Morgunblaðið - 03.04.1998, Síða 34

Morgunblaðið - 03.04.1998, Síða 34
34 FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 1998 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Guðni Franzson Gunnar Kvaran Gerrit Schuil klarínettleikari. sellóleikari. píanóleikari. Kammertónleikar í Garðabæ Alda Sigurðar- dóttir í Slunkaríki í GALLERÍI Slunkaríki á ísafirði verður opnuð sýning á verkum eftir Öldu Sigurðar- dóttur laugardaginn 4. apríl. Alda fæddist í Reykjavík ár- ið 1960 og býr á Selfossi. Hún lærði hjúkrunarfræði og fata- hönnun og árið 1993 lauk hún námi frá Myndlista- og hand- íðaskóla Islands. Hún hefur haldið sýningar á verkum sín- um ein sér og með öðrum. Sjálf er hún alin upp við hannyrðir og hefur mikið not- að slíkar vinnuaðferðir í list- sköpun sinni. I verkum sínum er hún þó fyrst og fremst að myndgera sköpunarverkið sjálft, tilviljunarkennt og skipulega eins og það býður upp á, segir í fréttatilkynn- ingu. A sýningunni núna notar hún afkomendur hjóna sem voru afi hennar og amma. Verkin hefur hún unnið í tölvu og í kjöltu sér. Sýningin stendur til 19. apr- íl og er opið fimmtudaga til sunnudaga kl. 16 til 18. Alda sýnir á sama tíma verk á al- netinu. Slóðin er http://not- endur.snerpa.is/alda. Japönsk pappírsgerð MHI heldur námskeið um jap- anska pappírsgerð á morgun, laugardag. Unnið verður með Koszo, sem er trefjaefni úr japönskum runna. Kenndar verða hefðbundnar japanskar vinnuaðferðir, gerð pappírs í yfirstærðum, litun, o.fl. Kennari er Hrafnhildur Sigurðardóttir myndlistar- maður. Kennt verður í Laug- arnesi á morgun og helgina 25.-26. apríl. Námskeið í eldsmíði Þá gengst MHÍ fýrir nám- skeiði í eldsmíði. Á því fá þátt- takendur möguleika á að kynnast þessari fomu aðferð að vinna með jám í eldi og smíða úr því. Kennari er Sigrún Guð- mundsdóttir myndhöggvari. Kennsla fer fram í Eldsmiðju J. Hinriksen í Súðarvogi og hefst 14. apríl. Fjallað um Feður og syni á Leyni- barnum ÁÐUR en sýning hefst á Feðr- um og sonum eftir ívan Túrg- enjev sunnudaginn 5. apríl n.k. mun Ingibjörg Hafstað bók- menntafræðingur fjalla um verkið og það þjóðfélagslega umhverfi sem það var skrifað í. Kynningin fer fram á Leyni- bar Borgarleikhússins og hefst kl. 19. Aðgangur er ókeypis. Sýningin á sunnudag er sú síð- asta á Feðmm og sonum. Verkið var framsýnt á Stóra sviði Borgarleikhússins 9. jan- úar 8.1. Leikendur era; Björn Ingi Hilmarsson, Eggert Þor- leifsson, Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir, Guðrún Ásmunds- dóttir, Halldóra Geirharðs- dóttir, Kristján Franklín Magnús, Pétur Einarson, Sóley Elíasdóttir og Þorsteinn Gunnarsson. Leikgerð og leikstjóm, Alexei Borodin. Á TÓNLEIKUM í Kirkjuhvoli við Vídalínskirkju í Garðabæ laugar- daginn 4. apríl kl. 17 munu þeir Guðni Franzson klarínettleikari, Gunnar Kvaran sellóleikari og Gerrit Schuil píanóleikari flytja verk eftir Johannes Brahms og Ludwig van Beethoven. Þetta eru fjórðu kammertónleikarnir sem þar eru haldnir á þessum vetri, en Gerrit Schuil er list- rænn stjórnandi og skipuleggj- andi þeirra. „Tónleikarnir hefjast á sónötu fyrir klarínett og píanó í f-moll op. 120 nr. 1 eftir Johannes Brahms sem þeir Guðni og Gerrit flytja. Þetta er önnur af tveimur klarínettsónötum undir þessu ópusnúmeri sem jafnframt voru sfðustu