Morgunblaðið - 11.02.1998, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 11.02.1998, Qupperneq 16
16 MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Um eitt hundrað manns á fyrsta hverfafundi borgarstjóra í Ráðhúsinu _ Morgunblaðið/Árni Sæberg RUMLEGA 100 manns sátu fyrsta hverfafund Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur borgarstjóra í Ráðhúsinu. Borgin keppir við útlönd um íbúa FYRSTI hverfafundur Ingibjarg- ar Sólrúnar Gísladóttur borgar- stjóra af átta sem haldnir verða á næstu vikum var haldinn í Ráð- húsi Rejkjavíkur á mánudags- kvöld. I ræðu sinni vakti hún at- hygli á því að Reykjavík væri ekki að keppa við landsbyggðina um fólk heldur við útlönd og að borgin yrði að bjóða góða þjón- ustu til að halda í ungt atgervis- fólk, svo það flytti ekki til út- landa. „Stærsti liðurinn í því eru góð- ir skólar, góðir leikskólar og hús- næðismálin. Þess vegna hefur borgin meðal annars lagt þessa ríku áherslu á uppbyggingu í skólamálum því slík þjónusta ræður úrslitum um það hvar fólk vill ala upp börn sín,“ sagði borg- arstjóri. Borgarstjóri greindi frá fjár- hag borgarinnar og fram- kvæmdaáætlun og ræddi sérstak- lega verkefni í mið- og vestur- borginni, en á þessum fyrsta hverfafundi var sérstaklega fjall- að um málefni borgarinnar vest- an Snorrabrautar. Meðal fram- kvæmda þar má nefna að veija á 45 milljónum króna til frágangs á Skúlagötu við Yitastíg og Klapp- arstíg, haldið verður áfram end- urbótum á Sundlaug Vesturbæj- ar, 160 milljónir fara í endurbæt- ur á kafla á Laugavegi, lokið verður við að tengja göngustíg framhjá athafnasvæði Skeljungs í Skerjafirði og haldið áfram með göngustíg meðfram Sæbraut allt inn í Laugarnes, reisa á dælustöð í Vatnsmýri sem dæla á afrennsli frá götum í holræsakerfið sem í dag rennur í Tjörnitia, áfangar í stækkun Melaskóla og Vesturbæj- arskóla verða teknir í notkun næsta haust og haustið 1999 til að ná markmiði um einsetningu árið 2002, ný göngubrú yfir Kringlu- mýrarbraut á móts við Kirkjutún verður tekin í notkun í sumar og bekkjum við gangstíga víðs vegar í borginni verður fjölgað í 200, lokið verður frágangi stofnbraut- ar og húsagötu við Ananaust og meiri tijágróður settur niður á nokkrum svæðum. Borgarstjóri gerði einnig menningarmál að umtalsefni og þær framkvæmdir sem standa nú yfir við Hafnarhúsið og Tryggva- götu 15 þar sem margs konar menningarstarfsemi og borgar- bókasafn fá inni. Um áfengis- og vímuefnamál sagði hún eitt brýn- asta málið f skólamálum að út- rýma áfengi úr grunnskólum. Ibúar Reykjavíkur eru í dag um 108 þúsund, um 37% af íbúa- fjölda landsmanna. Hlutfall aldr- aðra, þ.e. 70 ára og eldri, sagði borgarstjóri hærra í Reykjavík en annars staðar á landinu eða 47% og að fjöldi heimila sem fengi heimaþjónustu vegna aldr- aðra hefði vaxið úr 2.100 árið 1992 í 2.600 í ár. Hún sagði ráð- gert að taka upp þjónustu um kvöld og helgar. Fundarmenn báru fram fjölda fyrirspurna, m.a. um öldrunar- mál, umferðarmál, hávaða frá skemmtistöðum og hvort rækta mætti silung í Tjörninni. Borgar- stjóri kvaðst ekki nægilega kunn- ug lífríki Tjarnarinnar en athug- andi væri að sleppa þar silungi. Um ónæði frá skemmtistöðum sagði hún nú til athugunar að leyfa sumum skemmtistöðum að hafa opið allt til kl. 5 að morgni. Er verið að skoða hvaða staðir kæmu til greina í þeim efnum, t.d. hvað varðar nálægð við íbúð- ir. Sagði hún það góða hugmynd frá einum fyrirspyrjanda að setja