Morgunblaðið - 03.04.1998, Blaðsíða 54
4t 54 FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 1998
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
+Lilja Finnsdóttir
fæddist á Arn-
bjargarlæk í Þver-
árhlíð 17. septem-
ber 1905. Hún lést
19. mars síðastlið-
inn. Foreldrar
hennar voru Guð-
björg Stefánsdóttir,
f. 24. 2. 1876, d. 25.
7. 1953, og Finnur
Skarphéðinsson, f.
12.10. 1884, d. 23.
maí 1920. Þau eign-
uðust sex börn og
einn son átti Guð-
björg fyrir, Valdi-
mar Davíðsson, f. 11.11. 1899, d.
1974. Lilja var elst, þá Ragnar,
f. 20.5. 1910, Skarphéðinn f.
8.12. 1913, d. 1934, Ágúst, f. 6.9.
1915, d. 1967, Þóra Stefanía, f.
20.6. 1917, d. 1929, og Atli Ey-
þór, f. 16.3. 1920, d. 1929.
Eiginmaður Lilju var Andrés
Guðmundsson, f. í Laxholti í Borg-
arhreppi 26.6. 1905, d. 16.4. 1985.
Foreldrar hans voru Ragnhildur
Jónsdóttir, f. 2.9.1877, d. 1943, og
Guðmundur Andrésson, f. 31.10.
'n? 1870, d. 1969. Lilja og Andrés
eignuðust 10 börn og komust 9
upp. Þau eru Guðmundur, f. 1926,
Lækkar lífdaga sól.
Löng er orðin mín ferð.
Faukífarandaskjól,
fegin hvíldinni verð.
Guð minn, gefðu þinn frið,
gleddu’ og blessaðu þá,
sem að lögðu mér lið.
Ljósið kveiktu mér hjá.
(Herdís Andrésdóttir.)
Engan þarf að undra þótt í huga
komi fallegt vers eða góð vísa við
andlátsfrétt ljóðelskrar konu, enn-
fremur fyllist hugur minn þá trega-
blöndun fögnuði og friði. Eins er ég
fullviss að ríkt hefír mikil gleði
handan móðunnar miklu þegar
Lilja frá Saurum gekk inn í fögnuð
herra síns. Lilja fæddist á Arn-
bjargarlæk í Þverárhlíð og þar ólst
hún upp þegar foreldrum hennar
auðnaðist ekki að halda saman
heimili vegna fátæktar. Faðir
hennar, Finnur, var fallinn frá áður
en ég kynntist þessu fólki, en Guð-
björgu móður hennar kynntist ég
allvel, en hún var sú kvenhetja og
—* persónuleiki sem aldrei gleymist.
Það var gæfa Lilju að alast upp
hjá góðu fólki við allsnægtir eftir
því sem þá gerðist enda slitnuðu
aldrei þær rætur, sem hún ung
festi á æskuslóðunum svo og við
fósturforeldrana þau Guðrúnu
Guðmundsdóttur og Þorstein Da-
víðsson og afkomendur þeirra. Og
við Arnbjargarlækjarfólk var hún
æ síðan bundin sterkum vináttu- og
kærleiksböndum.
Hún giftist Andrési Guðmunds-
syni frá Ferjubakka 22. maí 1925
og hófu þau búskap á Kirkjuferju í
Ölfusi þar sem þau voru skamma
hríð. Þá fóru þau að Ferjubakka
þar sem þau voru til ársins 1930
'**'þegar þau festu kaup á Saurum í
Hraunhreppi. Þar bjuggu þau fram
til 1970 er þau fluttu í Borgarnes.
Lilja og Andrés urðu aldrei rík af
þeim veraldarauði sem allir sækj-
ast eftir en rithöfundar minningar-
greina kinoka sér við að tala um að
leiðarlokum samferðamanna sinna.
Aftur á móti voru þau vellrík af
þeim auði sem mölur og ryð fá ei
grandað, og af því ríkidæmi miðl-
uðu þau til afkomenda sinna og
samferðafólks af miklu örlæti.
Eg var ungur drengur að alast
upp í Alftártungu þegar Lilja og
Andrés fluttu að Saurum og þá
voru fjögur börn þeirra fædd. Ég á
góðar bernskuminningar frá þeim
tíma, þegar hjónin komu til kirkj-
unnar ríðandi á góðum hestum með
bamahópinn, húsbóndinn glað-
beittur og ákveðinn í fasi með sjálf-
stæðar skoðanir sem engum datt í
Tfchug að hafa áhrif á. Húsmóðirin
símaverkstjóri í
Reykjavík, kv. Huldu
Brynjúlfsdóttur, en
Guðmundur lést
1984; Hervald, f.