kammerverk Brahms. Þá var hann kominn á sjötugsaldur, frægur og dáður um allan heim fyrir tónsmíðar sínar. Fyrsti þáttur sónötunnar fylgir strangri klassískri hefð hvað formgerð snertir, alvarlegur, dramatískur og heilsteyptur. Á annan þáttinn má ef til vill líta sem hið full- komna ástarljóð. Þriðji þátturinn víkur frá klassískum stíl scherzo- þátta og dregur dám af þýsku þjóðlögunum sem Brahms hóf til vegs og virðingar með útsetning- FRÁ og með fóstudeginum 3. apríl til miðvikudagsins 15. apríl verða menningardagar félagsmiðstöðvar- innar Vitans fyrir unglinga í 8.-10. bekk í Hafnarfirði. Á dagskránni verður meðal annars ljósmynda- maraþon, gúmmíbátarall og break- námskeið. Hingað til hefur verið haldin menningarvika unglinga í Hafnar- firði í aprílmánuði en nú verða haldnir nokkir menningardagar þar sem reynt verður að hlúa sérstak- lega að því sem unga fólkið vill gera. Dagskráin á að snúast um áhuga- mál og verkefni unga fólksins. Fyrsti hluti menningardaganna hófst í raun með hæfileikakeppn- inni Höfrangur 98 sem fram fór í lok marsmánaðar. Dagskráin á menningardögum; Föstudagur 3. apríl: Ljósmynda- maraþon, verkefni og fílmur afhent- ar. Stuttmyndamaraþon hefst. Hip hopp ball í Fjörgyn, sætaferðir. Mánudagur 6. apríl: Ljósmynda- maraþon, filmum skilað, stutt- um sínum og í lokaþættinum fer tónskáldið næsta fijálslega með rondo-formið. Fræg eru ummæli aldavinkonu Brahms, Clöru Schumann, þegar hann lét flytja henni þetta tónverk rétt áður en hún lést. Sökum hrumleika fékk hún ekki notið flutningsins sem myndamaraþon, breaknámskeið, sælkeranámskeið, listfórðunamám- skeið, bílskúrsbandakeppni, hafn- firskrar unglingahljómsveitar. Þriðjudagur 7. apríl: Stutt- myndamaraþon, breaknámskeið, sælkeranámskeið, listförðunarnám- skeið. Miðvikudagur 8. apríl: Alþjóð- lega gúmmíbátarallið. Aðeins fjög- ur lið fá að keppa á Hamarskots- læk. Hafnfirska bréfskutlukeppnin, keppt er bæði í listflugi og lang- flugi. Miðvikudaginn 15. apríl: Úrslit í Hafnarfjarðarmeistaramótinu í billiard, ljósmyndamaraþon myndir afhentar og festar upp á vegg. Kaffihúsakvöld Café Vitinn, verð- laun i ljósmyndamaraþoni, myndir sýndar úr stuttmyndamaraþoni, förðunarsamkeppni, úrslitaleikur- inn í billiard, breaksýning og nokk- ur atriði úr hæfileikakeppni. Hugmyndir að dagskrá koma að mestu frá unglingum. Þátttaka er ókeypis í öllu sem fram fer í Vitan- um á menningardögum. skyldi. „En ég veit nóg,“ sagði hún, „til að gera mér grein fyrir að hér hefur þú aftur samið meistaraverk." Næst á efnisskránni er sónata fyrir selló og pianó í e-moll op. 38 eftir Johannes Brahms sem þeir Gunnar og Gerrit flytja. Yf- Dagur vonar á Selfossi LEIKFÉLAG Selfoss frumsýnir í kvöld leikritið Dag vonar eftir Birgi Sigurðsson. Leikritið var sett upp hjá Leikfélagi Reykja- víkur árið 1987 í tilefni af 90 ára afmæli félagsins. Leikfélag Selfoss er metnaðar- fullt leikfélag, sem í ár heldur upp á Qörutíu ára afmæli sitt, og að sögn Ólafs Jens Sigurðssonar, 24 ára gamals leikstjóra frá Sel- fossi, leggst sýningin vel í hann. „Verkefnið er spennandi og ég vissi að ég hafði í höndunum frá- bæra leikara og tæknilið, fólk sem er reiðubúið að takast á við þetta magnþrungna verk. Ég er upp með mér af því að Leikfélag Selfoss skuli treysta mér í þetta verkefni," segir