Morgunblaðið - 11.02.1998, Side 6

Morgunblaðið - 11.02.1998, Side 6
v mi HAúaaa^ :it auoAöuaivsiM 6 MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRÚAR 1998 FRETTIR tiíriAJaMUÚflOM MORGUNBLAÐIÐ Rfkisstiórnin fellst á tillögu sjómanna og hættir við lagasetningu Ráðherrar fagna tillög’u sjómanna um frestun _ Morgunblaðið/Ásdís RIKISSTJORNIN kom saman í Ráðherrabústaðnum klukkan 18 í gær til að fjalla um tilboð sjómanna um frestun verkfallsins. Ríkisstjórnin féllst í gær á tillögu forystu- manna sjómanna um frestun verkfalls og skipun nefndar til að koma með tillögur um lausn ágreiningsefna deiluaðila. Davíð Odds- son segir að bréf full- trúa sjómanna til sátta- semjara feli í sér viður- kenningu á að viðræð- urnar hafí verið komn- ar í öngstræti. RÍKISSTJÓRNIN kom saman til aukafundar síðdegis í gær til að fjalla um tillögu fulltrúa Far- manna- og fískimannasambands- ins, Sjómannasambandsins og Al- þýðusambands Vestfjarða um frestun verkfalls sjómanna um einn mánuð. Tillagan er sett fram í bréfí til ríkissáttasemjara. Niður- staða fundarins var að styðja þessa tillögu, en það þýðir að ekki kemur til lagasetningar á verkfall sjómanna, sem hófst 2. febrúar sl. I samræmi við okkar mat á stöðunni „Okkar markmið var það að deilan kæmist í farveg sem leiddi til lausnar og verkfalli myndi ljúka vegna þess að það er mikið í húfi fyrir þjóðarbúið. Ef efni þessa bréfs sjómanna gengur eftir að meginefni til verður ekki verkfall yfir þennan hábjargræðistíma. í annan stað er viðurkennt í þessu bréfi að málið hafi verið komið í al- gjört öngstræti og tekið undir það sjónarmið að óháðir aðilar geti komið málinu á hreyfingu, þannig að þetta er allt í samræmi við það mat sem við höfðum á stöðunni,“ sagði Davíð. Halldór Ásgrímsson utanríkis- ráðherra var spurður hvort þetta bréf sjómanna sýndi ekki að ríkis- stjómin hefði verið of fljót á sér að taka ákvörðun um lagasetningu. „Nei, alls ekki. Það lá fyrir yfir- lýsing sáttasemjara frá sunnudeg- inum um að það hefðu orðið við- ræðuslit og engar líkur á því að fundur yrði boðaður næstu daga og jafnvel ekki næstu vikur. Við byggðum okkar ákvörðun á því. Menn sáu enga aðra leið í málinu. Ég er þeirrar skoðunar að þetta bréf sjómanna sé komið íram vegna þeirra aðgerð sem við grip- um til. Það hefur alltaf legið fyrir að ef aðilar koma sér saman í deil- unni þurfum við engin afskipti að hafa af henni,“ sagði Halldór. Davíð tók undir þetta og sagði augljóst að tillaga sjómanna um frestun hefði aldrei verið sett fram ef ríkisstjórnin hefði ekki tekið af skarið í málinu. Deiluaðilar gætu haft áhrif á skipan nefndarinnar í bréfi sjómanna segir að for- senda íyrir frestun sé að skipuð verði nefnd í samræmi við 1. grein frumvarps ríkisstjórnarinnar. Þor- steinn Pálsson sjávarútvegsráð- herra sagði að sjálfsagt væri að fallast á þessa tillögu. „Það kann vel að vera að samningsaðilamir vilji hafa áhrif á hver skipi nefnd- ina. Við gætum vel hugsað okkur að sáttasemjari eða einhver annar aðili skipi nefndina. Fulltrúar sjó- manna eru með þessu að fallast á þær megin forsendur sem