Morgunblaðið - 03.04.1998, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 03.04.1998, Blaðsíða 44
MORGUNBLAÐIÐ j44 FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 1998 AÐSENDAR GREINAR PIPERITA HÖNNUN: AA.ZILIANI VERÐKR. 13.! Mörkinni 3 • simi 588 0640 E-moil: casa@isbndia.is •www.cassina.if • www.roset.de • www.zanotta.it • www.artemide.com •www.flos.it . • www.ritzenhoff.de •www.alessi.it • www. kartell. it • www. fiam. it • www.fontanaarte.it Fermingargjafir Fyrir iömur erra Ofckar smícíi Frátært verð DEMANj AHUSIÐ NÝJU KRINGLUNNI 4 SÍMI588 9944 KRINGLUNNI 1.HÆÐ SÍMI 5337355 BOMULLAR- NÆRFÖT FYRIR HERRA Orð verða að standa eða hvað? EKKI vantar yfír- lýsingar Reykjavíkur- listans um árangur í borgarmálum, nú síð- ast frá Arna Þór nú- verandi borgarfulltrúa. Sumu verður maður bara að trúa, af því að maður þekkir það ekki sjálfur. Öðru þarf ekki bara að trúa ef hægt er að höfða til eigin reynslu. Reynsla mín í dagvistarmálum segir að þar séu langir biðlistar og að þar sé rekin undarleg henti- stefna, þ.e. hvaða börn séu tekin inn á leikskól- ana. Börn sumra virðast komast í vistun 18 mánaða gömul, önnur 2 ára og enn önnur 3 ára eða eldri. Þessi reynsla mín er óbreytt þrátt fyrir grein Arna Þórs er birtist fyr- ir nokkrum dögum hér í Morgun- blaðinu. Enn er spurt, hvað ræður röð barnanna? Ástæða þess að ég geri dagvist- armál sérstaklega að umtalsefni er persónulegs eðlis. Svo vill til að loforð R-listans eru farin að hafa áhrif á líf tveggja ára dóttur minnar sem virðist einhverra hluta vegna alltaf færast aftur fyrir í biðröðinni, sem átti reynd- ar að vera uppurin, samkvæmt loforðum Reykjavíkurlistans. í dag er mér tjáð að rúmlega 900 börn séu á biðlistum. I janúar sl. var á þriðja hundrað barna, sem fædd eru seinna en dóttir mín, í vistun hjá Dagvist barna og sam- kvæmt upplýsingum frá Dagvist barna eru líkur á að hún komist inn á næsta ári en þá verða um 1.300 börn fædd seinna en hún komin fram fyrir hana. Nú vakn- ar hins vegar sú spurning, eftir að grein frá Árna Þór birtist í Morg- unblaðinu, hvort okkur berist bréf þar sem okkur verður boðin vist fyrir stelpuna okkar og þá breytist þessar forsendur hér fyr- ir ofan, en viljum við það? Viljum við ryðj- ast fram fyrir ein- hvern sem á það jafn- vel vel skilið að koma sínu barni að? Dag- vistarvandinn snýst ekki bara um okkar barn; réttlæti og jafn- ræði á að ríkja fyrir alla. Efndum seinkar um fjögur ár! I síðustu grein sagði ég að mér líkaði ekki að stjórnmálamenn kæmust til valda með því að lofa einhverju sem þeir geta ekki staðið við. Er það ekki rétt að Reykjavíkurlisti hafí lofað 3 þúsund og fimm hund- ruð nýjum leikskólaplássum fyrir lok þessa kjörtímabils, en staðið hafi á efndum? Gaman væri að vite hver raunverulegur fjöldi er. I okkar tilviki er alveg ljóst að loforðið um að öll börn tveggja ára og eldri yrðu búin að fá pláss fyrir lok síðasta árs, stenst engan veg- inn. Mitt barn á sem sagt að kom- ast að árið 1999, þá á 4. ári, þ.e. samkvæmt upplýsingum frá Dag- vist barna. En eitthvað gæti hafa breyst, því Árni Þór segir að búið sé