Morgunblaðið - 10.02.1998, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 10.02.1998, Qupperneq 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 10. FEBRÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Stjórnarandstæðingar höfnuðu flýtimeðferð á stjórnarfrumvarpi Forsætisráðherra segir þá hafa stórfé af þjóðinni STJÓRNARANDSTÆÐINGAR höfnuðu því í atkvæðagreiðslu á Al- þingi í gær að stjómarfrumarp um stöðvun verkfalla á fiskipskipaflotan- um fengi flýtimeðferð á þinginu þannig að hægt yrði að taka það strax til fyrstu umræðu. Frumvarpið var lagt fram á Alþingi síðdegis í gær, en samkvæmt þingsköpum má ekld taka frumvarp til umræðu fyrr en liðnar eru að minnsta kosti tvær nætur frá því er því var útbýtt. Hins vegar má bregða út af þess- um þingsköpun ef tveir þriðju hlutar þeirra þingmanna, er um það greiða atkvæði, em samþykkir. AIls greiddu 39 þingmenn atkvæði með því að veita afbrigði frá þingsköpum og taka framvarpið þar með til fyrstu umræðu, _cn 22 vora því mót- fallnir. Kristín Ástgeirsdóttir, þing- maður utan flokka, greiddi ekki at- kvæði og Ambjörg Sveinsdóttir, Sjálfstæðisflokki, var fjarstödd. Stjómarfrumvarpið fer þvi ekki til fyrstu umræðu fyrr en á miðviku- dag. Þeir stjómarandstæðingar sem gerðu grein fyrir atkvæðum sínum lögðu áherslu á að frumvarpið hefði veríð lagt fram án samráðs og gegn vilja bæði sjómanna og stjómarand- stöðu. Þessir aðilar þyrftu nú tima til að átta sig á nýrrí stöðu og því væri rétt að málið fengið eðlilega þinglega meðferð en ekká flýtimeðferð. Stjómarliðar sögðu hins vegar að með framvarpinu væri verið að binda enda á deilu sem deilendur næðu ekki að leysa. Það væri því nauðsynlegt vegna þjóðarhagsmuna að grípa inn í með lagasetningu. For- sætisráðherra, Davið Oddsson, sagði ennfremur að það hefði aldrei gerst áður í þingsögunni að afbrigði frá þingsköpum hefðu ekki verið sam- þykkt þannig að framvarp gæti gengið strax til fyrstu umræðu. Sagði hann að með þessu væra stjómarandstæðingar að tefja lausn málsins og hafa stórfé af sjómönnum og allri þjóðinni. Málið fái venjubundna meðferð Steingrímur J. Sigfússon, þing- maður Alþýðubandalags og óháðra, sagði m.a. er hann gerði grein fyrir atkvæði sínu að framkoma ríkis- stjórnarinnar í garð sjómanna, stjómarandstöðunnar og Alþingis á þessum degi hefði verið sérlega „trantuleg". „Hæstvirtur forsætis- ráðherra hefur talað í fjölmiðlum í dag, eins og til standi að setja bráða- birgðalög, þótt Alþingi sitji að störf- um. Málið ber allan keim af því að lagasetning hafi verið lengi í undir- búningi og aldrei hafi staðið til, hvorki af hálfu útvegsmanna né rík- isstjómar, að leyfa sjómönnum að nýta samtakamátt sinn til að knýja fram úrlausn sinna mála. Eg mót- mæli þessari framkomu við sjómenn, ég mótmæli þessari framkomu við stjómarandstöðuna, ég mótmæli þessari framkomu og lítilsvirðingu í garð Alþingis og í ljósi þessa þá greiði ég atkvæði gegn afbrigðum og legg til að þetta mál fái venjubundna þinglega meðferð," sagði Sighvatur. Svavar Gestsson, þingmaður Al- þýðubandalags og óháðra, sagði að það væri lágmarksréttur þeirra sem hlut ættu að máli að þeir