Morgunblaðið - 03.04.1998, Qupperneq 38
38 FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 1998
MORGUNBLAÐIÐ
STOFNAÐ 1913
UTGEFANDI
FRAMKVÆMDASTJÓRI
RITSTJÓRAR
Árvakur hf., Reykjavík.
Hallgrímur B. Geirsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
VARUÐ VEGNA
INFLÚENSU
OTTI MANNA við drepsóttir hefur magnazt mjög eftir
fréttirnar fyrr í vetur um nýja tegund inflúensu, sem
borizt hefur í menn úr fuglum, svonefnd kjúklingaflensa.
Hennar varð fyrst vart í Hong Kong og kostaði nokkra
menn lífið. Að auki olli hún miklu fjárhagslegu tjóni vegna
öryggisráðstafana heilbrigðisyfirvalda þar og hræðslu fólks
við að ferðast til Hong Kong vegna smithættu. Önnur teg-
und flensuveiru hefur gengið að undanförnu í Hong Kong,
svonefnd Sydney-flensuveira. Mesta ógnin við heilsufar
manna er sú, að fuglaflensan blandist henni og myndi nýtt
afbrigði, sem ekkert mótefni er gegn. Slíkt gæti valdið
drepsótt um allan heim. Ferill spönsku veikinnar 1918
hræðir í þessum efnum, en hún er ein mannskæðasta drep-
sótt allra tíma og kostaði um 20 milljónir manna lífið, þ.á m.
fjölda Islendinga.
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur upplýst, að engra nýrra
tilfella af fuglaflensu hafi orðið vart frá 28. desember sl. og
er því vonast til, að sú hætta sé liðin hjá, að hún blandist
mannainnflúensuveirum. Vísindamenn telja nú, að
fuglaflensuna megi rekja til tveggja veiruafbrigða, sem ger-
ir enn erfíðara en ella að verjast sjúkdómnum.
Bóluefni fyrir næst'a vetur mun innihalda mótefni gegn
þeim flensum, sem vart hefur orðið að undanförnu, þ. á m.
þeirri sem kennd er við Sydney, en hins vegar ekki fuglain-
flúensunni. Enn er unnið að þróun bóluefnis gegn henni, en
sé um tvö veiruafbrigði að ræða veldur það auknum erfið-
leikum.
Við þessar aðstæður er árvekni íslenzkra heilbrigðisyfir-
valda mjög brýn, því allra ráða þarf að leita til að koma í veg
fyrir faraldur hér á landi. Heilbrigðisyfirvöld hafa til þessa
fengið allt það bóluefni, sem þau hafa óskað eftir, vegna
góðrar samvinnu við Alþjóðaheilbrigðisstofnunina og mikil-
vægt er að svo verði áfram.
Minnsti grunur um, að nýr inflúensustofn sé í uppsiglingu
kallar á varúðarráðstafanir og viðbúnað. Enginn telur eftir
kostnað í slíku tilfelli. Spánska veikin lék þjóðina grátt og
sú saga má ekki endurtaka sig.
SOGULEG STÆKKUN
FORMLEGAR viðræður Tékka, Pólverja, Eistlendinga,
Ungverja, Slóvaka og Kýpurbúa um aðild að Evrópu-
sambandinu hófust í Brussel í vikunni. Að auki var fimm
ríkjum til viðbótar, Slóvakíu, Lettlandi, Litháen, Búlgaríu
og Rúmeníu, heitið að viðræður um aðild skyldu hefjast síð-
ar á árinu, þótt því hafí jafnframt verið lýst yfir að þau ættu
lengra í land með að uppfylla skilyrði fyrir aðild. Stefnt er
að því að í byrjun næstu aldar verði aðildarríki Evrópusam-
bandsins 26 og íbúar ESB þar með um 500 milljónir.
Á sama tíma virðist flest benda til að áformin um efna-
hagslegan og peningalegan samruna og upptöku sameigin-
legrar myntar verði að veruleika fyrir aldamót. I gær vísaði
þýski stjórnlagadómstóllinn frá kærumálum sem honum
höfðu borist vegna EMU og hefðu tafíð framgang málsins,
hefðu þau verið tekin til greina.