punktakerfi á veitingastaði svip- að og í umferðinni, að stöðum yrði hreinlega lokað virtu þeir ekki reglur. Útsending RÚY frá heimsbikar- mótinu í svigi Rúm 38% aðspurðra horfðu á Kristin RÚM 38% aðspurðra í spurninga- könnun, sem Coopers & Lybrand - Hagvangur hf. gerði fyr- ir Ríkisút- varpið í lok janúar sl., kváðust hafa horft á út- sendingu Sjónvarpsins frá heimsbikar- mótinu í svigi sunnudaginn 18. janúar þegar skíðamaður- inn Kristinn Björnsson lenti í öðru sæti. Úrtakið var 1.200 manns af öllu landinu á aldrinum 15-75 ára og svöruðu 845 eða 73,3%. Samanlagt kváðust 38,1% að- spurðra hafa horft á útsend- inguna að mestu eða öllu leyti. Séu svörin skoðuð eftir kyni og aldri svarenda kemur í ljós að karlar horfðu frekar en konur, fleiri horfðu á lands- byggðinni en höfuðborgar- svæðinu og fólk um og yfir miðjum aldri var fjölmennara í hópi áhorfenda en yngra fólkið. Félagsdómur komst í umræðuna þegar framkvæmdastjóri VSÍ lagði til að hann yrði lagður niður F élagsdómur var stofhaður að nor- rænni fyrirmynd Umræður hafa nú spunnist um hvort leggja eigi Félagsdóm af. Páll Þórhalls- son kynnti sér sögu dómstólsins og þróun sérdómstóla, en þeir hafa flestir verið lagðir niður. SMÁM saman hefur verið að fækka í íslenskum rétti sérdómstólum og almennir dómstólar hafa tekið við hlutverki þeirra. Sem dæmi um sérdómstóla sem lagðir hafa verið af má nefna dómstól í ávana- og fíkniefnamálum og siglingadóm. I raun er svo komið að lög gera ein- ungis ráð fyrir tveimur sérdóm- stólum, Félagsdómi og Lands- dómi. Félagsdómur starfar af full- um krafti en Landsdómur, sem dæmir í málum sem Alþingi höfðar á hendur ráðherra, hefur aldrei komið saman. Þótt sérdómstólar hafi þannig verið á undanhaldi er rétt að vekja athygli á því að innan stjórnsýslunnar hefur fjölgað mjög nefndum og embættum sem skera með bindandi hætti úr um réttar- ágreining. En víkjum þá að sögu Félags- dóms. Snemma á öldinni voru sett- ir á fót sérstakir vinnudómstólar annars staðar á Norðurlöndum, Den faste voldgiftsret í Danmörku og síðar Arbejdsdomstolen sem áttu rætur að rekja til gerðardóm- stóls, sem komst á laggirnar eftir mikla vinnudeilu 1899. í Noregi var slíkum dómstól, Arbetsretten, komið á fót árið 1916, og í Svíþjóð var Arbetsdomstolen stofnsettur árið 1916. Flutt voru nokkur frumvörp á Alþingi um slíkan dómstól en sam- þykki hlaut það fyrirkomulag með lögum nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur. Kom Félagsdómur í fyrsta skipti saman 5. október 1938. Dæmir um réttarágreining Til þess að skilja verksvið Fé- lagsdóms er vert að átta sig á því að í vinnumarkaðsrétti er gerður greinarmunur á tvenns konar ágreiningi milli launþega og vinnu- veitenda. Annars vegar svokölluð- um hagsmunaágreiningi, þ.e. hvaða kjör skuli gilda í samskipt- um aðilja vinnumarkaðarins. Þar er aðiljum heimilt að beita tiltekn- um lögmætum þvingunaraðgerð- um eins og vinnustöðvun. Hins vegar er svo ágreiningur, sem rís út af gerðum kjarasamningi eða skilningi á lögum. Hér er um svo- nefndan réttarágreining að ræða. Það er um hann sem Félagsdómur dæmir. „Á fyrstu árum verkalýðshreyf- ingarinnar var vinnustöðvunum, verkfalli eða verkbanni, bæði beitt til lausnar á réttarágreiningsatrið- um og hagsmunaágreiningi. En aðiljar vinnumarkaðarins komust brátt að þeirri niðurstöðu, að vinnustöðvunaraðferðin væri bæði dýrt og óþénugt tæki til að leysa réttarágreiningsmál. Með þeirri baráttuaðferð var