1927, verkamaður í
Reykjavík; Óskar, f.
1928, iðnverkamaður
í Borgamesi; Unnur,
f. 1929, húsfreyja í
Borgamesi, gift Jó-
hanni Ó. Sigurðssyni;
Guðrún, f. 1930, hús-
freyja á Beigalda,
gift Áma Guðmunds-
syni, en Guðrún lést
árið 1983; Þorsteinn
Amar, f. 1933, fyrrverandi bif-
reiðastjóri, kv. Friðbjörgu
Óskarsdóttur, og búa þau í Mos-
fellsbæ; Guðbjörg Stefama, f.
1941, húsfreyja og verslunarmað-
ur í Borgamesi, gift Jóni H. Ein-
arssyni; Ragnhildur, f. 1947, hús-
freyja í Ystu-Görðum, gift Ölver
Benjammssyni; Bragi, f, 1949,
hestamaður á Eyrarbakka.
Bamabömin em 24, langömmu-
bömin á fimmta tug og tvö langa-
langömmuböra.
Lilja verður jarðsungin frá
Borgameskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 14.00.
ákveðin en hugljúf og hlý með
skemmtileg tilsvör og góðar vísur á
takteinum sem hún kryddaði frá-
sögn sína gjarnan með. Börnin vel
upp alin en þó eins og vera ber
gáskafull og ærslagjörn. Seinna
tvinnuðust þessari góðu fjölskyldu
örlagaþræðir mínir sem aldrei
slitna.
Lilja fékk í vöggugjöf miklar gáf-
ur og meðfædda hæfíleika sem
efldustu og þroskuðust í huga heil-
brigðrar konu og entust til síðustu
stundar. Hinir meðfæddu listrænu
hæfileikar komu betur í ljós þegar
líða tók á ævina og búumsýsla og
uppeldi bama var að baki. Þá kom í
ljós hve næmt auga hún hafði til
listsköpunar og sá völundur sem
hún var í höndunum, hvort sem um
var að ræða útsaum, prjónles ýmiss
konar eða hina víðfrægu hekluðu
dúka smáa og stóra sem prýða
heimili margra vina hennar og
vitna um óvenjulegan hagleik.
Sama var upp í teningnum ef tek-
inn var pensill í hönd og málaðar
rósir og annað útflúr á skálar eða
könnur og útkoman varð fágætir
listmunir.
Einn þáttur í fasi Lilju sem gerir
hana ógleymanlega er hversu orð-
hög hún var. Tilsvör hennar voru
hnitmiðuð og sögð á svo góðu máli
að margur sem stundar þá atvinnu
að miðla til annarra töluðu eða rit-
uðu máli hefði getað borið virðingu
fyrir tungutaki hennar. Þá var
Lilja þvílíkur vísnasjór og ótmleg
uppspretta tækifærisvísna og gat
sagt um tilurð þeirra. Því miður
hefur mörg vísan glatast við fráfall
hennar. Alltaf bar Lilja á móti þvi
að hún væri hagmælt og ætla ég
ekki að gera henni þann grikk að
láta í ljósi grunsemdir mínar í því
efni.
Þá var hestamennskan einn þátt-
ur í listrænu eðli Lilju. Hún hafði
næmt og gott auga fyrir góðum
hestum og fallegum enda voru þeir
hestar sem notaðir voru til bús-
nytja á Saurum betri en almennt
gerðist. Húsfreyjan á Saurum var
því alltaf vel ríðandi, enda kom
Andrési eiginmanni hennar ekki
annað í hug en setja það besta af
hestakosti heimilisins undir hnakk-
inn hennar.
Aldrei festi Lilja að öllu leyti
yndi á Saurum enda ólíkum að-
stæðum saman að jafna milli Þver-
árhlíðar og Mýra, þótt innan sömu
sýslu séu og gott dæmi um and-
stæður í íslensku umhverfí. Oft
mun hugurinn hafa leitað á
bemsku- og æskustöðvarnar, og
þegar boðið var í ökuferð á björtu
vorkvöldi eða sunnudegi var þakk-
læti innilegast þegar farið var á vit
æskuslóðanna, og þangað fannst
henni að hún þyrfi að koma a.m.k.
einu sinni á ári.