vora fyrir framvarpinu, að það var ekki viðræðugrundvöllur í deilunni. Þeir vísa til þess að það þurfi að skipa nefnd óháðra aðila til þess að koma fram með tillögur. Við hljót- um að fagna þessari tillögu ef hún leiðir til þess að flotinn komist úr höfn og fari á veiðar." Halldór tók undir það að samn- ingsaðilar gætu haft áhrif á hvern- ig nefndin yrði skipuð og hvenær hún lyki störfum. Það hefði verið mat ríkisstjórnarinnar að hún gæti lokið störfum fyrir 10. mars, en samningsaðilar kynnu að hafa annað mat á hvað nefndin þyrfti langan tíma til að vinna að tillög- um. Nefndin fær lítið svigrúm Bréf sjómanna gerir ráð fyrir að verkfalli verði frestað til 15. mars. Verkfall mun því hefjast kl. 23 þann dag hafi ekki náðst sam- komulag í deilunni. Davíð var spurður hvort nefndin hefði ekki lítið svigrúm til að taka á málum með verkfall hangandi yfir sér. „Þetta er það svigrúm sem MEÐ hliðsjón af framkomnu frum- varpi til laga um stöðvun verkfalla á fiskiskipaflotanum óska samninga- nefndir Sjómannasambands Is- lands, Farmanna- og fiskimanna- sambands Islands og Alþýðusam- bands Vestfjarða, þess að verkfalli aðila verði frestað frá kl. 23 hinn 11. febrúar tO kl. 23 hinn 15. mars 1998, með samþykki Vinnuveitendasam- bands íslands og Landssambands íslenskra útvegsmanna. Ósk þessi er sett fram á þeirri forsendu að skipuð verði nefnd í samræmi við 1. gr. fyrrnefnds frum- varps er hafi það verkefni að kanna verðmyndun á fiski og þá þætti sem hafa áhrif á hana. Nefndin skuli skiia tillögum er beinist að því að koma í veg fyrir að viðskipti með sjávarafla milli tengdra aðila og við- skipti með aflaheimildir hafi áhrif á skiptakjör sjómanna. Nefndin skili samningsaðilarnir gefa sér og hef- ur í raun ekkert með okkur að gera. Það sem gerist er að menn skapa sér nýja fresti, verkfalli er frestað og samningsaðilar taka sér lengri tíma til að finna lausn á sín- um málum. Þetta er í raun í sam- ræmi við það sem ríkisstjórnin hefur alltaf sagt. Við viljum að að- ilar nái landi sjálfir." Davíð vildi hins vegar ekkert segja um hver viðbrögð ríkis- stjórnarinnar yrðu ef vinna nefnd- arinnar leiddi ekki til samkomu- lags milli deiluaðila og verkfall hæfist að nýju. Páll Pétursson félagsmálaráð- herra sagði að 10. mars lægju til- lögur nefndarinnar væntanlega fyrir og þá sæju samningsaðilar hvaða lagaumhverfi þeir hefðu. Þetta gæti leitt til breyttra við- horfa hjá þeim þar sem þeir þyrftu ekki að bíða í óvissu um hvaða lagabreytingar yrðu gerðar. tillögum sinum í síðasta lagi 10. mars 1998. Deiluaðilar hafa til þessa ekki fundið grandvöll til lausnar á yfir- standandi deilu en telja að starf nefndar óháðra aðila gæti hugsan- lega leitt til lausnar á ágreiningi að- ila á meðan á frestun verkfalls stæði. Þess er óskað að embætti ríkis- sáttasemjara komi ofangreindu á framfæri við Vinnuveitendasam- band Islands og Landssamband ís- lenskra útvegsmanna og leiti eftir afstöðu þeirra svo fljótt sem auðið er. F.h. samninganefnda Sjómanna- sambands Islands, Farmanna- og fiskimannasambands íslands og Al- þýðusambands Vestfjarða Sævar