að bjóða okkur vist, að vísu ekki þar sem við sóttum um, en til fróð- leiks sóttum við um vist fyrir barn- ið okkar á tveimur stöðum, upp- haflega á Barónsborg (svæði 101) og síðar á leikskóla sem var þá í smíðum og stendur við Hæðar- garð, leikskólinn Jörfí (hverfí 108), þar sem mér var sagt að góðar lík- ur væru á að koma barninu mínu í vistun, þegar hún yrði tæplega 2 og V2 árs eða nú í vor. Af þessu má sjá að ósk okkar um að koma barn- inu í vistun er ekki háð hverfum. Hér með er þess farið á leit við borgarstjórann í Reykjavík að hann beiti sér fyrir því að okkur verði send boð þess efnis að okkur standi til boða leikskóli er stendur næst Hólmgarði, þó að ég hafi ekki sótt um þann skóla, jafnframt er óskað eftir því að við verðum upp- lýst um aðra valmöguleika standi þeir til boða, en mér finnst að Árni Þór hafi opnað þá umræðu að við gætum fengið pláss á öðrum leik- skólum en við sóttum um. Þess^ má geta að skilaboð lágu fyrir Ama Þór um að hringja í okkur, þannig að hann gæti skýrt fyrir okkur stöðu mála. Hann sinnti því hins vegar ekki, en nú getur hann rætt málin þótt spurn- ingum mínum hafi ekki verið beint til hans heldur til borgarstjóra. Samkvæmt upplýsingum frá Dagvist barna átti að senda okkur bréf í mars sl., þar sem okkur yrði tjáð að barnið okkar kæmist ekki í vistun í vor, einnig var okkur tjáð að litlar líkur væru á að hún kæmist að í haust. Fyrirsögn greinar frá Árna Þór sem birtist í Það er illa gert að lofa því sem fullljóst var í upphafi, segir Björg Kristín Sigþórsdóttir, að ekki yrði staðið við. Morgunblaðinu, „Hefur verið boð- ið leiksskólarými", er því miður röng, okkur var tjáð að bréf myndi berast þar um, þ.e. að barnið okkar fengi ekki vistun í vor. Staðreyndin er nefnilega sú að foreldrum er sent bréf þar sem þeim er m.a. tjáð að röðin sé kom- in að þeirra börnum, slíkt bréf höfum við ekki fengið. Þessu til áréttingar kemur m.a. fram á að- alsíðu Dagvistar barna (á heima- síðu): „Reglur um skráningu og um- sókn í leikskóla: Heimilt er að sækja um leik- skóladvöl þegar barn er 6 mánaða. Umsóknareyðublöð liggja frammi í öllum leikskólum og á skrifstofu Dagvistar barna. Innritunarfulltrúar í þjónustu- deild veita nánari upplýsingar og Björg Kristín Sigþórsdóttir senda bréf þegar komið er að um- sókn bamsins." Það er illa gert að lofa því sem fullljóst var í upphafi að ekki yrði staðið við. Hvers vegna voru heimgreiðslurnar, sem okkur hefðu nú staðið til boða, afnumdar og okkur bara bent á að fara í langa biðröð? Þá er betra að fara hægar og standa við það sem sagt er. Þá getum við foreldrar alltént gert áætlanir fyrir börnin okkar sem standast. Nú lofar Árni Þór að staðið verði við gefin kosningalof- orð, en ekki fyrr en eftir 4 ár. Þ.e. kosningaloforð sem gefin voru fyrir þetta kjörtímabil, en hafa verið svikin. Ekki nefnir Árni Þór einu nafni heimgreiðslur sem við hefðum til dæmis gjarnan þegið. En Reykjavíkurlistinn felldi þær niður. títtekt Eg tel að tími sé kominn tO að fram fari óháð úttekt á stöðu dag- vistarmála í Reykjavík. En í grein Árna þórs sem birtist 25. mars. sl. undir