Morgunblaðið - 12.03.1998, Side 52

Morgunblaðið - 12.03.1998, Side 52
-*52 FIMMTUDAGUR 12. MARZ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM • • Frá A til O: Hvað er að gerast? Hverjir voru hvar? Hverjir koma fram? Hvað er í kompaníi við konur og aðra menn Skemmtistaðurinn Nellýs á gatnamótum Þingholtsstrætis og Laugavegar hefur notið vinsælda síðustu misseri. Ivar Páll Jónsson kannaði stemmninguna. * , FÁNU íslenskra skemmtistaða leynast ýmsar skepnur, mis- furðulegar og misskemmtilegar. Pær eru að sjálfsögðu ekki við allra hæfi; markhóparnir fjölmargir. Skemmtistaðurinn Nellýs er aðal- lega stundaður af :idragdrottningum og menntaskólafólki. Undirritaður fellur í hvorugan flokkinn, hann er svo sannar- lega ekki kvenlegur í háttum og skreið þar að auki upp úr fram- haldsskóla fyrir nokkrum árum. Því var kannski ekki hægt að búast við að hann yrði frá sér numinn af fógnuði þegar hann sótti Nellýs heim eitt laugardagskvöldið fyrir skömmu. En staðurinn þjónar hlutverki sínu af kostgæfni, sem sannast best á vinsældum hans meðal áður- nefndra hópa. Dragdrottningarnar skemmta sér „konung“lega og aðrir líka. Tónlistin er með hreinum ágætum; gamlir diskóslagarar í bland við nýrri danstónlist. Eini veiki bletturinn sem blaða- maður kom auga á var áfengisverðið. Samkvæmt upplýs- ingum frá staðnum kostar tvöfaldur af algengu sterku víni 500 kr. fram til kl. 1, en 750 þaðan í frá. Blaðamaður greiddi hins vegar 900 krón- ur fyrir tvöfaldan af Jim Beam-viskíi í gosi um klukkan hálfeitt. Annars var stemmningin hreint ágæt, enda skiptir það eitt máli hvernig fólkið fílar sig. Dans- gólfíð var þéttskipað svo lengi sem reglugerðir leyfðu og við hvert borð sat fólk á spjalli. NELLYS í ÞINGHOLTSSTRÆTI ►Stór Giraf-bjór á krana kostai- 350 til kl. 1, 500 eftir það. ►Tvöfaldur af algengu sterku víni í gosi kostar 500 krónur til kl. 1, 750 eftir það. ►“Hot’n’Sweet“-snafsar og epla- snafsar kosta 200 kr. til kl. 1, 350 eftir það. ►Á mánudögum er boðið upp á Newcastle Brown Ale (millidökk- um bjór) ásamt skoti af Black Barrel viskíi á 500 krónur. ► Mikið er um að fólk haldi upp á afmæli sín á staðnum. 2 salir eru til leigu. Borgað er 5.000 kr. staðfest- ingai-gjald sem er endurgreitt þeg- ar sal er skilað. ►Boðið er upp á kaup á bollu eða bjórkútum: bolla fyrir t.d. 40 manns á 14.400 krónur, bjórkútur kr. 15.000. ►Menntaskólafólk stendur gjarn- an fyrir menningaruppákomum á virkum dögum, aðallega á miðhæð hússins, sem rúmar 80 manns. ►Matsala er opin alla virka daga frá 12-18. Þar eru léttar veitingar í boði, t.a.m. 12“ pizza með þremur áleggstegundum á 450 krónur, samlokur á 250 kr. og franskar kartöflur á 100 krónur. ►Aldurstakmark er 20 ár. ►Oft eru svokallaðar drag-uppá- komur um helgar, í höndum Díönu Omel og Skjaldar, sem starfa einnig í miðasölu og á bar. ►Yfírdyravörður: Haukur Hilm- arsson. ►Alltaf ný andlit í fatahenginu. ►Yfírbarþjónn og vaktstjóri: Helga Guðný Ásgeirsdóttir. TILKYNNING UM ÚTBOÐ OG SKRÁNINGU HLUTABRÉFA Á VERÐBRÉFAÞINGI ÍSLANDS GUÐMUNDUR RUNÓLFSSON HF. Heildarnafnverö nýs hlutafjár: Sölugengi: Sölutímabil: Umsjón með útboði og söluaðlli: Forkaupsréttur: Skránlng: ALMENNT HLUTAFJARUTBOÐ Kr. 30.437.778.- 4,50 til forkaupsréttarhafa. Gengi hlutabréfanna getur breyst eftir að forkaupsréttartímabili lýkur og almenn sala hefst. Upplýsingar um gengi á almenna söiutímabllinu er hægt að fá hjá Viðskiptastofu Landsbanka íslands hf. Forkaupsréttartimabll er frá 18. - 27. mars 1998. Almennt sölutímabil er frá 30. mars - 15. apríl 1998. Viðskiptastofa Landsbanka íslands hf., Laugavegi 77 (4. hæð), 155 Reykjavík. Núverandl hluthafar hafa forkaupsrétt að hinu nýja hlutafé í hlutfalli við eign sína sbr. 34. gr. laga nr. 2/1995 um hlutafélög og er hann framseljanlegur. Áskriftarblöð skulu berast skrlfstofu Guðmundar Runólfssonar hf., Sólvöllum 2, 350 Grundarfirði eða Viðskiptastofu Landsbanka íslands hf., Laugavegi 77 (4. hæð), 155 Reykjavík. Hluthafar mega senda áskriftarblöbln til baka í bréfasíma Guðmundar Runólfssonar hf. (438 6959) eða Viðskiptastofu Landsbanka íslands hf. (560 3199). Stjórn Veröbréfaþings íslands hefur samþykkt að taka hlutabréf féiagsins á skrá á Vaxtarllsta þingsins eftir að hlutafjárútboði lýkur, enda uppfylli félaglð þá öll skilyrðl skráningar. Skráningar er vænst þann 27. apríl 1998. Útboös- og skráningarlýsing vegna ofangreindra hlutabréfa mun liggja frammi hjá Guömundi Runólfssyni hf. og Viöskiptastofu Landsbanka islands hf. «L Landsba Landsbanki íslands Laugavegi 77, 155 Reykjavik, sími 560 3100, bréfsími 560 3199, www.lals.is Morgunblaðið/Halidór ELÍN Sigurðardóttir, Guðrún Magnúsdóttir, Eyrún Ýr Hildardóttir, Katrín Sylvía Símonardóttir og Vera Ólafsdóttir voru í fullu fjöri og skemmtu sér vel. SIGURÐUR Pálmason fór á kostum á barnum. HEIÐA Þórbergsdóttir og Rósa Björk Guðjónsdóttir skörtuðu sínu fegursta. BJARTUR sómdi sér vel á milli Ilelgu Agnesar Sigurbjörnsdóttur og Helgu Guðnýjar Ásgeirsdóttur. y,™-— ... . < , No Name andlit ársins NO NAME ------COSMETICS---- - Snyrtivörukynning í dag kl. 14-18. Helga Sæunn förðunarfræöingur kynnir og gefur ráðleggingar. Kaupauki: Ef keyptir eru tveir augnskuggar, fæst þriðji fritt. PARADÍS, LAUGARNESVEGI 82.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.