fengju að kynna sér máhð. „Hér átti að knýja í gegn á þessum degi, framvarp um að banna verkfall sjómanna. Sjómenn hafa ekki fengið að kynna sér málið. Þeim hefur ekki verið sýnt frarn- varpið,“ sagði hann meðal annars. Svavar taldi auk þess greinilegt að það hefði aldrei verið alvara af hálfu útgerðarmanna í þeim samningavið- ræðum sem staðið hafa yfir vegna þess að þeir hefðu treyst því að ríkis- stjómin myndi hlaupa undir bagga áður en yfir lyki. Morgunblaðið/Árni Sæberg STEINGRÍMUR J. Sigfússon, þingmaður Alþýðubandalags og óháðra, sagði in.a. að framkoma ríkisstjórnar- innar í garð sjómanna, stjórnarandstöðunnar og Alþingis á þessum degi hefði verið sérlega „truntuleg". Valgerður Sverrisdóttir, þingmað- ur Framsóknarflokks, iagði hins vegar áherslu á að hér væri um það að ræða að binda enda á deilu sem öll þjóðin vissi að deilendur næðu ekki að leysa. Það væri því nauðsyn- legt vegna þjóðarhagsmuna að stjómvöld gripu inn í með lagasetn- ingu. Vilhjálmur Egilsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sagði einnig að það væri brýn nauðsyn fyrir Alþingi að takast á við það framvarp sem þarna lægi fyrir. „Þetta framvarp er ekki lagt fram vegna þess að menn vilji það neitt sérstaklega heldur vegna þess að það er talin vera brýn nauðsyn að grípa inn í deiluna," sagði hann meðal annars. „Það vita það allir sem nálægt þessu koma að það að leyfa ekki afbrigði lengir að- eins verkfallið en hefur engin áhrif á efnislega lausn málsins." Ekki af hinu góða að setja lög Ögmundur Jónasson, þingmaður Alþýðubandalags og óháðra, sagði m.a. að það væri ekki nóg með að ríkisstjómin væri staðráðin í því að þjóna útvegsmönnum hvað sem það kostaði, heldur færi hún einnig þess á leit við Alþingi að það greiddi fýrir valdníðslunni með sérstakri flýti- meðferð á Alþingi. Gísli S. Einarsson, Þingflokki jafn- aðarmanna, fullyrti að sama skapi að rfldsstjómin væri með framvarpinu að setja í búning og orð og lagaum- gjörð, hugsanir og vilja Kristjáns Ragnarssonar og félaga hans í fimm lagagreinum. „Þó að það beri brýna nauðsyn til að leysa þessa deilu er ekki hægt að samþykkja svona vinnubrögð," sagði hann m.a. Guðmundur Hallvarðsson, þing- maður Sjálfstæðisflokks, sagði það ekki af hinu góða yfirleitt þegar sett væra lög sem gripu inn í kjaradeilu, en við þinglega meðferð þessa máls segði hann hins vegar já. I máli sínu hélt Guðný Guðbjöms- dóttir, þingkona Kvennalista, því fram að frumvarp þetta væri lagt fram án samráðs og gegn vilja bæði sjómanna og stjómarandstöðu. ,Aðilar þurfa því tíma til að átta sig á þessari nýju stöðu og því tel ég rétt að málið fái eðlilega þinglega með- ferð en ekki flýtimeðferð,“ sagði hún m.a. Ólafur Þ. Þórðarson, þingmaður Framsóknarflokks, taldi að stjómar- andstaðan myndi lítt hugsa um málið þær tvær nætur þar til það yrði tek- ið fyrir á dagskrá Alþingis. „Þá tel ég að það sé fyrirsláttur að þá (stjómarandstæðinga) skorti þekk- ALÞINGI ingu til að ræða málið strax því þeir fóra í utandagskráramræðu fyrir viku um þetta mál,“ sagði hann. Jóhanna Sigurðardóttir, Þing- flokki jafnaðarmanna, taldi að með framlagningu þessa máls væri