Morgunblaðið - 10.02.1998, Qupperneq 44
44 ÞRIÐJUDAGUR 10. FEBRÚAR 1998
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
SIGRÍÐUR
- ANDRÉSDÓTTIR
+ Sigríður Andrés-
dóttir fæddist í
Reykjavík 3. október
1933. Hún lést á
Kanaríeyjum 28. jan-
úar síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
Áslaug Guðjónsdótt-
ir, f. á ísafirði 15.9.
1903, og Andrés Ein-
arsson, f. í Reykjavík
17.1. 1904. Þau
bjuggu í Reykjavík.
Stundaði Andrés
verzlunarstörf en
hann lést 10.1. 1941.
Eftir það vann Ás-
laug við ýmis störf en lengst af
starfaði hún hjá Nóa & Siríus eða
fram til sjötugs. Hún lést 29.1.
1988. Dætur þeirra, auk Sigríð-
ar, eru Alda, f. 9.11. 1927, gift
Þórarni Árnasyni,f. 6.3. 1929, d.
13.7. 1997, og Jóhanna, f. 22.3.
1932.
Sigríður giftist Sigurði R.
Guðjónssyni rafverktaka 10.4.
1954. Fyrstu árin bjuggu þau hjá
Áslaugu á Snorrabraut 34, en
fluttu í sitt eigið hús á Bjarnhóla-
^J^-stíg 13 í Kópavogi 10.5. 1957.
Þau bjuggu þar til 1988 en þá
fluttu þau í Efstahjalla 5 í Kópa-
vogi. Börn þeirra eru: 1) Áslaug,
f. 18.8. 1954, gift Árna Svein-
björnssyni, f. 7.10. 1952. Börn
þeirra eru Sigurður,
f. 4.4. 1975, Andrea f.
25.5. 1978, og Helga
Björk, f. 28.3. 1982.
2) Andrés, f. 10.2.
1957, d. 14.8. 1976. 3)
Rikharð, f. 9.1. 1962,
dóttir frá fyrra
hjónabandi Teresa
Tinna, f. 28.3. 1988,
sambýliskona hans
María Pálsdóttir, f.
28.5. 1964, sonur
hennar frá fyrra
hjónabandi Halldór
H. Hallsson, f. 11.11.
1986. 4) Siguijón f.
21.10. 1967, kvæntur Ásdísi
Fanneyju Baldvinsdóttur, f. 6.3.
1967, börn þeirra eru Andri
Fannar, f. 18.12. 1987, og Stefan-
ía Ósk, f. 9.2. 1993. Foreldrar
Sigurðar eru Ingunn S. Guð-
mundsdóttir, f. 8.9. 1906, og Guð-
jón Einarsson Long prentari, f.
21.2. 1905. Þau búa í Sunnuhlið í
Kópavogi. Sigurður starfaði sem
sjálfstæður rafverktaki frá 1958
til 1986. Hann stofnaði verslun-
ina Rafbúðina Auðbrekku 1967
og rekur í dag fyrirtækið S. Guð-
jónsson ehf. í Auðbrekku í Kópa-
vogi.
Utför Sigríðar fer fram frá
Kópavogskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
Miðvikudaginn 28. janúar bárust
mér þær sorgarfréttir að tengda-
móðir mín, Sigríður Andrésdóttir
hefði látist á Kanaríeyjum. Ég
kynntist henni fyrir um 24 árum
þegar við Áslaug dóttir hennar fór-
ipn að rugla saman reytum. Sigurð,
^eíginmann Sigríðar, hafði ég áður
séð í Bláfjöllum þar sem hann starf-
aði mikið fyrir Skíðadeild Armanns,
en Áslaug var keppandi á skíðum.
Þau hjón hafa tengst mikið íþrótt-
um og þá sérstaklega hjá Ármanni.
Var Dídí; eins og hún var alltaf köll-
uð, í sýningarflokki Fimleikafélags
Persónuleg,
alhliða útfararþjónusta.
Áralöng reynsla.
Sverrir Einarsson, útfararstjóri
Sverrir Olsen, útfararstjóri
Útfararstofa íslands
Suóurhlíð 35 ♦ Sími 581 3300
Allan sólarhringinn.
