Morgunblaðið - 11.02.1998, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 11.02.1998, Qupperneq 22
22 MIÐVlkubAGUR 11. FÉBRÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT TYRKLAND rv: Kúveit Éiha ríkið við Persailóa sem hefur sagsl viijugt til að veita baadaríksum flugvétum aðstöðu rr~ J, til árása á irak ~~'_Z 1 Miðjarðarhaf BAHRAIN ARABIA ® Vestrænar herstöðvar svæðínu nemur 375 vólum HERFLUGVÉLAR VIÐ PERSAFLÓA Reynt að raða Eduard Shevardnadze af dögum Kveðst hafa lifað af fyrir kraftaverk Tbiiisi. Reuters. EDUARD Shevardnadze, forseti Georgíu, sagði í gær að það hlyti að teljast kraftaverk að hann skyldi hafa lifað af annað banatilræðið á rúmum tveim ár- um á mánudags- kvöld. „Þetta var þaulskipulögð hemaðaraðgerð," sagði forsetinn og bætti við að „alþjóðleg hermdarverka- samtök“ kynnu Edouard að hafa staðið á Shevardnadze bak við tilræðið. íbúar Tbilisi sögðu að allt væri með kyrrum kjör- um á götum höfuðborgarinnar og aðstoðarmenn Shevardnadze sögðu að hann hefði hafið störf að nýju í gærmorgun. Yfirvöld sendu hermenn og bryn- varðar bifreiðir á götur borgarinnar og innanríkisráðuneytið fyrirskipaði hemum að loka landamærunum. Embættismenn í Tbilisi sögðust óttast að tilræðismennimir vildu valda óróa og glundroða í landinu til að koma í veg fyrir að Georgía hreppti mjög ábatasaman samning um rétt til að flytja hráolíu frá Ka- spíahafi á heimsmarkaðina. Nokkrir embættismannanna ýjuðu að því að „öfl í Moskvu" hefðu staðið á bak við tilræðið og sögðu að Shevardna- dze hefði reynt að koma í veg fyrir að þau næðu aftur tangarhaldi á Georgíu eins og á tímum Sovétríkj- anna. Borís Jeltsín Rússlandsforseti, sem var staddur í Rómarborg, sendi Shevardnadze samúðarkveðju og lýsti tilræðinu sem hermdarverki gegn „mjög hugrökkum og sterkum manni“. Fallinn tilræðismaður sagður Tsjetsjeni Tilræðismennimir sátu fyrir bfla- lest Shevardnadze þegar hann var á heimleið frá skrifstofu sinni. Þeir beittu byssum og vopnum sem not- uð eru til sprengjuárása á skrið- dreka. Sjö bflar vom í lestinni og skemmdust allir, m.a. brynvarin bif- reið forsetans. Tveir af lífvörðum Shevardnadze biðu bana í tilræðinu og fjórir særð- ust alvarlega. Einn tilræðismann- anna féll einnig og heilbrigðisráð- herra Georgíu, Avtandtil Dzhor- denadze, sagði að vegabréf hans sýndi að hann hefði verið Tsjetsjeni og búsettur í Dagestan, nági-anna- héraði Tsjetsjníu. Tsjetsjenskir embættismenn neituðu því að til- ræðismaðurinn hefði verið Tsjetsjeni. Shevardnadze ávarpaði þjóðina í sjónvarpi eftir tilræðið og hvatti hana til að halda stillingu sinni. „Við emm staðráðnir í að afstýra stjórn- leysi í landinu, jafnvel þótt það kosti okkur lífið,“ sagði hann. Þetta er í annað sinn sem reynt hefur verið að ráða Shevardnadze af dögum. Forsetinn særðist í fyrra tilræðinu, 29. ágúst 1996. „Það hlýtur að teljast kraftaverk að ég skuli tvisvar hafa lifað af,“ sagði Shevardnadze í sjónvarps- ávarpinu. „Kraftaverk verða aðeins fyrir vilja Drottins. Drottinn veit að ég geri allt sem í valdi mínu stendur til að verja hagsmuni landsins og þjóðarinnar og hann bjargar mér á slíkum hættustund- um.