Morgunblaðið - 03.04.1998, Page 62

Morgunblaðið - 03.04.1998, Page 62
62 FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Ráðstefna um erfða- breyttar lífverur ERFÐABREYTTAR lífverur er yf- irskrift ráðstefnu sera haldin verður í Norræna húsinu laugardaginn 4. apríl. Ráðstefnan er haldin á vegum Líffræðifélags íslands og er þetta 17. ráðstefnan sem félagið gengst fyrir á 19 árum. Ráðstefnunni er ætlað að gefa yf- irlit yfir þetta ört vaxandi og um- deilda svið athafnamannsins. Reynt verður að svara spurningum eins og; Hvað eru erfðabreyttar lífverur? I hverju eru þær frábrugðnar hefð- bundnum kynbótum? Hvernig hag- nýtum við okkur þær? Hvaða áhætta getur fylgt notkun erfðabreyttra líf- vera? Er um raunverulega áhættu að ræða eða eru efasemdamenn að mála skrattann á veginn? I fréttatilkynningu segir m.a.: „Það er ljóst að auka verður matvæla framleiðslu verulega til að framleiða næg matvæli fyrir ört stækkandi mannkyn. Það er ekki hægt með hefðbundnum aðferðum. Með breyt- ingum á erfðaefni matvæla má auka vaxtarhraða þeirra, næringargildi og geymsluþol svo eitthvað sé nefnt.“ Ráðstefnan hefst kl. 10 og er að- gangur ókeypis og öllum heimill. .. Morgunblaðið/Arni Sæberg INGIBJÖRGU Pálmadóttur færð gula rósin. Frá hægri: Ragnheiður Hansdóttir, svæðisstjóri Zontaklúbbanna á Islandi, Ingibjörg Pálmadóttir, Sigríður Guðmundsdóttir í gulu rósar-nefnd Zontaklúbbanna á fslandi og Birna Frímannsdóttir, varasvæðisstjóri Zontaklúbbanna á íslandi. Gular rósir til styrktar langveikum börnum ZONTAKLUBBARNIR á Islandi munu dagana 3. og 4. apríl selja gula rós til styrktar langveikum börnum og fjölskyldum þeirra. Þessu landsátaki var formlega hleypt af stokkunum með því að Zontakonur afhentu heilbrigðisráð- herra, Ingibjörgu Pálmadóttur, gulan rósavönd á miðvikudags- morgun á skrifstofu hennar í ráðu- neytinu. Zonta eru alþjóðleg þjónustusam- tök kvenna í ýmsum starfsgreinum sem hafa það að markmiði að efla stöðu kvenna og styrkja líknarmál- efni. A Islandi starfa sex Zonta- klúbbar víða um land, í Reykjavík, á Selfossi, fsafirði og Akureyri. Standa allir klúbbarnir saman að þessu átaki og verða Zontakonur á öllum stöðunum á ferli með þessa fallegu gulu silkirós, sem þær hafa látið gera sérstaklega af þessu til- efni. Allur ágóði af sölu gulu rósarinn- ar rennur til styrktarsjóðs Um- hyggju til stuðnings langveikum börnum, en fjárhagslegir erfiðleik- ar fjölskyldna með langveik börn eru jafnan miklir. Veiku barni í Qölskyldu fylgir oftast, þeg- ar til lengdar lætur, tekjumissir fyrir heimilið, búferlaflutningar og röskun. Styrktarsjóðnum er m.a. ætlað að gera foreldrum betur fært að vera hjá veikum börnum sínum. Vænta Zontakonur þess að landsmenn taki þeim vel og kaupi gulu rósina, enda um stuðning við þarft og gott mál- efni að ræða, segir í fréttatilkynn- ingu. Slökkviliðsmenn kynna starfið Páskabingó kiwanismanna KIWANISKLÚBBURINN Korpa stendur fyrir páskabingói laugardaginn 4. apríl í Kiwanis- húsinu, Smiðjuvegi 13a, Kópavogi og hefst það kl. 14. Bingóið er hugsað sem fjölskylduskemmtun og eru vinningar miðaðir við að stór hluti þátttakenda verði börn. Kaffiveitingar verða seldar á staðnum. Allur ágóði af sölu bingóspjalda og veitinga mun renna til félags sem heitir Einstök börn, en það er félag til stuðnings börnum með sjaldgæfa alvarlega sjúkdóma. Fjallað um sundrungu í ís- lenskri vinstri- hreyfíngu FELAG sagnfræðinema heldur málþing föstudagskvöldið 3. apríl kl. 20.15 um sögu klofnings og sundrungar i íslenskri vinstri hreyfingu og ber það