Suðurlandsbraut 10
108 Reykjavík • Sími 553 1099
Opið öll kvöld
til kl. 22 - einnig uni helgar.
Armanns og fór meðal annars til
Danmerkur til að sýna fimleika.
Sigurður er aftur á móti skíðamað-
ur og var hann mikið uppi í Jóseps-
dal og var Dídí einnig mikið þar á
sínum yngri árum.
Dídí og Sigurður eignuðust fjög-
ur börn. Elst er Áslaug en hin eru
Andrés, sem dó eftir langvarandi
veikindi aðeins 19 ára gamall, Rik-
harð og Sigurjón. Þeir sem þekktu
til veikinda Andrésar vita hversu
mikla ástúð og fórnfýsi Dídí sýndi
við umönnun hans, en hann var
bundinn hjólastól frá níu ára aldri.
Fyrstu árin í búskapartíð okkar
Áslaugar bjuggum við á Bjarnhóla-
stígnum og þar fæddist Sigurður
frumburður okkar og var þá oft
gott fyrir okkur að geta leitað á
náðir ömmu þegar hjálpar var þörf
og var það ætíð auðsótt mál. Mun-
um við vera henni ævinlega þakklát
fyrir allt sem hún hefúr gert fyrir
okkur og var hún okkur ómetanleg
stoð í uppeldi barnanna okkar.
Fyrir 19 árum reistum við sum-
arbústað í Skyggnisskógi í Biskups-
tungum. Þar undi Dídí hag sínum
vel. Var engum í kot vísað sem
heimsótti þau hjón þangað og hafa
barnabörnin notið þess að gista í
þessum sælureit þeirra.
Persónu Dídíar er ekki auðvelt að
lýsa en hún mótaðist mjög af þeim
tíma sem hún annaðist Adda og þó
að rúm 20 ár séu frá andláti hans
átti hann enn sterk tök í henni. Dídí
var eins konar höfuð fjölskyldunnar
og ef eitthvað bjátaði á var ávallt
leitað til hennar til að fá ráð og að-
stoð. Dídí stóð sem klettur sama
hvað á dundi en lífið hefur ekki
alltaf farið um hana mildum hönd-
um. Erfiðleikar hafa þjappað fjöl-
skyldunni saman og var samband
systkinanna við móður sína einkar
gott. Áslaug og Dídí hafa verið
meira en mæðgur því þær voru
einnig bestu vinkonur. Dídí hefur
aldrei unnið utan heimilis en helg-
aði sig eiginmanni, börnum og
barnabörnum. Samband Dídíar og
Sigurðar var einstaklega gott og
voru þau sérstaklega samrýnd hjón.
Missir Sigurðar er því meiri en
orð fá lýst. Eg bið góðan Guð að
styrkja hann á þessum erfiðu tím-
um.
Árni Sveinbjörnsson.
Elsku amma okkar er dáin.
Það er sárt að hugsa til þess að
hafa þig ekki lengur hjá okkur. Þú
hafðir alltaf tíma fyrir okkur barna-
börnin og það var svo notalegt að
sitja með þér inni í eldhúsi og
spjalla. Við vorum alltaf að gera
eitthvað með þér, fara með þér og
mömmu í bæinn eða við kíktum í
heimsókn. Við eigum svo ótrúlega
mikið af góðum minningum um
yndislega ömmu. Sumrín uppi í
sumarbústað með þér og afa eru
sérstaklega minnisstæð. Þið voruð
alltaf svo dugleg að taka okkur
systkinin með þangað og þrátt fyrir
að við værum sífellt að spyrja á
leiðinni hvort við værum að verða
komin þá þreyttust þið aldrei á að
taka okkur með.
Þú varst líka alltaf að gera eitt-
hvað fyrir okkur barnabörnin. Ef
mamma og pabbi fóru til útlanda
vorum við alltaf í pössun hjá þér og
afa og þegar við urðum eldri varst
þú alltaf að hringja og segja okkur
að koma nú í heimsókn og fá eitt-
hvað gott að borða. Það var líka svo
gaman að segja þér frá öllu sem var
að gerast og við vorum alltaf að
skipuleggja eitthvað saman. Þú
varst farin að hlakka svo til að
flytja í nýju íbúðina svo að þú gætir
nú haldið jólaboð fyi'ir alla fjöl-
skylduna en jólaboðin hjá þér hafa
alltaf verið fastur liður hjá okkur.
