Morgunblaðið - 03.04.1998, Síða 55

Morgunblaðið - 03.04.1998, Síða 55
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 3. AJPRÍL 1998 55 dótakassann hennar ömmu. Hún kunni líka fullt af vísum og stund- um kenndi hún okkur nokkrar. Það þýddi ekkert að koma sadd- ur til ömmu, því alltaf bauð hún uppá heimsins bestu kræsingar, sem hún átti endalaust af í búrinu sínu. Þessar og margar aðrar ógleym- anlegar minningar munum við geyma innra með okkur alla ævi. Elsku amma, guð geymi þig og takk fyrir allt sem þú gerðir fyrir okkur, eða með öðrum orðum: Far þú í fiúði, Mður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Óskar, Benjamin, Andrés, Björk og Björgvin. Lilja frænka skipaði sérstakan sess í fjölskyldunni okkar. Hún var ekki bara stóra systir hans pabba heldur var hún eina systirin sem komst til fullorðinsára og að auki tíu árum eldri en pabbi. Þau systk- inin nutu þess ekki að fá að alast upp saman þar sem foreldrar þein-a voru í vinnumennsku og fað- ir þeirra dó frá þeim ungur. Þeim var því komið fyrir og var Lilja svo lánsöm að alast upp á Ambjargar- læk þar sem hún naut góðs atlætis sem hún minntist oft síðar á lífs- leiðinni. Lilja var ung þegar hún giftist Andrési Guðmundssyni frá Ferju- bakka og árið 1929 fluttu þau að Saurum í Hraunhreppi á Mýrum. Börnin komu í heiminn hvert af öðru og hafði hún sannarlega í mörg horn að líta en alltaf gaf hún sér tíma til að hugsa til litla bróður síns og eru bréfm sem hún skrifaði pabba á unglings- og þroskaárum hans mikill fjársjóður. Pabba þótti einnig afar vænt um systur sína og hennar fólk og átti hann sitt annað heimili hjá þeim á Saurum um ára- bil og fór þangað gjarnan í fríum. Það var snemma á minni lífsleið sem ég minnist fyrst ferðanna vesb- ur á Mýrar. Foreldrar mínii- fóru öll sumur um sláttinn til að hjálpa til við heyskapinn og var það þeim og okk- ur öllum ákaflega kært. Þá var gjaman farið í góðan útreiðartúr í lok verka. Endurminningar mínar frá þeim dögum eru eilíft sólskin. Eg naut þehTa forréttinda að fá að vera þijú sumur í sveit á Saurum, fyrst þegar ég var sex ára gömul. Lilja og Andrés voru þá búin að eignast tíu böm, en við Bragi, yngsta bamið á bænum, erum jafngömul og virtist ekkert tiltökumál að bæta við einu og einu bami yfir sumartímann. Þá var maður bara sendur með Snæ- fellsnessrútunni og við brúsapaUinn beið Lilla, unglingurinn á bænum, ásamt vagnklámum Oðni og tók þá við góður spölur heim að Sauram frá þjóðveginum. Þetta var heilmikið ferðalag fyrir rúmum 40 árum. Ræktun var Lilju mikið hjartans mál og kom hún upp fallegum trjá- lundi rétt við bæinn. Þangað gekk hún gjaman og sýndi stolt í bragði gestum sínum auk þess sem hún gat fengið að vera þar örlítið ein með sjálfri sér. Bærinn á Saurum var ekki stór á nútíma mælikvarða, tví- lyft hús með risi, ef til vill ekki nema um 40 fermetrar að grunnfleti, en alltaf virtist vera þar nægt pláss. Eldhúsið með búri innaf tók alla jarðhæðina og þetta var aðalíveru- staðurinn og þarna bjó sál hússins. Þama var gríðarstórt eldhúsborð og bekkur meðfram útveggnum sem rúmaði endalausan fjölda fólks og alltaf var verið að borða og alltaf var Lilja að elda eða baka við stóm kola- eldavélina. Brattur stigi lá úr eld- húsinu upp á efri hæðina og vom þar tvö svefnherbergi ásamt sparistof- unni sem var alltaf með