Morgunblaðið - 11.02.1998, Side 47

Morgunblaðið - 11.02.1998, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRÚAR 1998 47 FOLK I FRETTUM Vísmdakvikmyndir og aðrar ævintýrasögur HLÍN er 25 ára og auk þess að vera myndlistarmaður er hún hljómsveitarmeð- limur í Mjólkc, rekur gallerí Gúlp! og er á leiðinni til Grikklands þar sem allir hlutir eru skrítnir. „The Man who Mistook his Wife for a Hat“ eftir Oliver Sacks „Þessi bók er alveg meiriháttar. Þar er Oliver, sem er taugasér- fræðingur, að tala um þau marg- víslegu tilfelli sem hann hefur rek- ist á í gegnum starf sitt. Þetta eru ótrúlegar ævintýrasögur, t.d. um fólk sem skilur ekki málróm en verður þess í stað að hengja sig á orðin ber. Sacks segir frá því að eitt sinn kom hann á sjúkradeild- ina, taugasjúklingarnir sátu fyrir framan sjónvarpið og hlátrasköllin bárust um alla stofnunina. Þeir voru að horfa á Regan flytja eina af sínum heillandi ræðum, en án málrómsins og raddbeitingarinnar hljómaði ræðan gjörsamlega fá- ránlega. Svo er það sag- I HAVEGUM hjá Hlín Gylfadóttur mynd- listarmanni an um mannmn sem hélt að konan sín væri hatturinn sinn og reyndi að taka í höfuð hennar og setja það á sitt eigið. Ef t.d ein- hver kom í heimsókn gat hann allt eins gengið að stofuklukkunni og ætlað að taka í höndina á henni. Hann sá alla hluti algjörlega hlut- laust og allt var abstrakt í hans huga.“ „The Fantastic Voyage" eftir Richard Fleischer „Ég get ekki orða bundist yfir því hve frábær þessi kvikmynd er, en hún var gerð um 1960. Hún fjallar um hvernig bjarga verður lífi mikilvægasta vísindamanns á jörðinni sem þjáist af blóðtappa eða einhverju slíku. Skurðaðgerð er óframkvæmanleg því tappinn er í heilanum og því verður að senda fjögurra manna leiðangur inn í hann. Eins konar kafbátur er gerður og minnkaður í agnarögn með öllu innanborðs og svo er leið- angursmönnum sprautað í æð ásamt skipinu sínu. Þeir lenda í rosalegum ævintýrum innan um vefi líkamans, blóðkorn sullast framhjá og þau villast um fjölmörg líffæri í þeirri frábærustu leik- mynd sem ég hef séð. Allt bleikt og appelsínugult." „Mars Attacks" eftir Tim Burton „Svona til að halda mig í vísinda- deildinni má ég til með að mæla með myndinni Mars Attacks. Það er frábærlega fyndin mynd sem slær á alla rómantík um „góðu geimveruna" og elur í stað þess á ótta okkar um háþróuð skrímsli án nokkurs skiljanlegs tilgangs. I þessari mynd er óspart gert grín að hinum auðtrúa og einfalda manni sem heldur að allir séu góð- ir innvið beinið. Það er farin ótrú- lega einföld leið í þeim staðlaða framtíðarskáldskap sem tilheyrir öllum geimmyndum. Klisjur fá að njóta sín til hins ýtrasta í þessari bráðíyndnu mynd þar sem litlir gi-ænh' karlar leika aðalhlutverk- ið.