verið að beita „fantavinnubrögðum" bæði gagnvart þinginu og sjómönnum. Þeim hefði ekki einu sinni verið kynnt málið. Kristín Astgeirsdóttir, þingmaður utan flokka, kvaðst andvíg því að stjómvöld gripu inn í kjaradeilur með lagasetningu. Slík mál ætti að leysa með samningum. Hún sagði hins vegar að það þyrfti afar sterk rök til þess að greiða atkvæði gegn því að málið yrði tekið á dagskrá. Meginmálið væri að framvarpið fengi þinglega meðferð og rækilega umfjöllun í nefnd. Sjómenn átt í deilu um Iangan tíma „Þetta mál er þannig til komið að í langan tíma hafa sjómenn átt í kjaradeilu. Meðal annars vegna þess að lögbundinn réttur þeirra, lög sem við settum, hafa ekki verið virt. Það er stór hluti þeirrar ástæðu að þeir grípa til þeirrar nauðvamar að fara í verkfall," sagði Margrét Frímannsdóttir, þingmað- ur Alþýðubandalags og óháðra. Sagði hún ennfremur að af hálfu ríkisstjómarinnar hefði ekki verið brugðist við þessu. „En þegar svo er komið að þeir sjá enga aðra leið heldur en að fara í verkfall stendur ekki á viðbrögðum ríkisstjómarinn- ar að setja lög á kjaradeiluna. Við skulum taka þetta mál til umræðu og láta það hafa eðlilegan framgang á þinginu og gefa okkur tíma til þess að skoða það sem og þeim stéttum sem þarna eiga hlut að máli,“ sagði hún. Rannveig Guðmundsdóttir, Þing- flokki jafnaðarmanna, sagði m.a. að Þingflokkur jafnaðarmanna væri andvígur framvarpinu og myndi takast á við rfldsstjórnina um efni þess, en vildi að það fengi eðlilega umræðu á Alþingi. „Hugmyndi rík- isstjórnarinar að knýja fram bann á löglegt verkfall sjómanna á öðram sólarhring er lítilsvirðing við sjó- menn og Alþingi," sagði hún. Sighvatur Björgvinsson, Þing- flokki jafnaðarmanna, sagði að dag- urinn í dag (í gær) væri fyrsti dag- urinn sem reyndi á sjómannaverk- fallið, því hann væri sá dagur sem stóra bátamir færu ekki á sjó en hefðu ella getað farið á sjó vegna helgarfrís. „Þann dag, fyrsta dag verkfalls, velur hæstvirt ríkisstjórn til þess að leggja fram frumvarp það sem hér er til umræðu og ætl- ast til þess að það verði tekið til af- greiðslu á Alþingi strax áður en nokkur hagsmunaaðili hefur getað kynnt sér efni málsins,“ sagði hann meðal annars Málsmeðferð ekki eðlileg Eftir atkvæðagreiðsluna í gær sagði forsætisráðherra, Davíð Oddsson, að minnihluti þingsins hefði fellt tillögu þess efnis að mál sem væri mikilvægt fyrir þjóðarbú- ið fengi að koma fyrir dagskrá Al- þingis. „Það er nauðsynlegt að þjóð- in viti að þessi málsmeðferð sem þessi minnihluti þingsins hefur ákveðið er ekki eðlileg. Hún er al- gjörlega óeðlileg og reyndar óþekkt. Það er ekki venja og þvert á móti hefur það aldrei gerst að neit- að sé um afbrigði þannig að mál komist á dagskrá. Það eina sem í þessu felst er að nú líða tveir sólar- hringar þar til brýnt mál fæst rætt hér í þingsölum,“ sagði hann. Ráðherra benti jafnframt á að hefðu þingmenn viljað fá meiri um- ræðu um málið hefðu þeir getað beitt sér fyrir afbrigðum á síðari stigum þess í þinginu. „En þeir kjósa að tefja að málið sé rætt hér í þingsölum um tvo sólarhringa. Það væri vit í því að gera þetta ef þeir vissu að máli myndi leysast