Til þessa hefur umræðan í kringum stækkunina einkennst
af hinum rómantísku hugmyndum um sameiningu álfunnar.
í ræðu sem Robin Cook, utanríkisráðherra Bretlands, flutti
við upphaf viðræðnanna sagði hann m.a.: „Þessi ríki hafa
haft mikil áhrif á menningarsögu Evrópu. Chopin var pólsk-
ur, Bartok ungverskur og Dvorak Tékki.“ Nú bíður ráða-
manna Evrópu það erfiða verkefni að láta draumsýnina
verða að veruleika.
Prátt fyrir að miklar efnahagslegar framfarir hafi orðið í
ríkjum Austur-Evrópu á undanförnum árum eru hagkerfi
þeirra enn tiltölulega vanþróuð í samanburði við hin ríku
iðnríki Vestur-Evrópu. Iðnaður og landbúnaður austurhlut-
ans mun eiga í vök að verjast þegar samkeppni við varning
frá vesturhlutanum verður nær óheft. Að sama skapi mun
það valda pólitískri ólgu í ríkjum Evrópusambandsins, þeg-
ar styrkir til landbúnaðar verða skornir við nögl, vegna
kostnaðar við stækkunina, og byggðastyrkir, sem hin efna-
minni ríki ESB hafa notið góðs af, verða felldir niður.
Þessi vandamál og mörg önnur hafa blasað við frá upp-
hafi. Þrátt fyrir það hikar enginn við að ráðast í þetta risa-
vaxna verkefni. Aðild austurhluta Evrópu á eftir að bæta
efnahag þessa hluta álfunnar, treysta lýðræði og þar með
stöðugleika í Evrópu allri. Til Evrópusamstarfsins var á sín-
um tíma ekki síst stofnað til að koma í veg fyrir að þau ríki
er bárust á banaspjót í heimsstyrjöldinni síðari hæfu stríðs-
átök að nýju. Þær viðræður sem nú eru að hefjast eru rök-
rétt framhald á þeirri þróun.
Til móts við nýja
Breyttar for-
sendur með af-
námi einkaleyfís
Miklir möguleikar fyrir íslendinga
á sviði fjarskipta og tölvutækni
Fimm manna sérfræðinefnd var skipuð í
nóvember á síðasta ári til að huga að stefnu-
mótun í fjarskiptamálum. Nefndin hefur
skilað skýrslu þar sem m.a. er varpað ljósi á
stöðu fjarskiptamála, staða
Landssímans greind og lagðar fram tillögur
um sölu hans. Gréta Ingþórsdóttir kynnti
sér efni skýrslunnar.
HALLDÓR Blöndal sam-
gönguráðherra skipaði
nefndina í lok nóvember á
síðasta ári. f henni sátu Ey-
þór Arnalds, Frosti Bergsson, Ólafur
Jóhann Ólafsson, Þorsteinn Þor-
steinsson og Guðjón Már Guðjónsson,
sem jafnframt var formaður nefndar-
innar. Starfsmaður hennar var Sæ-
mundur Norðfjörð. í inngangi
skýrslu nefndarinnar er þess getið að
Ólafur Jóhann Ólafsson hafi lítið get-
að sinnt nefndarstörfum eftir áramót
vegna anna erlendis.
Verkefni nefndarinnar var að skil-
greina stöðu fjarskiptamála hér á
landi og meta hvernig þróun þeiira
geti orðið fram á næstu öld. Einnig
var henni falið að meta stöðu Lands-
síma íslands hf. sérstaklega og leggja
fram tillögur um það hvernig eignar-
hlut ríkisins í fyrirtækinu verði best
varið til að tryggja heildarhagsmuni
ríkis og almennings í fjarskiptum.
Niðurstaðan er sú að selja beri fyr-
irtækið sem fyrst og leggur nefndin
fram tillögur um hvernig að sölunni
skuli staðið.
í inngangi skýrslunnar segir að
breyttar forsendur kalli á endurskoð-
un stjórnvalda á hlutverki þeirra á
sviði fjarskiptaþjónustu en um síð-
ustu áramót var afnumið einkaleyfí á
fjarskiptarekstri í nær öllum Evrópu-
ríkjum með lögum og reglugerðum
Evrópusambandsins og Evrópska
efnahagssvæðisins.
