Morgunblaðið - 03.04.1998, Page 42
42 FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 1998
AÐSENDAR GREINAR
MORGUNBLAÐIÐ
Stækkun
NATOí
austurátt
Stækkun NATO snertir beint hagsmuni
Islendinga. Island er nú orðið að jaðar-
ríki innan bandalagsins og mun sú
þróun ágerast eftirþví sem þungamiðj-
an innan NATO færist til austurs.
ALÞINGI Islendinga
hefur nú tekið til
meðferðar stækkun
þá til austurs sem
ákveðin hefur verið á
vettvangi Atlantshafsbandalags-
ins (NATO). Traustur meirihluti
er fyrir samþykktinni en furðu
vekur hversu litlar umræður
skapast hafa hér á landi um
þessa sögulegu ákvörðun og
hvaða þýðingu hún hefur fyrir
hagsmuni Islendinga.
Stækkun NATO til austurs
var formlega samþykkt á leið-
togafundi NATO í Madrid í júlí í
fyrra þegar stjórnvöldum í Pól-
landi, Tékk-
VIÐHORF
Eftir Ásgeir
Sverrisson
neska lýðveld-
inu og Ung-
verjalandi var
boðið að sækja
um aðild að
samtökunum. Ekki var einhugur
um þessa ákvörðun innan
NATO. Mörg aðildarríkjanna
vildu ganga lengra og bjóða
Rúmenum og Slóvenum aðild að
bandaiaginu. Þá kviknuðu
nokkrar umræður um hvemig
bregðast bæri við áhuga Eystra-
saltsríkjanna þriggja á inngöngu
í bandalagið.
Stækkunin markar algjör
vatnaskil í sögu NATO og mun
hafa víðtækar afleiðingar í för
með sér. Og ekki verða þær allar
jákvæðar. Nú þegar sjást þess
merki að Rússar hyggist láta
andstöðu sína við þessa áætlun í
ljós í verki. Hin góða samvinna
Bandaríkjamanna og Rússa á
vettvangi alþjóðamála, sem ein-
kenndi fýrstu árin eftir lok kalda
stríðsins, heyrir nú sögunni til.
Þessa hafa sést merki í Mið-
Austurlöndum og nú síðast í
Kosovo-deilunni þar sem Rússar
hafa tekið málstað trúbræðra
sinna í Serbíu. Rússar hyggjast
alls ekki taka stækkun NATO
þegjandi.
Þeim rökum var beitt að
stækkunin til austurs væri rétt-
lætanleg þar sem það væri yfír-
lýstur vilji þessara þriggja þjóða
að ganga í bandalagið. Eðlilegt
væri að sá þjóðarvilji yrði virtur
auk þess sem aldrei mætti fela
Rússum neitunarvald í málefn-
um NATO. Sú spurning vaknar
hvort þessi sömu rök muni heyr-
ast þegar Eystrasaltsríkin þrjú
taka á ný að þrýsta á um aðild.
Haldi menn að Rússar muni
sætta sig við inngöngu þessara
ríkja er það mikil og jafnvel
hættuleg óskhyggja. Hættan er
því sú að Eystrasaltsríkin þrjú
verði enn á ný skilin eftir líkt og
gerðist í Helsinki-sáttmálanum
1975 og skipting Evrópu verði
aftur staðfest, heldur austar að
þessu sinni. Erfitt mun reynast
að verja þá afstöðu enda telja
Eystrasaltsþjóðirnar að þær hafi
verið sviknar í Helsinki.
Þrátt fyrir fullyrðingar um að
stækkun NATO beinist ekki
gegn Rússum blasir við að vilji
ríkjanna í Mið- og Austur-Evr-
ópu til að ganga í bandalagið er
til kominn sökum ótta við að
Rússar muni á ný ógna öryggi
þeirra. Söguleg og sálfræðileg
rök virðast hafa vegið þyngst.
