Morgunblaðið - 11.02.1998, Síða 28

Morgunblaðið - 11.02.1998, Síða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 UTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. FRUMKYÆÐI SJÓMANNA Rík ástæða er til að fagna því frumkvæði sjómanna í gær að leggja til frestun verkfallsins, sem staðið hefur á aðra viku, fram í marz. I því felst viðurkenning af hálfu sjó- manna á því, að verkfall í febrúarmánuði stofni svo miklum hagsmunum í voða, að ekki verði við það unað. Sú ákvörðun ríkisstjórnarinnar í fyrradag að leggja fram á Alþingi frum- varp til þess að ljúka deilunni var rétt. En jafnframt voru viðbrögð stjórnarandstöðunnar óskiljanleg. Morgunblaðið hefur síðustu 10 daga lýst þeirri skoðun bæði í Reykjavík- urbréfi og leiðara að með verkfalli í febrúar væri verið að fórna meiri hagsmunum fyrir minni og þess vegna hlyti rík- isstjórn eða Alþingi að koma til skjalanna, ef samningar næðust ekki. Sjómenn hafa nú lagt til frestun verkfalls fram í marz, sem mundi tryggja, að þjóðarbúið missti ekki af þeim miklu verðmætum, sem vonandi verða til á loðnuvertíðinni. Morg- unblaðið hefur jafnan verið þeirrar skoðunar, að sjómenn hafi haft uppi réttmætar kröfur á hendur útgerðarmönnum varðandi kvótabraskið svonefnda en hins vegar hefur blaðið ekki getað fallizt á að þær réttmætu kröfur réttlættu þær fórnir, sem leiða mundu af febrúarverkfalli. Nú gefst vonandi svigrúm til þess að undirbúa lausn þessa erfiða deilumáls á meðan skipin stunda veiðar og vinnslan í landi kemst í fullan gang. Endanleg niðurstaða lá ekki fyrir, þegar þessi forystugrein var skrifuð nokkru fyr- ir miðnætti. Það kemur svo í ljós, hvort tekst að finna þá lausn eða hvort til verkfalls kemur á nýjan leik. En verkfall eftir miðjan marzmánuð veldur þjóðarbúskapnum ekki eins miklu tjóni og verkfall megin hluta febrúar mundi gera, þótt verkfall hljóti alltaf að hafa neikvæð áhrif. Viðbrögð sjómanna í kjölfar frumvarps ríkisstjórnarinn- ar voru hyggileg og opna þeim möguleika til þess að ná samningum um deilumálin við útgerðarmenn við samninga- borðið. Báðir aðilar hafa margítrekað lýst því yfir, að þeir vilji leysa málið án afskipta ríkisvaldsins. Nú hafa sjómenn veitt sjálfum sér og útgerðarmönnum svigrúm til þess. Deilumálið sjálft er augljóslega erfitt úrlausnar. Samtök útgerðarmanna hafa í mörg ár lýst því yfir, að þau styðji ekki kröfur einstakra útgerðarmanna á hendur sjómönnum um þátttöku í kvótaleigu. Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegs- ráðherra, hefur margsinnis lýst andstöðu við þau vinnu- brögð, sem tíðkazt hafa hjá einstökum útgerðarmönnum. Hver dómurinn á fætur öðrum hefur fallið sjómönnum í hag. Hvað veldur því þá, að þetta deilumál lifir svo góðu lífi? Það blasir við, að þegar útgerðarmaður sstillir sjó- mönnum upp við vegg og segir þeim, að annað hvort missi þeir atvinnuna vegna þess að kvótinn sé búinn eða þeir taki þátt í að leigja kvóta með honum hafa margir sjómenn til- hneigingu til þess að velja þá leið, sem tryggir þeim ein- hverjar tekjur. Þess vegna er það áreiðanlega rétt hjá for- ystumönnum sjómanna, að ekki tekst að útiloka þessa starfshætti nema með róttækri