Þú fylgdist líka svo vel með okkur
og varst alltaf að spyrja hvernig
gengi í skólanum eða á skíðunum.
Við vorum farnar að tala um út-
skriftarveisluna í vor sem við vor-
um farin að hlakka til.
Orð geta ekki lýst þeim söknuði
sem ríkir nú hjá okkur. Minning-
arnar eru svo margar og það er svo
stutt í tárin þegar við rifjum upp
allar stundirnar sem við áttum sam-
an. Við huggum okkur við það að nú
ert þú komin á góðan stað og við
vitum að Addi hefur tekið vel á móti
þér. Við verðum bara að muna að
vera þakklát fyrir allar stundirnar
sem við fengum að eyða með þér í
stað þess að gráta yfir því að hafa
ekki fengið að hafa þig lengur hjá
okkur.
Margs er að minnast,
margterhéraðþakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin strið.
(V. Briem.)
Elsku Alda og Jóhanna, missir
ykkar er mikill. Stórt skarð hefur
verið höggvið í systrahópinn. Við
vottum ykkur innilega samúð og
biðjum góðan Guð að vera með ykk-
ur. Við biðjum líka Guð að vera með
honum afa okkar því missir hans er
mestur. Elsku afi, megi Guð veita
þér styrk og trú á þessum erfiðu
tímum.
Andrea og Helga Björk.
Amma í Kópó er dáin. Þessi sorg-
legu tíðindi færði faðir minn mér í
vinnunni og átti ég erfitt með að
trúa því að hún sem var svo hress
þegar hún og afi héldu til Kanarí-
eyja fyrir viku væri dáin.
Frá því að ég man fyrst eftir mér
var ég fastagestur á heimili ömmu
og afa á Bjarnhólastígnum. Á þeim
tíma var það venja um helgar að
fara í Kópavog í eftirmiðdagskaffi
hjá þeim en þar safnaðist fjölskyld-
an saman yfir nýbökuðum kökum
og man ég þá einna best eftir heitri
sandkökunni hennar ömmu.
Þegar afi og amma hófu að
byggja sumarbústað í Skyggnis-
skógi var ég með þeim þar um
hverja helgi. Fyrsta árið vorum við
í tjaldi en síðan í sumarbústaðnum.
Sumarbústaðurinn var þeim mik-
ill sælureitur og á sumrin vildu þau
hvergi annars staðar vera og nutu
þess að hafa okkur barnabörnin
með sér. Ég varð þeirra forréttinda
aðnjótandi að eiga svona yndislega
ömmu sem gerði allt til þess að mér
liði sem best og var hún vön að
hringja og bjóða okkur systkinun-
um í mat ef hún vissi af okkur ein-
um heima og var þá stjanað við
okkur eins og á fínasta hóteli.
Elsku besta amma, ég þakka þér
fyrir þær góðu stundir sem við átt-
um saman, þið voruð einstaklega
samhent hjón og veit ég að missir
afa er mikill. Guð geymi þig.
Þinn
Sigurður.
Eins og sólblik á kalda kinn
eins og kristals bikar með dýrri veig,
sem demant skíni við hvítri hönd
um himininn svífi skýin fleyg,
svo orkar þín nálægð á anda minn
þegar andvarinn líóur að blárri strönd.
Sem angan frá ungri rós
og ylur frá vetrarsól,
líkt og geislandi vor fari um lög og lönd
og lifni á ný hvert blóm sem kól,
eins og fossins niður við fjarðarós
og fiðlunnar grátur í meistarans hönd.
(Guðrún Auðunsdóttir)
Takk fyrir allt sem þú varst
okkur, elsku amma. Guð geymi þig.
Þín,
Andri Fannar og
Stefanía Osk.
í æskuminningunni minnist ég
móðursystur minnar á heimili
hennar á Bjarnhólastígnum í Kópa-
voginum. Við krakkarnh' sátum í
eldhúsinu og Dídí gaf okkur nýbak-
aða sandköku og ískalda mjólk.
