Morgunblaðið - 03.04.1998, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 1998 23
VIÐSKIPTI
Bjóða hlutabréfa-
tengd skuldabréf
LANDSBANKI íslands hf. hefur
lokið sölu nýrra skuldabréfa í ís-
lenskum krónum með ávöxtun sem
tengd er alþjóðlegum hlutabréfa-
vísitölum. Boðin voru út bréf að
fjárhæð 250 milljónir króna og var
stærstur hluti þeirra seldur til inn-
lendra fagfjárfesta. Hluti bréfanna
er kominn á eftirmarkað og eru
þau því ennþá fáanleg, en þau eru
seld í 5 milljóna kr. einingum.
Bandaríska hlutabréfavísitalan
S&P 500 hefur 25% vægi gagnvart
þessum bréfum, japanska Nikkei-
vísitalan 25% vægi, franska CAC40-
vísitalan 12,5%, breska FTSE 100
vísitalan 12,5%, svissneska SMI vísi-
talan 12,5% og þýska DAX-vísitalan
12,5% vægi.
Skuldabréf með tengingu við al-
þjóðlega hlutabréfamarkaði eru líkt
og önnur skuldabréf með fastan
gjalddaga og skilgreindan útgefanda
eða ábyrgðaraðila. Avöxtun þeirra
tekur hins vegar mið af ávöxtun
hlutabréfa, hlutabréfasafna eða
hlutabréfavísitalna. Höfuðstóll bréf-
anna er tryggður af útgefanda gagn-
vart lækkun og fela þau því í sér litla
áhættu. „Slík vísitölutengd bréf eru
markviss og ódýr leið fyrir fjárfesta
til að tengja fjárfestingarstefnu sína
við alþjóðlega markaði. Hægt er að
hanna slíkar lausnir eftir fjárfesting-
arstefnu hvers og eins, en t.d. má
tryggja höfuðstól í íslenskum krón-
um og lágmarka þar með gengisá-
hættu,“ segir í fréttatilkynningu frá
Viðskiptastofu Landsbanka Islands
hf.
Seld bréf fyrir hátt
á annan milljarð
Skuldabréf sem tengd eru alþjóð-
legum hlutabréfavísitölum voru fyrst
kynnt og seld hér á landi af Lands-
bréfum hf. í september 1996 og hafa
verið seld bréf fyrir hátt á annan
milljarð króna frá upphafi. Hafa
fyrri útgáfur slíkra bréfa skilað 30-
56% ávöxtun frá útgáfudegi. Við-
skiptastofa Landsbankans hefur nú
tekið við þjónustu Landsbréfa við
stofnanafjárfesta og mun leggja
áherslu á að bjóða lausnir af þessu
tagi. Landsbankinn er í nánu sam-
starfi við traustar alþjóðlegar fjár-
málastofnanir, en jafnframt verður
leitast við að hafa gott samráð við
viðskiptavini, segir í tilkynningunni.
Upplýsingar úr hluta-
félagaskrá á netinu
Nauðsynlegt hjálpartæki
HAGSTOFA íslands hefur samið við
fjögur fyrirtæki um miðlun upplýs-
inga úr hlutafélagaskrá á netinu.
Samningar fela í sér að fyrirtækin
miðla upplýsingum úr skránni til við-
skiptamanna sinna sem gerast
áskrifendur á netinu.
Hlutafélagaskrá er haldin sam-
kvæmt lögum um hlutafélög og þar
eiga að vera upplýsingar um öll
hlutafélög, einkafélög og samvinnu-
félög. Skráin var rekin sem sjálfstæð
skrifstofa til 1. september sl. en þá
tók Hagstofan við rekstri hennar.
Þjónustan ekki lengur ókeypis
Hingað til hafa upplýsingar úr
hlutafélagaskrá verið fyrirspyrjend-
um að kostnaðarlausu en með breyt-
ingum á lögum um hlutafélög ög
samvinnufélög var heimiluð gjald-
taka fyrir afnot af skránni. Gjald til
Hagstofunnar fyrir hverja uppflett-
ingu á netinu er 300 krónur auk
þóknunar til fyrirtækisins sem miðl-
Hagstofan semur við
fyrirtæki um miðlun
upplýsinga úr skránni
ar upplýsingunum. Hagstofan mun
áfram veita upplýsingar um einstök
fyrirtæki en þó eingöngu með stað-
festu ljósriti úr skránni sem kostar
700 krónur eða staðfestu vottorði
sem kostar 1.000 krónur.