fulla glugg- ana af blómstrandi begóníum. Uppi á efsta lofti var svo herbergi Óskars, helgidómur sem ég man að við krakkamir fómm ekki óboðnir upp í nema helzt þegar pabbi var í heim- sókn því að hann fékk að sjálfsögðu að sofa þar. Ég man oft eftir henni sitjandi í eldhúsinu með stórt fat hrærandi deig í kökur og brauð og þá var hún gjaman syngjandi. Hún kenndi mér fjölda laga og Ijóða og eins hafði hún mjög gaman af því að segja skemmtilegar sögur og hún var góð eftirherma. Lilja var skemmtilega kímin og henni fór vel að miðla öðrum fróðleik og gamni. Hún hafði afburðagott minni og var hrein unun að hlusta á hana fara með vísur og ljóð sem hún hafði reyndar alltaf á vömnum. I seinni tíð skrifaði hún mér við og við og fylgdu þá gjarnan vísur með mér til fróðleiks og skemmtunar. Fyrir hönd fjölskyldu minnar og okkar systkinanna úr Njörvasundi, langar mig að kveðja þig, kæra LOja frænka, með orðum Kolbeins Tuma- sonar: Heyr, himna smiður, hvers skáldið biður, komi mjúk til mín miskunnin þín. Því heit eg á þig, þú hefur skaptan mig, ég er þrælhnn þinn, þú ert Drottinn minn. Sigríður Ágústsdóttir. Þegar hugurinn leitar til æsku- ára taka litbrigði mannlífsins á sig hinar margvíslegustu myndir, mis- jafnlega skýrar. Oftast mun það þó svo að svipur samferðamanna á veigamikið rúm í minningunni, og sú minning er einstaklingunum allajafna kær. Þar sem ýmsir ald- ursflokkar eiga samleið á sama tímaskeiði kann kynningin á stund- um að verða misjöfn og brota- kennd, en niðurstaðan er þó oftast nær ein og hin sama: Gott er að hafa þekkt þá sem komnir em til að kveðja. Lilja á Saumrn var ein þeirra sem mörkuðu spor sín á Mýrum vestur um það bil jafn lengi fyrir og eftir miðja yfirstandandi öld, á þeim miklu breytingatímum sem gengu yfir byggðir landsins þá ára- tugi. Sem ungir búendur sóttu þau Andrés og Lilja hiklaust á brattann er þau höfðu flutt búsetu sína vest- ur í Hraunhrepp alþingishátíðarár- ið. Þar vora síðan ræturnar, þar voru áhugamálin og þar óx barna- hópurinn stóri úr grasi. Sjálfstætt athafnalíf á eigin vettvangi var þeim hjartans mál. Lilja var félagslynd kona. Þegar skriður komst á stofnun kvenfélaga á Mýram íylgdust vestustu hrepp- amh’ tveh’, Álftaneshreppur og Hraunhreppur að í því tilliti, og munu þau félög hafa verið stofnuð með dags millibili um miðjan maí 1962. Þeim, sem helzt stóðu í fram- línu félagsmála í þessum hreppum var það mikið fagnaðarefni að fá kvenfélög til samstarfs, og þau hófust brátt handa um fjölmörg at- riði sem til aukinnar menningar máttu horfa í samkomuhaldi og fleiri greinum, eins og háttur hefur verið slíkra félaga um byggðir landsins. Meðal annars færðust brátt sumir af starfsþáttum þeim sem ungmenna- félögin höfðu annazt fram til þess tíma yfir til kvenfélaganna, þar á meðal jólatrésskemmtun sveitarinn- ar. Þegar kvenfélögin vora stofnuð hafði bygging félagsheimilis á Am- arstapahæð staðið yfir um þriggja ára skeið með þátttöku ungmennafé- laga hreppanna ásamt sveitarfélög- unum. Kvenfélögin urðu ekki eign- araðilar að félagsheimilinu Lyng- brekku en komu inn sem virkir sam- starfsaðilar, eins og áður er greint, og hefur sú skipan haldizt síðan. Lilja varð fyrsti formaður Kven- félags Hraunhrepps og lét ekki sitt eftir liggja þegar móta þurfti starfshætti varðandi hlutverk fé- lagsins, hvort sem