yfirskriftina: Saga sundrungar. Rætt verður vítt og breitt um átökin á vinstri síðu stjórnmálanna frá byrju 20. aldar til dagsins í dag m.a. með hliðsjón af þróun mála er- lendis. Frummælendur verða sagn- MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá oddvit- um Andakíls-, Skorradals-, Lundar- reykjadals-, og Hálsahrepps: „í tilefni af umfjöllun fjölmiðla og umræðna á Alþingi um afgreiðslu svæðisskipulags sveitarfélaga Borg- arfjarðarsýslu norðan Skarðsheiðar vilja undirritaðir oddvitar Andakíls, Hálsa-, Lundarreykjadals- og Skorradalshrepps koma eftirfar- andi athugasemdum á framfæri: í þriðju grein skipulagslaga þeirra sem giltu til síðustu áramóta segir: „Nú hagar svo til, að skipulag í einu sveitarfélagi er, að dómi skipulagsstjórnar, svo háð skipulagi í nærliggjandi sveitarfélagi, eða í fleiri nærliggjandi sveitarfélögum, að nauðsyn beri til þess að gera að einhverju leyti sameiginlegt skipu- lag fyrir þessi sveitarfélög, og getur ráðherra þá ákveðið, að samvinnu- nefnd verði skipuð til þess að gera tillögur um skipulag, sem að þessu leyti er sameiginlegt fyrir sveitarfé- lögin.“ Á grundvelli óska sveitarstjórna og „að dómi“ skipulagsstjórnar skipaði Össur Skarphéðinsson um- hverfisráðherra samvinnunefnd um gerð svæðisskipulags fyrir fimm hreppa í Borgarfjarðarsýslu norðan Skarðsheiðar. Forsendur svæðisskipulags eru sameiginlegir hagsmunir yfir sveit- arfélagamörk og með tillögu skipu- lagsstjórnar um skipun samvinnu- nefndar felst óbein yfirlýsing um aðild allra sveitarstjórnanna um öll atriði sem skipulagið varðar, ekki síst samgöngunetið sem er lífæð hverrar byggðar. Lega Borgarfjarðarbrautar kom oft til umræðu í nefndinni. Hún er aðalsamgönguleið milli sveitarfélag- anna, fjöldi grunnskólabarna fer um fræðingarnir Gunnar Karlsson og Þór Whitehead og stjórnmálafræð- ingui-inn Ólfur Þ. Harðarson. Fundarstjórn verður í höndum Eggerts Þórs Bernharðssonar sagnfræðings. Að erindum loknum verður opnað fyrir umræður. Fundurinn, sem er opinn öllum áhugamönnum um sögu og stjóm- mál, verður haldinn í Garðsbúð, Gamla Garði, og er gengið inn Hringbrautarmegin. Veitingar verða seldar á hóflegu verði. Blúskvöld á Hótel Björk TÓNLISTARFÉLAG Hveragerð- is og Ölfuss stendur fyrir blús- kvöldi í Hótel Björk í Hveragerði fóstudagskvöldið 3. apríl kl. 21. Þar leikur hljómsveitin Guðmundur Pétursson af fingrum fram. Aðgangseyrir er 800 kr. en 600 kr. fyrir félagsmenn Tónlistarfé- lagsins. Trúnaðarbréf afhent ÓLAFUR Egilsson sendi- herra afhenti 26. mars sl., Ji- ang Zemin, forseta Alþýðu- lýðveldisins Kína, trúnaðar- bréf sitt sem sendiherra ís- lands. AÐALÞING Landssambands slökkviliðsmanna fer fram dagana 3., 4. og 5. aprfl nk. á Grettisgötu 89 (húsi BSRB), 4. hæð. Þingið verður sett kl. 15.30 hinn 3. aprfl. Laugardaginn 4. apríl verður sýning slökkviliða við húsnæði BSRB kl. 15.30 sem er opin öllum almenningi. Sýningin er samstarfs- verkefni slökkviliðanna á Keflavík- urflugvelli, í Reykjavík, á Reykja- víkurflugvelli og Brunavarna Suð- umesja. Kl. 16 sama daga verða síðan pall- borðsumræður í húsnæði BSRB þar sem umræðuefnið er: Hluverkaskipt> ing björgunaraðila. Skilgreind og óskilgreind mörk milli ríkis og sveit- arfélaga. Pallborðsumræðan er opin öllu áhugafólki um málefnið. Þátttak- endur í pallborðsumræðum verða írá stjómvöldum og hagsmunaaðilum. bréf sem afhent var 21. desember. Þar sem segir m.a. eftir stutta lýs- ingu málsatvika: Hinir breyttu upp- drættir og greinargerð hafa þannig ekki hlotið samþykki neinnar sveit- arstjómar