“ Shevardnadze var utanríkisráð- herra Sovétríkjanna á valdatíma Míkhaíls Gorbatsjovs og var beðinn að taka við stjómartaumunum í Georgíu eftir að Zviad Gamsakhur- dia forseta var steypt af stóli í janú- ar 1992. Seinna var Shevardnadze kjörinn forseti landsins. Shevardnadze sagði við nokkra fréttamenn á heimili sínu að „al- þjóðleg hermdarverkasamtök" Iqmnu að hafa staðið fyrir tilræðinu. Hann bætti við að ígor Georgadze, fyrrverandi öryggismálaráðherra Georgíu, sem hann sakar um að hafa skipulagt fyrra banatilræðið, búi nú við gott atlæti í Moskvu og sú staðreynd kunni að hafa stuðlað að árásinni á mánudag. Reuters GEORGÍSKIR öryggisverðir við bifreið Shevardnadzes. Kvað hann það kraftaverk, að hann skyldi sleppa lífs þegar ráðist var á bílalestina með handsprengjum og skothríð. Flugvélafloti bandaríska og breska flughersins safnast saman í grennd við írak og í herstöð Breta á eynni Diego Garcia Færeyjar Mistökin lítt könnuð Þórshöfn. Morgunblaðið. LÍTIÐ hefur miðað með rannsókn, sem færeyska lögþingið efndi til fyrir tveimur ámm og átti að varpa ljósi á ástæður bruðls og offjárfest- inga í Færeyjum á síðasta áratug. Björn á Heygum, formaður laga- nefndar lögþingsins, hefur harðlega gagnrýnt sleifarlagið, sem einkennt hefur rannsóknina á mistökunum á síðasta áratug, og segir, að það sé til skammar. Færeyingar gagnrýni Dani og krefjist þess, að þeir geri hreint íyrir sínum dymm, t.d. í bankamálinu, en veigri sér aftur á móti við að horfast í augu við sjálfa sig. Rannsóknin átti m.a. að styðjast við skýrslu frá rfldsendurskoðanda en þar segir t.d., að 1988 og ‘89 hafi landsjóðurinn gengið í allt of marg- ar ábyrgðir og veitt alls konar styrki og oft án lagaheimildar. Björn segir, að komi ekkert frá rannsóknarnefndinni fyrir kosning- ar á sumri komanda muni umboð nefndarinnar falla niður. Leggur hann áherslu á, að tilgangur rann- sóknarinnar eigi ekki að vera að finna einhverja sökudólga, heldur eigi niðurstaða hennar að geta orð- ið öllum Færeyingum víti til varn- aðar. Viðbúnaður við Persaflóa Dúbai, Kúveit. Reuters. BRETAR og Bandaríkjamenn safna nú herflugvélum, skipum og mannskap til Persaflóa og ná- grennis til þess að þrýsta á Iraka að gefa eftir í deilunni um vopna- eftirlit. Bandaríski flotinn hefur alls 16 skip á Persaflóa, þ.á m. em tvö flugmóðurskip sem bera alls 147 flugvélar, F/A-18 og F-14 árásar- og ormstuþotur auk véla sérbún- um til árása á ratsjár. Bandaríski flugherinn sendi sex F-U7A torséðar orrustu- og sprengjuþotur til Kúveit í nóvem- ber, og hyggst senda sex í viðbót innan tíðar, en alls verða 19 flugvélar sendar á næstunni. Sex B-52 sprengjuþotur verða á Diego Garcia-eyju á Indlandshafi og B-1 sprengjuþota í Bahrain. Auk þessa er íjöldi eldsneytis- birgðavéla og ratsjárvél á svæð- inu. í Saudi-Arabíu eru um 100 bandarískar flugvélar. Flugmóðurskip breska flotans kom til Persaflóa í síðasta mánuði og um borð eru 19 Harrier orr- ustuþotur og fimm þyrlur. Breski flugherinn hefur á að skipa 14 Tornado orrustu- og sprengjuþot- um f Kúveit og Saudi-Arabfu auk eldsneytisbirgðavéla í Bahrain. herflugvelar WSBSk Bandaríkin B-52 sprengjuflugvélar F-117 stealth orrustu- og sprengjuflugvélar (6 slikar eru nú þegar i Kúveit) fc ^ F-16orrustuvélar B-1B sprengjuvélar Bretland Tomado B-52 sprengjuflugvél Drægi: 12.000 km Sprengjuhleðsla: 22 tonn F-117A Stealth orrustuvélar Torséðar I ratsjá Móðir Díönu hneyksluð London, París. Reuters. MÓÐIR Díönu prinsessu for- dæmdi í gær fullyrðingar um, að unnt hefði verið að bjarga lífi dótt- ur sinnar, hefði hún komist á sjúkrahúsið fyrr. Koma þær fram