Morgunblaðið - 12.03.1998, Síða 38

Morgunblaðið - 12.03.1998, Síða 38
38 FIMMTUDAGUR 12. MARZ 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÓLAFUR EIRÍKSSON +Ólafur Eiríksson fæddist í Reykja- vík 5. júlí 1933. Hann lést á Landspítalan- um 3. mars síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Elísabet Eyjólfs- dóttir, f. í Bíidudal 5.10. 1896, d. 31.5. 1988, og Eiríkur Eyj- ólfsson frá Minnivöll- um á Landi, f. 12.5. 1882, d. 7.4. 1963. - Ólafur var yngstur í hópi sex systkina. Hin eru Pétur, fiskmats- maður, f. 31.7. 1917, Eyjólfur, prentari, f. 13.10. 1919, d. 30.5. 1996, hann bjó mestan hluta ævi sinnar í Bandaríkjun- um, Grétar, tæknifræðingur, f. 7.7. 1923, Gunnar, f. 13.11. 1925, en hann lést úr berklum á barns- aldri, og Hulda, húsmóðir í Garðabæ, f. 22.3. 1931. Ólafur kvæntist 1959 Margréti Sigríði Blöndal geðhjúkrunar- fræðingi. Börn þeirra: 1) Sölvi rekstrarfræðingur, f. 17.5. 1959. Barn hans: Vera, f. 29.10. 1981, móðir Hafdís Vilhjálmsdóttir. ’*r Núverandi sambýliskona Ingi- björg Sverrisdóttir prentsmiður. Börn þeirra: Ólafur Sverrir, f. 7.8. 1993, og Anna Elísabet, f. 22.7. 1995. 2) Elísabet hjúkrunar- fræðingur, f. 1961, gift Sigurði Ingólfssyni hagfræðingi. Börn þeirra: Dagmar, f. 26.2. 1985, Margrét, f. 19.6. 1986, og Theó- dóra, f. 2.3. 1988. 3) Ingveldur hjúkrunarfræðingur, f. 29.12. 1962. 4) Elsa María innkaupafull- trúi, f. 20.12. 1963, gift Páli v Kristni Pálssyni rithöfundi. Börn þeirra: Ólafur Sölvi, f. 21.3. 1984, „Þetta er eins og að vera kippt út í miðri setningu,“ sagði Ólafur Ei- ríksson tengdafaðir minn síðastliðið haust, þegar krankleiki knúði hann heim frá óloknu verkefni vestur í Kanada; krankleiki sem hafði í fyrstu virst viðráðanleg lungna- bólga en reyndist vera krabbamein af illkynjuðustu tegund. Og í miðja þessa setningu er nú kominn lokapunktur. Ólafur varð 64 ára gamall, sem er í sjálfu sér ekki hár aldur, en at- • orkusemin, eldmóðurinn og lífsgleð- - in sem einkenndi hann alla tíð gerði hann mun yngri í augum okkar sem J til hans þekktum. Ólafur var vinnuforkur í bókstaf- legri skilningi en flestir aðrir sem ég hef kynnst. Það kom til dæmis glöggt í ljós þegar ráðist var í fram- kvæmdir innan fjölskyldunnar, já þessa hvunndagslegu hluti eins og búslóðarflutning eða húsamálun, að hann gekk ævinlega manna ötulast- ur til verksins, tók stystu pásurnar og fór sem eitur í hans bein ef nefnt var að fresta einhverju til morguns sem hægt var að gera í dag. Hann hafði líka lag á að gera flest viðfangsefni merkileg og gekkst ekki síður upp í að leysa smávægi- leg verk vel af hendi en hin stærri ^ og viðameiri. Eg held þess vegna að á mælikvarða hans hafi í rauninni ekki verið til „stór“ eða „smá“ verk- efni, aðeins mismunandi tímafrek. Ólafur var hreinræktaður hug- vitsmaður, og hann var hugsjóna- maður. Aðrir munu sjálfsagt fjalla um afrek hans á því sviði, sem voru ekki lítil og spöruðu þjóðarbúinu ómælda fjármuni, og ætla ég því ekki að tíunda þau hér. En lær- dómsríkt hefur það verið og viss forréttindi að hafa fengið að kynn- ast ekta „orgínali"; manni með jafn óhefðbunda og skapandi sýn á lífíð k» og tilvei-una og hann hafði. Ég mun þó fyrst og fremst minn- ast Ölafs sem fjölskyldumanns. Þótt hann væri ávallt störfum hlaðinn sýndi hann börnum sínum og bama- börnum aðdáunarverða ræktar- semi. Hann fylgdist náið með hverj- um og einum, var fyrstur til að sam- fagna þegar jákvæðum árangri var 9 náð og líka fyrstur á vettvang til að Margrét Kristín, f. 15.2. 