Morgunblaðið - 03.04.1998, Page 26
, 1 ji ■ ' iiTn’w>’•[
26 FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 1998
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
Papon dæmdur
í 10 ára fangelsi
Fjölmiðlafulltrúi Blairs forsætisráðherra á í vök að verjast
Campbell sakaður um
yfirgang og frekju
London. Daily Telegraph og Reuters.
MAURICE Papon, sem þjónaði sem
embættismaður Vichy-stjórnarinnar
í Frakklandi í síðari heimsstyrjöld,
var í gær dæmdur í tíu ára fangelsi
fyrir „glæpi gegn mannkyninu“ eftir
að kviðdómur í Bord-
eaux sakfelldi hann fyr-
ir að hafa verið meðá-
byrgur fyrir því að
franskir gyðingar voru
sendir í dauðabúðir
nazista í Þýzkalandi.
Óvíst er þó hvort hann
afpláni dóminn, þar
sem hann er orðinn há-
aldraður og verjendur
hans hyggjast áfrýja
dómnum alla leið til
Mannréttindadómstóls-
ins í Strassborg.
Kviðdómurinn, sem
þrír dómarar og níu
óbreyttir borgarar sátu
í, kvað upp úrskurð
sinn eftir að hafa setið
á rökstólum um sekt eða sakleysi
Papons í átján klukkustundir sam-
fleytt. Komst hann að þeirri niður-
stöðu að sakfella skyldi sakborning-
inn fyrir að vera meðábyrgur fyrir
glæpum gegn mannkyninu en ekki
fyrir að bera ábyrgð á dauða fómar-
lambanna. Fæstir áttu afturkvæmt
af þeim 1.560 gyðingum, sem Papon
átti sem yfírmaður lögreglunnar í
héraðsstjóm Bordeaux þátt í að
voru teknir höndum og fluttir til
Þýzkalands á árunum 1942-1944.
Hinn hvíthærði Papon, sem er nú
87 ára, virtist ekki vera brugðið þeg-
ar dómurinn var kveðinn upp í gær-
morgun.
Borgaralegir málsaðilar að mál-
sókninni á hendur Papon, þeirra á
meðal ættingjar fórnarlamba og
hagsmunasamtök gyðinga, lýstu yfir
vonbrigðum með að ekki skyldi hafa
verið kveðinn upp lífstíðardómur yf-
ir Papon, en það er sú refsing sem
lögin kveða almennt á
um fyrir glæpi gegn
mannkyninu.
Dómnum áfrýjað
Verjendur Papons,
sem höfðu krafizt
sýknu, sögðust myndu
áfrýja dómnum alla leið
í gegn um dómskerfið,
til Mannréttindadóm-
stóls Evrópu í Strass-
borg.
Papon var fundinn
sekur um að hafa átt
þátt í að skipuleggja
fjórar af sex brottflutn-
ingslestum gyðinga,
sem lögðu upp frá
Drancy-kyrrsetningar-
búðunum skammt frá París áleiðis
til dauðabúða nazista. Papon neitar
því staðfastlega að hafa á þeim tíma
haft hugmynd um helför nazista
gegn gyðingum.
Papon, sem reis til metorða eftir
stríðið, varð lögreglustjóri Parísar
og síðar fjáriagaráðherra, mun ekki
þurfa að sitja í fangelsi fyrr en áfrýj-
anir hans hafa verið að fullu til lykta
leiddar. Það gæti tekið nokkur ár.
Réttarhaldið var það lengsta í
sögu Frakklands eftir stríð. Undir-
búningur að því hófst fyrir sjö árum
og það stóð í hálft ár. Það hefur
þvingað frönsku þjóðina til að
horfast í augu við það hvemig marg-
ir Frakkar störfuðu með nazistum á
hernámsánmum.
ALASTAIR Campbell, fréttafull-
trúi breska forsætisráðherrans
Tony Blair, á nú í vök að verjast
vegna ásakana um að hann sýni
fulltrúum fjölmiðla og jafnvel
ráðherrum í ríkisstjórninni lítils-
virðingu og yfirgang. Campbell
er einn af helstu aðstoðarmönn-
um Blairs og segja andstæðingar
breska forsætisráðherrans
starfshætti Campbells einkenn-
andi fyrir þann innsta hring
manna sem Blair stýrir með
harðri hendi „líkt og hann væri
A1 Capone", svo notað sé orð-
bragð Cranbornes lávarðar, leið-
toga Ihaldsflokksins í lávarða-
deild breska þingsins. Campbell
neitar hins vegar öllum ásökun-
um og segir íhaldsmenn og fjöl-
miðla vera að bera sér á brýn
glæpi sem enga stoð eigi í raun-
veruleikanum.
