Morgunblaðið - 03.04.1998, Síða 24

Morgunblaðið - 03.04.1998, Síða 24
24 FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 1998 MORGUNBLAÐIÐ KIKIÐ INN! Æt si<3 ’utyMsig'G • íþróttaskór • sundfatnaður • íþróttafatnaður • útivistarvörur • hjól or línuskautar qq SpOtt ZX Kick Start ORKUDRYKKURINN'SEM BYGGIR UPP OG BÆTIR Inniheldur: Orku 143,22 kcal prótein 16,00 g Kolvetni 19,80 g Fita 0 ásamt 16,010 mg af hreinum aminósýrum. Góður fyrir þá sem vilja byggja upp, og þá sem vilja hollan svaladrykk. Minnkar þreytueinkenni og kemur í veg fyrir vöðvaniðurbrot. Fæst í verslunum Hagkaupa, Gym 80, Ræktinni og World Class. Umboðsaðili: CETUS, Skipholt 50c, sími 551 7733 Lagerútsala á Reebok vörum í MAX-húsinu við hliðina á Hagkaup, Skeifunni VANDAÐIR, VIÐURKENNDIR ÍÞRÓTTASKÓR ÁSAMT FATNAÐI FRÁ Reebok® Á MJÖG LÁGU VERÐI Opið mánudag-föstudag frá kl. 12-19. Laugardag og sunnudag frá kl. 12-16. RGGbok Heildverslunin Otur ehf. VERIÐ VELKOMIN UR VERINU LOÐNUSKIPIN að veiðum út af Jökli, en svo virðist sem botninn sé nú dottinn úr vertíðinni. Dregur úr loðnuveiðum BOTNINN virðist vera dottinn úr loðnuveiðinni og er það hald margra sjómanna að vertíðin sé með því að syngja sitt síðasta. Bát- arnir hafa verið að týna tölunni á miðunum að undanförnu þar sem þeir hafa klárað kvóta sinn hver af öðrum. Nokkrir bátar voru þó enn að í gærdag, meðal þeirra Höfrungur. „Hvað er að gerast? Það er nákvæmlega ekkert að gerast," sagði Valentínus Ólason, stýrimaður á Höfrungi, í samtali við Morgunblaðið. „Við erum með 330 tonn í lestinni eftir að hafa skrapað í tvo sólar- hringa. Það er varla í frásögur fær- andi. Menn eru að reyna djúpt og grunnt og sumir eru á leiðinni inn á Bugt að leita. En þetta er uppdrátt- arlegt og hald flestra að þetta sé að klárast," sagði Valentínus. Samkvæmt skýrslu Samtaka fiskvinnslustöðva frá miðvikudegi var heildarveiði á loðnuvertíð ‘97/’98 916.214,162 tonn. Kvótinn er hins vegar 1.008.025 tonn og eftirstöðvar útgefins kvóta því 91.810,838 tonn. Mest hefur verið landað af loðnu þjá Sfldarvinnslunni hf. í Neskaup- stað, 45.241 tonni, síðan koma Hraðfrystihús Eskifjarðar með 44.864 tonn, SR-mjöl á Seyðisfirði með 41.094 tonn og Vinnslustöðin í Eyjum með 36.921 tonn. AFRÝJUNARDÓMSTÓLL í Noregi hefur fallist á að mál Isfélags Vest> mannaeyja hf. og skipstjórans á Sig- urði VE verði tekið upp og fái fag- lega meðferð íyrir dómnum. Akveðið var að áfrýja dómi undirréttar, sem féll í einu og öllu Norðmönnum í vil. Málið verður tekið fyrir að nýju í dómstólnum í Bodö í Noregi 8. og 9. júní nk. og munu útgerð og skipstjóri krefjast sýknu af öllum ákæruatrið- um, að sögn Friðriks Arngrímssonar, lögmanns fyrirtækisins, en í Noregi eru þrjú dómstig og er hér um að ræða millidómstól milli héraðsdóms og hæstaréttar. Undirréttur í Bodö í Noregi dæmdi skipstjóra og útgerð Sigurð- ar VE til greiðslu sektar og máls- kostnaðar að upphæð um 4,3 milljón- ir króna hinn 10. september sl. Sú niðurstaða fylgdi í einu og öllu ákæru og kröfu norska ákæruvalds- ins og voru útgerð og skipstjóri fundin sek um öll ákæruatriðin, sem taka til laga um veiðar útlendinga innan lögsögu Noregs. Útgerðin og skipstjórinn voru kærð fyrir að hafa ekki sinnt tilkynningaskyldu um veiðar og afla og hafa fært afladag- bók ranglega. Ekki rétt boðleið Sigurður VE vai- færður til hafnar af norsku strandgæslunni í byrjun júní 1997 þar sem henni höfðu ekki borist tilkynningar um veiðar skips- ins og afla innan lögsögu Jan Mayen, en skipið var þar að sfldveiðum skv. gildandi samningi. Við vitnaleiðslur kom í ljós að áhöfnin hafði sent skeytin og fært afladagbók í sam- ræmi við leiðbeiningar Fiskistofu. Engu að síður komust skeytin ekki Glæsilegt úrval sígildraborðstofuhúsgagna Margir litir. Mismunandi skápar og stólar. Raðgreiðslur húsgögn Ármúla 44 siml 553 2035 I * UV eykur kvóta sinn ÚTGERÐARFÉLAG Vest- mannaeyja hefur aukið við aflaheimildir sínar með kaup- um og sölu á bátnum Sigurði Lárussyni frá Höfn í Homa- firði. Báturinn var keyptur með aflaheimildum sem svör- uðu til um 400 tonna af þorski. Hann var síðan seldur aftur til Borgeyjar á Höfn með aflaheimildum í flatfíski sem honum fylgdu auk flatfisk- heimilda af bátnum Garðari II, sem keyptur var frá höfn fyrir skömmu. Útgerðarfélag Vestmannaeyja á því áfram togarann Breka og snurvoð- arbátinn Garðar II og ræður yfir veiðiheimildum sem eru vel á þriðja þúsund tonn. Norskur ddmstóll fellst á upptöku máls Sigurðar VE | Krafist verður sýknu af öllum ákæruatriðum rétta boðleið og bárust norsku strandgæslunni því ekki. Þess vegna var skipið tekið og fært til hafnar vegna meintra brota á lögum um veiðar útlendinga innan lögsögu Noregs. Á öndverðum meiði I vörn útgerðar Sigurðar kom fram að skipstjórinn hefði staðið í þeirri trú að skeytin hefðu komist á leiðarenda, að skipið hefði í raun ver- ið að löglegum veiðum og hefði út- gerðin engan ávinning haft af því að trassa skeytasendingar. Ákæruvaldið taldi að það gilti einu hvort skipstjórinn hefði haldið að skeytin hefðu borist. Staðreyndin væri einfaldlega sú að þau hefðu ekki borist, að afladagbók hefði ekki verið færð og því hefðu lögin verið brotin.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.