Morgunblaðið - 12.03.1998, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FIMMTUDAGUR 12. MARZ 1998 39
munabaráttunni og pólitíkinni. Og
það fór ekkert milli mála hver var
leiðtoginn í hópnum og honum fylgdu
menn í hvívetna. Eftir að iðnnámi
lauk tók við þriggja vetra nám við
Vélskólann í Reykjavík. Síðan lá leið-
in í tæknifræðinám til Austur-Þýska-
lands. Sérgreinin var hönnun véla til
verkfærasmíði (Werkzeugmaschi-
enenbau). - Að gera grein fyrir við-
horfum Ólafs til samfélagslegra eða
pólitískra úrlausnarefna væri efni í
langa grein. - Ég vík síðar örstutt að
framlagi hans til fræðslumála og
orkuspamaðar. Þessi viðfangsefni
voru að hans mati hápólitísk og hann
leit á þau sem sitt framlag í baráttu
fyrir betra samfélagi.
Fyrst eftir heimkomuna vann
Ólafur hjá Rafmagnsveitum ríkis-
ins. Þar hafði hann m.a. yfírumsjón
með dísilrafstöðvum á landsbyggð-
inni og þurfti oft að senda varahluti
í þær með hraði. Við félagamir
spurðum einhvem tíma hvemig
tæknifræðinámið nýttist í starfmu.
Svarið var eitthvað á þá leið að
kannski mætti nota það við svona
þrjú prósent vandamálanna; við af-
ganginn reyndist almenn skynsemi
þest: „Maður lærir ekki í skóla
hvenær flutningabílamir fara til
Blönduóss eða Hvammstanga!" -
Og einhverju sinni þegar Ólafur var
að kvarta yfir því að sér fyndist
ekki nægilega hlustað á sparnaðar-
tillögur sínar hvatti félagi okkar
hann til að skrifa í blöðin. Svarið var
stutt: „Uss, ég hef engan tíma til
svoleiðis, ég er að gera hlutina."
Þessi og viðlíka tilsvör endur-
spegluðu margt sem við félagamir
þekktum í fari og verklagi Ólafs.
Hann var nefnilega alltaf „að gera
hlutina" og oftast að flýta sér, því
margir leituðu til hans með ráðgjöf
um rekstrarleg og tæknileg efni. Ög
þannig var það einmitt fóstudaginn
góða þegar hann ætlaði að koma í
kaffi og lesa upp úr Atómstöðinni.
Þá hafði hann fyrirvaralaust verið
beðinn að bregða sér úr landi til að
aðstoða við kaup á vél í fiskibát.
Heilbrigð skynsemi og frjótt hug-
myndaflug vom aðaldrifkraftarnir í
öllu sem Ölafur gerði og kom í verk.
Hugmyndir hans vom vandlega yf-
irvegaðar, kappið alltaf með forsjá.
Tæknikunnáttan var aðeins eitt af
hjálpartækjum hans við útfærslu
hugmyndanna. Ég held að orðið
,átaksverkefni“ lýsi vel þeim fjöl-
mörgu viðfangsefnum sem Ólafur
einbeitti sér að (en þá á hugtakið
tæpast við um verk ýmissa ann-
arra). Það sem oftast réð úrslitum
um góðan árangur var ekki síst
hæfileiki hans til að fá aðra á sitt
band og til að vinna með sér. Hver
vom þessi verkefni? Ég minnist hér
sérstaklega á þau sem hann „vélaði“
mig til að leggja sér lið við með ein-
um eða öðmm hætti: (1) Hann átti
stærstan þátt í að leggja grann að
námskeiðum fyrir stjómendur
vinnuvéla sem fóm af stað árið 1974
í umsjá nefndar á vegum iðnaðar-
ráðuneytis (era nú í umsjá Iðn-
tæknistofnunar). Námsefnið í vél-
fræði samdi hann sjálfur og kenndi í
nokkur ár. Hann var frábær kenn-
ari og var sérstaklega lagið að út-
lista flókna hluti með einföldum
dæmum og rissmyndum. Bæði Vél-
skólinn og Tækniskólinn nutu um
skeið kennai-ahæfileika Ólafs. (2)
Hann var aðalhugsuðurinn á bak við
orkusparnaðarátak iðnaðarráðu-
neytisins í upphafi orkukreppunnar,
en það fólst bæði í beinum aðgerð-
um, t.d. við stillingu olíukynditækja
á „köldum svæðum" og fræðslu- og