skipulagsbreytingu. Hins vegar verður að segja þá sögu eins og er, að afstaða forystu sjómannasamtakanna til kvótakerfisins eins og það snýr að sjómönnum hefur alla tíð verið illskiljanleg. Tals- menn útgerðarmanna réttlæta kvótaeign útgerðarinnar með því, að útgerðarmenn hafi áunnið sér atvinnuréttindi með útgerð fiskiskipa og á þeim forsendum beri að úthluta þeim veiðikvóta úr takmarkaðri auðlind þjóðarinnar. Ef menn vildu fallast á þau sjónarmið, sem Morgunblaðið hef- ur reyndar aldrei gert, lægi í augum uppi, að sjómenn hefðu ekki síður en útgerðarmenn áunnið sér sambærileg atvinnuréttindi. Þess vegna hefðu sjómenn frá upphafi get- að gert kröfu til kvóta til jafns við útgerðarmenn með því að beita sömu rökum og útgerðin hefur gert. Hvers vegna hefur forysta sjómannasamtakanna aldrei haldið fram þeirri kröfu? Hvers vegna hafa forystumenn sjómanna aldrei sagt, að úr því að útgerðarmenn fengju út- hlutað kvóta á þessum forsendum ættu sjómenn rétt til þess líka? Útgerðarmennirnir hafa vissulega fjárfest í skip- um og gert þau út en sjómennirnir hafa jafn lengi stundað sjóinn og skipin veiða ekki fisk án þeirra. Þetta óskiljanlega dáðleysi forystumanna sjómannasam- takanna hefur svo leitt til þess, að sjómennirnir hafa staðið mjög höllum fæti í samskiptum við útgerðarmenn, þegar þeir í raun hefðu getað gert tilkall til kvóta fyrir sjálfa sig með nákvæmlega sömu rökum og útgerðarmenn hafa not- að; Það sem máli skiptir nú er hins vegar, að fiskiskipin haldi á veiðar og atvinnulífið komist í fullan gang á ný. LAXNESS SÉÐUR AÐ UTAN Margt var skrifað um Halldór Kiljan Lax- ness í norrænum blöðum í gær, eins og Sig- rún Davíðsdóttir reifar hér. Eru fjölmiðlarn- ir sammála um að með Laxness sé genginn einn mesti sagnahöfundur þessarar aldar. LAXNESS og Brecht voru fastir liðir á menningarsíðum flesti-a sænskra og danskra dagblaða í gær, en Brecht hefði átt aldarafmæli í gær. En meðan blöðin voru ekki síður upptekin af nýj- um bókum um skrautleg kvennamál Brechts, þá vitna Laxnessgreinarnar um djúpa og einlæga hrifningu á verk- um Laxness, sem í huga flestra bera merki leitandi hugar er reynir þær stefnur sem uppi eru en hafnar þeim öllum að lokum og endai* 1 á húmanisma. I Svenska Dagbladet hefur blossað upp deila um Brecht, sem er liður í langvinnum skrifum blaðsins um af- stöðuna til sósíalisma, þar sem Lai-s Gustafsson heldur því fram að ein veigamesta ástæðan fyrir að goðumlík- ar frásagnir af kommúnisma í Austur- vegi hafí náð svo sterkum tökum hafi verið sá stuðningur sem höfundar eins og Brecht veittu sósíalisma. Þeim sem fjalla um Laxness ei-u einmitt efst í huga áhrif sósíalisma á verk hans og hvernig hann síðar hvai-f frá öllum kreddum. Iloldtekning íslenskra bdkmennta I Berlingske Tidende er mynd af Laxness á forsíðu með tilvísun í grein Soren Kassebeer inni í blaðinu undir fyrirsögninni „Hin hreina fegurð sam- viskunnar“, þar sem hann kallar Hall- dór Laxness holdgerving islenskra bókmennta. Svo mjög hafi hann lagt undir sig íslenskt bókmenntasvið, enda hafi engar íslenskar skáldsögur aðrar en Islendinga sögumar náð annarri eins útbreiðslu og sögur hans. „Heim- urinn hyllti Halldór