Morgunblaðið - 12.03.1998, Page 46

Morgunblaðið - 12.03.1998, Page 46
46 FIMMTUDAGUR 12. MARZ 1998 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Tommi og Jenni Ljóska Nágrannar okkar hafa verið að Þeir segja að hundurinn neðar í En ófagmannlegt... kvarta ... götunni gelti alla nóttina ... BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Misskilningur Sigur- bjargar Asgeirsdóttur Frá Kristjáni Heiðari Kristjánssyni: ÉG SÁ mig knúinn til hér fyrir nokkru að leiðrétta Sigurbjörgu Ás- geirsdóttur er hún fjallaði misvitur- lega um málefni er lutu að FÍB. Rennur mér því blóðið til skyldunnar nú þegar ég sé að aftur hefur hún hrasað á hálum vegi skarpskyggn- innar og rökhyggjunnar. Tekur mig sárt til Sigurbjargar en hef þó skiln- ing á vandkvæðum hennar enda ekki auðvelt að rýna í gegnum það ryk sem stjómmálamenn þyrla stundum upp. Sigurbjörg skrifar hinn 24. febrúar sl. bréf eitt lítið í Morgun- blaðið undir yfirskriftinni: „Hvar liggur ábyrgð þingmanna Reykjavik- ur?“ Þar leggur hún út frá því að þingmenn Reykjavíkur eigi á sér- stakan hátt að beita sér varðandi breikkun Gullinbrúar og að þeir hafí ekki sinnt þeirri skyldu sinni. Þann misskilning Sigurbjargar, að ábyrgð- in liggi hjá þingmönnum sérstak- lega, verður að leiðrétta. Vissulega bera þingmenn ábyrgð á útdeilingu fjár til vegaframkvæmda á landinu. Meira verður þó ekki tekið af kök- unni en til skiptanna er og staðreynd er að til Reykjavíkur hafa farið meiri peningar í vegaframkvæmdir síðustu fjögur árin en nokkru sinni fyrr. Það er því ekki raunveruleg lausn að líta sífellt til ríkisvaldsins og heimta meira. Hin raunverulega ábyrgð liggur hjá borgaryfirvöldum sem forgangsraða framkvæmdum inn á vegaáætlun. Hvað Gullinbrú varðar er staðreyndin sú að hún hefur aldrei verið forgangsmál hjá R-list- anum fyrr en nú skömmu fyrir kosn- ingar. R-listinn hafnaði tillögu D- listans í borgarstjórn síðasta vor um að borgin lánaði rfldnu fyrir fram- kvæmdinni. R-listinn hefur notað Gullinbrú sem skiptimynt fyrir aðrar framkvæmdir. Á síðasta ári hafði R- listinn aðeins forgangsraðað 5 millj- ónum í þetta verkefni. Nú þegar málið komst í hámæli fyrir skömmu var hönnun verksins ekki lokið og það því ekki tilbúið í útboð. Kom svo í ljós að engar ráðstafanir höfðu ver- ið gerðar með að fara með verkið í umhverfísmat og taldi Inigbjörg Sól- rún það ekki þurfa þar eð þess hafði ekki verið getið í aðalskipulagi. Raunveruleg ástæða þess að ekki er minnst á umhverfismat í aðal- skipulaginu er einfaldlega sú að ekki er minnst á þessa framkvæmd í aðal- skipulagi R-listans 1996-2016. Að- eins er sagt að Gullinbrú muni áfram bera meginumferðina frá Grafarvogi í framtíðinni. Skipulagsstjóri ríkisins upplýsti að ekki væri talið upp í aðal- skipulagi að verk eigi að fara í um- hverfismat ef ekki komi greinilega fram í aðalskipulaginu að ráðast eigi í verkin. Sjá allir að það er eðlilegt, nema borgarstjórinn, sem hefði manna helst átt að vita slíkt. Það er í sjálfu sér gleðiefni að Sigurbjörg, sem býr á Fjólugötu í Reykjavík, láti sér annt um samborgara sína í