Morgunblaðið - 12.03.1998, Síða 2

Morgunblaðið - 12.03.1998, Síða 2
2 FIMMTUDAGUR 12. MARZ 1998 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Lítill afli í febrúar FISKAFLI í febrúar varð mjög lítill eða aðeins 215.000 tonn. Það er ekki helmingur þess sem veiddist í febrúar í fyrra, þegar rúmlega 500.000 tonn bárust á land. Það er loðnan, sem gerir gæfumun- inn, en aðeins 173.000 tonn af henni veiddust í febrúar nú á móti 458.000 tonnum í fyrra. Botnfiskafli er einnig rýrari nú, enda stöðvaði verkfall sjó- manna sjósókn meðan það stóð. Botnfiskafli nú er um 9.000 tonnum minni en í fyrra, eða um 33.700 tonn. Þar af er þorskur 18.200 tonn, sem er 20% minna en í febrúar í fyrra. Það, sem af er fiskveiðiárinu, er aflinn einnig mun minni en í fyrra. Frá því 1. september hafa 645.00 tonn borizt á land en 996.000 tonn í fyrra. í fyrra var loðnuaflinn þetta tímabil um 640.000 tonn, sem er 300.000 tonnum meira en nú. Hörð vist í snjóbyrgi FÉLAGARNIR Gunnar Gunn- arsson og Hörður Másson í snjóhúsinu í Þorbjarnartungum í um 1.200 metra hæð vestan við Hraunárdal. Myndin er tek- in skömmu eftir að vélsleða- mennirnir þrír sem fyrstir komu að þeim aðfaranótt þriðjudags komu að snjóhúsinu. Átta björgunarsveitarmenn frá Dalvík höfðust við í snjóhúsinu eftir að þeir hrepptu aftaka- veður um miðjan dag á sunnu- dag, fímm þeirra dvöldu í og við snjóhúsið í 36 klukkustund- ir eða fram á þriðjudagsmorg- un. Dalvíkingamir tóku sæti af þremur vélsleðum og lágu á þeim í snjóhúsinu. „Við hefðum fyótt orðið að frostpinnum ef við hefðum ekki haft sætin undir okkur,“ sagði Haukur Gunnars- son, einn Dalvíkinganna, sem léttist um 6 kfló í ferðinni. ■ Kuldaleg/14 Netverk gengur frá samningi um sölu á hugbúnaði 250 milljóna viðskipti fyrstu níu mánuðina HUGBÚNAÐARFYRIRTÆKIÐ Netverk hefur gert samning um sölu á samskiptalausnum til breska fyrirtækisins Intemational Radio Traffic Services (IRTS). Samkvæmt samningnum mun IRTS nota sam- skiptalausnir Netvers í fjarskipta- þjónustu sinni um gervihnetti. Sam- kvæmt áætlunum IRTS er gert ráð fyrir að samningurinn feli í sér 250 milljóna króna viðskipti við Netverk á fyrstu níu mánuðunum, að sögn Georgs Birgissonar, markaðsstjóra Netverks. IRTS sérhæfir sig í að veita skip- um á hafi úti fullkomna fjarskipta- þjónustu með Inmarsat gervi- hnattakerfinu. IRTS er alþjóðlegt fyrirtæki með starfsemi í ellefu löndum víðs vegar um heiminn en Samskiptalausnir í fjarskiptaþjónustu um gervihnetti höfuðstöðvar þess eru í Bretlandi. Nú þjónar IRTS rúmlega tvö þús- und skipum af öllum stærðum, að- allega flutningaskipum. Á fyrstu níu mánuðum samningstímans stefnir IRTS að því að uppfæra samskiptabúnað í hluta þessa skipaflota með hugbúnaðinum að sögn Georgs. Allt að 70% sparnaður í skeytasendingum Georg segir að auk þjónustu við skip hafi IRTS einnig sótt hratt inn á samskiptamarkaðinn fyrir olíuiðn- að en hann sé umfangsmikill og geri miklar kröfur til samskipta. Hugbúnaðurinn gerir notendum Inmarsat gervihnatta kleift að auka notagildi samskiptanna með því að tengjast öðrum póstkerfum og tölvukerfum. Þannig er t.d. hægt að senda gögn, skjöl, myndir og EDI skeyti til og frá skipum á hafi úti hvar sem er í heiminum. Einnig er hægt að senda og taka á móti netpósti en hugbúnaðurinn nýtir ýmsa tækni til að þjappa skeytum, nýta betur tengitíma og velja ódýrustu leið fyrir skeytið. Samkvæmt upplýsingum frá fyrir- tækinu næst allt að 70% sparnaður í skeytasendingum með þeim hætti. Morgunblaðið/Haukur Gunnarsson Heilsugæslu- læknar safna athuga- semdum Samninganefndir sérfræðilækna og TR á tíðum fundum Hægast miðar hjá skurðlæknahópunum TVÆR nefndir á vegum heilsu- gæslulækna, önnur fyrir lækna í dreifbýli og hin fyrir lækna á höf- uðborgarsvæðinu, eru nú að safna athugasemdum sem læknar vilja gera við úrskurð kjaranefndar frá síðustu viku um launakjör heilsu- gæslulækna. Gunnar Ingi Gunn- arsson, formaður viðræðunefndar lækna, segir að ætlunin