Gunnarsson, Guðjón A. Kristjánsson, Fh. ASV Sævar Gunnarsson. Sjómannafélög mótmæla lagasetningu Lausnin sniðin þörf- um LIU SAMTÖK sjómanna víða um land hafa sent frá sér yfirlýsingar þar sem fyrirhuguð lagasetning á vinnu- deilu sjómanna og útgerðarmanna er harðlega gagnrýnd. I samþykkt Sjómannafélagsins Jötuns í Vestmannaeyjum segir að sjómenn hafi á undanfórnum árum mátt þola, einir stétta í þessu landi, að borga fyrir atvinnu sína með þátt- töku sinni í kvótabraski sægreif- anna. Þetta sé óþolandi ástand og sjómenn hafi lengi reynt að ná fram rétti sínum og hafi lítið sem ekkert orðið ágengt í þeim málum, einkum vegna stuðnings stjórnvalda við óbreytt ástand. Sjómannafélag Hafnarfjarðar og Skipstjóra- og stýrimannafélagið Kári segja að núverandi ríkisstjóm falli í þá gryfju að beygja sjómenn undir nauðungarlög sem leysi engan vanda en séu sniðin að þörfum for- ystu LÍÚ. Stjóm Verkalýðsfélags Snæfells- bæjar segir inngrip stjórnvalda í deiluna benda ótvírætt til þess að stjórnvöld þjóni hagsmunum útgerð- armanna. í yfirlýsingu Skipstjóra- og stýri- mannafélagsins Öldunnar er skorað á Alþingi að hafna með öllu af- greiðslu frumvarpsins. I yfirlýsingu Skipstjóra- og stýri- mannafélagsins Bylgjunnar segir að enn grípi ráðamenn til sömu aðgerða og notaðar voru hjá einræðisríkjum fyrri alda. ---------------- Efí um að lagasetning standist ALÞÝÐUSAMBAND íslands áskil- ur sér rétt til að láta reyna á hvort lagasetnig á verkfall sjómanna fær staðist. Efasemdir eru um það meðal lögfræðinga, sem vinna fyrir verka- lýðshreyfinguna, að lagasetning sé í samræmi við stjómarskrá og alþjóð- legar skuldbindingar sem ísland hef- urgengist undir. I yfirlýsingu sem forsetai’ ASI sendu frá sér í gær segir: „Alþýðu- samband Islands lítur á fyrirhugaða lagasetningu Alþingis, vegna sjó- mannadeilunnar, sem aðför að samn- ingsfrelsinu í landinu. Samnings- frelsi er varið af stjómarskrá, lands- lögum og alþjóðlegum samþykktum sem íslendingar hafa skuldbundið sig að hlíta. Verði af þessum fyrir- ætlunum áskilur Alþýðusambandið sér rétt tU að láta á það reyna hvort slík lagasetning fær staðist.“ ------♦-♦-♦----- Meint verk- fallsbrot VERKFALLSVAKT sjómanna tel- ur að bátur sem gerður er út frá Þorlákshöfn hafi ekki verið með lög- skráða áhöfn frá því um áramótin. Báturinn, sem heitir Skálafell frá Þorlákshöfn, reri í gær. Lögreglan í Þorlákshöfn kannaði skráningar- pappíra skipsins og samkvæmt upp- lýsingum hennar virtist vera í lagi með skráninguna. Kristinn Pálsson, hjá verk- fallsvakt sjómanna, segir á hinn bóg- inn að þetta sé alveg skýrt brot á skráningarlögum. „Þeir bera því við að skráning hafi misfarist. Það eru engin rök því sjó- menn þurfa að kvitta undir skrán- ingu sína um hver áramót," segir Kristinn. Hann segir að tveir aðrir bátar hafi verið staðnir að verkfallsbrot- um, þ.e. Arnar RE og Sæberg, sem báðir voru á sjó í gær. Áhöfn Sæ- bergs bar því við að aðeins eigendur hafi verið um borð auk eins skipverja sem ekki væri í verkfalli. Bréf sjómanna- samtakanna

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.