Laxness sem Manninn í íslenskum bókmenntum." Eftir að hann fékk Nóbelsverðlaunin 1955 þurfti enginn að vera í vafa um stöðu hans. Kassebeer bendii’ á hvemig verk hans spanni allt frá bændai’ómantík til súrrealisma, frá katólsku til sósíalisma, svo erfitt sé að setja verk hans á einn bás. Það megi þó helst gera með því að kalla hann glæsilegan verjanda réttai' einstaklingsins til að fylgja eigin sann- færingu í stað þess að fylgja yfirvöldum eða kreddum. Þó Laxness sé talinn hafa haslað sér völl með Vefaranum mikla írá Kasmír, þá hafi bókin þó ekki náð til Danmerkur fyrr en 1975. Kalla megi hana allsheijai’ óreiðu, en um leið óhemju áhugaverða skáldsögu, „þai' sem tvær útbreiddar stefnui', kaþólskan og sósíalisminn, em settar upp and- spænis hvor annarri og þai' sem hinn ungi höfundur lætur kaþólskuna vinna.“ En aðeins um stund, því i Bandaríkj- unum varð hann fyrir miklum áhrifum frá höfundum eins og Theodore Dreiser og Sinclair Lewis, sem beindu pennum sínum að ójöfnuði í banda- rísku þjóðfélagi. „Kynnin urðu afger- andi: Laxness hvarf ft'á kaþólskunni og fékk í staðinn ást á kommúnismanum, sem hann lofsöng í bókinni Gerska æf- intýrið, þar sem Sovétríkjunum á tím- um Stalínhreinsananna er lýst sem sannkallaðri paradís á jörð.“ Að mati Kassebeer beið þó mannlegt næmi höf- undarins ekki tjón af stalinismanum „og hæfileikar hans sködduðust ekki af nokkuð einfeldningslegri dýrkun hans á harðstjórninni. Þvert á móti óx hann sem höfundur og staðfesti höfundai'- orðstír sinn næstu árin með miklum skáldsögum, sem vöktu miklar umræð- ur á sínum tíma.“ Kassebeer nefnir hér til Sjálfstætt fólk, sem vakti athygli í Bandaríkjunum og víðar, en einnig Heimsljós, þar sem skáldið stendur andspænis kröfunni um að taka af- stöðu, en alþýðuskáldið leitar aðeins fegurðarinnar í hinu fullkomna verki. Þegar komið vai- fram í seinni heimsstyi'jöld vai' Laxness að sögn Kassebeer þegar orðinn holdtekning bókmenntanna á íslandi, sem var nú ekki lengur afskekkt í heiminum, held- ur mikilvægur átakastaður og hefði lega landsins haft áhrif þegar það var hertekið. Að mati Kassebeer eru þess- ar sviptingar mikilvægur bakgi'unnur Islandsklukkunnar, sem hafi treyst stöðu Laxness sem „hið mikla og þjóð- emislega sinnaða skáld", er hafi komið lesendum sínum á óvart með sögulegri skáldsögu ft'á þeim tíma að Danakon- ungur hugðist selja landið. Hliðstæðan við ritunartímann er engin tilviljun, því rétt eins og forðum þá hafi frelsi og sjálfstæði þjóðarinnar verið að veði 1944. Þegar kom að Atómstöðinni 1948 hafi hún verið kölluð „pólitískt hnefa- högg í skáldsöguformi", en nú i nú- tímasögu. Refrauður sósíalisti og magískur realisti Eftfr þetta sveigir skáldaferillinn enn, þegar við taka sögur, sem síður mai'kast af pólitík en þær fyrri, sögur eins og Brekkukotsannáll 1957 og Paradísarheimt 1960. Þessar sögm' rúmi ekki lengur sama hugmynda- fræðilega þungann, heldur fjalli einmitt um vanda þess að láta hug- myndafræði ná tökum á sér. Áfram hafi verið haldið á þessari leið í Kristnihaldi undir Jökli 1968. Uppgjör- ið við hugmyndafræðina kom svo end- anlega í Skáldatíma 1963, sem hafi vakið gífurlega athygli. Þegar Laxness