Morgunblaðið - 10.02.1998, Page 21

Morgunblaðið - 10.02.1998, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI ÞRIÐJUDAGUR 10. FEBRÚAR 1998 21 Raddheilsa kennara VALDÍS Ingibjörg Jónsdótt- ir heyrnar- og talmeinafræð- ingur heldur opinn fyrirlestur á vegum endurmenntunar- nefndar Háskólans á Akur- eyri á morgun, miðvikudaginn 11. febrúar, og hefst hann kl. 16 í stofu 25 í byggingu há- skólans við Þingvallastræti 23. Fyrirlestur sinn nefnir Val- dís „Um raddheilsu kennara" og fjallar hann um raddheilsu kennara á Norðurlandi eystra og möguleg áhrif umhverfís á hana. Eðli starfs síns vegna þurfa kennarar að beita rödd- inni, oft við kringumstæður sem ógna raddheilsu þeirra, en rannsóknir Valdísar sýna að kennuram er almennt hætt við að fá ýmis óþægindi í háls sem tengja má misbeitingu raddar. Rannsókn hennar leiddi einnig í ljós að sterkar líkur era á að þurrkur í and- rúmslofti í íslenskum skólum valdi ertingi í slímhúð radd- færa. Sú niðurstaða fékkst með því að bera saman kenn- ara, nemendur og annað starfsfólk í íslenskum skólum. Valdís lauk meistaragráðu í talmeinafræði frá Strat- hclyde-háskólanum í Glasgow síðasta haust og byggði rann- sókn sína á ofangreindum við- fangsefnum. I fyrirlestrinum mun hún bera niðurstöður sínar saman við erlendar rannsóknir, en við þann sam- anburð kemur margt athygl- isvert í ljós. Munkaþverárkirkja Hugleiðsla og bænastund HUGLEIÐSLA og bæna- stund verður í kapítulanum við Munkaþverárkirkju í Eyjafjarðarsveit á morgun, miðvikudag, og hefst hún kl. 21 og er ætlunin að slík stund verði hálfsmánaðarlega fram- vegis. Frú Ki-istín Jónsdóttir frá Arnarfelli mun leiða stundina ásamt sóknarpresti. Sóknarprest, sr. Hannes Örn Blandon, langar einnig að kanna hvort einhverjir hefðu áhuga á að lesa með sér í Biblíunni, þ.e. taka þátt í biblíulestram sem vonandi hefjast 18. febrúar næstkom- andi. Þeir sem þess óska eru beðnir að gefa sig fram við sóknaprestinn. Tónleikar strengja- deildar UNGIR og efnilegir fíðlu- og sellónemendur Tónlistarskól- ans á Akureyri koma fram á tónleikum á sal skólans í kvöld, þriðjudagskvöldið 10. febrúar, og hefjast þeir kl. 20. Undirleikari er Richard Simm. Slippstöðin í samstarf við hollenskt fyrirtæki Verkstæði til við- gerða á skrúfum SLIPPSTÖÐIN hf. hefur opnað nýtt verkstæði til viðgerða á skipsskrúf- um og hefur tekið upp samstarf við hollenska íyrirtækið Van Voorden Repair BV um þær viðgerðir. Viðgerðir á skrúfum eru mikil- vægur þáttur skipaþjónustunnar og er Slippstöðin með þessu samstarfi að styrþja stöðu sína sem alhliða þjónustuíyrirtæki í viðgerðum og viðhaldi skipa. Fjárfest hefur verið í tækjum til mælinga og viðgerða á skrúfum og hafa starfsmenn fengið sérstaka þjálfun á verkstæði og rannsóknarstofu Van Voorden Repa- ir í Hollandi, en þeir starfsmenn sem sinna skrúfuviðgerðum hafa fengið viðurkenningu flokkunarfélaga til slíkra starfa. Hollenska fyrirtækið hefur ára- tuga reynslu af skrúfuviðgerðum og er þekkt á því sviði í Evrópu. Fyrir- tækið hefur gert samstarfssamninga við fyrirtæki víða um heim um rekst- ur verkstæða og aðstoð við tæknileg- ar úrlausnir og þróunarstarf. Slipp- stöðin er með þessu samstarfi með í samstarfi tólf fyrirtækja á megin- landi Evrópu, Bretlandi, Skandinav- íu og Suður-Ameríku. Samstaifið tryggir að Slippstöðin hefur aðgang að nýjustu tækni á þessu sviði og hefur tækifæri til að fylgjast grannt með allri þróun og nýjungum. Morgunblaðið/Kristján INGI Björnsson, fram kvæmdastjóri Slippstöðvarinnar, og Jaap J. Ba- ars frá Van Voorden Repair BV í Hollandi, en hann færði Inga að gjöf skrúfu þegar skrúfu verkstæðið var opnað. Komið hefur verið á beintengingu við gagnabanka Van Voorden Repair í Hollandi, þar sem allar upplýsingar eru geymdar um hverja skrúfu sem til viðgerðar kemur. Þá hefur Slipp- stöðin aðgang að rannsóknarstofu þar sem gerðar eru greiningar á þeim efnum sem i skrúfunni eru og ráðleggingar veittar um efnisval og aðferðir við viðgerðir. Þetta ásamt nýjum tækjabúnaði og þrautþjálfuð- um starfsmönnum gefm- fyrirtækinu möguleika á að veita viðskiptavinum sínum gæðaþjónustu við skrúfuvið- gerðir þar sem t.d. er hægt að tryggja nákvæmlega sams konar lögun allra blaða á einni skrúfu. Með þessu samstarfi vill Slipp- stöðin tryggja viðskiptavinum sínum aðgang að skrúfuviðgerðum eins