Morgunblaðið - 11.02.1998, Page 33

Morgunblaðið - 11.02.1998, Page 33
GiQAjaMuaaoie MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR jiÁÚH83ri .it n’JOAQ’JMiVtUW SB MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRÚAR 1998 33 Sjúkdómar og sóðaskapur? SOGULEGUR at- burður átti sér stað hér á landi 2. febrúar síðast- liðinn. Pá var undirrit- aður samningur milli ís- lenskrar erfðagreining- ar og eins stærsta fram- leiðanda lyfja í heimin- um. Samningurinn felur í sér að hinn erlendi að- ili kaupi rannsóknar- þjónustu af Islenskri erfðagreiningu fyrir um 15 milljarða króna á næstu 5 árum. í kjölfar- ið fylgir stækkun hús- næðis, aukinn tækja- kostm- og síðast en ekki síst ráðning fjölda menntaðra starfsmanna til viðbótar þannig að heildar starfsmannafjöld- inn mun verða um 400 talsins. At- hygli vekur að drjúgur hluti þessara starfsmanna er ungt, vel menntað fólk frá íslandi. Verðmæti þessa fela í sér álíka mikið og ein meðal- vertíð á loðnu eða myndarleg stækkun álvers. Það er athyglisvert að stækkun þessa eina fyrirtækis mælist svo um munar í efnahags- stærðum íslenska samfélagsins. Al- menningur mun þannig njóta góðs af með bættum störfum, lækkandi vöxtum og þannig má áfram telja. Þetta er einn merkileg- asti atburður sem orðið hefur í langan tíma í ís- lensku mennta- og at- vinnulífi. Þessi tímamót leiða huga minn að annarri frétt. Nýlega átti ég þess kost að sitja fundi með þingmönnum ESB um aðgerðir vegna um- hverfismála. Þar kemur í ljós að Islendingar eiga heimsmet hvað varðar nýtingu á vist- vænum orkugjöfum. Meðaltal innan ESB ríkja er 5% af notaðri orku sem vistvænn orkugjafi meðan að sama hlutfall á íslandi eru um 67%. Þarna munar óneitanlega miklu. Verum stolt fremur en neikvæð Þær tvær stórfréttir, sem hér eru gerðar að umtalsefni, leiða huga minn að þeirri umræðu sem fram hefur farið í sölum Aiþingis og gjarnan birtar í fjölmiðlum. Á ég þar við umræðu stjómarandstæð- inga sem hafa farið fram í miklum bölmóði og gauragangi varðandi umhverfismál og heilbrigðismál. Miðað við hávaðann og látæði allt mætti ætla að bæði væri heilbrigð- iskerfið á íslandi hrunið og íslend- ingar væru að auki mestu umhverf- issóðar veraldar. Þetta hlýtur að vera mikið umhugsunarefni. Aldrei skal lítið gert úr mikilvægi þess að stjórnarandstaða haldi uppi gagn- rýni og aðhaldi til stjórnarflokka hverjir sem þeir eru. En lýðræðið gerir þá kröfu til stjórnarandstöðu að hún haldi uppi málefnalegum flutningi og tefli fram rökum og þó ekki væri nema staðreyndum. Sannarlega hefur sú ekki verið raunin. Þær tvær fréttir, sem hér eru gerðar að umtalsefni, gera í raun málflutning nokkurra stjóm- arandstæðinga dauðan og ómerkan. Besta heilbrigðiskerfí í Evrópu Framkvæmdastjóri hins erlenda lyfjarisa skýrði frá því við undirritun samningsins af hverju Island hefði orðið fyrir valinu. Lágu þar ýmsar ástæður til. Nefndi hann meðal ann- ars hversu vel hefði tekist að halda utanum upplýsingar um fjölskyldur og einstaklinga, smæð samfélagsins, einangrun þjóðarinnar í gegnum tíð- ina, vel menntaðir læknar og hjúkr- unarlið og það sem mestu máli skipt- ir besta heilbrigðiskerfí í Evrópu. Nú hlýtur það að vera svo að framkvæmdastjóri lyfjafyrirtækis Svipuð hefur umræðan verið um umhverfísmál, segir Hjálmar Árnason, þrátt fyrir þá staðreynd að engin þjóð í veröldinni er jafn vistvæn hvað snertir nýtingu orkugjafa. sé hnútum nokkuð kunnugur um heilbrigðiskerfí hinna ýmsu þjóða og er því full ástæða til að