Morgunblaðið - 11.02.1998, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 11.02.1998, Qupperneq 40
40 MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ RAÐAUGLVSINGAR ATVINNU- AUGLÝSINGAR BRIMBORG Bifvélavirkjar Þjónustumiðstöð Brimborgar hf. óskar eftir að ráða í eftirfarandi störf: Fólksbílaverkstædi: Leitum eftir fullmenntuðum bifvélavirkja og/eða vélstjóra, vélvirkja. Vörubíla- og tækjaverkstæði: Leitum eftir fullmenntuðum bifvélavirkja og/eða vélstjóra, vélvirkja. Hæfniskröfur: Lágmarksréttindi í bifvélavirkjun Góða samskiptahæfileika Góða þjónustulund Heiðarlegur og áreiðanlegur Stundvísi Geta sýnt frumkvæði í starfi og unnið sjálfstætt Grunnþekking á tölvur (PC/Windows umhverfi) Hafa áhuga á bifreiðum Góða íslensku- og enskukunnáttu Um er að ræða störf hjá einni stærstu þjón- ustumiðstöð landsins, þarsem uppbygging á starfsaðstöðu, endurmenntun og umhverfis- málum er í stöðugu endurmati. Brimborg leggur aðaláherslu áfagmennsku, lipurð í mannlegum samskiptum og þjónustu- lund. Reyklaus vinnustaður. Skriflegar umsóknir sendist til afgreiðslu Mbl. fyrir 20. febrúar nk., merktar: „Verkstæði". ÖLFU SHREPPUR Leikskólastjóri óskast að leikskólanum Bergheimum Þorlákshöfn Ölfushreppur auglýsir lausa til umsóknar stöðu leikskólastjóra leikskólans Bergheima, Þorláks- höfn. Leikskólinn Bergheimar er í dag tveggja deilda leikskóli með um 75 hálfsdagspláss, en í byggingu eru tvær deildar um 210 fm sem verða teknar í noktkun á vori komandi. Starf leikskólastjóra felur meðal annars í sér faglega og rekstrarlega stjórnun leikskólans, koma að framtíðarstefnumótun í dagvistunar- málum og móta stefnu í endurbótum á eldri byggingum skólans o.fl. Hér er um áhugavert og krefjandi starf að ræða. Þorlákshöfn er vel í sveit sett á þéttbýlasta svæöi Suöurlands, í aðeins 50 km fjarlægð frá Reykjavík. íbúar eru um 1.300. Á staðnum er einsetinn skóli, skólaathvarf, gott íþróttahús, sundlaug o.fl. Aðstoðað verður við útvegun íbúðarhúsnæðis. Allar frekari upplýsingar um starfið veitir sveit- arstjóri Ölfushrepps í síma 483 3800. Umsóknum skal skilað fyrir 24. febrúar nk. á skrifstofu Ölfushrepps, Selvogsbraut 2, 815 Þorlákshöfn. KENNSLA Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið. Löggildingarnámskeið í fótaaðgerðafræðum Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, í samvinnu við menntamálaráðuneytið og Fjöl- brautaskólann við Ármúla, ráðgerir að halda löggildingarnámskeið í fótaaðgerðafræðum laugardaginn 14. mars 1998 — föstudagsins 20. mars 1998. Rétttil aðtaka þátt í ofannefndu námskeiði eiga þeir, sem lokið höfðu námi í fótaaðgerð fyrir gildistöku reglugerðar nr. 184, 17. apríl 1991, útgefinni af heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, um menntun, rétt- indi og skyldurfótaaðgerðafræðinga, enda hafi þeir eigi áður hlotið starfsleyfi heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra. Þeir, sem áhuga hafa og telja sig eiga rétt á að taka þátt í þessu námskeiði, láti skrá sig á skrifstofu Fjölbrautaskólans við Ármúla, sími 581 4022, fyrir 20. febrúar 1998. Þátttökugjald kr. 20.000. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið. TILKYNNINGAR Menntamálaráduneytid Sveinspróf í hárgreiðslu og hárskurði Hárgreiðsla og hárskurður voru árið 1993 sam- einaðar í eina iðngrein, hársnyrtiiðn. Þeim, sem hófu nám í annarrri hvorri iðninni á þeim tíma, var gert kleift að Ijúka því samkvæmt gildandi námsskipulagi. Meðvísantil þessa vill menntamálaráðuneytið árétta, að síðustu sveinspróf í hárgreiðslu og hárskurði fara fram í júní 1998. Eftir það verður einungis hægt að Ijúka sveinsprófi í hársnyrtiiðn. Einstaklingar, sem stundað hafa nám samkvæmt eldra náms- skipulagi, geta því þurft að bæta við sig einnar annar námi í iðnmenntaskóla til viðbótar, til þess að öðlast rétt til próftöku. Umsóknarfrestur um sveinspróf verður auglýstur síðar. Menntamálaráðuneytid, 9. febrúar 1998. TILBOÐ/UTBOÐ UTBOÐ F.h. Byggingadeildar borgarverkfr. er óskað eftir tilboðum í loftræsibúnað og stjórntæki í Iðnó. Verklok: 31. mars 1998. Útboðsgögn fást afhent á skrifstofu frá fimmtu- deginum 12. febrúar nk. eftir hádegi gegn 5.000 kr. skilatryggingu. Opnun tilboða: Miðvikudaginn 25. febrúar 1998 kl. 14.00 á sama stað. I I I I INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR | Fríkirkjuvegi 3 - Sími 552 58 00 - Fax 562 26 16 ^ I I IITBOÐ F.h. Hitaveitu Reykjavíkur, Gatnamála- stjóra, Rafmagnsveitu Reykjavíkur og Landssíma íslands er óskað eftir tilboði í verkið: „Endurnýjun gangstetta og veitu- kerfa - 1. áfangi 1998, Bakkar o.fl." endurnýja skal gangstéttir, dreifikerfi hitaveitu, leggja strengi fyrir Landsíma íslands og annast jarðvinnu fyrir veitustofnanir í Víkurbakka, Tungubakka, Urðarbakka, Staðarbakka, Eikju- I vogi og Gnoðarvogi. Helstu magntölur: Lengd hitaveituiagna í plastkápu alls 4.000 m Skurðlengd hitaveitulagna 3.600 m Lengd plaströra fyrir LÍ 2.600 m Lengd strengja LÍ 15.600 m Steyptar stéttar 3.700 m2 Malbikun 670 m2 Hellulögn 250 m2 Þökulögn 140 m2 Útboðsgögn fást á skrifstofu vorri frá og með miðvikudeginum 11. febrúar nk., gegn 20.000 kr. skilatryggingu. Opnun tilboða: miðvikudaginn 4. mars 1998 kl. 11.00 á sama stað. hvr 10/8 Innkaupastofnun REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 552 58 00 - Fax 562 26 16 I I i I FUIMOIR/ MANNFAGNAÐUR Aðalfundur frjálsíþrótta- deildar Ármanns verður haldinn í Ármannsheimilinu við Sóltún miðvikudaginn 25. febrúar kl. 20.30. Stjórnin. SMÁAUGLÝSINGAR FÉLAGSLÍF □ HELGAFELL 5998021119 VI 2 Frl. FERÐAFÉLAG # ÍSLANDS MÖRKINNI6 - SÍMI 568-2533 Miðvikud. 11. feb. kl. 20.30 Myndakvöld/kynning á ferðaáætlun Myndakvöldið verður í F.Í.- salnum í Mörkinni 6. Fyrir hlé sýnir Leifur Þorsteinsson myndir úr ferðum um „Laugaveginn", Kjalveg, umhverfi Hagavatns, frá Skaftafelli og Lónsöræfum. Eftir hlé er kynning á ýmsum ferðum m.a. sumarleyfisferðum í nýrri og fjölbreyttri ferðaáætlun Ferðafélagsins sem var að koma út. Verð 500 kr. Góðar kaffiveit- ingar í hléi. Allir velkomnir. Þorraferð og þorrablót í Mýrdal 14.—15. febr. Góð gisting á Hótel Höfðabrekku. Farið í skoðunar- og göngu- ferðir um forvitnilegar slóðir m.a. í fylgd heimamanna og kynnst ýmsu merkilegu sem er að gerast í Mýrdalnum. Miðar á skrifstofu. Glæsilegt þorrahlaðborð innifalið í far- gjaldi. Brottför kl. 8.00. Heimasíða: http://www.fi.is □ Hamar 5998021119 III I.O.O.F. 18 a 1782118 = Kk. I.O.O.F. 7 = 17902118'/2 = □ GLITNIR 599802111911 Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund í kvöld kl. 20.00 SAMBAND ÍSLENZKRA KRISINIBOÐSFÉLAGA Háaleitisbraut 58. Almenn samkoma í kvöld kl. 20.30. Ræðumenn: Sigurlaug Þorkelsdóttir, Vilborg Jóhann- esdóttir og Páll Friðriksson. Allir hjartanlega velkomnir. FERÐAFÉLAG <§) ÍSLANDS MÖRKINNI 6 - SÍMI 568-2533 Fimmtudagur 12. febrúar kl. 20.00: Kvöldganga á fullu tungli (tunglvaka) Auðveld ganga frá Rauðavatni að Grafarholti. Verð 500 kr., frítt f. börn m. fullorðnum. Brottför frá BSÍ, austanmegin, og Mörkinni 6. Eitt blað fyrir alia! pJínrjpimblubib - kjarni málsins!

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.