1985, og Páll Kristinn, f. 11.1. 1990. Ólafur og Mar- grét skildu og árið 1971 kvæntist hann Magneu Sigriði Sig- urðardóttur kenn- ara. Barn þeirra: Rakel Rós, nemi, f. 16.3. 1976. Þau skildu og árið 1986 kvæntist Ólafur Jó- hönnu Jóakimsdótt- ur sjúkraliða. Þau skildu. Ólafur lauk vél- stjóraprófí í Reykjavík 1957 og nam tæknifræði í Austur-Þýska- landi árin 1959-1961. Hann starf- aði eftir heimkomuna meðal ann- ars hjá Rafmagnsveitum ríkisins, kenndi við Vélskóla Islands, vann við að svartolíuvæða fískveiði- flota landsmanna og sem ráð- gjafi hjá LÍÚ. Síðan starfaði hann lengst af sem sjálfstæður ráðgjafi fyrir útgerðarfyrirtæki, annaðist námskeiðahald bæði í Reykjavík og úti á landsbyggð- inni, og eitt af hans síðustu verk- um var að gefa út á íslensku Töflubók Westermanns. Ólafur lék knattspyrnu á sín- um yngri árum, var markmaður í Víkingi og með íslenska landslið- inu, og seinna einn af frumkvöðl- um að stofnun Knattspyrnufé- lagsins Fylkis í Arbæjarhverfi. Hann var og virkur í ýmiskonar félagsstarfi, s.s. innau Iðnnema- sambandsins og Æskulýðsfylk- ingarinnar. Útför Ólafs fer fram frá Frí- kirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 15. rétta fram hjálparhönd þegar eitt- hvað blés á móti. Ég minnist og þakka fyrir þær ótal mörgu ánægjustundir sem við Elsa Mara, Óli, Tryggvi, Magga og Palli höfum átt með Ölafi á heimili okkar og víðar á undangengnum 15 árum. Bókmenntir voru meðal margra áhugamála Ólafs tengdafóður míns og fátt kætti hann meir en velorðuð setning. Setningar hans verða ekki fleiri í þessu lífi, en þær sem hann skildi eftir munu halda áfram að gleðja okkur um ókomna tíð. Páll Kristinn Pálsson. Úti hríðar herðir bál. Hryggð og kvíði grípa sál. Gata’ er tíðum grýtt og hál. Góublíðan reyndist tál. (Einar M. Jónsson) Ólafur Eiríksson ólst upp á yndis- legu heimili með foreldrum sínum og systkinum. Hann hafði því gott veganesti út í hinn stóra heim. Hann ólst upp í gamla Austurbæn- um. Sá sem hér rifjar upp kynni sín af góðum félaga átti samleið með honum í uppvexti og síðar bæði í Vélskólanum og á pólitískum vett- vangi. Skólaganga hans var dálítið óvenjuleg: landspróf, Iðnskólinn, Yélskólinn, tækniskóli í Þýskalandi. Ólafur var með afbrigðum félags- lyndur maður og átti auðvelt með að efna til vinskapar við skólafélaga sína í Iðnskólanum og Vélskólanum í Reykjavík. Ólafur var íþróttamaður og stundaði knattspyrnu með Víkingi, var markmaður i meistaraflokki fé- lagsins. Hann var talinn sá besti á sínum tíma og var þá landsliðs- markvörður okkar íslendinga. Þá var hann ötull liðsmaður Iðnnema- sambandsins og stóð fyrir því ásamt nokkrum félögum sínum að endur- reisa sambandið eftir deyfðarlegt tímabil. Þá var hann einnig meðal forystumanna í Félagi járniðnaðar- nema og Félagi vélskólanema. Á þeim vettvangi vann hann að rétt- indamálum nemenda, m.a. að því að vélskólanemar fengju námslán. Meðal okkar nemendanna þróaðist mikil og traust vinátta sem aldrei bar skugga á. Ólafur átti líka sinn þátt í gleði og gamni nemenda á stundum milli stríða. Öll þessi mikilvirku félagsmála- störf voru unnin utan hefðbundins vinnutíma og í sjálfboðavinnu. Og auk þess bættist pólitíkin við. Reyndar hafði hann það í flimting- um að ég hefði gert sig að sósíalista, en reyndin var sú að ég fékk hann með mér á Dagsbrúnarfund þar sem Eggert Þorbjarnarson og Sig- urður Guðnason þrumuðu yfir okk- ur um grundvallaratriði réttlætis- ins. Og það nægði til að kveikja sós- íalíska neista í hjarta Ólafs