Morgunblaðið - 03.04.1998, Page 37

Morgunblaðið - 03.04.1998, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 1998 37 NOSTALGÍSKT verk sem Hulda gerði skömmu eftir að hún fluttist heim frá New York. Verkið er eftirmynd lágmyndar sem hékk uppi á Hótel Borg. „Eg ólst upp við mikla þjóðerniskennd og eftir að hafa búið erlendis veit ég að þetta er ekki svo slæmur staður að búa á.“ ELDAR og draumsóleyjar voru þema sýningar sem Hulda hélt á Kjar- valsstöðum árið 1994 og viðtökur voru blendnar. „Eg held að fólk hafi búist við að ég héldi áfram með inyndir af fólki en fyrir mér var þessi sýning ákveðinn léttir.“ var svo miklu meiri á meðan ein- stefnan ríkti heima á Islandi." „Vissi að þetta var allt í lagi sem ég var að gera“ Aður en Hulda og Jón Óskar fluttu heim bauðst þeim að taka þátt í samsýningunni Mikla- tún-Manhattan, sýningu á verkum íslenskra myndlistarmanna í New York. Sýningarstjóri var þáverandi safnstjóri Norrænu menningarmið- stöðvarinnar Sveaborg í Helsinki og núverandi stjórnandi finnska nútímalistasafnsins, Marita Jakuri. Sýningin ferðaðist um Norðurlönd- in þar sem hún vakti athygli galler- írekenda og opnaði Huldu og Jóni Oskari leið inn í evrópskan listheim við heimkomu frá Bandaríkjunum. „Jakuri reyndist mér jafn vel og Seagull í New York. En á þessum tíma var sjálfstraustið orðið meira. Ég var farin að sýna í galleríum í New York svo ég vissi að þetta var allt í lagi sem ég var að gera.“ Frá því að Hulda flutti aftur til Islands hefur hún haldið fjölda sýn- inga hér á landi og erlendis, m.a. í Stokkhólmi, Berlín, London, Tall- inn og Helsinki. Mörg verka henn- ar eru jafnframt í eigu safna í Evr- ópu og hafa aldrei verið sýnd hér á landi. A síðustu árum hefur Hulda unnið umhverfislistaverk í Eist- landi, Samalandi og nú síðast í bænum Mosjöen á Hálogalandi, þar sem gylltir eldar og textar grafnir í gangstéttarhellur innan um beð með bláum draumsóleyjum prýða skóglendi í miðbænum. Tilheyrir sjálf veruleika verkanna Frásögnin er rík í verkum Huldu og frá upphafi mjög ákveðið sam- band milli orða og mynda. Textinn lýgur til um myndefnið sem verður enn fáránlegra fyrir vikið. Fígúr- urnar standa stífar í röðum sem síðan riðlast svo þetta spariklædda, umkomulausa fólk snýr bæði fram og aftur eins og það viti ekki í hvom fótin það á að stíga, hvert það er að fara. „In the sun: Group of people with different lifestyles," er texti undir einu þessara verka en samt eru allir eins; sama líkams- stelling, sama hárgreiðsla, sami fatnaður. „Ég vildi finna búning sem ákvarðaði hvorki stétt né tíma fólks og gæti þess vegna átt við alla öldina." Umræðan berst að háðinu sem jafnan er ríkur þáttur í nálgun Huldu á viðfangsefni sitt. Hannes varpar þeimi spurningu fram hvort listakonan sé undir áhrifum lista- stefnu sem kennd er við kitsch og kom upp í Bandaríkjunum á síðasta áratug í verkum listamanna eins og Jeffs Koons. Þetta vill Hulda ekki samþykkja og bendir á að nálgun sín sé meira í ætt við nostalgíu og ást á viðfangsefninu en paródíuna. „Nálægð mín við viðfangsefnið er mun meiri en í verkum bandarískra kitsch-listamanna. Ég hef passað að setja sjálfa mig í samhengi við fólkið í verkum mínum og undir- strika með því