í bandarískri bók, sem heitii' „Dauði prinsessu". Frances Shand Kydd, móðir Díönu, kvaðst hafa fengið ná- kvæmar upplýsingar um áverkana, sem dóttir sín hefði fengið í slys- inu, og því vissi hún, að henni var ekki hægt að bjarga. Sagði hún, að frönsku læknarnir hefðu gert allt, sem í mannlegu valdi stóð. Bókin fyrrnefnda er eftir Tom Sancton og Scott Macleod, blaða- menn við tímaritið Time. Franskur rannsóknardómari hefur yfirheyrt mann, Eric Petel, sem heldur því fram að hann hafi verið fyrstur á slysstað. í viðtali við tímaritið Voici, sem kom út í gær, segir Petel, að hann hafi ekið mótórhjóli sínu á um 115 kflómetra hraða er Mercedes-bif- reið Díönu þaut fram úr honum. Nokki'um sekúndum síðar hafi slysið átt sér stað. Hann segist hafa reynt að hjálpa farþegunum og hafi hann þá borið kennsl á Díönu. Að því búnu hljóp hann að símaklefa og hringdi í neyðarlín- una. Þar var talið, að hann væri að gera at og þegar hann fór á næstu lögreglustöð var honum haldið þar í þrjár klukkustundir. Sé framburður hans réttur brýt- ur hann í bága við ýmsar kenning- ar þeirra er rannsaka málið. Meðal annars þá kenningu að hvítur smá- bfll, hugsanlega Fiat Uno, hafi rekist utan í Mercedes-bifreiðina, skömmu fyrir slysið. Uppákomur í Italíu- heimsókn Jeltsíns Róm. Reuters. FYRSTI fréttamannafundurinn sem Borís Jeltsín, forseti Rúss- lands, hefur haldið í nokkra mánuði gekk ekki með öllu snurðulaust fyr- ir sig í Róm í gær og þurftu aðstoð- armenn hans nokkrum sinnum að grípa í taumana. Jeltsín er í opin- berri heimsókn á Ítalíu og í gær til- kynntu hann og ítalski forsætisráð- herrann, Romano Prodi, að þeir myndu senda Saddam Hussein, íraksforseta, sameiginleg skilaboð til þess að hvetja til samningalausn- ar á deilunni um vopnaeftirlit SÞ. Jeltsín ítrekaði andstöðu sína við að hervaldi yrði beitt og sagði að það gæti haft alvarlegar afleiðing- ar. Einörð afstaða forsetans féll þó að nokkru í skuggann af mismælum hans og því, að stundum virti hann diplómatískar venjur að vettugi. Þegar leggja átti blómsveig að leiði óþekkta hermannsins á Feneyja- torgi hafði Jeltsín venjur að engu og hyllti ekki ítalska fánann, þrátt fyrir að aðstoðarmenn reyndu að stöðva för hans. Þá átti Jeltsín í erfiðleikum með að skilja sumar þeirra spurninga sem fyrir hann voru lagðar á 15 mínútna fréttamannafundi eftir fund með Prodi í forsætisráðuneyt- inu í Chigi-höll. „Ég sagði aldrei að ég myndi fara til Baghdad," svaraði hann spumingu um þá fullyrðingu sína í fyrradag að Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, myndi fara til írak og hafa milligöngu um samningalausn. Annan sagðist hins vegar ekki vera á leiðinni til Baghdad í bráð, en úti- lokaði ekki slíka för. Fjölmiðlafulltrúi forsetans skarst í leikinn og útskýrði spurninguna fyrir honum. Jeltsín sagði að sér hefði borist bréf um að samkvæmt fréttum væri Annan á leið til Bag- hdad. „En svo mun hann hafa verið beittur miklum þrýstingi og til- kynnti að hann færi ekki.“ Tómur rafgeymir og biluð forgangsljós Tæknilegir örðugleikar hafa sett nokkurt mark á heimsókn Jeltsíns, og í gær urðu nokkrar tafir er ann- ar ítölsku sjúkrabílanna, sem fylgja Rússlandsforseta hvar sem hann fer, neitaði að fara í gang. Reyndist rafgeymir hans hafa tæmst. Jeltsín átti fund með Jóhannesi Páli páfa síðdegis í gær.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.