Eiríks- sonar. Ólafur var framsækinn mjög í orðsins fyllstu merkingu. Hann bjó yfir miklu jafnaðargeði, gerði litlar kröfur fyrir sjálfan sig en vildi öll- um gott gera. Hann var ekki bara greiðvikinn heldur var og gaman að vera með honum á góðri stund. Ólafur hafði fastmótaðar skoðanir á mörgum málum og hélt utan um þær í hvaða málaflokki sem var; íþróttum, pólitík, trúmálaumræðu, heimspeki, sögu og svo framvegis. Hann hafði gaman af rökræðu og hljóp kapp í kinn án þess þó að verða meinyrtur. Hann hafði gaman af því að vera á öndverðum meiði við menn í rökræðu en aldrei heyrði ég hann tala illa um nokkum mann. Og alltaf var stutt í brosið hjá fé- laga Ólafi. Á námsárum okkar lásu menn mikið af bókum, pólitík og íslenskar bókmenntir hvers konar, allt sem þá kom út á vegum Máls og menn- ingar. Við vélskólanemar í þann tíð töldum okkur færa í flestan sjó, ekki bara í faginu heldur ekki síður í pólitík og bókmenntum. Svo liðu árin og klukkan tifaði. Ólafur nam tæknifræði við tækni- skóla í Þýskalandi að afloknu námi við Vélskólann. Nokkrum árum síð- ar átti hann eftir að kenna við Vél- skólann. Hann vann alla sína starfs- tíð við véltæknifræði; var frumkvöð- ull við að reyna að fá fiskiskipaflot- ann til að taka upp svartolíunotkun. I þessu efni var hann sami hug- sjónamaðurinn og í pólitíkinni forð- um. Hann þýddi kennslubók í vél- fræði og vann við fagið víða um heim sem sérfræðingur og ráðgjafi. Ólafur Eiríksson var bi-autryðjandi og var samfélagi sínu nýtur og góð- ur þegn. Ég votta samúð mína bömum Ólafs, systkinum hans sem og öllum öðmm sem áttu hann að vini og fé- laga. Horfið upp til stjarnanna. Brynjólfur V. Vilhjálmsson. Eitt bros - getur dimmu í dagsljós breytt, sem dropi breytir veig heillar skálar. Sem betur fer, það er margt sem yljar og bætir þá stund sem er. Og þjóðskáldið Einar heldur einræð- unni áfram: Ein hreyfmg eitt orð, - og örskotsstund, örlaga vorn grunn vér leggjum, á óvæntum, hverfulum farandfund við flím og kerskni, hjá hlustandi veggjum. Já, stundum á farandfundum koma inn á leiksvið lífsins menn - sem breyta stundinni í gimstein minninganna. Menn eins og Ólafur Eiríksson eru ekki til á livers manns sviði. Maður sem kastaði birtu og yl á allt sviðið hverja sam- verustund, svo hún varð önnur og betri en stundin sem var liðin, og sannaði um leið í hverju lífsins spori að maður getur verið manns gaman, en samt notið alvöru lífsins. Slíkir eru einherjar, gefandinn í samver- unni. Bæta og blíðka og gera okkur kleift að þola andstreymið í tonna vls og forðast lífsháskann. Það var spurningin um lífsháskann sem oft- ast var ofarlega á farandfundum, uppáhaldið okkar beggja Vilhjálm- ur frá Skáholti hafði spurt sem svo: „Fyrst þeir krossfestu þig, Jesús Kristur, hvað gera þeir við aum- ingja eins og mig?“ Þetta var líka spurningin okkar. En sú stund sem var kemur ekki aftur. Minningin er þar, gulli betri. Óskapleg auðævi voru mér þá gefin að hafa fengið að njóta mannsins Ólafs Eiríkssonar um stund í lífinu. En stundin leið of hratt, já, alltof hratt. Já, langar sem stuttar samverustundir sýnast nú hafa verið alltof fáar og stuttar. Meðan samleið er slitin, verður mér gleði og huggun harmi gegn að eiga góðar og bjartar minningar um góð- an dreng, Ólaf Eiríksson. Fyrir það er ég þakklátur og sáttur við lífið og dauðann. Ólafur var og er í minn- ingunni Einherji: - Gáfunnar ársal Æsir bjartir lýsa, Einheijar djúpt í sálu falla og rísa - segir stórskáldið Jóhannes í „Eigi skal höggva". Minningarnar