Eiríkur Hilmarsson, aðstoðar-
hagstofustjóri, segir að þetta nýja
fyrirkomulag auðveldi aðgang að
hlutafélagaskrá og minnki fyrh’höfn
við öflun upplýsinga. Hann segir að
löggjafarvaldið hafi með lagasetningu
ákveðið að notendur beri kostnað af
hagnýtingu upplýsinganna, enda
tengist slík notkun nær undantekn-
ingalaust sérhagsmunum. Með greið-
um aðgangi að skránni sparist tími
hjá notendum við öflun upplýsinga
sem vegi upp á móti nýrri gjaldtöku.
Lánstraust er eitt þeirra fyrirtækja
sem Hagstofan hefur samið við um
miðlun upplýsinga úr hlutafélagaskrá.
Reynir Grétarsson, framkvæmda-
stjóri fyrirtækisins, segir að í skránni
komi fram sömu upplýsingar og hægt
sé að fá á útprentunum frá Hagstof-
unni. Fram komi upplýsingar um
íramkvæmdastjóm, stjórnarmenn,
stofnendur félags, hlutafé, tilgang fé-
lags, hverjir hafi prókúru og rétt til að
rita firmað o.fl. „Hlutafélagaskrá
hentar alltaf þegar fyrirtæki em að
fara út í viðskipti við hlutafélög eða
einkahlutafélög og vilja vita hverjir
standa á bak við viðkomandi félag.
Það getur verið mjög mildlvægt að
hafa í höndunum réttar upplýsingar
um prókúmhafa og hverjir hafi rétt til
að rita firmað, en aðrir geta ekki
skuldbundið það. Upplýsingar úr
skránni era því nauðsynlegt hjálpar-
tæki í viðskiptum," segir Reynir.
Morgunblaðið/Kristinn
STARFSMENN í Tónabúðinni, Jón Ingólfsson,
Ingvar Valgeirsson og Haukur Pálmason.
Tónabúðin á nýjum stað
TÓNABÚÐIN á Akureyri hefur
flutt verslun sína í Reykjavík frá
Laugavegi 163 að Rauðarárstíg 16,
þar sem áður var Hljóðfæraverslun
Pouls Bernburg, sem nú hættir eftir
áratuga þjónustu við tónlistarfólk.
Tónabúðin var stofnuð á Akur-
eyri árið 1966 af Pálma Stefánssyni,
sem enn er eigandi hennar. Fyrir-
tækið opnaði verslun í Reykjavík
1994. Með flutningnum fær verslun-
in aukið rými til að bæta þjónustu
við viðskiptavini, segir m.a. í frétta-
tilkynningu frá Tónabúðinni.
Ný stjórn
Verðbréfa-
þings
NÝ stjórn Verðbréfaþings Is-
lands tók við á aðalfundi fé-
lagsins í gær.
Eiríkur Guðnason er áfram
formaður, tilnefndur af Seðla-
bankanum. Davíð Bjömsson
úr Landsbankanum og Ingólf-
ur Helgason frá Kaupþingi
em fulltrúar þingaðila. Til-
nefndir af hlutafélögum eru
Jón Guðmann Pétursson úr
Hampiðjunni og Þorkell Sig-
urlaugsson frá Eimskip. Líf-
eyrissjóðirnir kusu Þorgeir
Eyjólfsson frá Lífeyrissjóði
verslunarmanna og viðskipta-
ráðherra tilnefndi Emu Bryn-
dísi Halldórsdóttur sem full-
trúa smærri fjárfesta.
fermingartilboð
9.800
áður 11.300
fermingartilboð
4.900
áður 5.300
fermingartilboð
8.900
áður 9.980
en/xs
Brúðhjón
Allur boröbiínaöur Glæsilcg gjdfdvara Briiöarhjöna listar
VERSLUNIN
Laugavegi 52, s. 562 4244.
PÓSTSENDUM
SAMDÆGURS
SEGLAGERÐIN
ÆGIR
Eyjaslóð 7 Reykjavík sími 511 2200
Þekkir þú viáskiptavini þína?
Rádstefna um markvissar
viðskiptaákvarðanir
á Hótel Loftleiðum, Bíosal
í dag kl. 13:15 -17:00.
Skráning é www.teymi.is/radstefnur og í síma 561-8131.
Þátttaka er ókeypis og öllum opin!
TEYMI
Sími 561 8131
F a x 56 2 8 13 1
www.leymi.is