Rússneski herinn, þetta mikla
þjóðarstolt, hefur mátt þola al-
gjöra niðurlægingu á undanfórn-
um árum. Þessi hervél er nú
ófær um að ógna alvarlega ör-
yggi nágrannaríkjanna. Hygðust
Rússar hrinda af stað stórsókn
til vesturs tæki slíkur undirbún-
ingur nú marga mánuði og Vest-
urlönd gætu auðveldlega brugð-
ist við þess háttar ógnun. Engin
herfræðileg rök mæla sérstak-
lega með stækkun NATO til
austurs.
Sagan sýnir að stöðugleiki í
Evrópu er best tryggður með
þátttöku Rússa en ekki útskúfun
þeirra. Rússland tilheyrir í raun
tveimur heimum, er evró-asískt
landveldi og hin dýpri pólitísku
átök þar hafa jafnan snúist um
hvort halla beri sér til vesturs
eða austurs. Utvíkkun NATO
kann því að hafa mikil og
langvarandi pólitísk áhrif í Rúss-
landi og getur sú þróun þegar til
lengdar lætur orðið vesturlanda-
mönnum lítt að skapi.
Stækkun NATO, sem reynst
hefur réttnefnt friðarbandalag,
verður hins vegar ekki stöðvuð
og hún mun ekki einskorðast við
þessi þrjú ríki ef marka má þær
yfirlýsingar sem fyrir liggja.
Ætla má að aðild Eystrasalts-
ríkjanna geti orðið mjög alvar-
legt deiluefni Rússa og NATO-
ríkjanna á fyrstu árum næstu
aldar. Staða þessara ríkja með
tilliti til alþjóðlegra öryggismála
verður geysilega snúið viðfangs-
efni. Það verkefni verður einnig
á borði íslenskra stjórnvalda.
Stækkun NATO snertir beint
hagsmuni Islendinga. ísland er
nú orðið að jaðarríki innan
bandalagsins og mun sú þróun
ágerast eftir því sem þungamiðj-
an innan NATO færist til aust-
urs. Landið er enn hernaðarlega
mikilvægt en hefur glatað hinni
algjöru sérstöðu sinni. Þetta
dregur úr pólitískum skriðþunga
íslenskra ráðamanna sem forð-
um kom oft að góðum notum
t.a.m. í þorskastríðunum. Þegar
til lengri tíma er litið mun þessi
þróun til austurs trúlega verða
til þess að Islendingar leitist við
að styrkja enn frekar tengslin
við Bandaríkin. Þegar við bætist
sú ákvörðun Islendinga að
standa utan Evrópusamrunans
er eðlilegt að ályktað sé í þessa
veru. Athyglisvert er að þessi
hlið málsins skuli alls ekki hafa
verið rædd.
En fleiri verkefni bíða Atlants-
hafsbandalagsins nýja. Utanrík-
isráðherra Bandaríkjanna, hefur
sagt að ógn næstu aldar muni
berast frá öflugum eldflaugum
sem fjölmörg ríki í Mið-Austur-
löndum muni koma sér upp. Frú
Albright hefur boðað að Banda-
ríkjamenn vilji að NATO teygi
anga sína til Mið-Austurlanda.
Hafa Islendingar áhuga á að láta
til sín taka í málefnum þessa
heimshluta og er það mat ráða-
manna að slíkt þjóni hagsmunum
þjóðarinnar?
Vel búið að
hrossum
Sólveig Hulda G.
Ólafsdóttir Geirsdóttir
í GREIN í Morg-
unblaðinu 19. mars sl.
skorar Sigríður As-
geirsdóttir á hrossa-
bændur að banna all-
an útigang íslenskra
hrossa að vetri til.
Henni og öðrum til
fróðleiks viljum við
benda á eftirfarandi.
