ÓLAFUR RAGNARSSON S Ometanleg- ar og lær- dómsríkar samveru- stundir ÓLAFUR Ragnarsson, fram- kvæmdastjóri Vöku-Helgafells, sem annast hefur útgáfu á verkum Hall- dórs Laxness undanfarin tæp 13 ár, sagði í samtali við Morgunblaðið að fráfall Halldórs markaði þáttaskil í íslenskri menningarsögu. Með hon- um væri fallinn frá einn helsti and- ans jöfur þjóðarinnar og eitt mesta skáld hins vestræna heims á þeirri öld sem senn er á enda. „Tuttugasta öldin á íslandi hefur að mörgu leyti verið öld Halldórs Laxness. Líf hans og allt sem hann hefur skrifað hefur verið samofið lífi þjóðarinnar frá því í upphafi aldar. Framan af var þetta stormasöm sambúð þegar skáldið var í hlutverki uppalandans og skirrtist ekki við að segja þjóðinni til syndanna og leið- beina henni um sitthvað sem betur mætti fara á einhverju mesta mót- unarskeiði Islendinga þegar þjóðin var að hverfa frá lífsháttum liðinna alda og inn í nýja tíma. Þá gilti einu hvort um var að ræða landbúnað, raflýsingu sveitanna eða hreinlæti; á öllu þessu hafði skáldið skoðanir. Fijótlega eftir miðbik aldarinnar varð meiri sátt milli skáldsins og landsmanna, ekki síst eftir að Hall- dór hafði hlotið æðstu viðurkenn- ingu sem skáldi getur hlotnast, Nó- belsverðlaunin. Síðustu áratugi hef- ur þjóðin litið til skáldsins með virð- ingu og stolti,“ sagði Ólafur. Mun lifa áfram í verkum sfnum um ókomna tíð Hann sagði lát Halldórs Laxness vekja sáran söknuð í brjósti sínu, enda hefði samband þeirra verið meira og persónulegra en almennt gerist um skáld og forleggjara. „Ég hef nú í tæp 13 ár annast höfundarréttarmál hans, bæði vegna útgáfu og flutnings verka hans hér á landi og einnig varðandi samningamál gagnvart erlendum bókaforlögum, leikhúsum, kvik- myndafyrirtækjum og fleiri aðilum. Þennan tíma höfum við átt mikil og náin samskipti og lengst af hittumst við vikulega til skrafs og ráðagerða og sátum þá oft lengi dags á vinnu- stofu skáldsins á Gljúfrasteini. Þessar stundir voru ómetanlegar og munu lengi geymast í minningunni. Við undirbúning útgáfu tveggja bóka, ritgerðasafnsins Af menning- arástandi og bókarinnar Dagar hjá munkum, gafst mér einstakt tæki- færi til þess að rifja upp með honum löngu liðnar stundir, menn og mái- efni, og sama gilti þegar unnið var að nýrri útgáfu á Kvæðakveri og við vinnslu bókarinnar Lífsmyndir skálds. Þær voru kannski skemmti- legastar og lærdómsríkastar stund- irnar þegar við ræddum skáldverk Halldórs og tilurð þeirra, mótun varðandi persónusköpun og bygg- ingu, en fátt var þó jafn áhugavert og eftirminnilegt og afdráttarlausar skoðanir skáldsins, orðgnótt hans og leiftrandi hugur, þegar talið barst að íslenskri tungu. Það heima- vistaða mál sem hann lærði af ömmu sinni í Laxnesi og fjölda al- þýðufólks úr öllum landshornum, fylgdi honum alla hans vegferð, bæði í skrifum og daglegu tali. En þótt Halldór Laxness hafi kvatt jarðlífið mun hann lifa áfram í verk- um sínum um ókomna tíð,“ sagði Ólafur Ragnarsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.