Morgunblaðið - 03.04.1998, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 03.04.1998, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 1998 59 i { ( ( \ I < i < ( ( ( < i i i + Guðrún Magnús- dóttir Tulinius var fædd í Vest- mannaeyjum 16. september 1902. Hún lést á Hjúkrunar- heimilinu Eir 26. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Magnús Jóns- son, sýslumaður og bæjarfógeti í Vest- mannaeyjum, og kona hans Jóhanna Oddgeirsdóttir. Guð- rún átti einn albróð- ur, Jón Magnússon skipstjóra. Hálfsystkini hennar voru Baldur, Oddgeir og Anna. Guðrún missti móður sína korn- ung, en faðir hennar kvæntist Guðrúnu Oddgeirsdóttur og ólst Guðrún upp hjá þeim í Hafnar- firði, en þar var faðir hennar bæjarfógeti og sýslumaður í Gull- bringu- og Kjósarsýslu. Guðrún stundaði nám í Flensborgarskól- anum. Guðrún giftist 12. apríl 1929 Carli Daníel Tulinius, f. 13.7. „Enginn stöðvar tímans þunga nið.“ Forsjónin mælir hverjum og einum tíma, og þegar að mörkum er komið lýkur lífmu. Jarðnesku lífi Guðrúnar Magnúsdóttur Tulinius lauk fimmtudaginn 26. marz sl. Eft- ir að hún missti eiginmanninn, sem féll frá í blóma lífsins, 43 ára að aldri, bjó hún með bömum þeirra þremur og hélt þeim heimili á Skot- húsvegi 15, Reykjavík. Þar bjó fjöl- skyldan öll, unz dæturnar giftu sig og fluttust að heiman, en eftir sat sonurinn, Magnús Jóhann (Salli), og hélt hús með móður sinni þar til hún, fyrir tæpum þremur ámm, fékk vist á hjúkrunardeild Borgar- sjúkrahússins, Hvitabandinu, en síðustu tvö árin dvaldist hún á Hjúkrunarheimilinu Eir. Á báðum þessum stöðum naut hún beztu um- önnunar og atlætis. Guðrún var hæglát og hógvær í fasi. Hún hafði sig ekki mikið í frammi, en bjó yfir innri styrk, sem gaf henni reisn og virðuleika. 1902, á Eskifirði, sonur Axels V. Tul- inius, sýslumanns á Eskifirði. Þau stofn- uðu heimili á Blóm- vallagötu 10, en lengst bjuggu þau á Skothúsvegi 15, en Carl byggði það hús. Carl D. Tulinius rak sitt eigið fyrirtæki og fékkst við vá- tryggingar. Hann lést 8. sept. 1945. Börn þeirra hjóna Guðrúnar og Carls eru Magnús Jóhann, tryggingafulltrúi, f. 18.8. 1932, Agla, f. 27.1. 1937, var gift Sig- urði Rúnari Guðmundssyni efna- verkfræðingi og eignuðust þau tvö börn, Guðmund Karl, lækni, og Þóru, hjúkrunarfræðing; og Ása, f. 28.4. 1941, gift Jóni Elís Björnssyni. Lifa þau öll foreldra sína. Guðrún var seinustu árin á Hjúkrunarheimilinu Eir. Utför Guðrúnar fer fram frá Dómkirkjunni í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Samband þeirra mæðgina var ást- úðlegt og innilegt, og eins og hún elskaði soninn virti hann móður sína og elskaði, enda sýndi hann henni umhyggju og sonarlega hlýju alla tíð. Guðrún bar sín 95 ár með rósemi hugans og auðmýkt í hjarta. Af ljósmyndum að dæma hefur hún verið glæsileg og falleg ung kona, og fríðleikanum hélt hún alla tíð. Elli afmáir ekki fegurð, heldur dregur hana betur fram, og gefur það geislandi yfirbragð, sem ber vott um gott hjarta og hreina sál. Engum verður lengra lífs auðið, en forsjónin ákvarðar honum, og lífið fullkomnast á aldurtilastund. Frú Guðrún var ljúflynd og ynd- isleg persóna og mun lifa í minn- ingu þeirra, sem þekktu hana og höfðu af henni kynni. Megi hún hvíla í guðs friði. Aðstandendum öllum votta ég innilega samúð. Jón Magnússon. í miðbæ Reykjavíkur, hjarta höf- uðborgarinnar, steinsnar frá Tjörn- inni. Virðulegt steinhús, há greni- tré. Utsýni yfir tjörnina. Þar bjó Guðrún M. Tulinius. Guðrún fæddist rétt eftir alda- mótin og lifði því þær miklu breyt- ingar sem urðu á þjóðfélaginu á þessari öld. Tuttugu