Morgunblaðið - 12.03.1998, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 12.03.1998, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ NEYTENDUR FIMMTUDAGUR 12. MARZ 1998 17 OG HEYRT N»ia Hawaii-Tropic stúlkan Hlín 50 tonn af fersku grísakjöti á útsölu Allt að helm- ings afsláttur Siónvarps- stjörnur skínu skært _á árshátíð V spurn fram á föstudag. Hann bendir á að margir nýti þetta tækifæri og kaupi svínakjöt fyrir fermingar og páskana. Þar sem um ferska vöru er að ræða er allt í lagi að frysta svína- kjötið. „Við hjá Hagkaupi bjóðum um 8 tonn af fersku grísakjöti með allt að 50% afslætti,“ segir Jónas R. Jóns- son innkaupamaður hjá Hagkaupi. Sem dæmi nefnir hann að rifjasteik sem áður kostaði 398 krónur kosti nú 198 krónur kílóið. Þá kostar kíló- ið af svínabóg 399 krónur en er venjulega selt á 479 krónur. Þar á bæ búast menn við að birgðir endist út daginn í dag, fímmtudag. Morgunblaðið/Árni Sæberg FERSKT grísakjöt er selt með allt að helmings afslætti þessa dagana og búast verslunareigendur við að birgðir endist út daginn í dag og sums staðar fram á morgun, föstu- dag. Alls er um að ræða um 50 tonn af fersku grísakjöti. Að sögn Kristins Gylfa Jónsson- ar formanns Svínaræktarfélags Is- lands eru ástæðumar fyrir þessari verðlækkun aðallega tvær. „Um er að ræða tímabundið til- boð á fersku grísakjöti frá fram- leiðendum. Sláturleyfíshafamir Þríhymingur og Sláturfélag Suður- lands riðu á vaðið með því að bjóða um 10% afslátt þessa vikuna. A hinn bóginn em verslunareigendur lika tilbúnir að slá af sinni álagn- ingu og bjóða viðskiptavinum grísakjöt á tilboðsverði sem þýðir að þessi tímabundna lækkun skilar sér mjög vel til neytenda,“ segir Kristinn Gylfi. Hann vill ekki taka undir að um verulegt offramboð á svínakjöti sé að ræða og segir að framleiðsla bænda sé svipuð og í fyrra. „Það hefur myndast smá- vægilegt misvægi þessar vikumar og því var ákveðið að hafa tilboð til að örva söluna." Kristinn Gylfi segir að svína- kjötsbændur búist við þokkalegu jafnvægi í framboði og eftirspum á þessu ári. Þegar hann er spurður um það magn grísakjöts sem nú sé á tilboði segir hann að alls hafi um 750 grís- um verið slátrað aukalega og því allt ferskt kjöt sem verið er að bjóða neytendum á tilboði. Kristinn Gylfi býst ekki við að svipuð tilboð verði á svínakjöti á næstu mánuðum því að páskamir era á næsta leyti og síðan tekur grilltíminn við en það er aðal sölu- tími svínakjöts. Klárast fyrir helgi „Það er offramboð á grísakjöti og því fengum við lækkun frá fram- leiðendum á fersku kjöti,“ segir Jón Asgeir Jóhannesson í Bónusi. „Við eram að bjóða pakkað og snyrt ferskt grísakjöt með allt að 35-40% afslætti og búumst við að eiga birgðir af þessu kjöti fram undir helgi.“ Sem dæmi um verð nefnir hann að kflóið af svínahakki kosti nú 288 krónur en kosti vana- lega 442 krónur. Þá kostar kflóið af svínasnitzeli 666 krónur en venju- lega er það selt á 849 krónur. Snyrt svínarifjasteik kostar 179 krónur kflóið og kíló af svínakótilettum kostar nú 699 krónur í Bónus. 30 tonn af fersku grísakjöti Jón Þorsteinn Jónsson hjá Nóa- túni segir að Nóatún bjóði nú um 30 tonn af fersku grísakjöti með að meðaltali 30% afslætti. Mestur af- sláttur segir Jón að sé veittur af svínarifjum en þau kosta núna 295 krónur kflóið en venjulega er það selt á 529 krónur. Kflóið af svína- læri kostar nú 358 kílóið í Nóatúni en kostar vanalega 599 krónur. Þegar Jón er spurður hversu lengi útsalan standi segist hann eiga von á að hægt sé að anna eftir- 0 Vor 1998 í , % pt fá. 1 WARNERS Kringlunni s: 553 7355 fekk krabbamein missti nvra

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.