Morgunblaðið - 03.04.1998, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 1998 5 7
í haust um að Fikki væri dáinn tók
mjög á afa. Nú er afi líka hoi-finn af
vettvangi. Það er stórt skarð sem
hefur myndast, sem aldrei verður
hægt að fylla í. Við verðum að
styrkja okkur með þeim góðu
minningum um afa, sem okkur öll-
um þótti svo vænt um.
Engum er ljóst, hvaðan lagt var af stað
né hver lestinni miklu ræður.
Við sláumst í fórina fyrir það,
jafnt fúsir sem nauðugir, bræður!
Og hægt hún fer, en hún færist um set,
þessi fylgd yfir veginn auðan,
kynslóð af kynslóð og fet fyrir fet.
Og ferðinni er heitið í dauðann.
(Tómas Guðm.)
Rúnar, Adólf, Guðni Aðalsteinn,
Kristinn Arni og Friðfinnur
Skúli Emilssynir.
Hann afi er dáinn. Það er undar-
legt að setjast niður til að skrifa
minningargrein um hann sem alla
tíð hefur verið fastur punktur í til-
verunni. En nú þegar afi er ekki
lengur hér er ég þakklát fyrir allar
góðu stundirnar sem við höfum átt
saman.
Mínar fyrstu minningar um afa
eru af Hringbrautinni. Þegar ég
var lítil fékk ég að þvælast með afa
niðrí húsi. Það var alltaf jafn gam-
an, líka eftir að ég var orðin stór.
Það var svo spennandi að ganga
um þetta stóra hús og afi hafði
margar stórar lyklakippur, en í
rauninni var það afi sjálfur sem var
skemmtilegastur. Hann talaði svo
mikið við okkur krakkana og leyfði
okkur að vera með en við vissum
líka hvar hans mörk voru. Hann
siðaði okkur til og við bárum virð-
ingu fyrir honum. Hann brýndi það
fyrir okkur að vera bein í baki og
tala rétt mál og þágufallssýki skar
í eyru hans. Afi var nefnilega mikill
íslenskuunnandi og saman hlustuð-
um við á daglegt mál í útvarpinu.
Fyrr á tímum hlustaði ég bara með
og afi skrifaði orðin á blað. En síð-
ar, þegar ég var orðin fullorðin,
áttum við oft og tíðum miklar sam-
ræður um íslenska tungu.
Afi var góð fyrirmynd. Hann var
ákaflega prúður og snyrtilegur
maður og hafði mikinn áhuga á
hollum lifnaðarháttum. Hann hafði
tröllatrú á lýsi, sá ætíð til þess að
öll fjölskyldan ætti ferskt lýsi, ekki
einungis þau sem búa heima á Is-
landi, heldur einnig við sem búum
utanlands! Ferðirnar með afa í
Vesturbæjarlaugina voru margar,
en þar synti hann flesta daga,
þangað til fyrir nokkrum árum, að
hann treysti sér ekki lengur til að
taka strætó ofan úr Hraunbænum.
Líf afa breyttist mikið þegar
amma veiktist. Skyndilega varð
hann að leysa ýmis dagleg heimilis-
störf, svo sem að búa til mat og
gera við föt. Nokkuð sem amma
hafði alltaf gert. í fimm ár hjúkraði
afi ömmu, eða þar til hún flutti á
hjúkrunarheimilið Eir í Grafar-
vogi, þar sem hún býr nú.
Afi var ákaflega góður langafi.
Hann átti alltaf kókómjólk í ís-
skápnum handa litlum gestum, og
litlu krílin gátu alveg gengið frá
Legó-kubbunum eftir sig hjá
langafa, þótt þau gætu það ekki
heima hjá sér.
Það var alltaf notalegt að koma
til afa. Hann var svo þægilegur og
skemmtilegur að spjalla við og
hafði áhuga á því sem maður var að
gera. Auk þess átti hann alltaf eitt-
hvað með kaffínu.
Undanfarin ár hef ég verið svo
heppin að geta gist hjá afa þegar
ég hef komið til íslands. Við höf-
um átt svo mörg góð kvöld saman,
þar sem við höfum talað um alla
heima og geima, trú og tilfinning-
ar. Afi var góður vinur og það
verður skrítið að koma til Islands
og geta ekki verið hjá honum, en
ég gleðst yfir að hafa átt heimsins
besta afa.
Sigríður Jakobsdóttir.
• Fleirí minningargreinar um
Aitólf Fríðfinnsson bíða birtingar
og munu birtast í blaðinu næstu
daga.
GUÐMUNDUR
RAGNAR
MAGNÚSSON
+ Guðmundur
Ragnar Magnús-
son var fæddur í
Reykjavík 14. mars
1908 og átti foður-
ætt sína að rekja til
Járngerðarstaða í
Grindavík en móður-
ætt til Saurbæjar í
Villingaholtshreppi.