nærtækt að sá sigraði, sem sterkari var, en ekki endilega sá, sem réttinn átti. Varð því snemma samstaða um það hér á Norðurlöndum, að heppilegast væri, að sérstakir dómstólar fengju þessi réttarágreiningsmál til meðferðar..." segir í grein um Félagsdóm eftir Hákon Guð- mundsson, sem var forseti réttar- ins 1938-1974, í Tímariti lögfræð- inga 1976. Ástæðan fyrir því að dómstóll- inn var kallaður Félagsdómur en ekki vinnudómstóll var tvíþætt. í fyrsta lagi þótti heitið vinnudóm- stóll til þess fallið að menn gerðu síður nauðsynlegan greinarmun á hagsmunaágreiningi og réttar- ágreiningi. I öðru lagi vísar heitið sem fyrir valinu varð til þess að dómstóllinn er skipaður í félagi af Hæstarétti, ríkisstjórn, landssam- böndum launþega og atvinnurek- enda og málsaðilum í einstökum deilumálum. Það er einmitt sérstakt við Fé- lagsdóm að aðilar vinnumarkaðar- ins eiga npkkra íhlutun um val dómenda. í dóminum eiga sæti fimm menn, sem skipaðir eru til þriggja ára þannig: Einn af Vinnu- veitendasambandi íslands, annar af Alþýðusambandi Islands, þriðji af félagsmálaráðherra úr hópi þriggja manna sem Hæstiréttur tilnefnir og loks tveir af Hæsta- rétti. Þessi skipan hefur einkum verið rökstudd með því að æski- legt sé að í dómstóli af þessu tagi séu rhenn með sérþekkingu á kjarasamningum. Ennfremur hlýt- ur það að stuðla að tiltrú þeirra sem bera ágreiningsmál undir dómstólinn að eiga þar fulltrúa. Á síðustu árum hafa þó heyrst sjón- armið í þá veru að þessi skipan stríði gegn 6. gr. Mannréttinda- sáttmála Evrópu um sjálfstæða og óháða dómstóla. Rétt er að geta þess að þegar aðilar utan ASÍ og VSI bera ágreiningsefni undir dómstólinn er gert ráð fyrir að þeir eða sambönd þeirra skipi fulltrúa í dóminn. Skjót úrlausn Eitt af markmiðunum með því að hafa sérdómstól um vinnurétt er að þá gefst fremur færi á skjótri úrlausn ágreiningsmála. Er það ekki síst mikilvægt í vinnudeilum sem hafa víðtækar afleiðingar fyr- ir aðila og þjóðfélagið allt. Má nærri geta um mikilvægi þess að fá strax skorið úr um lögmæti boð- aðrar vinnustöðvunar svo dæmi sé tekið. Frestir eru því styttri en al- mennt gerist og dæmi eru um að máli sé stefnt fyrir dóminn, grein- argerðum skilað, málið flutt og það dæmt á innan við viku. Af sama meiði er sú regla að efnisdómar Félagsdóms eru endanlegir og þeim verður ekki skotið til Hæsta- réttar. Þessi hraði myndi seint nást í almenna dómstólakerfinu þótt reyndar hafi miklar úrbætur verið gerðar í því efni á undanförn- um árum auk þess sem boðið er upp á flýtimeðferð fyi'ir tiltekna májaflokka. Á hinn bóginn getur það auðvit- að verið sárt fyrir þá sem tapa máli að geta ekki áfrýjað niður- stöðunni. Verkaskipting ekki alltaf ljós Þótt verkaskiptingin milh Fé- lagsdóms og almennra dómstóla sé að mestu skýr þá fer því fjarri að dómsmál sem varða samskipti á vinnumarkaði komi aldrei til kasta almennra dómstóla. Eins og Lára V. Júlíusdóttir bendir á í bókinni Stéttarfélög og vinnudeilur (1994) má segja að öll mál sem varða ráðningarsamninga launþega og atvinnurekenda geti átt undir al- menna dómstóla, séu þeh' sjálfir aðilar máls, en ekki stéttarfélögin. Eins getur form kröfugerðar ráðið úrslitum. Ef mál er höfðað til við- urkenningar á ákveðnum skilningi kjarasamnings heyrir það undir Félagsdóm en sé dómkrafan til- tekin fjárhæð vegna vangoldinna launa þá er hægt að fá hana dæmda af almennum dómstólum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.