Morgunblaðið - 12.03.1998, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 12.03.1998, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ i ( ( 5 1 ( i i ( i 1 < i i ( ( ( ( i i i i i ( j ( i ( I < FIMMTUDAGUR 12. MARZ 1998 47' BRÉF TIL BLAÐSINS Frá Ármanni Þórissyni: í MORGUNBLAÐINU fóstudaginn 20. febrúar síðastliðinn var grein undir heitinu Meðganga, fæðing og sængurlega; þar var meðal annars skýrt frá þjónustu þeirri sem geng- ur undir heitinu MFS á kvennadeild Landspítalans og frá henni sýndar myndir. Eg hef hugleitt það talsvert síðan hvernig einni og sömu stofn- uninni, þ.e.a.s. kvennadeildinni, geti verið stætt á að starfrækja í sama húsinu þessi mismunandi þjónustu- kerfi fyrir konur. Annars vegar er það þessi svokallaða hefðbundna þjónusta og svo hins vegar MFS- þjónustan. Þessi þjónustukerfi mis- muna konunum herfilega í aðbúnaði bæði í mæðraeftirlitinu og á fæðing- arstofu (hér er alls ekki átt við fag- lega þjónustu á neinn hátt), sem alls ekki á að eiga sér stað því öll þessi þjónusta er kostuð af „sameiginleg- um sjóðum landsmanna", þ.e. ríkinu. Fyrir nokkru kom ég inn á göngu- deild kvennadeildar þar sem mæðraeftirlitið fer fram og sá þar með eigin augum þrengsli þau, sem hið hefðbundna mæðraefetirlit þarf að búa við. Aðstaðan köld og frá- hrindandi bæði fyrir barnshafandi konur sem þangað koma í eftirlit, svo og fyrir starfsfólkið sem þar vinnur. Á þessum sama gangi hefur stofn- unin einnig mæðraeftirlit MFS- þjónustunnar. Þar er ekkert til sparað til að gera allt vistlegt og huggulegt, að því sem að auganu lýtur. Og eftir frásögninni í Morgun- blaðinu mun sama gilda um fæðing- ar- og sængurleguaðstöðuna. Þar er umhorfs eins og á fínu hóteli; hjónin þar fá hjónarúm og fá að vera þar saman í allt að 36 klst. eða þar til þau fara heim. Og svo undarlegt sem það er, þá eru það heilbrigðustu konurnar, sem hafa haft áfallalausa meðgöngu og fæðingu, sem fá svít- una til umráða. Olíuhreinsi- stöð í Skagafírði? Frá Tómasi Einarssyni: Á SÍÐUSTU áratugum hefur risaol- íuflutningaskipum fjölgað að mikl- um mun. Oft hafa þau strandað eða laskast á siglingaleiðum nærri landi. Þá hefur skapast gífurleg hætta. 01- ía farið í sjóinn og borist að landi með óhugnanlegum afleiðingum. Um það eru mýmörg dæmi. Hafið umhverfis ísland er talið með hættulegustu siglingasvæðum í heiminum, ekki síst í rysjóttri tíð á skammdegismánuðum. Undanfarið hefur bygging olíu- hreinistöðvar hér á landi verið til umræðu. Verði slíkt að veruleika er verið að beina hingað risaolíuflutn- ingaskipum sem munu sigla með ströndum landsins eftir fastri áætl- un alla mánuði ársins. Stjórnendur þessara skipa munu flestir verða alls ókunnir þeim aðstæðum, sem hér eru. Rætt hefur verið að byggja þessa stöð í Skagafirði. Ýmsar spurningar hafa þá vaknað: 1. Eru talsmenn málsins öruggir um að þessi olíuflutningaskip geti ekki strandað hér við land? 2. Ef svo slysalega vildi til, verða þá tæki og mannafli til staðar svo unnt verði að komast hjá umhverf- isslyi með ófyrirsjáanlegum afleið- ingum? (í þessu tilfelli má minna á strand olíuflutningaskips við Alaska fyrir nokkrum árum. Menn ættu að muna hvaða afleiðingar það hafði fyr- ir íbúana í nærliggjandi héiuðum). 