Morgunblaðið - 03.04.1998, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 03.04.1998, Qupperneq 31
MORGUNB LAÐIÐ LISTIR FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 1998 31 Söngbræður með tvenna tónleika KARLAKÓRINN Söngbræður úr Borgarfirði heldur tvenna tónleika laugardaginn 4. apríl í Listaskálanum í Hveragerði kl. 15 og í sal Félags íslenskra hljómlistarmanna (FIH) Rauðagerði 27 í Reykjavík kl. 20.30. Aðgangseyi’ir er 1.000 kr. Þetta er tuttugasta starfsár Söngbræðra. Stjórnandi kórs- ins undanfarin fjögur ár er Jerzy Tosik-Warszawiak kenn- ari við Tónlistarskóla Borgar- fjarðar, áður prófessor við Tón- listarakademíu Kraká-borgai' í Póllandi. Undirleikari kórsins er Zsuzanna Budai tónlistar- kennari við Tónlistarskóla Borgarfjarðar. A laugardagskvöldið mun kórinn flytja fjölbreytta dag- skrá og verður fleira á dag- ski’ánni en kórsöngur, tvöfaldur kvartett, tríó, dúett og einsöng- ur er meðal þess sem mun heyrast, en einsöngvarar með kómum eru Snomi Hjálmars- son tenór og Sindri Sigurgeirs- son bassi. Stofnfundur Félags um Listasafn Samúels í DJÚPINU, veitingastaðnum Horninu, Hafnarstræti 15, verður á laugarag 4. apríl kl. 14 stofnfundur Félags um endur- reisn Listasafns Samúels í Sel- árdal. Ferðamálaráð, Sam- gönguráðuneyti og Seðlabank- inn hafa nú lagt málefninu fjár- hagslegt lið og nýverið var haldin fjáröflunarsýning í Gall- eríi Horninu þar sem ýmsir listamenn gáfu verk sín til styrktar uppbyggingu í Selár- dal. Sýningin hefur nú verið opn- uð á netinu á slóðinni: saga.is/Samuel. Allir velunnarar Listasafns Samúels eru velkomnir á stofn- fundinn. Sýningu lýkur Gallerí Fold SÝNINGU Ólafar Kjaran á olíu- og vatnslitamyndum í baksal Gallerís Foldar lýkur nú á sunnudag, 5. apríl. Svanur leikur kvik- myndatónlist LÚÐRASVEITN Svanur verður ineð vortónleika sína í Tjarnar- bíói Iaugardaginn 4. apríl kl. 14. Að þessu sinni eru kvikmyndir valdar sem þema tónleikanna. Öll efnisskráin byggist á kvik- myndatónlist. Það má segja að tónleikarnir séu óvenjulegir hvað þetta snertir þar sem lúðrasveitir hafa yfirleitt bland- aða tónlist frá ýmsum tímum. Lúðrasveitina Svan skipa um 45 hljóðfæraleikarar á aldrinum 15-70 ára, flestir þó af yngri kynslóðinni þar sem Gísli Ferdinandsson er aldursforseti hljómsveitarinnar. Á efnisskránni verður tónlist úr kvikmyndunum Star Wars, Mission: Impossible, Pocahontas, James Bond, Exodus og lög eftir Antono Carlos Jobim sem mikið hafa verið notuð í ýmsar kvik- myndir. Stjórnandi á tónleikun- um er Haraldur Árni Haralds- son. Dómur um flutning skosku BBC-hljómsveitarinnar á verkum Jóns Leifs „Hávær ný- liði“ skekur Glasgow „SKJÁLFTAKIPPUR fór um hátíðasal Glas- gow-borgar þegar tónlist eftir lítt þekktan byltingarmann tók höndum saman við verk Beethovens í tónleikaröð skosku BBC-sinfóní- unnar „Byltingarmaðurinn Beethoven“. Hinn háværi nýliði var íslenski frumherjinn Jón Leifs, sem setti sér á fyrri hluta aldarinnar að skapa tónlist sem væri einstakt dæmi um Iand hans, sem er enn í mótun og hann sjálfan." Með þessum orðum hefst gagnrýni Hilary Finch í The Times um tónleika undir stjórn Jón Leifs Osmo Vanská Osmos Vánska í Skotlandi í lok síðasta mánað- ar. Verk Leifs eru sögð svo einstök að ómögu- legt sé að feta í fótspor hans. „Verk á borð við Geysi, sem skók Glasgow til grunna, og Hekla og Sögusinfónían, sem voru tekin upp fyrir skömmu, lúta eigin lögmálum. Einu kunnug- legu hljómarnir sem eyrað nemur er röð fimmtunda og grófmeitluð, óregluleg áhersla sem á rætur sínar í fornum, íslenskum söngv- um og ljóðrænum kvæðaflutningi." Finch segir skosku BBC-sinfóníuna orðna vana því að dýfa tánum ofan í „svo sjóðheitan tónlistarpott" og segir það verk stjórnandans, Vánskás, byggt á reynslu hans frá íslandi og Finnlandi. Afleiðingin sé fjölmargir „eftir- skjálftar" í bresku tónlistarlífi. Finch er sátt við að tefla Jóni Leifs og Beet- hoven saman á tónleikum og segir það bjóða upp á meira en auðfenginn hroll. Bæði tón- skáldin hafi litið á náttúraöflin sem dæmi um tjáningu þess krafts sem búi innra með hverj- um manni og það hafi komið greinilega fram á tónleikunum. Sunnudagur í Listasafni Arnesinga I ANNAÐ sinn fær Listasafn Ái-nesinga til sín gest á sunnudegi. I