Komist hafa í hámæli orðsend-
ingar sem Campbell sendi tveim-
ur ráðherrum ríkisstjórnarinnar,
Harriet Harman, ráðherra í ráðu-
neyti almannatrygginga, og
Frank Field, ráðherra velferðar-
mála, þar sem þau voru skömmuð
rækilega fyrir upplýsingaleka og
fyrir að hafa ekki leitað sam-
þykkis hans á viðtölum sem þau
gáfu blaðamönnum.
Jafnframt er Campbell sakað-
ur um að hafa afvegaleitt blaða-
Sakaður um að
hafa villt um fyr-
ir blaðamönnum
menn varðandi nýleg samskipti
Blairs og fjölmiðlajöfursins
Ruperts Murdoch en Blair er
sakaður um að veita Murdoch
óeðlilega aðstoð í viðskiptum
hans á Ítalíu. William Hague, for-
maður Ihaldsflokksins breska,
krafðist þess á þingfundi að skýrt
yrði frá því hvort Campbell hefði
gefið rangar upplýsingar með vit-
neskju og vilja Blairseður ei. Bla-
ir varði aðstoðarmann sinn í
breska þinginu í fyrradag með
þeim orðum að Ihaldsmönnum
gremdist mest hversu vel honum
gengi að finna höggstað á þeim.
Þessu brugðust Ihaldsmenn
illa við og bentu á að Campbell
er sjálfur ekki þingmaður heldur
opinber starfsmaður. Sérstök
þingnefnd, sem sett var á stofn
til að rannsaka hvort ýmsir
starfsmanna þess opinbera séu
orðnir of valdamiklir, beinir nú
sjónum sínum mjög að framferði
hans. Campbell segist ætla að
sýna nefndinni fullan sam-
starfsvilja þegar hún kalli hann
fyrir, enda neitar hann að hafa
logið að blaðamönnum og segist
ekki hafa neina ástæðu til að
skammast sín fyrir orðsending-
arnar sem hann sendi þeim
Harman og Field.
fhaldsmenn ekki einir um
að kvarta yfir Campbell
Það eru ekki aðeins þingmenn
íhaldsflokksins og blaðamenn
sem kvarta yfir yfirgangi Camp-
bells heldur er sagt frá því í The
Times að þingmaður Verka-
mannaflokksins og formaður
þingnefndarinnar fyrmefndu,
Rhodri Morgan, sé ósáttur við
dónaskap Campbells. Morgan
segir að svör vanti við nokkrum
mikilvægum spumingum. „Eiga
starfsmenn hins opinbera að geta
ritað slík bréf án þess að hafa
fullt samþykki forsætisráðherr-
ans og ef þeir hafa fullt samþykki
hans væri þá ekki æskilegra að
það kæmi fram í orðsendingun-
um?“
Dagblaðið The Times gekk í
leiðara sínum í fyrragær lengra í
þessa átt þegar það hélt því fram
að að verið væri að hengja bak-
ara fyrir smið, réttara væri af
Ihaldsmönnum að beina gagnrýni
sinni að Tony Blair sjálfum.
Campbell starfaði einungis í um-
boði hans og að það væri Blair
sem sýndi einræðistilburði í
stjómarháttum.
Maurice
Papon
H Handklæði í úrvali
É-*v Laugardagstilboð:
■ Barnasett 2 fyrir f
Opiðkl. 10-16
Njálsgötu 86, sími 552 0978
Lagerútsala
af munstrunum:
Monaco, Sarabande, Cloisonné,
Holyrood, Cathay og Hatdwick
aðeins langan laugardag
Guðlaugur A. Magnússon,
Laugavegi 22a, sími 551 5272.
Royal Doulton
25-40%
afsláttur
Stórar
V
: %m
og verðandi
mæður
Fiili búð af
nýjuiti vörum
Tilboðsslú:
2 flíkur a
verði einnor
Utsölurestor
2 fyrir 1
I tslvuvejslunm StíSrar stelpur
Hvcrfí'.t*ötu 105, Rtn kjavtk, sfmt 551 66K8
Ifarnarsii.fci O', 2. 1ia*ð4 Kíúminni Akureyri. s. IO80
Höfum hafið innflutning á norskum
smíðajárnsvörum frá <J. vtódt ð OfilíC 00
fyrir heimiii og sumarbústaói
Eigum fyrirliggjandi olíulampa, kertastjaka
og rafmagnsljós, aringrindur,
og neistahlífar, vindhana.
Einnig úrval af lömum og höldum fyrir
skápa og kistla.
Herramokkasínur
Póstsendum samdægurs - 5% staðgreiðsluafsláttur
Ioppskórinn
Veltusundi v/lngólfstorg, sími 552 1212