á meðan á þessum töfum stendur. En þeir hafa ekki neinar heimildir fyrir því og ekki neinar skoðanir á því. Þeir eru bara að tefja lausn þessa máls og hafa af mönnum fé sjómönnum sem þjóðinni allri. Ábyrgð þeirra er því gríðarlega mikil,“ sagði ráð- herra. Þingmenn héldu áfram að ræða um málsmeðferð þessa frumvarps í umræðum um störf þingsins eftir atkvæðagreiðsluna og sagði Sig- hvatur Björgvinsson m.a. að það væri ekkert óeðlilegt við það að hagsmunaaðilar fengju tvo sólar- hringa til að skoða málið áður en umræður um það hæfust á Alþingi. Frum- varp um stöðvun verkfalla j HÉR birtist orðréttur texti þess I frumvarps til laga um stöðvun verkfalla á fiskiskipaflotanum sem lagt var fram á Alþingi í gær: 1. gr. Sjávarútvegsráðherra skal skipa nefnd þriggja manna. Nefndin skal kanna verðmyndun á fiski og þá þætti sem áhrif hafa á hana. Skal hún gera tillögur er beinist einkum að því að koma í veg fyrir að við- i skipti með sjávarafla milli tengdra * aðila og viðskipta með aflaheimildir hafi óeðlileg áhrif á skiptakjör sjó- manna og undirbúa löggjöf í þeim efnum. Nefndin skal skila tillögum sínum sem fyrst og eigi síðar en 10. mars 1998. 2. gr. Allir síðast gildandi kjarasamn- I ingar fiskimanna í aðildarfélögum Sjómannasambands íslands, Far- | manna- og fiskimannasambands ’ íslands og verkalýðsfélögum innan Alþýðusambands Vestfjarða svo og Matsveinafélagi íslands, Vélstjóra- félagi íslands, Vélstjórafélagi ísa- fjarðar, Vélstjórafélagi Suðurnesja og Vélstjórafélagi Vestmannaeyja skulu gilda frá gildistöku laga þessara til 30. júní 1998, nema aðil- . ar semji um annað. Þó skal hækka kauptryggingu og þá kaupliði er fylgja hækkun hennar sem og j hlífðarfatapeninga um 11,4% við ’ gildistöku laga þessara. Jafnframt skal samtala eingreiðslu dánarbóta sjómanna samkvæmt a og b liðum 1. tl. 2. mgr. 172. gr. siglingalaga, þegar um er að ræða eftirlifandi maka og/eða börn innan 18 ára ald- urs verða 3.228.503 kr. frá 1. mars 1998 og er sú tala viðmiðunarfjár- . hæð miðað við 1. janúar 1998 við endurskoðun fjárhæða samkvæmt 4. mgr. sömu greinar. 3. gr. Vinnustöðvanir aðila sem um ræðir í 2. gr., verkbönn er að þeim beinast svo og aðrar aðgerðir sem ætlað er að knýja fram aðra skipan kjaramála en lög þessi ákveða eru óheimilar. 4. gr. } Með brot gegn lögum þessum ( skal fara að hætti opinberra mála | og varða þau sektum ef ekki liggja við þyngri refsingar samkvæmt öðrum lögum. 5. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi. Alþingi Dagskrá I ÞINGFUNDUR Alþingis hefst } kl. 13.30 síðdegis. Eftirfarandi mál eru á dagskrá: 1. Framkvæmdaáætlun til að ná fram jafnrétti kynjanna. Fyrri umr. 2. Réttur þeirra sem ekki hafa atvinnu. Fyrri umr. 3. Lækkun fasteignaskatta. 1. umr. 4. Umboðsmaður aldraðra. Fyrri umr. 5. Rannsdkn á atvinnuleysi kvenna. Fyrri umr. 6. Reglur um ólaunuð leyfi starfsmanna ríkisins. Fyrri umr. 7. Gjaldþrotaskipti. 1. umr. 8. Félagsleg aðstoð. 1. umr. 9. Jafnréttisfræðsla fyrir æðstu ráðamenn. Fyrri umr. 10. Réttur til launa i veikindaforföllum. 1. umr. 11. Atvinnuleysistryggingar. 1 j umr.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.