Hann lést á Hrafn-
istu í Reykjavík 27.
mars síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
Magnús Jónsson frá
Bergskoti í Grinda-
vík, f. 18. ágúst 1877, d. 2. febrú-
ar 1919, og Jónína Guðmunds-
dóttir frá Saurbæ í Villingaholts-
hreppi, f. 21. september 1883, d.
4. júlí 1976. Af átta systkinum
Guðmundar lifa hann þijár syst-
ur, Sigríður Elín, f. 25. nóvember
1911, Kristín, f. 25. júlí 1913, og
Pálína, f. 17. apríl 1924, en látin
eru Guðbjört, f. 13. júlí 1906, d.
22. nóvember 1918, Margrét Sig-
ríður, f. 25. nóvember 1909, d.
27. janúar 1993, Haraldur Jón, f.
6. nóvember 1914, d. 29. maí
1983, Ólafía Ragna, f. 1. október
1916, d. 18. janúar 1974, og Ingv-
ar, f. 1925 og dáinn sama ár.
Einkasonur Guðmundar,
Ragnar Brúnó, fæddist 15. júlí
1936 en lést af slys-
förum 4. mars 1988.
Móðir lians var
Gunnþórunn Magn-
úsdóttir frá Skorra-
dal í Borgarfirði.
Guðmundur gerð-
ist fyrst verkstjóri
1929 og gekk í
Verkstjórafélag
Reykjavíkur 1945.
Hann gegndi um
áratuga skeið marg-
víslegum trúnaðar-
störfum fyrir félag-
ið og var gerður að
heiðursfélaga á 50 ára afmæli
þess 1969. Hann sat í skemmti-
nefnd 1955 og í varastjórn 1956-
1959, var varagjaldkeri 1960-
1967 og 1969-1972 og meðstjórn-
andi 1968-1973 og sat í undir-
búningsnefnd fyrir 40 ára af-
mæli félagsins 1959. Hann var
fulltrúi VFR á þingum Verk-
stjórasambands fslands frá 1949
til 1971, var varaendurskoðandi
VSSÍ 1955-1963 og átti sæti í or-
lofsheimilanefnd sambandsins
1969-1971 og í skipulagsnefnd
sumarbústaðalands VSSI að
Borgarholti 1971.
Utför Guðmundar fer fram frá
Fossvogskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 10.30.
Fallinn er frá aldinn og virtur
höfðingi, Guðmundur Ragnar Magn-
ússon, fyrrverandi verkstjóri hjá
Hitaveitu Reykjavíkur. Hann hlaut
hægt andlát eftir nokkur veikindi í
skjóli sérlega umhyggjusams starfs-
fólks Hrafnistu í Laugarási fóstu-
daginn 27. mars síðastliðinn, tæpum
hálfum mánuði eftir 90 ára afmælis-
daginn sinn.
Það var ánægjulegt að hitta Guð-
mund á afmælisdaginn, glaðan í
bragði þótt óneitanlega væri nokkuð
af honum dregið, og heyra hann
spjalla með bros á vör um aila heima
og geima. Glaðværðin kom reyndar
engum á óvart því hann var kunnur
fyrir sína léttu lund og var líka alla
tíð hrókur alls fagnaðar hvar sem
hann kom.
Hugsunin var skýr og hann ræddi
meðal annars um þrjátíu ára atvik
úr Landmannalaugum eins og það
hefði gerst í gær. Gleðin í svip hans
þegar Laugarnar bar á góma sagði
reyndar allt um ást hans á þessari
náttúruvin þar sem hann átti svo
margar góðar stundir. Laugabónd-
inn, eins og hann var gjarnan nefnd-
ur, lagði á sínum tíma gjörva hönd á
uppbygginguna í Landmannalaug-
um og var síðan um árabil umsjón-
armaður staðarins fyrir hönd Ferða-
félags Islands, enda er hans minnst
hjá því ágæta félagi með virðingu og
þökk.
Einkasonur Guðmundar, Ragnar
Brúnó, var gjörvileikamaður sem
ólst upp hjá móður sinni og vann að
námi loknu við ýmis störf til sjós og
lands. Hann fórst sviplega í eldsvoða’
1988.
Eg minnist Guðmundar, móður-
bróður míns, frá æskuárum mínum
á Njarðargötunni sem hins mesta
glæsimennis. Eg sé hann enn fyrir
mér þegar hann á laugardagskvöld-
um leit inn hjá okkur á miðhæðinni,
oftar en ekki á leið á gömlu dansana,
hávaxinn og herðabreiður, brosleit-
ur og spaugsamur, svartklæddur í
drifhvítri skyrtu og alltaf með vind-
ilinn góða, þess albúinn að ganga
gleðinni á vit eftir langan og strang-
an vinnudag. Eða hann var á leið á
einhvern fundinn um þau fjölmörgu
félagsmál sem hann átti svo ríkan
hlut að.
En oft leið ekki langt þar til Guð-
mundur var aftur á ferð öllu alvar-
legri í bragði, í vinnugallanum á leið
að sinna viðgerð á sprunginni hita-
veituæð einhvers staðar í borginni.