og sjö ára gekk hún að eiga Carl D. Tulinius for- stjóra, sem stofnaði sitt eigið ti-ygg- ingafélag í Reykjavík. Eignuðust þau þrjú börn, son og tvær dætur. Mikil breyting varð á högum fjöl- skyldunnar þegar Guðrún missti mann sinn 1945, þá aðeins 43 ára. Öll börnin voru innan við ferming- araldur. Þá komu í ljós góðir eigin- leikar hennar við að halda saman fjölskyldu sinni og ala upp börnin. Guðrún hafði gaman af fallegum blómum og garðyrkju og vildi hafa smekklegt í kringum sig. Hún hafði mikla ánægju af listum og fór á marga tónleika og ballettsýningar auk þess sem hún spilaði sjálf á pí- anó. Fyrir rúmum tuttugu árum kom ég fyrst inn á heimili fjölskyld- unnar með Magnúsi syni hennar, sem var þá vinnufélagi minn í Brunabótafélagi íslands. Hitti ég þá fyrst frú Guðrúnu, sem var orðin fullorðin kona. Tók hún vel á móti gestum með hlýlegu viðmóti og höfðingsskap. Að koma inn á heim- ili hennar var eins og að koma inn í sérstakan heim. Þar var allt í röð og reglu, virðulegir gamlir munir með sál og fallegar myndir gömlu meistaranna. Guðrún var ræðin og skemmtileg. Hún fylgdist vel með fólki og hög- um þess. Aldrei heyrði ég í henni án þess að hún spyrði frétta af fjöl- skyldu minni og þá sérstaklega hvað á daga barnanna hefði drifið. Magnús sonur hennar bjó síðustu árin á Skothúsveginum einn með móður sinni. Var aðdáunarvert hve vel hann hugsaði um hana. Flest há- degi fór hann heim til að athuga hvort allt væri ekki í lagi hjá henni. Samband þeirra bar vott um mikla virðingu, var traust og fallegt. Guð- rún hafði gaman af því að ferðast um landið. Dvaldi hún í sumarbú- stað með syni sínum og sigldi með Gullfossi nokkrar ferðir. Fyrir tveimur árum flutti Guðrún á Hjúknmarheimilið Eir. Kraftar hennar voru á þrotum. Þar naut hún góðrar umönnunar og hlýju. Hún andaðist að morgni 26. mars sl. Gengin er góð kona. Guð geymi hana. Matthías G. Pétursson. GUÐRUN MAGNÚSDÓTTIR TULINIUS ÞÓRHALLUR HALLDÓRSSON + Þórhallur Halldórsson fædd- ist á Ásmundarstöðum í Holtum í Rangárvallasýslu 25. júní 1922. Hann lést á Sjúkra- húsi Reykjavíkur 21. mars síð- astliðinn og fór útför hans fram frá Hafnarfjarðarkirkju 27. mars. Elsku afi okkar! Vort líf er svo ríkt af Ijóssins þrá, að lokkar oss himins sólarbrá, og húmið hlýtur að dvína, er hrynjandi geislar skína. Vor sál er svo rík af trausti og trú, að trauðla mun bregðast huggun sú. Þó ævin sem elding þjóti, guðs eilífð blasir oss móti. Vort hjarta er svo ríkt af hreinni ást, að hugir í gegnum dauðann sjást. - Vér hverfum og höldum víðar, en hittumst þó aftur - síðar. Við eigum eftir að sakna þín mikið, það var svo gaman hjá okk- ur á mánudögum, þegar þú sóttir okkur í skólann og þið amma pössuðuð okkur. Takk fyrir allt. Þínir Þórhallur og Arnór. t Ástkær móðir okkar, KRISTRÚN SIGRÍÐUR SIGURÐARDÓTTIR, Vigdísarstöðum, sem lést laugardaginn 21. mars sl, verður jarðsungin frá Melstaðarkirkju, laugardaginn 4. apríl kl. 14.00 Helga Magnúsdóttir, Sigurgeir Magnússon, Sigurður Magnússon, t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, INGVAR AGNARSSON bóndi, Kolgröfum, Eyrarsveit, verður jarðsunginn frá Grundafjarðarkirkju laugardaginn 4. apríl kl. 14.00. Þeir sem vilja minnast hans, er bent á Krabbameinsfélagið. María Magnúsdóttir, Magnús Ingvarsson, Kristín Pálsdóttir, Jóhanna Ingvarsdóttir, Sigurður Baldursson, Gunnar Halldór Ingvarsson, Elís Ingvarsson, Gróa Herdís Ingvarsdóttir, Ragnar Eyþórsson, Guðríður Arndís Ingvarsdóttir, Lúðvík Hermannsson og barnabörn. Fylgstu með ný á Fréttavef
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.