flæða fram, þér dætur, sonur, niðjar - og yndislegu konur og aðrir vinir, grátið lágt við gröfina hans Ólafs því hann átti líf og andardrátt sem hann varði að ósk okkar hinna. Hann kunni að finna til og gráta hvert blóm sem dó. Hann kunni að finna til með þeim sem til hlés eru settir. Hann bar ekki virðingu fyrir valdafýsn eða öðru brölti á kostnað náungans. Hann var einn og ein- stakur og fannst sín veröld ljúf og góð. Hann fór ekki troðnar slóðir, hann vildi gefa og kenna. Hann kunni ekki að spara, sérstaklega ekki tíma fyrir sjálfan sig, en tím- inn fyrir aðra var alltaf nægur. Hann var allur í að spara fyrir aðra til að þeir gætu eignast meira, en sjálfur sóttist hann ekki eftir þókn- un í fjármunum, verkgleðin og hag- kvæm verklausn voru sólargeisl- arnir hans. Hann kann að hafa sært einhvern, en það var ekki hans lína að særa, hann vildi gleðja á sinn kostnað en ekki annarra. Hann gaf en tók ekki. Hann bar virðingu fyrir mannkostum en krafðist þeirra ekki. Hann kom, sá og sigraði, svo oft, en þurfti líka að lúta, finna til og gráta gengin spor. Hann gekk ekki um torg og syrgði í annarra áheyrn, en var fyrstur til að taka þátt í raunum annarra. Hann sagði eins og stórskáldið Jó- hannes: Hvað er ég? Hvað ert þú? Hvað er hún? Hvað er hann? Sama hönd, sama önd, sama blóð! Að slá skjaldborg um réttlætið, maður við mann, það er menningin, íslenzka þjóð! Kæru vinir, grátið kæran vin, Ólaf Eiríksson, en grátið lágt. Við tróðum saman margar slóðir raun- veruleikans og reyndar einnig í dagdraumum óska um meiri með- vind og stærri verkefni. Árið í Ham- borg og fundirnir með Birni vini okkar laugardag eftir laugardag á Block-steikhúsinu, njótendur góðr- ar steikur, hlustendur fyrirlestra Björns viðskiptajöfurs um hvernig menn yrðu ríkir á auðveldan hátt. Áhugi okkar voru steikurnar, sam- neytið og lífið, ekki ríkidæmið í fræðum félaga okkar. Einhvern veginn fínnst mér í dag að við höf- um verið um margt líkir þó svo gríðarlega ólíkir. Markvörðurinn úr Víkingi og landsliðinu kunni svo miklu betur að verja markið sitt en ég í gegnum lífið og prófaði að verja fleiri mörk en ég hef tölu á, var alltaf að reyna eitthvað nýtt á for- sendum liðsheildarinnar, íslenskrar þjóðar. Hann skildi líka betur en ég hvað var í húfi hjá Sveik þegar hann sagði: „Það verður að vera agi í hernum.“ Ólafur vann hjá RARIK við að halda rafstöðvum gangandi hringinn í kringum landið, fór að kenna í Vélskóla Islands, teiknaði miðstöðvarkerfi, svartolíuvæddi ís- lenska fiskiskipaflotann, vann hjá LIU sem ráðgjafi, rak fyrirtækið Útgerðartækni, rauk út á land, á Hornafjörð og í Stykkishólm til að hjálpa mér og fleirum við að hjálpa réttindalausum vélstjórum að fá menntun og síðan langþráð réttindi. Og síðast en ekki síst gerðist hann bókaútgefandi og gaf út bestu og mestu tækni- og eðlisfræðihandbók sem út hefur verið gefin á íslensku. Jafnframt var hann einn mesti heimsborgari sem Island hefur alið, sífellt á þönum um allar álfur til að finna varahluti og laga skip. Þá með slíkum krafti að hann hafði vart tíma til að borða. Eitt sinn var hann með mér í þýskri vélaverksmiðju. Forstjórinn vildi bjóða okkur í mat, ég var svangur, Ólafur þakkaði fyrir en sagðist ekki vera kominn til Þýskaiands til að borða. Meðan vin- ur minn afrekaði þetta allt beið ég að mestu í lygnri stöðu hjá RARIK, hélt áfram að laga vélar og leggja rafmagn, en horfði til félagans, sí- fellt í nýjum hlutverkum, dáðist að krafti hans og vinnugleði. Þegar ég spurði hann um nýju