Morgunblaðið - 10.02.1998, Síða 51

Morgunblaðið - 10.02.1998, Síða 51
MORGUNBLAÐIÐ PRIÐJUDAGUR 10. FEBRÚAR 1998 51 BRÉF TIL BLAÐSINS Dýraglens Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Ljóska l/óea-þab eJdcl frxbxrt áb uettL \a.ti/irvuj oolfcLrt. ?! — þaherstórtostlegt UfJSneiia- '^&MrWubbar! Ptningýj-J Foik íafnQci aþ/xtann i hi/arf Ferdinand Smáfólk 1M N0T eOING T0 5CHOOL T0PAY..|‘M eOINGTO HIPE HERE UNPER MV BEP UNTIL 5UPPERTIME.. (WHAT 5HALL I TELl) V^VöUR TEACHER?^/ © i TELL HER r 5AU) HER NEW BOYFRIEHD YE5TERPAY. ANP l'M 5URE 5HE CAN ^ PO BETTER THAN THAT.. : H /-26 I í 3 o> % Ég fer ekki í skólann í dag Hvað á ég að segja Segðu henni að ég hafi séð ... ég ætla að fela mig kennaranum þínum? kærastann hennar í gær, og að hérna undir rúminu mínu ég sé viss um að hún geti gert fram að kvöldmat... betur en þetta ... Nikótín eða ekki nikótín? Frá Guðjóni Bergmann: „VIÐ vitum hvað er erfitt að hætta að reykja!“ Þetta var setning sem ég sá á auglýsingaskilti fyrir nikótínlyf sem er selt reykingamönnum til að hjálpa þeim til að hætta að reykja. Auglýsandinn gæti allt eins sagt: „Við vitum hvað er erfitt að hætta að reykja, svo hér færðu eitt- hvað annað til að venja þig á. Ég tek frá þér eitt eitur og læt þig fá annað í staðinn." Ég spyr: „Er það vænlegt til árangurs?" Undanfarið hef ég haldið árang- ursrík námskeið fyrir þá sem vilja hætta að reykja og það sem ég veit af reynslu sem námskeiðahaldari og fyrrum stórreykingamaður er að ég þarf einmitt ekki nikótínlyf til að hjálpa mér að hætta. Flestir þeir sem ég þekki til og hafa hætt með því að nota nikótínlyf verða háðir lyfjunum í lengri eða skemmri tíma og byrja síðan aftur að reykja. Þetta er vegna þess að þeir taka ekki á vandanum þar sem hann er mestur. Seljendur nikótínlyfja „gleyma“ að segja frá því að það þarf að fara í gegnum fráhvarfseinkenni efnisins fyrr eða síðar. Það „gleymist“ líka að segja frá því að það tekur ekki nema 3 daga minnst og 3 vikur mest fyrir nikótínið að FARA úr líkaman- um - staðreynd sem hjálpar þeim mikið sem vilja hætta, því þá vita þeir alltént hvað þeir eiga von á því að finna fyrir fráhvarfseinkennum lengi. Fráhvarfseinkenni nikótíns eru einnig mjög léttvæg, miðað við hvað hugurinn getur gert. Fráhvarfseinkenni nikótíns minna á væga svengd. Góður huglægur undirbúningur virðist vera allt sem þarf til að hætta að reykja frá- hvarfseinkennalaust. Einkenni eins og svitaköst, pirringur og át minna nefnilega meira á aukaverkanir streitu en fráhvarfseinkenni nikót- ínsins. Þeir sem taka nikótínlyf vita sjaldnast af aukaverkunum lyfsins, sem eru skráðar með smáu letri og geta verið allt frá höfuðverkjum til ertingar í meltingarfærum. Miðað við þann tíma sem það tekur nikótín- ið að fara úr líkamanum, mælir í raun ekkert með notkun nikótínlyfja. Þeir sem nota nikótínlyf og hætta að reykja með góðum árangri gera svo vegna huglægs og andlegs undirbún- ings og þeirrar einföldu ástæðu að þeir eru tilbúnir að hætta, ekki vegna lyfjanotkunarinnar. Astæða þess að ég skrifa þetta bréf er að mér finnst það ekki ýta undir löngun reykingamanna í reykleysisátt að fá sífellt framan í sig staðhæfingu um að