taka mark á dómi hans um íslenska heil- brigðiskerfíð. Vissulega má margt betur fara og ýmis atriði þarf að lagfæra í rekstri ríkisbúskaparins. Eg er sannfærður um að sérhver heiðarlegur stjórnmálamaður legg- ur sig fram um að gera slíkt. Niður- staðan verður hins vegar alltaf sú að þjóðarkakan þarf að skiptast á milli einstakra greina, menntamála, heilbrigðismála, samgöngumála og þannig má áfram telja. Stærsti bit- inn í þeirri köku eru heilbrigðis- og tryggingamál og kalla á stöðugt aukin verkefni. Kjarni málsins er hins vegar sá að heilbrigðiskerfið Hjálmar Árnason okkar er í það heila tekið mjög gott og þjónar vel landsmönnum. Fram- farir eru stöðugar og fjárveitingar til þess ávallt vaxandi. Þess vegna er það ábyrgðarleysi að einblína eingöngu á galla þess. Slíkur mál- flutningur gerir menn ótrúverðuga. Það sem verra er, hluti þjóðarinnar kann að trúa hrópunum og úr bjart- sýni er dregið, þjóðin verður svart- sýn og niðurlút í stað þess að horfa kjarkmikil og bjartsýn til framtíðar. Heimsmethafar í umhverfismálum Svipuð hefur umræðan verið um umhverfismál þrátt fyi-ir þá stað- reynd að engin þjóð í veröldinni er jafn vistvæn hvað snertir nýtingu orkugjafa. Þessu er mikilvægt að halda vel til haga þegar stjórnmála- menn ræða umhverfismál. Það ligg- ur ljóst fyrir að himinn og haf greinir á milli efnislegrar umræðu margra stjórnarandstæðinga í um- hverfismálum og þeirrar tölulegu staðreyndar að við eigum heimsmet í nýtingu vistvænna orkugjafa. Niðurstaða mín er sú að þær fjöl- mörgu sýndarræður um heilbrigðis- og umhverfismál, sem fluttar hafa verið á síðustu misserum, hafa verið dæmdar dauðar og ómerkar í Ijósi einfaldra staðreynda. Það er skylda stjórnmálamanna að haga málflutn- ingi sínum eftir staðreyndum. Hinir dæma sig sjálfkrafa úr leik. Höfundur er alþingismaður. Til hamingju, Þingeyingar UM ARAMOTIN tók til starfa Félagsþjón- usta Þingeyinga, en sameiginlega þjónar hún fjórtán sveitarfé- lögum í Þingeyjarsýsl- um báðum. Eg vil óska öllum Þingeyingum til hamingju með þessa nýju þjónustu, en áður hafði form félagsþjón- ustunnai’ verið á mjög misjöfnu stigi í þessum sveitarfélögum. Fyrir rúmu ári skrif- aði ég grein í Morgun- blaðið þar sem ég rakti þróun félagsþjónustu á þessu svæði árin tvö á undan. Þar kom ég að sameiningu barnaverndarnefnda í tvær, hvor í sinni sýslunni, og uppbyggingu fé- lagsþjónustunnar á Húsavík. Þar rakti ég einnig þá erfiðleika sem starfsmenn Félagsmálastofnunar Húsavíkur stóðu frammi fyrir þeg- ar þeir voru að vinna barnavernd- armál í sveitunum í kring, en þar skorti faglega þekkingu til að styðjast við og leita þurfti til sveit- arstjórnarmanna í þess stað. Til okkar kom fólk úr sveitunum hér í kring til þess að fá þjónustu, en hún varð að vera háð því hvort greitt yrði fyrir þjónustuna úr sveitarsjóði eða ekki. Það var erfitt að horfa upp á það að allir Þingeyingar nytu ekki sama réttar og því var það markmið mitt með greinarkorninu þá að hvetja sveit- arstjórnarmenn í Þingeyjarsýslum og annars staðar til þess að taka upp viðræður um sameiginlega fé- lagsþjónustu til handa íbúum þeirra sveitarfélaga sem enn væru án hennar. I janúar árið 1997 voru Héraðs- nefndir N- og S-Þing. sameinaðar úr tveimur í eina, Héraðsnefnd Þingeyinga, og til hennar var ráðinn framkvæmdastjóri, Sigurður R. Ragnarsson. Sigurður hefur unnið ötullega allt síðastliðið ár ásamt sveitarstjórnarmönnum í Þingeyj- arsýslum og í samráði við starfs- menn Félagsmálastofnunar Húsa- víkur