Ef til vill hefur hún alltaf saknað
þeirra stunda æsku sinnar þegar
tími gafst til að setjast í blóm-
skrýdda brekku í dalaskjóli og
hlusta hugfangin á hina undur-
fögru, síbreytilegu og margrödd-
uðu hljómkviðu vorsins við undir-
leik hjalandi lækja og streymandi
linda. Kannski hefur það, ásamt því
að verða vitni að andstæðum vetr-
arins mótað huga hinnar tilfinn-
ingaríku og listhneigðu sálar, þegar
listsköpun náttúrunnar teiknaði
frostrósir á glugga, og þá ægifógru
sýn, sem fyrir augu bar, þegar lítil
stúlka andaði hélu af rúðu og úti
fyrir geisaði iðulaus stórhríð eða
önnur fegurð hins íslenska vetrar-
ríkis.
A Dvalarheimili aldraðra í Borg-
arnesi dvaldi Lilja síðasta æviþátt-
inn að mestu leyti rúmfóst við góða
umönnun starfsfólksins þar sem
seint verður þökkuð eða metin til
fulls. Við þau áfangaskil sem urðu á
ævi hennar þegar dvöl hófst þar
var hún í raun og veru tilbúin til
hinnar hinstu ferðar en henni auðn-
aðist þó enn um stund þegar af
bráði að miðla til samferðafólks og
skyldmenna góðri stöku eða fyndn-
mn tilsvörum.
Ég er stoltur af tengdamóður
minni, Lilju Finnsdóttur frá Saur-
um, og í mínum huga er fæðingar-
dagur hennar, 17. september, einn
af merkisdögum ársins og sú stund
heilög þegar hún var í heiminn bor-
in.
Árni Guðmundsson
frá Beigalda.
Þegar hún amma mín varð níræð
fékk hún afmæliskveðju í óskalaga-
þætti Hermanns Ragnarssonar en
kveðjuna heyrði hún ekki þar sem
hún var úti í garði að taka upp
kartöflur. Þær eru auðvitað bestar
nýuppteknar þótt nokkuð sé liðið á
september.
Amma Lilja var glæsileg á velli,
há og beinvaxin þrátt fyrir að hafa
fætt tíu börn við erfíðar aðstæður.
Andlit hennar var dregið fínlegum
dráttum, augun fagurblá, smágerð,
kvik og afar kímin. Hún var stór-
lynd og föst fyrir, orðheppin og
hvassyrt ef því var að skipta. Ör-
læti átti hún til ómælt svo fáir fóru
tómhentir af hennar fundi.
Amma og afi, Andrés Guð-
mundsson, giftust þegar hún var
um tvítugt. Sex vor í röð fæddust
börn og var pabbi minn elstur
þeirra, síðar bættust fjögur við.
Amma þurfti að fylgja þremur
börnum sínum til grafar. Tvö
þeirra og afi létust öll með skömmu
millibili fyrir hálfum öðrum áratug.
Þeir sem þekktu þessa fallegu og
annáluðu konu muna hana í hlut-
verki gestgjafa og húsmóður þar
sem flest öll verk hennar voru í
þágu annarra. Urmull af fólki lagði
leið sína á heimili hennar á Saurum
og síðar í Borgarnesi og naut gest-
risni hennar og alúðar. Þótt ekki
væri veraldlegum auði til að dreifa
og bærinn kot var ríkulega borið á
borð og einungis stutt hlé á milli
málsverða. Allir skyldu fá nægju
sína og það sem meira var, allt var
bragðgott og fallega borið á borð.
Litli bærinn á Saurum í Hraun-
hreppi var sviðið hennar ömmu
Lilju lungann úr ævi hennar en
þangað fluttu þau afi frá Ferju-
bakka við Hvítá. Húsið var þrílyft,
hvítmálað með smáan grunnflöt.
Þar fæddust mörg börnin þeirra og
ólust upp en þangað kom líka ara-
grúi af gestum ár hvert og ótal
krakkar dvöldu þar sumarlangt í
sveit. Margir þessara krakka komu
ár eftir ár vegna þess að þarna var
gott að vera.
A háaloftinu á Saurum gistu
karlar og strákagaurar sem réðu
við að klifra upp lóðréttan stigann.
A miðhæðinni voru þrjú lítil her-
bergi. Bláa herbergið blasti við
þegar komið var upp á skörina eftir
mjóan og brattan stigann úr eld-
húsinu. Þar höfðu heimasætur og
gestkomandi dömur bækistöðvar
sínar.