Islenski hesturinn
hefur tilheyrt landi og
þjóð í 1.100 ár og í þau
1.100 ár hafa hross
verið haldin utan
dyra. Stóðhross eru
alin úti allan ársins
hring og á Islandi er
uppeldi hesta talið
með því besta sem gerist í heimin:
um, enda náttúrulegt og eðlilegt. í
samanburði við önnur hestakyn
ber íslenski hesturinn af á þessu
sviði. I mörgum tilfellum eru af-
skipti mannanna orðin svo mikil að
hryssur af ákveðnum kynjum geta
ekki kastað án hjálpar og afskipta
mannskepnunnar. Fjöldi hrossa
um allan heim getur ekki verið ut-
an dyra án ábreiðu og hross sem
haldin eru innan dyra allan ársins
hring tapa einstaklingseinkennum
sínum og frelsi. Náttúrulegt upp-
eldi íslenska hestsins í víðáttunni
hefur skapað einstakt hestakyn og
á stærstan þátt í þeim vinsældum
sem íslenski hesturinn nýtur nú
víða um heim. Áhugamenn um ís-
lenska hestinn víðsvegar segja
hross fædd á Islandi og alin upp í
stóði einstök, skapgerð þeirra og
sjálfstæði sé annað en í íslenskum
hrossum fæddum erlendis og að
rekja megi þann mun til uppeldis-
ins.
Sigríður segir umhyggju hrossa-
eigenda fara minnkandi, en nefnir
einungis eitt dæmi um vanrækslu
máli sínu til staðfestingar. Þvert á
móti má benda á að samtök hesta-
manna og hrossaræktenda leggja
mikla áherslu á að vel sé hlúð að
hrossum og ástand þeirra sé gott.
Hestamenn hafa tekið þátt í sam-
starfi við landgræðsluna um land-
nýtingu og landvemd og leitast við
Náttúrulegt uppeldi
íslenska hestsins í
víðáttunni hefur skapað
einstakt hestakyn,
segja Hulda G. Geirs-
dóttir og Sólveig Ólafs-
dóttir, og á stærstan
þátt í vinsældum
íslenska hestsins.
að fræða félagsmenn sína þar um.
Aukin þekking og ný tækni í hey-
skap hefur gert hrossabændum
auðveldara að fóðra og hugsa vel
um hross sín á vetrum auk þess
sem heildarsamtök hestamanna og
hestatímaritin hafa lagt áherslu á
fræðslu um meðferð, hirðingu og
fóðrun. Ymsar rannsóknir hafa
farið fram í fóðurfræði og nýtingu
íslenska hestsins á fóðri þar sem
meðal annars hefur komið fram að
íslenski hesturinn nýtir fóður bet-
ur en mörg önnur hestakyn og
þrífst best á náttúrulegu fóðri, s.s.
heyi og grasi. Einnig er hreyfing
nauðsynleg hrossum í uppvexti og
má í því sambandi vitna í grein
Guðrúnar Jóhönnu Stefánsdóttur,
sérfræðings í fóðurfræði, í nýút-
komnu stóðhestablaði Hrossa-
ræktarsamtaka Suðurlands. Þar
segir: „Jafnframt er hreyfing
folöldum geysimikilvæg í uppvext-
inum, m.a. fyrir góðan beinþroska,
og hér er tvímælalaust mælt með
að hafa þau frekar úti en loka þau
inni, sé nokkur kostur á að fóðra
þau vel og láta þau hafa skjól.“
Fengi Sigríður sínu framgengt
yrðu öll hross lokuð inni yfir vetr-
artímann, jafnt fylfullar hryssur,
folöld sem önnur hross. Að okkar
mati er það ekki heppileg dýra-
vemdunarstefna.
Reynsla hestamanna er sú að
hafi hross val um að vera inni eða
úti velji hrossið að vera úti sé fóð-
ur og skjól fyrir hendi, en mikill
meginþorri hestamanna og hrossa-
bænda leggur metnað sinn í að búa
sem best að hrossum sínum.