að því að sameina félagsþjón- ustuna fyrir allt svæðið. Þetta hefur nú tekist með því að byggja á reynslu Húsavíkurkaupstaðar í uppbyggingu á félagsþjónustunni Soffía Gísladóttir ur tekist því ekki þar, enda eru sömu starfsmenn nú starf- andi við Félagsþjón- ustu Þingeyinga og voru starfandi við Fé- lagsmálastofnun Húsa- víkur, sumir þó í auknu starfshlutfalli. Annað gerðist mark- vert í janúar 1997, en þá tók Húsavíkurkaup- staður yfír rekstur málefna fatlaðra í Þingeyjarsýslum af ríkinu. Félagsmála- stofnun Húsavíkur, nú Félagsþjónusta Þing- eyinga, hefur sinnt því starfi síðan og vel hef- til. Þingeyjarsýslur eru óþekktar starfsmönnum Félagsþjónustu Þingeyinga þar sem bæði barnavernd og málefnum fatlaðra hefur verið sinnt þaðan um tveggja ára tímabil. Starfsmenn Starfsmenn hika ekki við að bregða sér af bæ til þess að halda fyrir- lestur á Þórshöfn í 220 km fjarlægð, segir Soffía Gísladóttir, en aftur á móti kemur á þá hik ef þeir eru beðn- ir um að halda sama fyrirlestur á Sauðár- króki sem er þó álíka langt í burtu og með bundnu slitlagi alla leið. hræddust því alls ekki aukin ferða- lög með þessari sameiningu á þjón- ustu því vissulega höfðu þeir fengið að kynnast vetrarferðunum um sléttur og hálsa á þessu rúmlega 18 þúsund ferkílómetra svæði. Veð- urguðimir setja að vísu við og við strik í reikninginn og hamla för, en þá er reynt að fara næst á milli lægða. Til gamans má geta þess að starfsmenn hika ekki við að bregða sér af bæ til þess að halda fyrirlest- ur á Þórshöfn í 220 km fjarlægð, en aftur á móti kemur á þá hik ef þeir eru beðnir um að halda sama fyrir- lestur á Sauðárkróki sem er þó álíka langt í burtu og með bundnu slitlagi alla leið! Þetta hlýtur að bera vott um hina miklu tryggð við sína heimabyggð, ekki satt? Nú er ætlunin að starfsmenn Fé- lagsþjónustu Þingeyinga fari á fimm útstöðvar einu sinni í mánuði allan ársins hring á meðan veður og færð leyfa, en þær eru Kópasker, Raufai’- höíh, Þórshöfn, Reykjahlíð og Stóru- tjamir. Þar gefst íbúum þessara byggða og næstu nágrannabyggða kostur á að hitta fagfólk hvort sem það er í félagsþjónustu, bamavemd, málefnum fatlaðra eða skólaþjón- ustu, en Skólaþjónusta Eyþings rek- ur útibú í húsnæði Félagsþjónustu Þingeyinga. Einnig em allir Þingey- ingar velkomnir á skrifstofu Félags- þjónustu Þingeyinga á Ketilsbraut 22 á Húsavík. Nú hafa allir íbúar Þing- eyjarsýslna sama rétt, þeir sitja allir við sama borð. í Þingeyjarsýslum býr gott fólk, nútímafólk, sem hefur fengið að upplifa það að sveitar- stjómarmennimir í sýslunum láta sig það varða. Þeim er annt um byggð í sýslunum, þeim er annt um að gera vel við sitt fólk. Hér hefur náðst samstaða um að samnýta þá þjónustu sem sveitarfélögum ber að veita lögum samkvæmt Þetta er að- ferð sem tryggir íbúum alls svæðis- ins sama rétt á sama tíma og verið er að þreifa sig áfram í sameiningarvið- ræðum sveitai’félaganna á svæðinu. Það tekur tíma, en á meðan er íbúum Þingeyjarsýslna tryggð sú þjónusta sem annars byði sameiningarinnar. Við siglum hraðbyr inn í 21. öld- ina. Ennþá ríkir mikið misrétti á ís- landi hvað varðar félagslega þjón- ustu. Enn upplifa starfsmenn fé- lagsþjónustunnar í hinum stærri sveitarfélögum landsins þörfina á þjónustu þegar „utanbæjarfólkið" stendur inni á gólfi hjá þeim og bið- ur um þjónustu, en fær ekki nema að Jón bóndi á næsta bæ, oddvitinn, sem hefur ekki félagsmálanefnd á bak við sig, vilji borga! Á það virki- lega að vera undir Jóni bónda kom- ið