verkefnið var hátíðarsamkoma í sveitinni, félags; leg móttaka eða eitthvað annað. I sögu þessa félags eins og annarra hafa orðið kaflaskil hvað varðar stjórnarsetu og þannig tók Lilja við formennsku oftar en einu sinni á félagsferlinum. Félagslyndi Lilju kom einnig fram í öðram greinum. Hún tók, ásamt manni sínum, þátt í nokkram bændaförum á meðan þær vora famar milli héraða innan- lands og hafði af því mikið yndi. Þau sóttu einnig af mikilli skyldu- rækni afmælisveizlur sveitunga sinna, en á tímabili, er þau vora enn á góðum aldri, var það nánast sveitarsiður að haldið væri upp á tugafmæli hér um slóðir og víðar. Hafa sumir í gamni nefnt fimmta áratuginn afmælaöldina, en vitað er að víða einkenndi slík fjölskyldu- gleði það tímaskeið. Á þeim sam- komum var oftar en ekki tekið hressilega lagið, og lét Lilja sig sannarlega ekki vanta í þann hóp, enda hafði hún fallega og hljóm- fyllta söngrödd, sem hún beitti af smekkvísi og sönggleði. Heima- söngurinn var annar þáttur málsins og sá sem utanbæjarfólki var minna kunnur, en þar mun hún hafa tekið lagið við dagleg störf, fjölskyldunni til ánægju og uppörv- unar og sjálfri sér til yndisauka. LOja var fróð og heima í fjöl- mörgum greinum, enda lestrar- hneigð og fróðleiksfús. Eigi hvað sízt lét henni vel að hafa yfir ljóða- stef, og þótti henni gott að ræða um slíka hluti. Gestrisin vora þau hjónin og góð heim að sækja. Ekki var heimili þeirra í þjóðbraut í þeim merkingu sem lögð hefur verið í það orð, en samgöngubætur sem smám saman sáu dagsins ljós í þeim hluta mið- sveitar hreppsins urðu þó visirinn að því að bæir þeir sem að þeirri leið lágu gætu notið nokkurra framfara í vegalögn, þar til aðrar aðstæður urðu þess valdandi að fastur búskapur lagðist af í þeirri mynd sem verið hafði. Á beztu árunum var hesta- mennska ríkur þáttur í þein-a dag- lega lífi, og má sérstaklega minnast þess er þau fóra ríðandi til Þing- valla á lýðveldishátíðina 1944. Sú ferð mun hafa orðið þeim minnis- stæð, og veit ég ekki til að neinn af sveitungum þeirra hafi gert hið sama, enda þótt nokkrir brygðu sér á þá ógleymanlegu hátíð með öðr- um hætti. Landslag á Sauram ber með sér mörg þau höfuðeinkenni sem talin hafa verið móta svipmót Mýra: Flóa, vötn, klettaása og holtabreið- ur. Syðst í Sauratúni, hliðhallt við kletta- og klappanasir, þar sem ný- vaknaðar plöntur gátu haft nokk- urt skjól fyrir norðlægum áttum myndaði fjölskyldan lítinn en gróð- ursælan skógarreit. Á fimmtíu metra belti eða svo var plantað í nokkrar raðir til hlés við kletta- bríkur. Tilraunin bar árangur og era nú landnemar þeir af birki og bam, sem þar vora vistaðir, marg- ir hverjir orðnir að nokkurra mannhæða háum trjám, sem hefja sig vel yfir klettana í kring og blasa við frá bæjarstæðinu gamla. Lilja lagði fyrir sig ýmis listræn viðfangsefni á sviði handverks, sem prýddu heimili hennar. Fyrir nokkram áratugum kom sú um- ræða upp í landinu að hinn íslenzki heimilisiðnaður gæti ekki framveg- is náð þvi gildi í íslenzku þjóðlífi sem hann hefði áður haft. Ásamt öðru áhugafólki samtíma síns var Lilja í hópi þeirra árganga sem lögðu sig fram um að afsanna það og það með fullum sigri. Þau Andrés og Lilja bjuggu á Saurum fulla fjóra tugi ára. Húsa- kynni vora þar ekki mjög rúmgóð né þægileg á nútímavísu, en þarna lifði hamingjusöm fjölskylda og undi