3. Hvað þurfa mörg tonn af olíu að leka í sjóinn í Skagafirði til að drepa þar allt fuglalíf, t.d. við Drangey? 4. Er íslenska þjóðin tilbúin að taka þessa áhættu? TÓMAS EINARSSON, Skúlagötu 40, Reykjavík. Meðgöngu-, fæðingar- og sængurleguþjónusta Konur sem aftur á móti fæða samkvæmt hinni hefðbundnu þjón- ustu (og sumar þeirra haft ýmiss konar sjúkdómsvandamál á með- göngu og/eða erfiða fæðingu) mega hins vegar eiga von á því að vera settar inn á allt að sex manna sjúkrastofu í sængurlegunni; og fá þar auðvitað ekkert hjónarúm til að hreiðra um sig í með manninum. Hvernig má þetta vera að konum sé svona herfilega mismunað í þjón- ustu sem starfrækt er af ríkinu? í raun er þetta ekkert skemmtilegt til afspurnar fyrir Landspítalann, þessi flokkun og þessi munur, þar sem í heilbrigðislöggjöfinni stendur eitt- hvað á þá leið að allir landsmenn eigi rétt á sömu þjónustu! Og í raun sé ég ekki að ríkisrekinni fæðingar- stofnun sé þetta leyfilegt. En sjái stofnunin sér ekki fært að skaffa hverri konu „sér stofu með hjóna- rúmi“ og sama íburði eins og er í MFS er þessi flokkun, sem viðhöfð er á kvennadeildinni, engan veginn réttlætanleg, nema að þær konur sem svítuna gista greiði sérstaklega , fyrir íburðinn. Annars væri þetta hið versta hneyksli! Konur í MFS-þjónustunni eiga því að „greiða ríflegt aukagjald úr eigin vasa fyrir hjónarúmið og svít- una“. Því allur íburður í þjónustu hvar sem er er alltaf verðlagður hærra. ÁRMANN ÞÓRISSON, Hagamel 45, Reykjavík. ITOLSK LEÐURSETT APPIA sófasett. Leðurlitir: Svart- Vínrautt-Dökkbrúnt. Úrvals gegnumlitað nautaleður. Þessi ítölsku leðursett eru sérlega falleg og þægileg. Þriggja sæta sófi, tveggja sæta sófi og stóll Þriggja sæta sófi ogtveirstólar MELISSA sófasett. Leðurlitir: Vínrautt- Dökkfjólublátt-Svart-Grænt Þriggja sæta sófi ogtveirstólar 335.170 310.290. Raðgreiðslur í allt að 36 mánuði Komið til okkar og skoðið sófasett í miklu úrvali. Opið mánudaga til fimmtudaga frá kl.9 til 18, föstudaga frá kl. 9 til 19 og laugardaga frá kl. 10 til 16. HÚSGAGNAHÖLLIN Bítdshöfði 20-112 Rvík - S.-510 8000 Eins og þau gerast best! TXTURN ^ MMX • ' V ■ 64 MB sdram : '*%**-*' ■ 3,2 Gb harður diskur ■ 17“ skjár ■ ET 6000 r 128 bita 4 MB skjákort ■ 24x Samsung geisladrif ■ Soundblaster 64 ■ 240W hátalarar ■ 33,6 bás mótald fax/simsvari ■ 4mánuðir á r.etinuhjá Margmiðlun ■ Windows 95 uppsett á vél ásamt geisladisk ■ Windows 95 lyklaborð og mú 11 l 1 fi Pi 1 ■ I I H ■ íslenskbók um Wfntíows95 Itf9 ítí Netti síminn fra Nokia sem beðið hefur verið eftir 95 TÍMA RAFHLAÐA 2.7 klst. í tal Símanúmerabirtir 130 nr. símaskrá Sendir/móttekur SMS 189 qr. Ýmnnii Borðskanni 30 bita 4.800 pat Tengist í prentaraport MULNINGSVELIN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.