og þær gerast bestar á hverjum tíma þar sem nýjustu aðferðum og tækni er beitt, en sérhæfðar viðgerðir og gott viðhald á skrúfum leiðir til betri orkunýtingar og olíusparnaðar í skipum. Mikið eignatjón í 29 óhöppum ALLS hafa verið skráðir 29 árekstr- ar í umferðinni á Akureyri síðustu daga. Mikið eignatjón hefur verið í þessum óhöppum en mildi þykir að ekki er um mikil meiðsl á fólki að ræða. I einu tilviki var ökumaður grunaður um ölvun við akstur. Slæmum akstursskilyrðum má, samkvæmt upplýsingum lögreglu, að einhverju leyti kenna um óhöpp- in, en eftir nánast snjólausan vetur er nú snjór á götum bæjarins og hálka. Þá er sólin einnig farin að blinda ökumenn en hún er lágt á lofti. Tíu kærur vegna ölvunar MIKILL fjöldi fólks var á skemmti- stöðum á Akureyri um helgina og virðist einnig sem mikið hafi verið um árshátíðir og þorrablót, því í flestum sölum sem völ er á að leigja voru skemmtanir. Auk heimamanna eru margii’ sjó- menn í landi, en mörg skip liggja nú við bryggju á Akureyri. Þessum mikla fjölda sem var úti að skemmta sér um helgina fylgdi nokkur ölvun og þurfti lögregla að kæra tíu manns sem gengu of langt í drykkjunni fyr- ir ölvun á almannafæri. Þá var ein minniháttar líkamsárás kærð. Morgunblaðið/Kristján Fjölmenni í háskólanum UM EITT þúsund manns sóttu Há- skólann á Akureyri heim er efnt var til opins húss í húsakynnum háskól- ans á Sólborg á laugardag. Allar deildir háskólans, heilbrigð- is—, kennara-, rekstrai’- og sjávarút- vegsdeild, kynntu námsframboð sitt og kom fjöldi áhugasamra nemenda framhaldsskólanna tO að kynnast því sem í boði er. Sérstaklega vakti ný braut við rekstrardeild, tölvu- og upplýsingabraut, sem hefst næsta haust, mikla athygli og greinilegt að margir hafa hug á að hasla sér völl á því sviði í framtíðinni. Samstarfs- stofnanh' háskólans kynntu einnig starfsemi sína sem og einnig Rann- sóknarstofnun háskólans, Sumarhá- skólinn og þá var alþjóðasamstarf háskólans kynnt. Boðið var upp á kennslu á Netið á nýju bókasafni háskólans og mai’g- miðlunarefni kynnt. Hljómsveitin 200.000 naglbítar lék og söng þríveg- is yfir daginn í sundlauginni við mikla kátínu þeirra sem á hlýddu. Frosið Flæði „VIÐ erum að brjóta klakann,“ sögðu þær Klara, Sigríður, Silvía og Hildur sem ásamt Ás- geiri voru að leika sér í útilista- verkinu Flæði sem stendur við Sparisjóð Ólafsíjarðar. Sparisjóðurinn og Ólafsfjarðar- bær höfðu forgöngu um að listaverkið sem er eftir Ólafs- firðinginn Kristin Hrafnsson var sett upp með styrk frá Listskreytingasjóði. Veðrið hef- ur verið heldur napurt síðustu daga þannig að klaki hefur myndast á verkinu og þykir börnunum ekki ónýtt að leika sér við að brjóta hann af. Morgunblaðið/Kristján OKTAVÍA Jóhannesdóttir, og Svanfríður Jónasdóttir, alþingismaður og nýr liðsmaður Alþýðuflokksins. KYNNINGARFUND- UR vegna stofnfundar Bæjarmálafélags Akur- eyrariistans var haldinn í Alþýðuhúsinu sl. laug- ardag. Formlegur stofn- fundur Akureyrarlistans verður haldinn 7. mars nk. Alþýðuflokkur, Al- þýðubandalag og Kvennalisti munu bjóða fram sameiginlegan Akureyrarlista í bæjar- stjómarkosningunum í vor, með stuðningi Grósku. Olafur Þ. Jónsson hefur ver- ið ráðinn starfsmaður framboðsins og hefur hann komið sér fyrir á skrifstofu Alþýðuflokksins við Skipa- götu. Olafur sagði í samtali við Morgunblaðið að stefnt væri af því að ganga frá skipan framboðslistans eftir um vikutíma. Oktavía Jóhannesdóttir hlaut flest atkvæði í forvali Alþýðuflokksins sem haldið var nýlega. Jón Ingi Cæsarsson hafnaði í öðru sæti í for- valinu og Kristján Halldórsson í því þriðja. Alþýðuflokkurinn fær í sinn hlut 2., 5. og 8. sæti á sameiginlegum lista flokkanna, Alþýðubandalagið 1., 3. og 6. sæti listans, Kvennalistinn 4. sætið og óflokksbundnir 7. sætið. Ekki fengið útspil frá Alþýðubandalagi Stefán Jóhannesson, formaður kjörnefndar Alþýðuflokksins, sagði að niðurstaða forvalsins hefði ekki verið bindandi. Hann sagði þó að nefndin hefði skilað af sér nafnalista til sameiginlegrar uppstillingar- nefndar flokkanna í samræmi við úr- slit forvalsins. „Við höfum hins vegar ekki fengið neitt útspil frá Alþýðu- bandalaginu og eru sumir orðnir langeygir eftir því.“ Morgunblaðið/Krisyán Akureyrarlistinn Framboðslisti liggi fyrir eftir viku

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.