upplýsingaherferð. Hér byggði
Ólafur m.a. á reynslu sem hann
hafði öðlast þegar hann fór fyrir
hópi nemenda sinna í Vélskólanum
upp á Akranes í því skyni að sót-
hreinsa og stilla kynditæki. Tiltækið
vakti athygli á landsvísu. (3) En
stærsta verkefni Ólafs var ótvírætt
orkusparnaður í fiskiskipum. Það
snerist um notkun svartolíu í stað
dísilolíu. Gera þurfti ýmsar breyt-
ingar á aðalvélum skipanna og
koma fyrir olíuhitumm og tilheyr-
andi stýribúnaði. Við þetta verkefni
naut Olafur aðstoðar fjölmargra
manna, lærðra og leikra. Hann
leysti þetta flókna verkefni með
,sínum aðferðum“, en þær vora ekki
ævinlega að allra skapi. Grunn-
teikningar lágu auðvitað fyrir, en
spyrðu menn um sérteikningar lét
hugsuðurinn stundum nægja að
rissa útfærsluna á servíettu eða við-
líka pappísbleðla. - Að breyta
skrúfubúnaði skipa var einnig þátt-
ur í orkusparnaði og hér sem annar-
staðar kom Ólafur við sögu. ,Svar-
tolíuævintýrið“ var ekki öllum að
skapi. Upp reis hópur manna sem
fann tiltækinu allt til foráttu og
margir drógu í efa raunvemlegan
spamað þegar heildardæmið væri
gert upp. ,Menn verða bara að þvo
sér oftar,“ sagði framkvöðullinn á
einum átakafundi þegar andófs-
menn úr hópi vélstjóra kvörtuðu um
óhreinindi af svartolíunni. Sú stað-
reynd hve margar útgerðir skiptu
yfir á svartolíu talaði skýrustu máli
um hinn fjárhagslega ávinning og
raddir úrtölumanna hljóðnuðu
smám saman. - Þýðing og útgáfa á
Islensku töflubókinni, sem áður er
getið, var eitt af síðustu verkum
Ölafs. Hann var í óðaönn við að
þýða bókina á fleiri tungumál þegar
hann veiktist.
Hið óhefðbundna verklag Ólafs
féll sjaldnast að viðteknum vinnu-
brögðum fyrirtækja og stofnana.
Honum fannst þau alltof hægvirk
og því var hann eiginlega alla tíð í
hógværri uppreisn gegn ,kerfinu“.
Við kerfisþrælar sem þekktum
þennan hjartahlýja uppreisnar-
mann vel skynjuðum að með sínum
skemmtilegu töktum var hann yfir-
leitt bara að gera góðlátlegt grín að
okkur, því húmorinn var í góðu lagi.
- Hér mætti segja margt um fjöl-
hæfni og eigindir mannsins. Mig
langar aðeins að nefna hér í lokin að
Ólafur var mikill listunnanndi, hafði
til dæmis óvenjunæmt eyra fyrir
músík og þroskaðan tónlist-
arsmekk. Hann kunni sum tónverk
gömlu meistaranna utan að og
blístraði stundum stef og stef úr
þeim.
Nú þegar ég kveð þennan fornvin
minn er mér efst í huga þakklæti
fyrir vináttu og samstarf fyrr og
síðar. Að hafa átt þess kost að
kynnast manni sem hafði djörfung
til að hugsa og gera hlutina öðravísi
en við hin er ómetanlegt veganesti.
Ég votta öllum aðstandendum ein-
læga samúð mína.
Gunnar Guttormsson.
• Fleirí minningargreinar um Ólaf
Eiríksson bíða birtingar og munu
birtast í blaðinu næstu daga.
Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé
handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka
svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordper-
fect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á
netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem
viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd
greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200
slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
t
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
JÓNA RANNVEIG BJÖRNSDÓTTIR,
Hrafnistu Reykjavík,
lést mánudaginn 9. mars.