Straumhvörf í fjarskiptamálum.
Fyrri hluti skýrslunnar ber heitið
Straumhvörf í fjarskiptamálum. Þar
er fjallað um þau umskipti sem orðið
hafa í fjarskiptamálum í heiminum á
undanfórnum árum, í tækni, þjónustu
og lagasetningu.
„Þráðlaus samskipti setja mark sitt
á talsamband, gjald fyrir millilanda-
samtöl fer lækkandi og samruni fjar-
skipta, fjölmiðlunar og einkatölva
hefur byltingarkennd áhrif. Vöxtur á
nýjum sviðum fjarskipta-
heimsins er hraðari en
dæmi eru um í tölvuheim-
inum. Til marks um það er
talið að þörf á bandbreidd
tvöfaldist á 100 dögum en
til samanburðar má nefna
að afl einkatölva tvöfaldast á 18 mán-
uðum. Þjónusta og viðskipti fyrir-
tækja og einstaklinga færast í aukn-
um mæli á Internetið og hefur versl-
un þar tífaldast milli ára,“ segir í
skýrslunni.
Gögn og tal á Netið
Um Netið segir að fáar tækni-
breytingar hafí haft jafn mikil áhrif á
jafn stuttum tíma. Vöxtur þess sé
með eindæmum og áhrifanna gæti
víða. Ljóst sé að alhliða fjarskiptanet
veraldar muni að mestu byggjast á
Internettækni. Næstu skref í Net-
byltingunni séu flutningur talsam-
bands og sívaxandi gagnaflutninga
yfir Netið. Fyrstu skrefin hafí þegar
verið stigin í þá átt að sinna talþjón-
ustu með þessari tækni, þ.á m. á
Norðurlöndunum. Þá sé framundan
samruni allra fjarskipta sem munu
nýta einn og sama staðalinn, IP,
Internet Protocol. Þannig muni sjón-
varp, sími, gögn, fjarfundir og fleira
eiga sér stað með IP-staðlinum og þá
um leið megi búast við aukinni fram-
leiðslu á tækjum sem vinna með öll-
um þessum miðlum.
Þráðlaus samskipti aukast
í skýrslunni segir ljóst að þráðlaus
samskipti muni aukast verulega og
um leið muni þau hafa í för með sér
aukna bandbreidd. Þannig gæti teng-
ing við Netið, fjarfundir og flutningur
margmiðlunarefnis orðið þráðlaus.
Nýr „wideband“-staðall, sem nýlega
hafí verið samþykktur, sé mikilvægt
skref í að gera sameiginlegan síma-
staðal að veruleika og muni hann
leysa GSM af hólmi með margföldum
flutningshraða. Ekki er spáð fyrir um
endanlega flutningsgetu hins þráð-
lausa kerfís en því er slegið föstu að
bandbreidd þess muni geta þjónað
talsvert miklum gagnaflutningum. Á
meðan þessi þróun eigi sér stað sé
talið að þungir og miklir gagnaflutn-
ingar fari í gegnum línukerfið en tal,
tölvupóstur og önnur minniháttar
gögn fari í gegnum þráðlausa kerfið.
Samvinna símafyrii'tækja er sögð
verða sífellt mikilvægari. Þetta hafí í
för með sér fjölbreyttari þjónustu við
neytendur og betra verð. Nýja stefn-
an sé samvinna við fyrirtæki sem séu
sterk á sínu sviði í stað þess að reyna
að gera öllu skil innan sama fyrirtæk-
is. í kjölfar þessa hafí átt sér stað
endurskilgreining á þörfum við-
skiptavina símafyrirtækja.
„Væntanlega munu fjar-
skipti framtíðarinnar að
mestu leyti byggjast á
gagnaflutningum þótt ekki
sé búist við að talsamband
minnki. Gagnaflutningar
verða ennfremur í sífellt meira mæli
á milli tækjanna sjálfra, sem leysa
menn af hólmi með sjálfvirkni."