sé síðan að koma rökstuddum athugasemdum á framfæri við kjaranefnd. Gunnar Ingi reiknar jafnvel með að geta sent kjaranefnd erindi frá læknum fyrir helgina. „Við höfum ekkert sérstakt vilyrði frá kjara- nefnd um það hvemig hún tekur á ábendingum en mér hefur skilist það á nefndinni að hún muni taka á þeim málum sem eru lögð fram og vel rökstudd og skoða þau,“ sagði Gunnar ennfremur. SAMNINGANEFNDIR Trygg- ingastofnunar ríkisins og sérfræð- inga vegna samninga skurðlækna hafa hist nánast á hverjum degi síð- ustu daga og munu gera svo áfram. Segja forráðamenn nefndanna að lítið miði, sérstaklega hvað varðar skurðlækna, heldur betur gangi þó hjá öðrum hópum lækna. Þeir hópar lækna sem enn er ósamið við eru auk skurðlækna þvagfæraskurðlæknar, bæklunar- læknar, húðlæknar, krabbameins- læknar, hjartalæknar, bamalæknar og taugalæknar. Samninganefndimar hittust á laugardaginn var og tjáði Guð- mundur Ingi Eyjólfsson, formaður samninganefndar lækna, Morgun- blaðinu að þá hefði verið unnið áfram í reiknigrunni á rekstri skurðstofa. Reiknað er út hvað rekstur skurðstofu kostar með allri áhöfn á hvem klukkutíma og út frá því verður áætlað hversu langan tíma mismunandi skurðaðgerðir taka að sögn Guðmundar. Hann sagði gjaldskrána tilbúna en tals- verð handavinna væri fólgin í því að reikna út hvernig hinar ýmsu að- gerðir féllu inn í hana. Lögð væri áhersla á að taka með öll verk sem unnin hefðu verið og væri í því sam- bandi stuðst við lista frá síðustu ár- um. Guðmundur sagði menn hafa fundi eins ört og tími væri til. Sagði hann hægast ganga með hópa skurðlækna en heldur betur hjá hinum. í gær var fundað vegna krabbameinslækna, í dag á að ræða mál skurðlækna og á morgun mál háls-, nef- og eyrnalækna. Áhyggjur vegna seinagangs í yfirlýsingu stjórnar Skurð- læknafélags Islands í fyrradag er lýst þungum áhyggjum yfir þeim seinagangi og skilningsleysi sem ríki í viðræðum fulltrúa Trygginga- stofnunar ríkisins og lækna í skurð- greinum. „Nauðsynleg meðferð hjá stórum hópi sjúklinga hefur tafist óhóflega og skapað óvissuástand. Hagsmunir skurðlækna hafa um árabil verið fyrir borð bornir og lít- ið tillit tekið til náms, þjálfunar, endurþjálfunar og styttri starfsævi." Varðskip- ið verði smíðað hérlendis FINNUR Ingólfsson iðnaðarráð- herra og Þorsteinn Pálsson dóms- málaráðherra sögðu á Alþingi í gær að smíði nýs varðskips myndi fara fram hér á landi yrði þess nokkur kostur. Ákvörðun þessa efnis hefði enn ekki verið tekin, en formaður smíðanefndar varðskipsins sem dómsmálaráðherra skipaði á síðasta ári hefði fengið þau tilmæli að fyrr- nefndur möguleiki yrði kannaður til þrautar. Kom þetta fram í máli ráð- herranna við fyrirspurn Svanfríðar Jónasdóttur, þingflokki jafnaðar- manna. Upplýsingar sem varða mikil- væg þjóðaröryggismál I máli iðnaðarráðherra kom m.a. fram að honum væri kunnugt um að víða erlendis væri sá háttur hafður á að þau skip sem notuð væru til að verja lögsögu landanna væru smíð- uð af innlendum skipasmíðastöðv- um. „Til grundvallar þeirri ákvörðun liggur fyrst og fremst sú forsenda að um svo mikilvægt þjóðaröryggis- mál sé að ræða að ekki sé unnt að leyfa öðrum þjóðum aðgang að þeim viðkvæmu upplýsingum sem með- höndla þarf. Þessi skoðun er á viss- an hátt viðurkennd í samningnum um hið Evrópska efnahagssvæði því þar segir í 123. gr. að ekkert í samn- ingnum skuli hindra samningsaðila í að gera ráðstafanir sem þeir telji nauðsynlegar til að girða fyrir upp- ljóstrun upplýsinga," sagði iðnaðar- ráðherra. Allt að 50% afsláttur af grísakjöti FERSKT grísakjöt er selt í verslunum með allt að helm- ings afslætti um þessar mund- ir. Alls er um að ræða 50 tonn af kjöti og gera kaupmenn ráð fyrir að kjötið seljist að mestu upp í dag. Að sögn Kristins Gylfa Jóns- sonar, formanns Svínaræktar- félags Islands, eru það bæði bændur og verslunareigendur sem slá af verði að þessu sinni. ■ 50 tonn/17

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.