hag sínum í faðmi þeirrar jarðar sem hún hafði verið leidd til á góðu dægri. Það kom þó að því að breyting varð ekki umflúin, og sumarið 1971 settust þau hjónin að í Borgarnesi. Síðustu misserin hafði Lilja aðset- ur á Dvalai’heimili aldraðra í Borg- amesi. Með áranum fór heilsu henn- ar hnignandi, en hvar sem hún fór einkenndi hana ákveðin reisn, sem benti á að þar færi kona sem tileink- aði sér það bezta í lifi íslenzkrar al- þýðu. Með samúðaróskum og þökk fyrir langa viðkynningu. Bjarni Valtýr Guðjónsson. + Gróa Ágústa Guðjónsdóttir fæddist í Hlíðar- endakoti í Fljótshlíð 22. ágúst 1897. Hún lést í Reykjavík 24. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Guðjón Jónsson og Guðrún Magnúsdóttir. Systkini Gróu: Sig- urjón, f. 1901, fyrrv. prestur í Saurbæ á H val fj ar ð arströ nd, d. 1995, Helga, f. 1903, d. 1918, Guð- björg, fædd 1909, fyrrv. hús- freyja á Bjarteyjarsandi á Hval- fjarðarströnd, hún ein er eftirlif- andi þeirra systkina, Halla, f. 1914, d. 1943. Fóstbróðir og frændi Gróu sem hún leit á sem Gróa Guðjónsdóttir, sem hér er minnst, lifði í rúm 100 ár, mestu framfaraár í sögu íslands. 1897, þegar Gróa fæddist, hafði ríkt kyrrstaða, öll þau tæki og tól, sem við lifum með í dag, var ekki búið að finna upp. Lífsbaráttan var þá ei-fið og varð hver og einn að temja sér nægjusemi til að lifa af. Engin afþreying var í boði, sem nú er mest eftirsótt, samt naut fólk til- verannar á sinn hátt eins og kvæði Þorsteins Erlingssonar, í Hlíðar- endakoti, ber vitni um. Það kvæði var meðal annars ort til föður og föðursystkina Gróu. Gróa fluttist 1903, þá á 5. aldursári, með for- eldram sínum, frá Hlíðarendakoti að Vatnsdal í Fljótshlíðarhreppi. Vatnsdalur er jörð í skjóli Þríhym- ings og Vatnsdalsfjalls, þar höfðu búið áður, sýslumenn Rangæinga, og húsakostur því betri en viða annars staðar. Ékki var umferðin mikil í þá daga, Gróa fór í sína fyrstu langferð, árið sem hún fermdist, var það kaupstaðarferð til Eyrarbakka. Seinna fór hún í vist í Reykjavík, og lærði jafnframt saumaskap. Annars vann hún á búi foreldra sinna allt þar til hún gift- ist 1931 og fluttist að Reynifelli í Rangárvallahreppi, þar sem Jón maður hennar bjó í tvíbýli á móti bróður sínum Tómasi. Tómas var kvæntur Hannesínu Einarsdóttur og áttu þau níu börn og var sam- gangur á milli heimilanna mjög góður. Árið 1944 fluttust Jón og Gróa ásamt börnum sínum Þóranni og Guðjóni frá Reynifelli að Reyðar- vatni, jörð í nágrenni Gunnars- holts. Þar bjuggu þau til 1961, er þau keyptu sér íbúð að Bugðulæk 17 í Reykjavík. Jón lést 1975 og bjó Gróa áfram á Bugðulæknum allt þar til hún slasaðist og varð að fara á sjúkrahús í fyrsta sinn á ævinni. í maí 1990 fékk hún pláss á hjúkr- unarheimilinu Skjóli, þar fékk hún aðhlynningu og góða umhyggju starfsfólksins, sem seint verður fullþakkað. Það sem einkenndi Gróu var nægjusemi, hógværð og jafnlyndi. Yndi hafði Gróa af bóka- lestri, ættfróð var hún um sig og sína. Hún saumaði föt á börn sín og prjónaði sokka og vettlinga á þrjá ættliði. Gaman hafði hún af að grípa í spil þegar tækifæri gáfust. Nú hefur tengdamóðir mín lokið sinni löngu vegferð hér á jörðu, hægt og hljóðlega. Blessuð sé minning góðrar konu. Sæmundur Gunnarsson. Elsku Gróa amma á Læk. Okkur langar til að minnast þín nú þegar komið er að skilnaði. Þær minning- ar