“ „Logan’s Run“ eftir Michael Anderson „Þessi frábæra mynd er frá 1976. Hún gerist um 2400 og er um Morgunblaðið/Ásdís HLÍN er myndlistarmaður og tekur sérstaklega eftir leikmyndum í kvikmyndum. manngerðan heim inni í einskonar skel því mannkynið getur ekki lengur lifað á jörðinni sökum mengunnar. Þess vegna býr fólkið í umhverfi eins og er í Kringlunni sem er náttúrulega ferlega fyndið. Allt er tölvustýrt og hátæknilegt og það er móðurtölva sem stjómar öllu ríkinu og hun hefur seiðandi kvenmannsrödd. Svo eru allir í einlitum fötum sem er dæmi um þá fallegu einföldun sem er í þessari mynd. Þetta er alveg frábær mynd sérstaklega þegar maður hefur það í huga að á sínum tíma fékk hún Óskarinn fyrir tæknibrellur! Módelin sem notuð em til að sýna heildarmynd af samfélaginu í „Kringlunni" era hrein listasmíði það sem eldspýtustokkar era lík- lega aðaluppistaðan.“ AÐSOKN laríkjunum Tltill Síðasta vika Alls l.r?/ Titanic 1.656 m.kr. 23,0 m.$ 337,4 m.$ 2. (-.) The Replacement Killers 576 m.kr. 8,0 m.$ 8,0 m.$ 3. (3.) Good Will Hunting 492 m.kr. 6,8 m.$ 68,3 m.$ 4. (-.) Blues Brothers 2000 441 m.kr. 6,1 m.$ 6,1 m.$ 5. (2.) Great Expectations 382m.kr. 5,3 m.$ 17,1 m.$ 6. (5.) As Good As It Gets 362 m.kr. 5,0 m.$ 92,3 m.$ 7.(4.) Spice World 289m.kr. 4,0 m.$ 23,7 m.$ 8. (7.) Wag the Dog 243 m.kr. 3,4 m.$ 33,8 m.$ 9. (6.) Desperate Measures 216 m.kr. 3,0 m.$ 10,2 m.$ 10. (8.) Deep Rising 181 m.kr. 2,5 m.$ 8,4 m.$ Lagenmál eru okkar sérgrein Bjóðum allskonar lager- og hillukerfi fyrir vélvædd vörugeymsluhús sem minni lagera. Innkeyrslurekkar sem rúllurekkar. Aðeins vönduð vara úr sænsku gæðastáli. Mjög gott verð. Bjóðum einnig sérhæfð lyftitæki. Leitið ráða við skipulagningu og byggingu lagerrýma. Þjonusta - þekking - raögjul. Aratuga reynsla. UMBOÐS- OG HEILD VERSL UN SUNDABORG 1. RVK • SÍMI 568 3300 • FAX568 3305 ► EKKERT lát virðist vera á vin- sældum kvikmyndarinnar Titanic. Hún hefur trónað í efsta sæti að- sóknarmestu kvikmynda í Banda- rfkjunum átta vikur í röð og er orðin fjórða aðsóknarmesta kvik- mynd sögunnar í Bandaríkjunum. Um helgina halaði hún inn rúm- ar 23 milljónir dollara og alls eru tekjurnar orðnar rúmar 337 millj- ónir siðan hún var frumsýnd 19. desember. Hún er komin upp fyr- ir Forrest Gump. Stjörnustríð er vinsælasta kvikmynd frá upphafi í Bandaríkjunum og halaði hún inn samtals 461 milljón. í öðru sæti varð hasarmyndin „Tlie Replacement Killers" með Chow Yun-Fat og Miru Sorvino. Aðsóknin á Titanic var þó næstum því þrisvar sinnum meiri. Aðeins ein önnur mynd fékk svokallaða „víðdreifíngu" eða stóra framsýn- ingu í Bandaríkjunum og var það „Blúsbræður 2000“. Hafnaði hún í fjórða sæti. BLÚSBRÆÐURNIR John Good • man og Dan Aykroyd. Ökklaskór Vcrd: £.995,- Tcg. 434 ♦ Svartir Stærðir: 36-41 Ioppskórinn V/INGÓLFSTORG SÍMI: 552 1212 * : H 1 % t Þreytt(ur) á gömlu þungu bílskúrshurðinni? Nú er rétti tíminn til að panta nýja, létta, einangraða stálhurð frá Raynor p —| □ I • LJ i n VERKVER Smiðjuvegi 4b, Kópovogi •s 567 6620 Raynor bílskúrshurðaopnarar Verðdæmi: Fulningahurð 229 x 244 cm kf. 61 «490/". Innifalið í verði eru brautir og þéttili$tar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.