Sjöfn Axelsdóttir,
Gísli Axelsson,
Guðrún Flosadóttir,
tengdabörn, barnabörn
og barnabarnabörn.
t
Elskulegur sonur okkar, bróðir, mágur, dóttur-
sonur og sonasonur,
HELGI BIRGIR ÁSTMUNDSSON,
Suðurgötu 1,
Keflavík
lést af slysförum mánudaginn 2. mars sl.
Jarðsungið verður frá Keflavíkurkirkju laugar-
daginn 14. mars kl. 14.00.
Hulda Kragh,
Ástmundur Gíslason, Steinar Ragnarsson,
Olga Ólafsdóttir, Valgeir Pétursson,
Ragnar Steinarsson, Vala Mason,
Sveinn Örvar Steinarsson,
Guðrún Helgadóttir,
Kristín Jónsdóttir, Guðmundur Ólafsson
og aðrir aðstandendur.
t
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
SOFFÍA SIGFINNSDÓTTIR
frá Stykkishólmi,
lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur miðvikudaginn
11. mars.
Sigfinnur Sigurðsson,
Lovísa Sigurðardóttir,
Magnús Fr. Sigurðsson,
Ingibjörg Sigurðardóttir,
Þuriður Sigurðardóttir,
Soffía Sigurðardóttir,
Ágúst Haraldsson,
Sigurður Sigurðsson,
Helga Sveinsdóttir,
Arnljótur Björnsson,
Björg Helgadóttir,
Rune Söderholm,
Kári Tyrfingsson,
Kristín Hauksdóttir,
Erla Þorsteinsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Ástkær móðir okkar,
ÞURÍÐUR SKÚLADÓTTIR,
Bólstaðarhlið 41,
Reykjavík,
lést á heimili sínu í gærmorgun 11. mars.
Bjarni H. Jóhannsson,
Una S. Jóhannsdóttir,
Skúli H. Jóhannsson,
Ómar H. Jóhannsson
og fjölskyldur.
t
Stjúpfaðir minn, tengdafaðir og afi,
EINAR SNÆBJÖRNSSON,
Hrafnistu Reykjavík,
áður Keilugranda 8,
lést á Landspítalanum að morgni þriðjudags-
ins 10. mars.
Útförin verður auglýst síðar.
Gerður Guðmundsdóttir, Helgi Bernódusson,
Ámi og Kristinn Helgasynir.
t
Elskulegur bróðir okkar,
HARALDUR B. BJARNASON
múrarameistari,
Vesturgötu 7,
andaðist að morgni miðvikudagsins 11. mars.
Sigríður Bjarnadóttir,
Elín Bjarnadóttir.
t
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengafaðir, afi og langafi,
JÓNAS HELGASON
vélstjóri
frá ísafirði,
er látinn.
Jarðarförin hefur farið fram.
Sigríður Guðmundsdóttir,
Sigríður Jónasdóttir, Sigurveig Jónasdóttir,
Einar Jónasson, Árdís Guðmarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Systir okkar og mágkona,
HELGA KRISTJÁNSDÓTTIR,
Víðilundi 20,
Akureyri,
verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju föstu-
daginn 13. mars kl. 13:30.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Kristbjörg Kristjánsdóttir,
Þóra Kristjánsdóttir.
Jóhannes Eiríksson,
t
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
HELGA KRISTJÁNSDÓTTIR,
Sólvangsvegi 1,
áðurtil heimilis
á Norðurbraut 9,
Hafnarfirði,
er andaðist á heimili sínu fimmtudaginn
5. mars sl., verður jarðsunginn frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði föstudaginn
13. mars kl. 15.00.
Loftur Melberg Sigurjónson,
Ólöf Melberg Sigurjónsdóttir,
Sigurjón Melberg Vilhjálmsson,
Ástráður Melberg Vilhjálmsson,
Ólafur Helgi Lárusson,
Guðmundur Helgi Loftsson,
Inga Ólöf Sigurjónsdóttir,
Shirin Erla Naimy,
Lárus G. Ólafsson,
Álfdís Halldórsdóttir,
Eygló Margrét Lárusdóttir,
Valentin Oliver Loftsson,
Guðlaug Lára Ástráðsdóttir.