Til hægri var stássstofan. Glugg-
arnir þar sneru í norður og austur,
fullir af blómstrandi laukum og pel-
argoníum, lítið borstofuborð og
stólar voru á miðju gólfi, legubekk-
ur undir eystri glugganum en undir
þeim syðri var litli skápurinn, með
glerhurðunum, sem söng af monti
þegar einhver gekk um gólf því
hann geymdi spariglös og stell.
Myndir af ættmennum vora þar
sem þeim varð viðkomið. Þótt
stássstofan væri smá i sniðum var
yfir henni sérstakur hátíðarblær
sem hefði hæft í konungshöll.
Sjaldan var gist þar. Inni af stof-
unni var litla, Ijósbláa svefnher-
bergið þeirra afa og ömmu. Þar
rúmuðust tvö rúm og borðkríli á
milli. Við fótagaflinn hjá ömmu var
prjónavélin.
En ríki ömmu var eldhúsið sem
fyllti nokkum veginn út í jarðhæð-
ina ásamt búrinu. Kolavélin suðaði
funheit allan daginn, rúgbrauðið
seiddist í ofninum eftir að bökuð
höfðu verið hveitibrauð, jólakökur
og annað sætmeti, en ofan á var
kaffikannan, katlar, pottar og
pönnur. Straujárnin vora hituð til
skiptist á síheitum hellunum.
I einu horninu var lítill vaskur og
úr krananum kom bara kalt vatn.
Það sem var merkilegt við það vatn
var óvenjulegur litur og keimur
sem minnti á jörðina. Okkur var
sagt að þetta væri mýrarrauði.
Hann hætti að koma ef maður lét
renna lengi.
Baðherbergi var ekki á Sauram
en á baðdögum var eldhúsinu
breytt í baðhús og gríðarstór bali
fylltur af vatni. Til að gæta þess að
lu-akkakroppur fengi hæfilegt bað-
vatn mælti amma hitastigið með
því að stinga arminum ofan í vatnið
upp fyrir olnboga.
Stundum vora þvottadagar og þá
breyttist eldhúsið í þvottahús.
Þvottavélin hennar ömmu var
kostuleg. Hún gekk fyrir handafli
og hef ég hvergi séð slíkan kosta-
grip fyrr né síðar. Hún var belgur á
nokkuð háum fótum, Ijós á litinn
með loki en í gegnum lokið gekk
stykki. Stykkið tengdi saman öldu-
lagað blað sem gekk ofan í sjálfan
belginn og sveif sem var ofan á lok-
inu. Þegar óhreini þvotturinn var
kominn í belginn, grænsápa og
rjúkandi heitt vatn var sveifinni
snúið fram og til baka til að blaðið
velti þvottinum, lengi, lengi. Það
var alltaf heitt í eldhúsinu á þvotta-
dögum.
Amma Lilja var fjölhæf kona.
Hún prjónaði, heklaði og saumaði
út auk þess að annast öll dagleg
heimilisstörf en hafði þó einhverjar
ótrúlegar smugur til að skrifa, lesa
bókmenntir, einkum ljóð, og margs
konar fróðleik sem hún lét okkur
njóta góðs af. Ég á mörg sendibréf
frá ömmu. Það finnst mér dýr-
mætt. Hún var stálminnug á það
sem hún las og heyrði og flutti okk-
ur krökkunum eða söng vísur og
kvæði. Sumar vísurnar voru eftir
hana sjálfa en við það vildi hún
sjaldnast kannast þótt ekki þver-
tæki hún fyrir það.
Ættfræði var henni kært áhuga-
mál og rakti hún ættir kunnugra
sem ókunnugra vítt og breitt um
landið. Ef upp komu deilur vegna
einhverrar nafnasúpunnar reyndist
hún yfirleitt vera sú sem mundi rétt.
Ef maður sagði hann frá nýjum vin-
um eða kunningjum rannsakaði hún
ættfræðina og sagði frá niðurstöðum
þegar næst var haft samband. Ahugi
hennar og síkvik þátttaka í lífinu
gerði það að verkum að það var
alltaf gaman að tala við hana.
Ræktun var henni einnig hug-
leikin. Á Saurum er skógarlundur
sem hún gróðursetti og naut við
það kunningja síns, Daníels Krist-
jánssonar skógræktarstjóra á
Hreðavatni. Mér þætti verðugt að
við afkomendur hennar fengjum að
stofna Liljulund á Arnbjargarlæk
en það var sá blettur í Borgarfirð-
inum sem henni var hvað kærastur
og þar ólst hún upp.