Sandkakan hennar var öðruvísi en
aðrar sandkökur, einfaldlega miklu
betri. Einnig minnist ég fjölskyldu-
boða á nýársdag til margra ára þar
sem Dídí dekkaði fyrst upp kaffi-
borð og þegar líða tók að kveldi bar
hún fram veislumat.
Dídí var yngst þriggja systra.
Elst er móðir mín, Álda, og í miðj-
unni er Jóhanna. Þær ólust upp við
Laugaveginn og kenndu sig jafnan
við hann, „Laugavegssystur". Eftir
að faðir þeirra féll frá stóð Áslaug
móðir þeirra ein uppi með dæturn-
ar barnungar. Af seiglu og eljusemi
tókst henni að halda utanum fjöl-
skylduna og koma dætrunum til
manns. Þessar heimilisaðstæður,
þar sem samheldni skipti miklu
máli, má segja að hafi verið grunn-
ur að þeirri samheldni sem ein-
kennt hefur þær alla tíð. Þessar að-
stæður í æsku kenndu þeim jafn-
framt að mæta mótlæti af æðruleysi
og taka ekki hlutina sem gefna.
Þessi reynsla hjálpaði Dídí vafa-
laust er hún mætti mótlæti síðar á
lífsleiðinni. Árið 1976 misstu Dídí
og Siggi son sinn Andrés eftir erfið
veikindi. Þá reyndi mikið á dugnað
og eljusemi hennar við að hjúkra og
annast hann í veikindum sínum.
Það hefur væntalega komið í hlut
Andrésar að fara fyrir móttöku-
nefndinni en útfórin í dag er á af-
mælisdegi hans.
Dídí lifði fyrst og fremst fyrir
fjölskyldu sína. Hún lagði sig fram
við að halda henni saman. Hún var
raunsæ og hreinskilin í samskiptum
sínum við annað fólk. Dídí og Siggi
voru einstaklega samheldin hjón.
Það sást einna best þegar við heim-
sóttum þau í sumarbústaðinn, sælu-
reit þeirra í Skyggnisskógi í Bisk-
upstungum eða „Dídíarsveit" eins
og krakkarnir mínir kalla sveitina.
Hann úti að vinna í lóðinni og hún
að sinna okkur gestunum. A vet-
urna þegar ekki var fært að njóta
sumarbústaðardvalar sem skyldi
sóttu Dídí og Siggi Kanaríeyjar
heim. Það var einmitt í slíkri ferð
nú í janúar sem hún kvaddi okkur
fyrirvaralaust, alltof fljótt. Einung-
is hálfu ári eftir að hún studdi okk-
ur við fráfall föður míns.
Elsku Siggi, Áslaug, Rikki, Sig-
urjón og fjölskyldur. Megi góður
Guð veita ykkur styrk í þessum
mikla missi sem þið hafið orðið fyr-
ir. Megi minning um góða konu lifa.
Auður Þórarinsdóttir.
Þegar síminn hringdi og mér var
sagt að hún Dídí móðursystir mín
hefði orðið alvarlega veik úti á
Kanaríeyjum og líklega myndi hún
ekki lifa daginn, hugsaði ég að þetta
gæti ekki verið, þetta hlyti að vera
misskilningur eins oft vill verða
með skilaboð milli landa. Raunin
var hins vegar önnur og alvarlegri.
Dídí hafði fengið hjartaáfall og lést
stuttu síðar sama dag.
Það þyrmir yfir mann þegar ein-
hver sem maður hefur þekkt alla
sína ævi og var ekki eldri en hún
var, fellur skyndilega frá. Þá skynj-
ar maður hverstu lítilmagna maður
er.
Dídí er í mínum huga ein af þess-
um manneskjum sem var óbugandi
og sem klettur í lífsins ólgusjó.