Var þá aldrei spurt um hvaða dagur
væri eða tími sólarhringsins heldur
bara gengið í það að lagfæra það
sem úrskeiðis hafði farið. Guðmund-
ur starfaði fyrir Hitaveitu Reykja-
víkur frá stofnun hennar þar til á of-
anverðum áttunda áratugnum að
hann settist í helgan stein.
Fjölskylda Guðmundar fluttist út
í Viðey 1911 þar sem Magnús, faðir
hans, gerðist fyrst verkstjóri hjá
Milljónafélaginu og síðar Stöðinni
og móðir hans vann við fiskverkun
og fleira. Þegar Magnús féll frá
ásamt elstu dóttur sinni í spönsku
veikinni 1919 var skiljanlega að
ekkjunni ungu og barnahópnum
stóra sorfið og vó þá framlag Guð-
mundar þungt en hann var strax 11-
12 ára farinn að vinna myrkranna á
milli til að draga björg í hið mann-
marga bú.
Fjölskyldan fluttist frá Viðey
1924 og héldu þau Guðmundur og
Jónína alltaf heimili saman, fyrst
með þeim systrunum Kristínu og
Pálínu og því næst Pálínu einni, en
loks tvö saman þar til Jónína lést
1976. Síðast bjuggu þau í íbúð Guð-
mundar á hæðinni fyrir ofan Krist-
ínu við Laugarnesveginn og þar bjó
líka Guðmundur við dýrmætan
stuðning systur sinnar allt þar til nú
í janúar að hann fluttist á Hrafn-
istu.
Eftirlifandi systrum Guðmundar,
Sigríði, Kristínu og Pálínu, votta ég
samúð mína, sem og öðrum ættingj-
um hans og vinum. Blessuð sé minn-
ing hans.
Guðmundur Þorsteinsson.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
KRISTÍN AUÐUNSDÓTTIR,
Bólstaðarhlíð 45,
lést miðvikudaginn 1. apríl.
Vilhelmína Ólafsdóttir, Björn Ævar Steinarrson,
Pétur Óiafsson, Margrét Hilmarsdóttir,
Símon Ólafsson, Guðrún Sch. Thorsteinsson,
barnabörn og barnabarnabarn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar og
tengdafaðir,
SIGURÐUR RANDVER SIGURÐSSON
kennari,
Lambhaga 19,
Selfossi,
lést þriðjudaginn 1. apríl.
Kolbrún Guðnadóttir,
Gerður Halldóra Sigurðardóttir, Benedikt Þór Axelsson,
Katrín Gróa Sigurðardóttir,
Guðbrandur Randver Sigurðsson,
Þórhildur Edda Sigurðardóttir.
+
Þökkum innilega samúð og hlýhug vegna and-
láts eiginmanns míns, föður okkar, tengda-
föður og afa,
SKARPHÉÐINS HARALDSSONAR
kennara,
Rauðalæk 11,
Reykjavik.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Land-
spítalans og heimahlynningu Krabbameisfélagsins.
Sigurlína Ingimundardóttir,
Sigrún Skarphéðinsdóttir,
Hilmar Skarphéðinsson, Helga Ólafsdóttir,
Ann Sigurlín Lönnblad Ingi Jóhann Valsson,
Skarphéðinn Sæmundsson.
+
ÞÓRA STEINADÓTTIR,
Eskihlíð 12,
lést á Hrafnistu föstudaginn 27. mars sl.
Útför hennar hefur verið gerð í kyrrþey.
Þökkum auðsýndan samhug.
Þórhalla Davíðsdóttir, Sverrir Markússon,
Þóra Davíðsdóttir. Ólafur Páimason,
Aðalsteinn Davíðsson, Bergljót Gyða Helgadóttir,
Arnbjörg Davíðsdóttir, Hörður Loftsson,
Benedikt Davíðsson.
+
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og
afi,
HILMAR S. EINARSSON,
Sólbakka,
Bakkafirði,
sem andaðist föstudaginn 27. mars sl., verður
jarðsunginn frá Skeggjastaðakirkju laugardag-
inn 4. apríl kl. 11.00.
Þórhalla Jónasdóttir,
Steinar Hilmarsson, Sjöfn Aðalsteinsdóttir,
Hilmar Þór Hilmarsson, Freyja Önundardóttir
og barnabörn.
+
Hjartans þakkir sendum við öllum þeim fjöl-
mörgu, sem sýndu okkur samhug og vináttu
við andlát og útför
STEFÁNS VALGEIRSSONAR.
Fjóla Guðmundsdóttir,
Anna Karólína Stefánsdóttir, Höskuldur Höskuldsson,
Guðmundur Valur Stefánsson, Anna Katrin Árnadóttir,
Valþór Stefánsson, Anna Gilsdóttir,
Lilja Stefánsdóttir, Hörður Hafsteinsson,
Hildur Stefánsdóttir, Guðjón Jónsson,
Gunnhildur Fjóla Valgeirsdóttir, ísleifur Helgi Waage,
barnabörn og barnabarnabarn.