Litlum krakka sem fór í fyrsta
sinn að heiman í sveit var það mikil
LILJA
FINNSDÓTTIR
huggun að fá að kúra í hominu í
ömmurúmi. Það fékk ég að gera
fyrstu sumrin og alveg síðan þá
fannst mér ég eiga ömmu dálítið
ein, þótt ég sé bara ein af mörgum
tugum afkomenda hennar. Það
fyrsta sem krakkinn heyrði að
morgni var þegar amma bauð góð-
an daginn með hlýjustu röddinni
sinni og pírði augunum glaðlega
sem gerðu það að verkum að dag-
urinn gaf strax góð fyrirheit. Leið-
in í hlýjan faðminn var greið ef eitt-
hvað bjátaði á.
Mitt fyrsta starf í lífínu var að
halda í halann á kúnum þegar
amma var að mjólka. Halinn mátti
ekki slást í andlitið á ömmu. Þetta
þótti mér mikiivægt starf. Nú síð-
ustu misserin hefði ég viljað geta
haldið í hala til bægja raunum
hennar frá þegar Elli kerling hafði
tekið frá henni heilsuna. Við minn-
umst ömmu sem tignarkonunnar
sem allir bára virðingu fyrir og
dáðust að fyrir dugnað, gáfur og
gæsku.
Með söknuði kveð ég ömmu
mína, Lilju Finnsdóttur, og þakka
allt það góða sem ég fékk frá henni.
Guðlaug Guðmundsdóttir.
Mig langar að minnast tengda-
móður minnar, Lilju Finnsdóttur,
sem látin er í hárri elli. Fram yfír
nírætt hélt hún heimili með syni
sínum og var ekki annað að sjá en
þar færi kona á besta aldri. Hún
bakaði sín góðu brauð, pönnukök-
ur, kleinur og hafði góðan mat á
boðstólum hvenær sem var. Aldrei
kom gestur henni að óvöram og áð-
ur en við var litið hafði hún hlaðið
borð af krásum.
Lilja var falleg kona og gleymi
ég ekki hvað hún bar sig vel og var
tignarleg í peysufótunum sínum á
hátíðarstund.
Lilja var vel gefin kona, las mik-
ið, hafði sérstaklega mikið yndi af
Ijóðum, kunni þau mörg utan að og
orti auk þess sjálf. Þá var hún sér-
lega vel heima í ættfræði og svo
minnug á mannanöfn að maður
varð undrandi. Hún mundi afinæl-
isdaga ahra barnabarna sinna og
nöfn á öllum barnabarnabörnum
þótt ört bættist í hópinn.
Lilja var glaðlynd og fljót að
koma fyrir sig orði en föst á sínum
skoðunum um menn og málefni. En
bestu og fallegustu eiginleikar
hennar vora gjafmildi og gestrisni.
Hún var alla tíð veitandi, ævinlega
að útbúa eitthvað til að gefa og
gleðja aðra. Það sem hún afkastaði
er mér hulið að skilja. Hún hafði
samt alltaf tíma til að rabba við
gesti og gangandi auk þess sem
hún las mikið.
Mér og bömum mínum var hún
ákaflega góð og tók hún mér eins
og besta móðir allt frá okkar fyrstu
kynnum. Það sama á við um
tengdaföður minn, Andrés Guð-
mundsson. Eldri börnin mín vora
hjá henni í sveit og sonur minn var
þar mörg sumur. Já, þrátt fyrir
stórheimili og alla hennar vinnu
átti hún oft stund til að spila við
krakkana sem hjá henni vora og
hændi hún þá alla að sér. Við sjálf-
ar spiluðum stundum hund. Vann
hún mig ævinlega og þá hlógum við
nú dátt.
Ég vil að lokum þakka fyrir mig
og mína og kveð þessa mætu konu
með mikill virðingu.
„Far þó í friði,
friður guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.“
(Vald. Briem.)
Fyrir mína hönd og barna minna,
Hulda Bryiyúlfsdóttir.
Nú er hún elsku amma okkar dá-
in. Hún var glaðvær og ákveðin
kona sem hélt sínu striki. Við mun-
um alltaf minnast hennar sem mik-
illar hannjrrðakonu, sem var alltaf
að búa eitthvað til.
Á yngri árum okkar systkinanna
fóram við mjög oft í heimsókn til
ömmu, á meðan mamma útréttaði í
Borgamesi. Þá var spilað á spil,
skoðuð myndaalbúm eða kfkt í