Sjálfsagt hefur það mótað hana
mikið að í æsku missti hún og syst-
ui' hennar föður sinn og fram eftir
fullorðinsárum þurfti hún byrðar
að bera. Þær minningar sem koma
í hugann nú á þessari stundu eru
margar, sérstaklega frá því maður
var barn og var í heimsókn hjá Dídi
og Sigga. Ég fór þangað sérstak-
lega til að hitta frænda minn
Andrés sem var sjúklingur frá fæð-
ingu, bundinn við hjólastól og
þurfti mikla umönnun. Það má öll-
um vera það ljóst að mamma hans
var sú sem bar mesta umhyggju
fyrir honum og umvafði hann þeim
kærleika og hlýju sem nauðsynleg
var. Alltaf var hún til staðar fyrir
hann þar til hann kvaddi þennan
heim rétt undir tvítugt. Hún var
ekki mikið fyrir að bera sín vanda-
mál á torg, heldur glímdi við þau án
þess að kvarta. Dídí var afskaplega
ræktarsöm við fjölskyldu sína og
passaði vel upp á að halda tengsl-
um við hana bæði með því að bjóða
okkur reglulega í formleg fjöl-
skylduboð og svo var alltaf opið hús
hjá henni, sérstaklega í sumarbú-
staðnum þar sem hún og Siggi
dvöldu öllum stundum á sumrin, en
þar voru þau búin að koma sér upp
litlum Edens garði. í fjölskyldufyr-
irtæki þeirra hjóna var það hún
sem sá um að reka heimilið meðan
Siggi vann við að byggja upp at-
vinnurekstur þeirra. Ohætt er að
fullyrða að bæði hafa skilað góðu
starfi.
Stórt skarð hefur nú verið
höggvið í fjölskylduna sem ekki
verður fyllt. Þeir sem næstir henni
standa finna fyrir tómleika, van-
mætti og skilningsleysi, en ég veit
að hjá Sigga og börnunum lifir
minningin um góða, trausta og ein-
læga móður og eiginkonu, sem hafði
þau í öndvegi.
Drottinn Jesús Kristur blessi þig
og varðveiti um alla eilíf'ð.
Einar.
Kær vinkona er horfin á braut.
Sigríður eða Dídí eins og hún var
gjarnan kölluð, hélt hress og kát í
frí til Kanaríeyja, en úr þeirri ferð
átti hún ekki afturkvæmt. Hún lést
eftir vikudvöl þar. Hvílíkt reiðar-
slag fyrir fjölskyldu og vini. Enn er-
um við minnt á hve stutt getur verið
milli lífs og dauða.
Leiðir okkar hjóna og Dídíar og
Sigga lágu saman í velheppnaðri
skíðaferð í ítölsku Alpana fyrir 20
árum. Við vissum reyndar hvert af
öðru áður, en þessi ferð varð upp-
haf góðrar vináttu og margra
ánægjulegra samverustunda bæði
hér heima og erlendis.
Siggi og Dídí festu sér sumarbú-
staðaland í Biskupstungum sumarið
eftir og að þeirra frumkvæði feng-
um við landið við hliðina er það
losnaði um haustið. Síðan hófust
framkvæmdir á báðum bæjum að
vori. Fyrst var búið í tjöldum með-
an á byggingu stóð, en flutt í hús
eins fljótt og unnt var. í byrjun
voru þau hálfhrá að innan og lítil
þægindi, en framkvæmdir héldu
áfram og brátt urðu bústaðirnir
vistlegir og góðir hvíldarstaðir.
Þarna höfum við unað okur vel í
gegnum árin og glaðst í sameiningu
yfir nýjum framkvæmdum. Farið
hefur verið í sveitina flestar helgar
frá því snemma á vorin og fram á
haust. Greiðfær göngustígur hefur
myndast milli bústaðanna og er
mikið notaður. Við höfum átt marg-
ar góðar stundir saman í sveitinni í
gegnum árin. Ósjaldan sátu kon-
urnar saman að spjalli meðan mak-
arnir voru eitthvað að bjástra og öll
nutum við dvalarinnar í þessu fal-
lega umhverfi.
Á veturna höfum við aftur á móti
farið saman í leikhús í öll þessi ár,
en við höfum haft árskort í Þjóð-
leikhúsinu. Eftir sýningu drukkum
við saman kaffi og var það góður
endir á ánægjulegu kvöldi.
Allnokkrum sinnum höfum við
ferðast saman erlendis og er margs
að minnast frá þessum ferðum.
Já, samverustundirnar hafa verið