að ég sjálf er hluti af þeim veruleika sem þar birtist." Halldór Bjöm bendir á tengsl mynda Huldu við ritverk Einars Kárasonar og kvikmyndir Friðriks Þórs Friðrikssonar þar sem fram komi með svo sterkum hætti ein- læg ást á séríslenskum einkennum. Þetta er það sem fólk vill heyra A síðustu árum hafa fígúrurnar verið að hverfa úr verkum Huldu og skírskotun þeirra er orðin tákn- rænni og almennari um leið og textinn verður fyrirferðarmeiri. Eins og Egill bendir á er alls ekki einhlítt hvemig listakonan notar þessa texta; þeir geta bæði verið háðslegir og ljóðrænir þótt Hulda taki skýrt fram að hún sé ekki að yrkja ljóð. „Ég vildi að áhorfandinn tæki að sér hlutverk fólksins í verk- unum,“ segir listakonan. „Ahorf- andinn á sjálfur að taka afstöðu til verka minna og þess vegna verður túlkun þeirra að vera opin.“ Á sýn- ingu Huldu í galleríi Ingólfsstræti 8 fyrir tveimur árum voru tilgerð- arleg hrósyrði rituð í miðju lág- mynda, í bakgrunninn draumsól- eyjabeð eða eldhaf. „Ég lá yfir stjömuspám og sauð saman texta úr því sem þar stóð vegna þess að ég held að þetta sé það sem fólk vill heyra.“ Halldóri Bimi þykja verkin miðla svo vel tilhneigingu okkar til að aga mál okkar og hefta. „Við er- um alltaf að reyna að vera einhver önnur en við emm og felum okkur á bak við kurteislegar setningar. Mér finnst Huldu takast svo vel að sýna okkur fram á flatneskju og til- gerð daglegs tungutaks." Hulda Hákon heldur áfram að koma áhorfandanum á óvart. I nýj- ustu verkum hennar í Galleríi Sæv- ars Karls kveður enn við nýjan tón. Meira verður ekki gefið upp en les- endur minntir á málþingið sem hefst kl. 11 fyrir hádegi á morgun og opnun sýningarinnar strax að því loknu. Morgunblaðið/Sigrún Sýning í Pakkhúsinu Morgunblaðið. Höfn. í PAKKHÚSINU á Höfn heldur Irena Zvirblis málverkasýningu frá 4.-14. apríl nk. Irena mun sýna olíumálverk sem eni mál- uð undanfarna 7 mánuði. Irena er flóttamaður frá Bosniu í Júgóslavíu. Faðir Irenu var málari að mennt og vann við list sína, svo myndlist er og hefur ávallt verið stór þáttur í lífi hennar. Áður en Irena flúði til ís- lands hafði hún haldið 6 einka- sýningar og tekið þátt í 15 sam- sýningum og hafði hún einnig hlotið tvenn verðlaun fyrir vei’k sín. Va knarj þúfmed Þú byltir þér 80% minna á Tempur heilsudýnunni! tkMPUR-PEDIC HEILSUDÝNA 21. ALDARINNAR Runnsóknir sunnu þuð! Einstakir eiginleikar Þrýstipunktar á sprina- dýnu í hæsta gæðaflokki Þrýstipunktar á Tempur heilsudýnunni er lykilorðið Tempur dýnurnar voru þróaðar af (geimvísindastofnun Bandaríkjanna). leikar Tempur felost fyrst og fremst þrýstijöfnunareiginleikum efnisins. Dýnan lagar sig að hita og þrýst- ingi líkamans. Þar af leiðandi myndast engir þrýstipunktar á stöðum s.s. herðum, mjöðmum, öxlum og höndum. Þannig helst blóðstreymi óheft, stirðleiki og verkir heyra sögunni til. NASA Eigin- Það er engin tilviljun að kírópraktorar, sjúkraþjálfar, læknar og sérfræðingar um allan heim mæla aðeins með Tempur-pedic heilsudýnunni rtió Radix íætð bú öl\ svetr hetbetgúHúsgogh- 6leesiieg iúm og gojiot í largo og Vaughan. fínrstvrðit rúmboínot Radix ■ Grensásvegi 16 ■ S:588-8477 ■ Fax:588-8475 ■f

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.