hvort menn eins og ég og þú njóti sömu þjónustu? Við starfsmenn Félagsþjónustu Þingeyinga væntum góðs samstarfs hér eftir sem hingað til við alla Þingeyinga og tryggjum ykkur um leið góða félagslega þjónustu um ókomna tíð. Höfundur er félagsmáiastjóri Þing- eyinga. Opinn og sjálf- stæður háskóli ÍSLENDINGAR eru vel menntuð þjóð og eiga framtíð sína undir því að hér verði áfram rekið öflugt menntakerfi. Nauðsyn þess að þjóðin eigi sterkan og sjálf- stæðan háskóla verður aldrei ofmetin. ísland hefur um langan tíma byggt afkomu sína á stopulum náttúruauð- lindum. Nauðsynlegt er að styrkja undirstöður velmegunar og hagsæld- ar með því að fjárfesta í menntun þjóðarinnar. Námslánin hækki Lánasjóður íslenskra námsmanna gerir fjölmörgum ungmennum kleyft að mennta sig. Til þess að lánasjóð- urinn geti gegnt hlutverki sínu sem félagslegur jöfnunai-sjóður verða námsmenn að geta framfleytt sér á lánunum. Það hlýtur því að vera fyrsta krafa okkar námsmanna að námslán hækki í takt við þróun launa í þjóðfélaginu. Námslánin eru nú reiknuð út frá 24 ára gamalli fram- Grunnforsenda fram- fara í vísindum og fræðum, segir Finnur Beck, er að háskóla- stofnanir fái að búa við sjálfstæði frá hvers konar pólitískri stýringu. færslukönnun, sem er löngu úrelt viðmiðun. Þess vegna er brýnt að endurskoða uppbyggingu fram- færslugrunnsins. Gegn skólagjöldum Á síðasta ári var gerð grundvall- arstefnubreyting á menntastefnu ís- lenskra stjórnvalda. Samþykkt var rammalöggjöf um háskólastigið sem heimilai’ skólagjöld í opinberum skólum. Röskva átti frumkvæði að því að Stúdentaráð Háskóla íslands mótmælti þessu harðlega. Nú stendur yfir vinna við gerð sérlaga um Háskóla íslands þar sem endan- lega verður úr því skor- ið hvort Háskóli ís- lands verði áfram öllum opinn. Röskva hafnar því alfarið að stúdent- um sé haldið frá há- skólanámi á grundvelli efnahags. Skólagjöld við Háskóla íslands myndu valda því að færri leituðu sér menntunar. Ennfremur myndu skólagjöld valda því að arðsemi mennt- unar yrði enn neikvæð- ari fyrir námsmenn. Tryggjum sjálfstæði háskólans Grunnforsenda fram- fara í vísindum og fræðum er að há- skólastofnanir fái að búa við sjálf- stæði frá hvers konar pólitískri stýr- ingu og segja má að sjálfstæðir há- skólar séu í raun einn af hornstein- um vestræns lýðræðis. Háskóli ís- lands hefur frá stofnun notið sjálf- stæðis og nú er sá möguleiki fyrir hendi, samkvæmt rammalöggjöf um háskólastigið, að pólitískir fullti-úar geti haft bein afskipti af innri mál- efnum háskólans. Samkvæmt rammalöggjöfinni mun menntamála- ráðherra skipa tvo þjóðlífsfulltrúa af tíu fulltrúum í háskólaráði, æðstu stjórn Háskóla íslands. Eðlilegast er að fulltrúar þjóðlífsins í háskóla- ráði séu tilnefndir af þverpólitískum samtökum, eins og t.d. Hollvinasam- tökum Háskóla íslands. Röskva - samhentur hópur fólks Það skiptir máli hverjir eru í for- svari fyrir námsmenn. Sterkt stúd- entaráð, sem beitir sér á málefna- legan hátt, getur knúið fram breyt- ingar í þágu stúdenta. Markviss vinna hefur m.a. skilað nýjum lána- sjóðslögum, auknum bókakosti í Þjóðarbókhlöðunni, öflugum Ný- sköpunarsjóði námsmanna og upp- byggingu stúdentagarða. Það er samhentur hópur fólks sem skipar lista Röskvu fyrir komandi kosn- ingar í Háskóla íslands; fólk sem er tilbúið að starfa ötullega að málefn- um stúdenta. Höfundur skipar 1. sæti á lista Röskvu til stúdentaráðs Háskóla íslands. Finnur Beck

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.