þetta sinn er það Brynhildur Þor- geii'sdóttir sem ætlar að sýna lit- skyggnur af verkum sínum og segja frá þeim og tilurð þeiira og einnig að segja frá sjálfri sér. Brynhildur er uppalin á Hrafn- kelsstöðum í Hrunamannahreppi. Brynhildur útskrifaðist , frá Mynd- lista- og handíðaskóla Islands sem teiknikennari og lærði síðan í Hollandi og Bandaríkjunum. Hún hefur oft hlotið starfslaun og vinnu- stofustyrki, gegnt trúnaðarstörfum fyiir myndlistarfólk og fengið marg- víslegar viðurkenningar fyrir störf sín. Hún hefur sýnt víða um heim, í ýmsum borgum Evrópu og beggja vegna Kyrrahafsins, bæði í Kaliforn- Morgunblaðið/Þorkell LÚÐRASVEITIN Svanur leikur kvikmyndatónlist í Tjarnarbíói á laugardag. Gallerí Listakoti IRÉNE Jensen grafíklistakona opnar sýningu í Gallerí Listakoti, Laugavegi 70, Iaugardaginn 4. apríl kl. 14-17. Iréne stundaði myndlistarnám í Stokkhólmi og lauk námi frá Myndlista- og handíðaskóla íslands 1994. Þetta er fimmta einkasýning hennar. Hún hefur tekið þátt í fjölda sam- sýninga hérlendis og erlendis. Myndirnar eru unnar í kopar- ætingu og einnig með blandaðri tækni. Heiti sýningarinnar er Siðbót og eru myndirnar unnar út frá hugmyndum um íslenska miðaldasögu og nútímann. íu og Japan. Listasafn Áimesinga ætlai' að hefja kynningu á Brynhildi með því að fá hana til að koma með litskyggnur af verkum sínum en hún aflaði sér strax á námsárunum þekk- ingar á því hvernig taka mætti góðar myndir af þrívíðum verkum. ------------------ „4. víddin“ OPNUN myndlistarsýningar Fjöl- brautaskólans í Garðabæ verður haldin í Gallerí Geysi í Hinu húsinu við Ingólfstorg laugardaginn 4. apr- íl kl. 14.14. Sýningin ber yfirskrift- ina 4. víddin og samanstendur af verkum sem nemendur hafa unnið í þemavinnu í sambandi við tímann. Verkin eru unnin á fjölbreyttan hátt og sýna tilfínningar ungs fólks til tíma og tímaleysis vorra daga. Boðið verður upp á léttar veiting- ar og uppákomur. Hitt húsið er opið kl. 8-23 virka daga og um helgar frá kl. 13-18. „KANTARAKAPA, annó 1550.“ Æting, blönduð tækni. Siðbót í Fræðafundur um Bach og passíutónlist í TILEFNI af flutningi Kórs Langholtskirkju á Mattheusarpassíunni, eftir Jó- hanns Sebastians Bach, stend- ur kórinn fyrir fræðafundi um Bach og tónlist hans kl. 14, laugardaginn 4. apríl í Odda, stofu 101. Á fundinum verður fjallað um trúarlega tónlist Bachs í víðu samhengi. Þorsteinn Gylfason prófessor fjallar um tónlist og trú, Þorkell Sigur- bjömsson tónskáld talar um passíur og sr. Kristján Valur Ingólfsson, rektor í Skálholts- skóla, fjallar um mikilvægi passíutónlistar fyrir kirkjulífið. Séra Jón Helgi Þórarinsson, prestur í Langholtskirkju, stýrii' fundi og flytur inngangs- orð. Kór Langholtskirkju mun flytja Mattheusarpassíuna á þrennum tónleikum um pásk- ana; á skírdag, fóstudaginn langa og laugardaginn fyrir páska kl. 16 hvern dag. Hreindýr á skákborði tískunnar TÍSKUHÚSIÐ DeSign-ý, Egilsstöðum stendur fyrir tískusýningu á leðurfatnaði úr íslensku hreindýraleðri á úti- taflinu við Lækjargötu, laugar- daginn 4. apríl milli kl. 13 og 15. I kjölfarið á tískusýningunni verður opnuð sýning í húsa- kynnum gallerís Handverks & hönnunnar að Amtmannsstíg 1. Tískuhúsið DeSign-ý, Egils- stöðum, í eigu Signýar Ormars- dóttur fatahönnuðar, sérhæfir sig í hönnun og framleiðslu á fatnaði úr íslensku hreindýra- leðri. Sýningin stendur til 25. apríl og er opin þriðjudaga - fóstu- daga frá kl. 11-17 og laugar- daga frá kl. 12-16. Egill Sæ- björnsson sýn- ir á Mokka Á MOKKA við Skólavörðustíg verður opnuð sýning á verkum Egils Sæbjörnssonar (f. 1973) í dag föstudaginn 3. apríl. Egill útskrifaðist úr fjöl- tæknideild Myndlista- og handíðaskóla íslands síðastlið- ið vor og hefur einkum fengist við tölvutengda listsköpun. Hvar era mörkin á milli sýnd- arveruleika og veruleika? Hvernig birtist sýndarveru- leikinn í þeim veruleika sem við lifum og hrærumst í dags daglega? Sýning Egils stendur til 28. apríl. FRUMSYNING 25. APRÍL: Ný söngskemmtun á Broadway HÓTEL ÍSLANDI Miba- og boröapantanir í síma S331100. Verð 4.900, matur og sýning. 1.950, sýning. 950, dansleikur. Fiöldi sönavara, hl|óðfæraleikara og dansara koma fram í sýningunni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.