fyrirsögninni „Hefur verið boðið leikskólarými" tel ég að til- efnið sé ærið. Það er gjörsamlega óþolandi að stjórnmálamenn kom- ist upp með að segja það sem þeim dettur í hug; óháð rannsókn eða úttekt á þessum málum myndi sannarlega leiða hið rétta í ljós. I ljósi þeirrar úttektar væri hægt að aga og skipuleggja þennan mála- flokk að nýju, hentistefna í þessum málum er vissulega ólíðandi. Eftir að grein mín birtist hér í Morgunblaðinu hefur fólk haft samband við mig og sagt mér frá álíka vandamálum. Einnig hafði samband við mig foreldri sem sagði mér að í leikskólanum Jörfa (þar sem við sóttum um vist fyrir barnið okkar) séu börn úr öðrum hverfum og börn sem eru yngri en dóttir okkar, hvílík stjórn! Enn og aftur, frú borgarstjóri Því beini ég fyrirspurn til núver- andi borgarstjóra, Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, um hvort rétt sé að R-listinn hafi lofað að öll börn tveggja ára og eldri væru bú- in að fá leikskólapláss fyrir lok árs 1997. Getur hún einnig sagt mér hvað ræður röðun á biðlistana? Mér finnst mikilvægt að Ingi- björg Sólrún svari fyrir verk sín, loforð sem voru svikin, en sendi ekki skósvein sinn í sinn stað. Höfundur er konditormeistari. TILKYIMNINGAR Skipulags'Vr stofnun Grjótnám í Hamranesi og Kapelluhrauni sunnan Hafnarfjarðar Mat á umhverfisáhrifum — frumathugun Tillaga að ofangreindri framkvæmd og skýrsla um mat á umhverfisáhrifum hennar liggur frammi til kynningar frá 3. apríl til 8. maí 1998 á eftirtöldum stöðum: Á bæjarskrifstof- um og bókasafni Hafnarfjarðar, í Þjóðarbók- hlöðunni og hjá Skipulagsstofnun í Reykjavík. Allir hafa rétttil að kynna sérframkvæmdina og leggja fram athugasemdir. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en 8. maí 1998 til Skipulagsstofnunar, Laugavegi 166,150 Reykjavík. Þarfást ennfremur nánari upplýsingar um mat á umhverfisáhrifum. Birt samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum, nr. 63/1993. X Skipulagsstjóri ríkisins. Leikskólinn Glaðheimar Selfossi — opið hús Laugardaginn 4. apríl nk. verður minnst 30 ára afmælis leikskólans Glaðheima við Tryggva- götu. Þar verða myndverk barna sýnd, myndir af „gömlum" og nýjum nemendum, ásamt gömlum leikföngum o.þ.h. Átt þú barn í leikskólanum? Ert þú barn í leikskólanum? Varst þú barn í leikskólanum? Vannst þú einhvern tímann í leikskólanum? Áttir þú einhvern tímann barn í leik- skólanum? Varst þú einhvern tímann tengd/ur leikskól- anum í gegnum reksturinn? Hefur þú jafnvel aldrei inn í þennan leik- skóla komið? Verið öll hjartanlega velkomin í opið hús á milli klukkan 14.00—17.00 laugardaginn 4. apríl. Börn og starfsfólk leikskólans Glaðheima. FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR —Rafvirkjar — Ft R rafvélavirkjar! Munið aðalfund Félags íslenskra rafvirkja á morgun laugardag kl. 10.00 árdegis. Venjulega aðalfundarstörf. Stjórnin. TÓNLISMRSKÓLI KÓPfNOGS Vortónleikar 1. og 2. stigs nemenda verða í tónleikasa! skólans, Hamraborg 11, föstudaginn 3. apríl kl. 18.00. Aðgangur ókeypis. Tónlistarskóli Kópavogs.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.