það sé erfitt að hætta. Því hvet ég auglýsendur nikótínlyfja til að hugsa ástæðu aug- lýsinga sinna upp á nýtt. Eru þær til að hjálpa fólki að hætta eða til að selja meira af nikótínlyfjum? Þeir sem hafa hætt að reykja með góðum árangri segja samhljóða að það hafi ekki verið neitt mál, það eru þeir sem hafa hætt og fallið sem kvarta. Ég er ekki að segja að þetta sé átakalaust, en með góðum undir- búningi og upplýsingum er með sanni hægt að segja: „Það er ekkert mál að hætta að reykja!" GUÐJÓN BERGMANN, námskeiðahaldari. Guðjón Bergmann Hvað eru draumar - og’ hvað ekki? Frá Þorsteini Guðjónssyni: RÓMVERJAR og fleiri fornþjóðir iðkuðu innyflaspádóma af mikilli list, nutu innyflaspámenn (haruspices) mikillai- virðingar, enda má vel vera að stundum hafi þeir hitt á hið rétta; fuglaspámenn (avispices) spáðu í flug fugla og til voru fleiri greinar spádóma. Ekki hef ég lagt í vana minn að hæðast að spámönnum, en þó kemur fyrir að mér þykir full- langt gengið. Þættina „Draumstafi" eftir dulfræðing les ég sjaldan, og aldrei án leiðinda, því að þar er engu líkara en unnið sé að því að útbreiða fáfræði í þekkingar stað. Draumar eru náttúrufyrirbæri, eins og ýmsar rannsóknir síðustu áratuga hafa staðfest. Á árunum 1920-40 hafði íslenskur vísindamað- ur, dr. Helgi Pjeturss, gert grein fyrir draumum þannig, að fullkom- lega hefur síðan komið heim við það sem Chicago-„skólinn“ (Kleitmann, Dement, Aserinsky o.fl.) fann með sínum rannsókn- um 1950-60 - um samband lífeðlisftæðilegra ferla og draumaatburða. Einnig var þar, í þessari íslensku draumafræði, gerð grein fyrir tveimur aðaltegundum drauma mjög á hinn sama hátt og St. LaBerge í Kaliforníu hefur verið að gera á undanfórnum árum. Allt ber að sama brunni um það, að draumar eru skipuleg, rannsakanleg fyrir- bæri, og er þessi skoðun miklu öfl- ugri nú en t.d. um miðja öldina. Ég greip niður í einum af drauma- dálkum Kristjáns Frímanns 31. jan., og las þar aðsendan draum konu nokkurrar, sem segir skýrt og líf- lega frá. í draumnum þótti henni sem hún og maður hennar væru ný- flutt í einhverja íbúð, sem hún kann- aðist ekkert við, enda var þar allt svo ókunnuglegt, að slíkt mun naumast geta komið fyrir í borginni Reykjavík. - En svo fór ég að lesa skýringarnar, þar sem allt var upp á táknin og merkingarnar - og þá var mér öllum lokið. Ég hef lesið eitt og annað í „tákndraumafræðum“, en í stórkostlegra lagi var þetta: Hin dreymda íbúð „táknar konuna", seg- ir draumráðandi, „mauksoðnar kart- öflurnar benda til að orkuforði þinn sé þrotinn", segir hann við hana, og: „eru þetta tákn um vanhirðu þína á þér, bæði andlega og ekki síst líkam- lega“. En svo segir hinn vísi, og fær- ist allur í aukana: „sængurfötin benda til að þú sért löt, en samt virðist maður þinn eiga stærstan þátt í því, hvernig komið er, eins og hann vilji hafa þig líkt og konfekt- mola í öskju". Hvað sem kann að vera meint með slíkum orðum, þá gætu þau - ef tekið væri mark á þeim - líkst tilraun draumráðanda til að spilla á milli hjóna. Ég ætla bara að vona, að honum hafi ekki tekist það! ÞORSTEINN GUÐJÓNSSON, Rauðalæk 14, Reykjavík. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.