Morgunblaðið - 03.04.1998, Síða 21

Morgunblaðið - 03.04.1998, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 1998 21 LANDIÐ Bilskúr stóð í ljósum log’um Grundaríjörður - Eldsvoðar eru til allrar hamingju sjaldgæfir við- burðir í litlum sjávarplássum, en þegar klukkuna vantaði 20 mínút- ur í fimm sl. þriðjudag fór bruna- lúðurinn í Grundarfirði í gang og skömmu síðar mátti sjá nokkra bíla aka á ofsahraða niður að vigt- arskúr, þar sem brunabíllinn er geymdur. Aðrir svipuðust um eftir reyk og fljótlega kom í ljós að eld- ur var laus í bílskúr við aðalgöt- una. Slökkviliðsmenn eru sjálfboða- liðar og brunalúðurinn gefur til kynna að eldur sé laus einhvers staðar í þorpinu. Hnappar til að ræsa lúðurinn eru á tveimur stöð- um í plássinu og eru þeir hafðir í seilingarhæð til að koma í veg fyrir að börn setji lúðurinn í gang. Talsverðan reyk lagði út úr bíl- skúrnum en greiðlega gekk að slökkva eldinn. Talsverðar skemmdir urðu af eldi, reyk og vatni en eldsupptök eru ókunn. Morgunblaðið/Hallgrímur Magnússon Framboð framsóknar- manna í A-Skafta- fellssýslu FRAMBOÐSLISTI framsóknar- manna og stuðningsmanna þeirra í hinu sameinaða sveitarfélagi í Aust- ur-Skaftafellssýslu við sveitarstjóm- arkosningarnar hinn 23. maí nk. hef- ur verið ákveðinn. Að undangengnu prófkjöri, sem fram fór hinn 21. mars sl., lagði próf- kjörsnefnd fram tillögur á almenn- um fundi framsóknarfélaganna fimmtudaginn 26. mars sl. og vom þær samþykktar samhljóða. Listann skipa eftirtaldir: 1. Her- mann Hansson, skrifstofumaður og bæjarfulltrúi, Höfn. 2. Sigurlaug Gissurardóttir, ferðaþjónustubóndi og bæjarfulltrúi, Árbæ, Mýmm. 3. Olafur Sigurðsson framkvæmda- stjóri, Svínafelli, Öræfum. 4. Gísli Már VUhjálmsson, veitingamaður, Höfn. 5. Margrét Ingólfsdóttir, leik- skólakennari, Höfn. 6. Elín Magnús- dóttir, fótaðgerðafræðingur, Höfn. 7. Hermann Stefánsson, útgerðar- stjóri, Höfn. 8. Þóra V. Jónsdóttir, bóndi á Skálafelli, Suðursveit. 9. Reynir Amarson, útgerðarmaður, Höfn. 10. Asgeir Gunnarsson, út- gerðarmaður, Höfn. 11. Guðrún Diljá Lúðvíksdóttir, húsmóðir á Höfn. 12. Sigurður Ægir Birgisson, skipstjóri, Höfn. 13. Svava Herdís Jónsdóttir, húsmóðir, Hlíð í Lóni. 14. Valgeir Hjartarson, öryggisvörður, Höfn. 15. Sigurður Einarsson, síma- verkstjóri, Höfn. 16. Björn Guð- bjömsson, skrifstofustjóri, Höfn. 17. Sigríður Lárasdóttir, verslunar- stjóri, Höfn. 18. Sigfús Þorsteinsson, vélstjóri, Höfn. 19. Gunnar Ingi Val- geirsson, öryggisvörður, Höfn. 20. Einar Sigurbergsson, verkamaður og bóndi, Þinganesi. 21. Sigurgeir Jónsson, bóndi og verslunarmaður, Fagurhólsmýri, Oræfum. 22. Guð- mundur Ingi Sigbjömsson skóla- stjóri, Höfn. Framsóknarmenn eiga nú þrjá bæjarfulltrúa af níu í bæjarstjóm Hornafjarðar en í hinu nýja sveitar- félagi verða 11 bæjarfulltrúar. 27apríl helgina Páskakrýsi oniur Arinkubbar 3 stk. stórir I i

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.