Graf- arvogi. Sigurbjörg verður þó að líta til þessara staðreynda málsins sem upplýsa að vinnubrögð R-lista og borgarstjóra hafa verið forkastanleg hvað varðar framkomu við Grafar- vogsbúa. Það er ekki réttmætt að beina ábyrgðinni á þingmenn því hún er borgaryfirvalda þótt þau hafí reynt að skjóta sér undan henni. Þannig er þetta mál vaxið og ekki öðruvísi. KRISTJÁN HEIÐAR KRISTJÁNSSON Háaleitisbraut 47. Krabbameinsfélagið og reykingar Frá Guðlaugu B. Guðjónsdóttur: VEGNA umfjöllunar/viðtals við Torfa Markússon hjá ráðningarþjónustu Ráðgarðs, í viðskiptablaði Morgun- blaðsins fimmtudaginn 19. febrúar sl., óskar Krabbameinsfélag Reykjavíkur eftir að taka eftirfarandi fram: Eitt af aðalmarkmiðum Krabba- meinsfélags Reykjavíkur er að efla forvarnir í tóbaksvömum. Fá fólk til að byrja ekki að reykja, vernda þá sem ekki reykja fyrir skaðlegum áhrifum tókbaksreyks og fá þá sem reykja til að hætta. í umboði Krabba- meinsfélags íslands, hefur það sinnt þessu markmiði í rúm 20 ár meðal annars með: skipulegri fræðslu og áróðursstarfi í öllum grunnskólum landsins fræðsluerindum og öðru forvam- arstarfi í framhaldsskólum námskeiðum fyrir þá sem vilja hætta að reykja ráðgjöf fyrir einstaklinga sem vilja hætta að reykja ráðgjöf fyrir fyrirtæki og stofnanir sem vilja gerast reyklausir vinnu- staðir útgáfu fræðsluefnis og bæklinga um skaðsemi reykinga og óbeinna reykinga. Torfi Markússon hjá Ráðgarði seg- ir í viðtalinu að reykingar dragi úr möguleikum starfsumsækjanda og komi jafnvel í veg fyrir að kandidat hljóti atvinnutilboð. Um það emm við mjög sammála. Síðan segir Torfi: „Ég er hissa á því að Krabbameinsfé- lagið skuli ekla vera búið að upp- götva þetta og nýta sér í sínum áróðri. Það mætti jafnvel nota þetta sem reykingaáróður í grunnskólum því reykingar geta skipt sköpum um hvaða starf nýútskrifuðu fólki stend- ur til boða...“ Krabbameinsfélagið hefur lengi verið mjög meðvitað um þetta og fræðslufulltrúar og aðrir talsmenn félagsins ítreka einmitt þetta atriði í heimsóknum sínum, í skólum, á vinnustöðum, á námskeiðum og víð- ar. í nýju fræðsluefni sem öllum grunnskólum landsins var sent í haust kemur það skýrt fram að reyk- ingar geti haft mikil áhrif á framtíð- arstarf. Krabbameinsfélagið hefur um ára- bil staðið fyrir reykbindindisnám- skeiðum; fyrir almenning, vinnustaði, skóla og einnig fyrir atvinnulausa einstaklinga. A námskeiðunum er sérstaklega minnst á þetta atriði. Tóbaksvarnanefnd og Krabba- meinsfélagið hafa átt mjög gott sam- starf. Frá árinu 1992 hefur verið unnið markvisst að því að gera vinnu- staði reyklausa. Frá þeim tíma hafa rúmlega 1.300 fyrirtæki fengið viður- kenningu sem reyklaus vinnustaður. Á næstunni mun Tóbaksvarna- nefnd birta auglýsingar um kosti þess fyrir atvinnurekendur að fjár- festa í reyklausum starfsmönnum. Að lokum fagnar Krabbameinsfé- lag Reykjavíkur því að ráðningarfyr- irtækin skuli vera vel meðvituð um mikilvægi reykleysis. GUÐLAUG B. GUÐJÓNSDÓTTIR, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags Reykjavíkur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.