Þúsundir manna stunda hesta-
mennsku og hrossarækt á Islandi
og að ætla að draga fram einstakt
dæmi og stimpla alla hestamenn
eftir því gengur einfaldlega ekki
upp. Vissulega hafa menn óttast
áhrif hitasóttarinnar, sem nú geis-
ar, á stóðhross en það hefur
einmitt orðið til þess að bændur
hafa undirbúið sig vel fyrir komu
veikinnar, fylgst sérstaklega vel
með hrossum sínum og hýst veik
hross. Þessi mikla umhyggja
hestamanna hefur, að mati dýra-
lækna, orðið til þess að áhrif veik-
innar á hross hafa verið mun væg-
ari en ætla mætti.
Sigríður lýkur grein sinni á því
að skora á heildarsamtök hesta-
manna og hrossaræktenda að líða
ekki félagsmönnum þeirra að
brjóta lög á hrossum sínum. Því er
rétt að benda á að hestamenn og
bændur hafa einmitt farið að lög-
um, enda er útiganga hrossa leyfð.
Fóður, skjól og vatn eru frumskil-
yrði í aðbúnaði hrossa á Islandi og
eftir því starfa allir sannir hesta-
menn og bændur.
Hulda G. Geirsdóttir er markaðs-
fulltrúi Félags hrossabænda. Sól-
veig Ólafsdóttir er formaður út-
breiðslu- og kynningarnefndar
Landssambands hestamannafélaga.
Hvers vegna mótmæla
Neytendasamtökin ekki?
Eignarhaldsfélag
Brunabótafélags ís-
lands greiðir ágóða-
hlut. Sveitarfélögin fá
110 milljónir króna.
Hvað fá eigendur fé-
lagsins, fyrrum trygg-
ingatakar hjá Bruna-
bótafélagi Islands,
ekkert.
Hvers vegna mót-
mæla Neytendasam-
tökin ekki? Hér er
hrein mismunun á
milli eigenda BÍ. Sam-
kvæmt lögum er ekki
hægt að greiða út arð
til sumra eigenda en
ekki ananrra.
Undirrituð er ein af fyrrum
tryggingatökum hjá Brunabótafé-
lagi Islands og beinir þeim tilmæl-
um til bæjarfulltrúa Seltjarnar-
ness, að þeir beiti sér fyrir því að
frumvarp til laga um slit á Eignar-
haldsfélagi Brunabótafélags ís-
lands verði samþykkt.
Fyrir Alþingi liggur fi-umvarp
þess efnis að Eignar-
haldsfélagi Bruna-
bótafélagsins verði
slitið og eignir þess
greiddar út til eigend-
anna. Agreiningur er
um hverjum ber að
greiða féð. Sveitarfé-
lögin hafa gert kröfu
til fjárins.
Lög nr. 68/1994
kveða á um að þeir
sem tryggðu hjá félag-
inu eigi kröfu á að fá
iðgjöldin endurgreidd.
Þessi krafa erfist ekki
og sé tryggingataki
látinn hefur sveitarfé-
lagið ráðstöfunarrétt yfir fénu.
Upplýsingar um einstaka greið-
endur og fjárhæð eignarhluta
þeirra liggja fyrir.
Hlutverki BI, að taka þátt í vá-
tryggingastarfsemi er lokið. Með
sölu á hlut sínum í Vátryggingafé-
lagi íslands hf. til Landsbankans
hefur félagið snúið frá þessum lög-
bundna aðaltilgangi sínum.
Ágóðahlutur sveitar-
félaga hjá Brunabóta-
*
félagi Islands er 110
milljónir, segir Asgerð-
ur Halldórsdóttir, en
fyrrum tryggingatakar
fá ekkert.
Þetta frumvarp hlýtur að ná
fram að ganga, annað er hreinn
þjófnaður á því fé sem ég og aðrir
fýrrum tryggingatakar hjá BÍ eig-
um.
Hvers vegna upplýsir Sam-
keppnisstofnun ekki íbúa sveitar-
félaganna um að útboð af hálfu
sveitarfélaga á tryggingum sveit-
arfélagsins hefur ekki í för með
sér missi á eignarhlut BI?
Höfundur er viðskiptafræðingur og
fyrrum tryggingataki hjd BÍ.
Ásgerður
Iialldórsdóttir