Breytingar kærkomnar
fyrir Islendinga
Nefndin telur að tilkoma staðlaðs
fjarskiptanets á heimsvísu hafí rót-
tæk áhrif á helstu þætti mannlífs og
hafi þvi áhrif á þjóðfélagsmynstur og
efnahag almennt. Margir nýir mögu-
leikar verði til en um leið sé aukin
hætta. Fyrir land eins og ísland séu
þessar breytingar kærkomnar því
þær dragi úr áhrifum fjarlægðar.
Þetta eigi bæði við um íslenska að-
ila sem hafí áhuga á að koma vöru og
þjónustu á framfæri á alþjóðlegum
markaði og erlend fyrirtæki sem séu
að leita að hentugri starfsemi fyrir
starfsemi sína. Til að tryggja hags-
muni Islands í þessari þróun sé mikil-
vægt að taka þátt í þessum breyting-
um og vera þar eins framarlega í
flokki og frekast sé unnt.
Undirstaða íslendinga góð
Undir yfirskriftinni Fjarskiptafyr-
irtækin á krossgötum segir að lengi
hafi fjarskiptafyrirtæki einskorðast
við talsíma. Nú þurfi þau að endur-
meta starfssvið sitt í samræmi við
breyttar forsendur. Mikilvægt sé að
þau geri sér ljósar þær breytingar
sem eigi sér stað og endurskoði eðli
rekstursins. Annars sé hætt við að
illa fari. Framleiðni í hátækni og upp-
lýsingatækni er sögð mun meiri en á
hefðbundnum sviðum atvinnulífsins.
Einstaka þjóðir hafi markvisst reynt
að nýta sér þá stöðu og eru Finnar
sagðir þar í fararbroddi. Þeir hafi
aukið veltu í hátækniiðnaði úr 4% í
20% á tíu árum með markvissum fjár-
festingum og stefnumótun.
,Á næstu árum reynir á hvort Is-
lendingar stíga markvisst í átt til
framtíðar eða hika. Eitt er vist að
ekki vantar tækifærin því undirstað-
an er góð og þjóðin hefur tekið nýj-
ungum vel. En jafnframt er hægt að
glata tækifærum, einkum í menntun,
fjárfestingu og samvinnu. Til að
hindra það þarf að móta skýra sýn á
framtíðina sem samstaða er um.“
Hættur geta steðjað að
Sérstakur kafli er í skýrslunni um
stöðu Islands. Þar segir að fjarskipta-
mál hafí löngum skipt Islendinga
griðarlega miklu máli. Öflug fjar-
skipti dragi úr einangrun landsins og
þau vegi upp dýrar samgöngur. Fjar-
skiptanetið á Islandi sé öflugt þrátt
fyrir fámenni og notkun fjarskipta-
þjónustu hér meiri en víðast annars
staðar. Islendingar og aðrar Norður-
landaþjóðir hafí tekið nýjungum vel,
bæði stafrænni tækni og nýrri þjón-
ustu og þeir séu því vanir hröðum
breytingum.
Nokkrar hættur eru sagðar geta
steðjað að lítilli þjóð. I því sambandi
er nefnd hættan á háu verði vegna
legu landsins, fámennis og fákeppni.
Þrátt fyrir þessa hættu sé verð á fjar-
skiptaþjónustu sambærilegt við það
sem gerist erlendis. Neysla hér sé
með mesta móti og þjónustukröfur al-
mennings miklar. Önnur hætta sé sú
að rekstur og eigna fjarskiptafyrir-
ækja flytjist úr landi við samruna ís-
lenskra og erlendra fjar- ___________
skiptafyrirtækja. Slíkur yers|un
samruni gæti þó leitt til . ...
hagkvæmari rekstrar og ,nu
væri því neytendum til milll
góða. .......
Ámælisvert misræmi
í gjaldtöku
í skýrslunni er fjallað um skuld-
bindingar þær sem íslendingar hafa
tekið á sig með aðild að Evrópska
efnahagssvæðinu en þar hafi verið
mörkuð stefna um verulega breytt
lagaumhverfi með aukið frelsi í fjar-
skiptum að leiðarljósi. „ísland var
gert að einu gjaldsvæði með nýju
fjarskiptalögunum og voru byggða-
sjónannið þar sterk. Bent skal á að
Þjónustukröfur
almennings
hér miklar