Morgunblaðið - 12.03.1998, Side 25

Morgunblaðið - 12.03.1998, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FIMMTUDAGUR 12. MARZ 1998 25 Á mjúku nótunum TÓNLIST Islenzka óperan SÖNGTÓNLEIKAR Ein- og tvísöngsverk eftir Mendels- sohn, Schubert, Handel, Mozart, Gou- nod, Gershwin og íslenzka söngva- höfunda. Söngur: Guðrún María Finnbogadóttir og Finnur Bjarnason. Píanóundirleikur: Jónas Ingimundar- son. íslenzku óperunni, þriðjudaginn 10. marz kl. 20.30. STYRKTARFÉLAG íslenzku óp- erunnar stóð fyrir söngtónleikum á þriðjudaginn var, og var aðsókn með ágætum. Tónleikar sem þessir hafa um alllangt skeið verið liður í við- leitni styrktarfélagsins til að örva ekki sízt unga söngvara á uppleið til frekari dáða, og ekki að efa, að tón- leikahaldið örvi um leið almennan áhuga á söng og óperu. Þó mun það vera nýbreytni að bjóða upp á tvo söngkrafta í senn, en það virðist þeg- ar hafa gefizt vel; a.m.k. hafa áheyr- endur ekki látið á sér standa, og söngvarar munu sömuleiðis hafa tek- ið frumkvæðinu vel. Verkavalið var í „mýkri“ kantinum sem sumir kalla; að meirihluta áferð- arfalleg ljóðasöngslög, en þó örlaði á dramatík undir lokin. Þaa Guðrún María Finnbogadóttir og Finnur Bjarnason sungu fyrst dúettinn Gruss eftir Mendelssohn, og eftir einsöng GM í Standchen og An die Laute annan Mendelssohn-dúett, Abendlied. Þvínæst söng FB þrjú „sjávarsíðulög" eftir Schubert, Fischerweise, Lied eines Schiffers an die Dioskuren og Meeres Stille, og bæði síðan þriðja Mendelssohn- dúettinn, Wasserfahrt. Islenzku deildina tóku söngvar- arnir þarnæst fyrir til skiptis, Guð- rún Vöggukvæði Emils (Litfríð og Ijóshærð), Lindina e. Eyþór Stefáns- son, Gígju Sigfúsar Einarssonar og Vort líf eftir Jórunni Viðar, en Finn- ur Nótt e. Arna Thorsteinsson, Vís- una sem skrifuð var á visið rósblað e. Árna B. Gíslason, Heimi e. Kalda- lóns og Spjallað við spóa e. Karl 0. Runólfsson. Skildu þau loks við Frón með dúett Bjarna Þorsteinssonar, Sólsetursljóði (Nú vagga sér bárur í vestanblæ). Eftir hlé söng Finnur Ombra mai fu úr „Serse“ efth- Hándel og Avant de quitter ces lieux úr „Faust“ e. Gounod, en Guðrún María Come scoglio, aríu Fiordiligiar úr „Cosi fan tutte“, og Air des Bijoux, gim- steinaaríu Margrétar úr „Faust“. Saman sungu þau dúett greifans og Súsönnu úr „Figaro", Crudel, perche fínora, og dúett Pamínu og Papagen- ós úr „Töfraflautunni“, Bei Mánn- ern, welche Liebe fiihlen, og Bess, you is my woman now („Porgy and Bess“) eftir Gershwin, en sem auka- lag dúettinn La cidarem la mano úr Don Giovanni. Fyrsti hlutinn bauð sjaldnast upp á miklar sviptingar. Söngurinn var fallegur og afslappaður, en oftast án skapmeiri tilþrifa. Hjá Finni stóðu upp úr gáskinn í Fischerweise og Spjallað við spóa, melódramað í Heimi og kyrrðin í hinu hæggenga Meeres Stille, þar sem góð öndunar- tækni hans og úthald komu að góð- um notum í löngum líðandi hending- um lagsins. Guðrún María söng Vöggukvæði Emils innilega, og ekki síður Lindina Eyþórs, en naut ekki kómíska tækifærisins í Vort líf til fulls. Rödd hennar var falleg og jöfn, en mátti sums staðar gæta sín aðeins betur á tónhæðinni, er hefði hér og þar mátt skerpa um fáein cent, sér- staklega þó í dúett Bjarna, sem seig áþreifanlega undir lokin, og var þó líklega beggja sök. Sömuleiðis virtist sem Finnur mætti hér og þar leggja meiri áherzlu á að tengja betur milli tóna og láta „fljóta", auk þess sem kannski mest áberandi var, nefnilega skorts á meiri fjölbreytni í litablæ, því víbrató hans hljómar að svo stöddu fremur einlitt (Ombra mai fu var ekki eina dæmið) og dregur það óþarflega mikið úr augljósu næmi hans fyrir textatúlkun, eins og t.d. kom fram í Nótt, sem lauk hins veg- ar með afar fallegu pianissimói. Guðrún Maiía átti nokkra góða spretti í hinni krefjandi aríu Come scoglio og túlkaði sömuleiðis hégóma- gimd Margrétar vel í Gimsteinaaríu Gounods, en beztu undirtektir vöktu þó átakanleg heróísk depurð Finns í Avant de quitter eftir sama höfund og ljúfur dúettsöngurinn í Bess, sem heillaði mannskapinn upp úr skónum. Báðir söngvarar munu enn í fram- haldsnámi ytra, en ljóst er nú þegar, að mikils má af þeim vænta. Undirleikur Jónasar Ingimundar- sonar var að vanda í efsta gæða- flokki, að einstaka loftnótu fráreikn- aðri þegar hraðast lét. I heild var vel að þessum skemmtilegu tónleikum staðið, að ógleymdri hinni vel frá- gengnu tónleikaskrá með ágætum beinum þýðingum eftir Reyni Axels- son, sem vekja vonir um að þaðan geti einnig með tíð og tíma sprottið góðar sönghæfar þýðingar. Yrði það framtak fagnaðarefni, og skal hér með hvatt til slíkra þjóðþrifa. Ríkarður Ö. Pálsson komdu í €5^ Gerðu ævintýralega góð Kaup Nýjar ◄ Staðalbúnaður í Mégane Opera: RENAULT JHjÍQjanjz Vlassie kostar frá 1.398.000 kr. BS.L ■ Ármúla 13 ■ söludeild 575 1220 ■ skiptiborð 575 1200 ■ fax 568 3818 ■ netfang bl@bl.is Fullkomið hljómflutningskerfi með geislaspilara, 6 hátðlurum og fjarstýringu í stýrinu. SamUtir stuðarar Álfelgur * Rafdrifnar rúður Vökva- og veltistýri * Fjarstýrðar samlæsingar Litað gler * Þjófavörn * Tölvustýrður oUuhæðarmæUr Öryggisbeltastrekkjarar með dempara z, ■rf' RENA KOMDU OG Ríynsluaktu RENAULT MÉGANE OPERA - HLJOMLEIKAHOLL A HJOLUM MEGANE OPERA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.