fékk Sonningverðlaunin 1969 stóð stúdentaráð Hafnarháskóla fyrh' mót- mælum, því verðlaunin væru fjái'- mögnuð með húsaleigubraski, en þá sagðist Laxness ekki vera tilbúinn til HANN var tvöfalt eldri en lýð- veldið, skrifar Antoine de Gaudemar í Liberation, faðir síns heimalands, fremur en þjóðemis- hetja. Halldór var þekktur af lands- mömium öllum, lifandi minning þjóð- arinnar sem hafði fylgt honum áleiðis til sjálfstæðis, í bókum hans og hugð- arefnum. Þaimig varð hann eitt af táknum Islendinga. Síðar segir að Halldór hafi undir tvítugt gefið út sína fyrstu skáldsögu, imiblásiim af Strindberg og Hamsun. Skáldanafnið Laxness er skýrt, heiti bæjarins þar sem hami ólst upp, og síðan er haft eftir Halldóri að hann hafi skrifað frá barnæsku (viðtal við Liberation 12. október 1989): Ég skrifaði fýrstu skáldsöguna sjö ára gamall, en um tíu ára skeið eyðilagði ég allt sem ég skrifaði, uns ég ákvað að gefa út. Þá segir frá umskiptum Halldórs tvftugs frá lútherstrú til katólsku, tveggja ára dvöl hans í Lúxemborg og Frakklandi og ferðum eftir það í leit að sannleika sem hægt var að sætta sig við. „Til Sikileyjar, þar sem hami gerði upp reikninga við katólskuna, til Bandaríkjanna, þar sem hann reyndi fyrir sér sem handritshöfund- ur í Hollywood, og til Sovétrflganna, þaðan sem haim sneri kommúnisti. Áhugi Halldórs á súrrealisma og freudisma, og pólitfsk skoðun í vil auðmjúkum og minnimáttar, kom fram í Sölku Völku, sögu af mæðgum — AUÐUR og Halldór í að móralísera lengur, enda mætti minna á að undirstaða Nóbelsverðlaun- anna væru dínamít. Á forsíðu Infoi-mation skiúfar Erik Skyum-Nielsen fyrrum sendikennari á íslandi og afkastamikill þýðandi ís- lenskra nútímabókmennta um Laxness undh' fyrirsögninni „Kveðja til hins magíska realista Norðursins“. Skyum- Nielsen segh' að Laxness verði einkum minnst sem „leitandi kaþólikka, sem varð refrauður sósíalisti og sem vinsti'igáfumaður, sem sá snemma í gegnum heimskommúnismann og end- aði með að hallast að nokkurs konar játningalausum húmanisma, í ætt við Föðurr í saltfiski. í Sjálfstæðu fólki fjallar Halldór um örvæntingarfulla viðleitni fátæks bónda til að skapa sér nýtt líf í auðninni. Heimsljós, ef til vill hans að- alverk, fjallar um skáld og öreiga sem hefur einungis ljóðlistina í farteskinu. En þekktasta verk HalldórSj" segir sfðan í Liberation, „er án efa Islands- klukkan: sögulegur minnisvarði... tileinkaður fslensku þjóðinni, um ör- lög 18. aldar mamis sem bjargar handritum fornsagnanna. Ró færist yfir í næstu verkum, þau einkennast frá árinu 1956 af hægu hvarfi frá kommúnisma og einlægum eða trúar- legum áhuga á taóisma.“ Blaðið hefur loks eftir Régis Boyer, sérfróðum um norrænar bókmenntir, að Halldór hafi samiarlega verið niðji sagnahetjanna, frjáls í anda fyrst og fremst og rithöfundur húmorsins. Fyrsta einkemii hans hafi verið magn- aður stfll nýyrða og vefja orðtaks og blæbrigða sem eigi engan simi lfka á Islandi. Hamslaus taktur raddarinnar Régis Boyer skrifar í Le Monde að Halldór Laxness hafi ekki einungis gnæft yfir norrænar bókmemitir síð- ustu fimmtfu ára; hann sé meðal

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.