sem koma fram í huga okkar era stundimar sem við áttum með þér áður en hin háa elli fór að yfirtaka líkama þinn og sál. Á þeim tíma vorum við krakkar og komum oft á Bugðulæk 17 til að heilsa upp á þig og þiggja góðar veitingar. Þú varst bróður sinn, var Jón Árnason frá Vatns- dal, f. 1893, d. 1988. Gróa giftist 24. október 1931 Jóni Sigurðssyni, fæddur í Árkvörn f Fljóts- hlíð 31. október 1888, dáinn í Reykjavík 3. septem- ber 1975. Börn þeirra: Þórunn, gift Sæmundi Gunnars- syni og eiga þau þrjú börn og fimm barnabörn. Guðjón, kvæntur Grétu Jóns- dóttur og eiga þau þrjú börn, ennfremur á Gréta son, hann á tvö börn. Utför Gróu fer fram frá Foss- vogskapellu í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. sannkölluð amma með grátt sítt hár sem þú fléttaðir á hverjum morgni, settir það í hnút og klædd- ist upphlut við hátíðleg tækifæri. Þannig minnumst við þín. Svo varst þú líka bóndakona í Rangár- vallasýslu þótt við krakkarnir hefð- um ekki kynnst þér á þeim tíma en þú talaðir alltaf um „smjer, kjet og seytján", það fannst okkur fyndið. Þú sagðir okkur líka frá Fljótshlíð- inni þar sem þú ólst upp og frá Reynifelli og Reyðarvatni þar sem þið afi hélduð síðan uppi sauðfjár- búskap. Sagðir okkur frá lífsskil- yrðunum sem vora þá með öðram hætti en við þekkjum í dag en þó er ekki lengra síðan. Þá var ekkert rafmagn eða rennandi vatn sem okkur þykir svo sjálfsagt í dag og svo ólstu upp í torfbæ. Þegar afi dó fyrir mörgum áram vai’ð ákveðið tómarúm í lífi þínu. Á þeim tíma skiptumst við eldri krakkamir stundum á um að gista hjá þér til að stytta þér stundimar. Þá tókstu aldrei annað í mál en að farið væri út í sjoppu með netpoka sem afi hafði hnýtt til að kaupa öl á borð við sinalco, hi-spot eða póló og súkkulaðikex. Ölið var síðan drakkið í gegnum tappa sem þú hamraðir í gegn með afar sérstöku áhaldi. Það fannst okkur alltaf jafn spennandi. Þú hafðir líka yndi af því að spila og kenndir okkur krökkunum m.a. marías, kasínu, gömlu jómfrú og hund. Ekki þýddi að svindla því þá sagðir þú okkur til syndanna, en þú áttir það líka til að hlæja að vitleysunni í okkur og klóra þér í höfðinu með prjóni en prjónunum slepptir þú varla frá þér. Margar era til hosurnar og vettlingamir frá þér sem hafa komið okkur og öllum þeim sem þekktu þig að góðum notum en prjónaskapnum sinntir þú meðan þú hafðir heilsu og orku til. Okkur fannst stundum skrítið að þú skyldh’ ekki venjast sjónvai-pinu sem er svo sjálfsagður hlutur í daglega h'fmu. En sjónvarpið gat eins verið fyrir þér óþarft og Utið til gagns þar sem þú vandist lestri bóka og upplifðir á þinni löngu ævi miklar breytingar og umrót, lifðir tíma sem er í augum okkar sagan ein. Amma náði að verða rúmlega hundrað ára áður en hún kvaddi þennan heim. Hún ólst upp í torf- bæ og var síðan þátttakandi í iðn- byltingunni. Hún upplifði m.a. frosthörkuna miklu, spönsku veik- ina, sjálfstæðisbaráttuna og krepp- una. í huganum gat hún upplifað svo margt sem hún kynntist með eigin augum. Hún var sannkölluð hetja hvunndagsins. Með þessum orðum minnumst við ömmu okkar, auk hlýjunnar og þeirrar athygli sem hún veitti okk- ur. Við eram þakklát fyrir þær samverustundir sem við áttum með henni og kveðjum ömmu Gróu á Læk með söknuði. Barnabörn GRÓA ÁGÚSTA GUÐJÓNSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.