hlutverkin, svaraði hann að bragði: „Það er ekkert lélegt hlutverk til, bara lé- legir leikarar." Skyndilega færðist skuggi yfir sviðið okkar, Ólafur varð loks að staldra við og hægja ferð vestur í Kanada, alvarlega veikur og nú var ekki bjart land fyrir stafni, hlutverk sjúklingsins var vini mínum ekki að skapi. Það var ekki lengur til neinn leikur. Þessi þáttur var sem betur fer stuttur. Ég fann hann aðeins einu sinni í þessum þætti og ég sá hvað hlutverkið var honum erfitt, sársaukinn var mikilþ en samt, ég trúði á kraftaverkið. Ég var alltaf á leiðinni til hans, nú var það ég sem kunni ekki að spara tíma fyrir sjálf- an mig, kannski var það vissan um að Ólafur sigraði í þesssum þætti á sinni forsendu sem hélt aftur af mér. Ég trúi því líka nú að vinur minn hafi enn á ný unnið sigur á sinni forsendu. Ekki á kostnað ann- arra. Hann sagði svo gjarnan: „Það er ekkert svo einfalt að það sé ekki hægt að gera það margbrotið," en lausnir hans sjálfs voru einföldun margbrotinna hluta. Þannig var hann og þannig verður vinur minn Ólafur Eiríksson í mínum heimi, á mínu leiksviði lífs og dauða. Við hlustir mér helfregnin lætur höfug og grimm. Hvert stynjandi næturhljóð nístir mig í gegn, hver næðandi gjóstur og þetta kalda regn. Ég skil þetta eigi. Ég sidl það ennþá eigi. Ég er of langt í burtu til þess ég það skilja megi. (H. Hafstein.) Já, við skiljum þetta ekki og svo margt annað. Við finnum til, en fá- um engin svör og kannski er líka best að fá að finna til og leita engra svara en í hljóðri bæn þakka fyrir að hafa fengið að njóta samfylgdar góðs drengs um leið og við vekjum upp von um sól og þíða töfravinda þá þegar þorri er þreyttur. Bráð- ræði til blíðunnar er okkur svo í blóð borið að hver nýr dagur með aukinni birtu iyftir hug og hjarta til lifandi trúar og vonin verður svo björt. Vonin mín er að vini mínum Ölafi séu að baki þær kvalir og sársauki sem hann lifði við síðustu mánuði. Börnum Ólafs og öðrum aðstand- endum sendi ég hugheilar samúðar- kveðjur. Guð blessi ykkur öll og minningu góðs drengs, Ólafs Eiríks- sonar. Erling Garðar Jónasson, Stykkishólmi. Hann birtist allt í einu í kaffistof- unni og skaut að mér umslagi; mátti ekki vera að því að þiggja kaffi. „Ég kem í kaffi á fostudag og les fyrir ykkur úr Atómstöðinni." Svo kvaddi hann á þann hátt sem hann gerði oft í kunningjahópi: hnykkti höfðinu lít- ið eitt aftur, setti lófa hægri handar í höfuðhæð, lauk upp munni eins og hann væri að hefja langa ræðu, en sagði svo bara „Jess“ með löngu blísturshljóði - og hvarf eins og snæljós. Vinnufélagar mínir litu spyrjandi hver á annan. Hver var hann þessi? Ég viðhafði einhver orð um það hve lífið yrði tilbreytingar- snautt ef við værum öll steypt í sama mótið. Svo gat ég um löng og góð kynni mín af komumanni og sagði m.a. frá því þegar hann var kennari við Vélskólann og kom eitt sinn með grammófón í vélfræðitíma og lék Stravinski eða Beethoven fyrir bekkinn. Þetta var á þeim ár- um þegar samþætting námsgi’eina var aðallega tii í skýrslum og fáir áræddu að reyna teóríuna í verki. - í umslaginu góða var kafli í hand- bók sem mér var ætlað að lesa yfir. Handbókin kom út í ágúst 1995 og bar heitið Islenska töflubókin fyrir málmiðnað og aðrar starfsgreinar. Fyrstu kynni okkar Ólafs voru í iðnnemasamtökunum, líklega snemma árs 1954, og síðan í Æsku- lýðsfylkingunni. Hann var þá að læra rennismíði í Héðni og sá um að lær- lingamir þar stæðu sína plikt í hags-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.