leikstjórinn ungi. Alls eru sex leikarar í sýning- unni, blanda af þaulreyndum og efnilegum leikurum, en 15-20 manns koma að gerð hennar. Leikmynd er í höndum Sigríðar Sigurðardóttur „Sirru“ og ljósa- hönnun er verk Benedikts Áxels- sonar. Næstu sýningar eru fyrirhug- aðar sunnudaginn 5. apríl, skír- dag, föstudaginn langa og annan í páskum. ir upphafi þessarar undurfögru sónötu hvílir seiðandi fegurð og upphafinn hátíðleiki. Síðan fylg- ir angurvær menúett en verkinu lýkur með stórbrotnum þætti þar sem tónskáldið sækir í smiðju til Bachs, hins mikla meistara fúgunnar, og tengir úr- vinnsluform hennar sjálfu sónötuforminu svo úr verður ein samslungin heild. Síðast á efnisskránni er tríó í B-dúr op. 11 eftir Ludwig van Beethoven. Verkið samdi hann á unga aldri, árið 1797, og er þetta eina tríó Beethovens þar sem hann nýtir klarínett í samleik. Þetta tríó hefur löngum staðið í skugga annarra verka sem hann samdi um líkt leyti, en er engu að síður skemmtilegt áheyrnar, fullt af gamansemi og heiðríkju. Fyrsti þátturinn er í hefðbundnu sónötuformi og dregur nokkurn dám af Haydn og Mozart þó að glöggt megi kenna höfundarein- kenni Beethovens. I hæga kaflan- um nýtur ljóðræn gáfa tónskálds- ins sín einstaklega vel og loka- þátturinn, sem er tilbrigði um stef eftir tónskáldið Weigl, morar af þeim hijúfu tónskrýtlum sem Beethoven hafði löngum mikið dálæti á, segir í kynningu. Síðustu sýningar Þjóðleikhúsið, Kaffi SÍÐASTA sýning á leikritinu Kaffi sem sýnt er á Litla sviðinu verður sunnudaginn 5. apríl. Leikendur eru; Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, Steinunn Olína Þor- steinsdóttir, Theódór Júlíusson, Valur Freyr Einarsson, Sigurður Sigurjónsson, Atli Rafn Sigurðar- son, Bryndís Pétursdóttir og Ró- bert Amfinnsson. Borgarleikhúsið, Feitir menn í pilsum Síðasta sýning á gamanleiknum Feitir menn í pilsum verður í kvöld fostudagskvöld 3. apríl. Leikendur era; Eggert Þorleifs- son, Halldóra Geirharðsdóttir, Hanna María Karlsdóttir og Jó- hann G. Jóhannsson. Galdrakarlinn í Oz Síðasta sýning á barnasöngleikn- um Galdrakarlinn í Oz verður sunnudagin 5. aprfl. Leikendur eru; Sóley Elíasdóttir, Ari Matthíasson, Bjöm Ingi Hilmarsson, Ellert A. Ingimundar- son, Guðlaug Elísabet Olafsdóttir, Margrét Helga Jóhannsdóttir, Kjartan Guðjónsson og Theódór Júlíusson. Auk þess koma fram dansarar og fjöldi barna í sýning- unni. Feður og synir Síðasta sýning á Feður og synir er á sunnudag 5. apríl kl. 20. Leikendur era; Björn Ingi Hilmarsson, Eggert Þorleifsson, Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir, Guð- rún Ásmundsdóttir, Halldóra Geir- harðsdóttir, Kristján Franklín Magnús, Pétur Einarsson, Sóley Eh'asdóttir og Þorsteinn Gunnars- son. ---------------- Ljósmyndir frá Nepal LJÓSMYNDASÝNING Kjartans Einarssonar verður formlega opn- uð í Galleríi Hominu, Hafnarstræti 15, í dag fóstudag kl. 17-19. Ljósmyndirnar á sýningunni era teknar í Nepal á síðasta ári og eru liður í lokaverkefni hans við Svenska konstskolan í Nykarleby í Finnlandi. Kjartan heldur sýninguna sam- tímis í Laterna Magica galleríinu í Helsinki. Sýningin verður opin alla daga kl. 11-23.30, nema sérinngangur aðeins kl. 14-18, og stendur til 15. apríl. Menningar- dagar Vitans

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.