og enginn hefur fengið umboð til samþykktar þessara plagga og því skortir allar forsend- ur til þess að hin breytta svæðis- skipulagstillaga hljóti staðfestingu. Það er þess vegna eindregin krafa okkar að málinu verði vísað aftur til skipulagsstjórnar. Skipulagsstjórn tók málið aftur til afgreiðslu 30. desember með sömu efnislegu niðurstöðu og 17. desember. Samdægurs sendum við umhverfisráðherra bréf þar sem segir m.a.: Eru það eindregin tilmæli undir- ritaðra að hæstvirtur umhverfisráð- herra staðfesti skipulagsuppdrátt samvinnunefndar eins og hún af- greiddi hann einróma og án fyrir- vara á fundi sínum þann 8. 12. sl. Við vísum alfarið á bug öllum að- dróttunum um að þessi afskipti hafi verið óeðlilegt. I bréfum okkar vís- um við til þess að svæðisskipulag er til afgreiðslu og ekki er hægt að taka einhvern hluta þess sem einka- mál eins sveitarfélags. Á þeim grunni gagnrýnum við málsmeðferð Reykholtsdalshrepps og afgreiðslu skipulagsstj órnar. Áf ummælum í fjölmiðlum og á Alþingi hefur mátt ráða að undirrit- aðir oddvitar hafi haft ódrengilega tilburði í frammi við gerð og af- greiðslu svæðisskipulagsins, sér- staklega á þeim tíma sem leið á milli tveggja sameiningarkosninga á þessu svæði 17. janúar og 14. mars. Eftir 30. desember síðastliðinn höfum við ekki haft nein afskipti af þessu máli og aðdróttunum um slíkt vísum við til föðurhúsanna." Stofnfundur Nýrrar lífssýnar HALDINN verður stofnfundur samtakanna Ný lífssýn laugardag- inn 4. apríl í Hreyfilssalnum, Fells- múla 26, kl. 14. í dag búa hátt í 300 íslendingar við fötlun af völdum útlimamissis, vegna slysa, sjúkdóma eða frá fæð- ingu. Að baki þessari stofnun standa einstaklingar sem lengi hafa talið þörf fyrir slík samtök, segir í fréttatilkynningu. Markmið samtakanna er stuðn- ingur við fólk sem misst hefur út- lim eða stendur til að taka af útlim og aðstandendur þeirra. Einnig foreldrar barna sem hafa fæðst með álíka fótlun. Auk þess að sinna stuðningi er einnig markmið sam- takanna að halda fyrirlestra og kynningar ásamt því að standa vörð um réttindi félagsmanna. ------------------- Ráðstefna um hagnýtingu heimspekinnar SOFFIA, félag heimspekinema við Háskóla Islands og Félag áhuga- manna um heimspeki efna til ráð- stefnu laugardaginn 4. apríl um hagnýtingu heimspekinnar. Ráð- stefnan fer fram í hátíðarsal Aðal- byggingar Háskólans og stendur hún frá kl. 14-18. Páll Skúlason, prófessor í heim- speki og rektor Háskóla íslands, ílytur ávarp og setur ráðstefnuna, en síðan munu Helgi Hjörvar, Hreinn Pálsson, Þórgnýr Dýrfjörð og Björn Þorsteinsson halda stutt erindi um hagnýtingu heimspekinn- ar á hinum ólíku sviðum þjóðfélags- ins. í hléi verður boðið upp á kaffi og kökur. ------♦-♦“♦--- LEIÐRÉTT Krossganga Krists í TÓNLISTARDÓMI Jóns Ás- geirssonar um kórtónleika Kamm- erkórs Suðurlands I Digranes- kirkju í blaðinu á miðvikudag mis- ritaðist nafn stjórnandans. Hið rétta er Hilmar Örn Agnarsson. Er beðist velvirðingar á þessum mis- tökum. Oeðlileg afskipti? hann dag hvem auk annarrar al- mennrar umferðar, m.a. ferða- manna. Það er fráleitt að líta svo á að lega stofnbrautar sé einkamál viðkomandi hreppsnefndar. Sem dæmi má nefna að engum þykir at- hugavert að bæjarstjórn Ákraness hafi ítrekað tekið upp frumkvæði um svokallaða Grunnafjarðarbrú þótt sporðar hennar liggi í öðrum sveitarfélögum. Á fundi samvinnunefndar um svæðisskipulag Borgarfjarðarsýslu norðan Skarðsheiðar 18. nóvember var lega milli Flóku og Kleppjárns- reykja til afgreiðslu, en um vegstæði sunnan Flóku var ekki ágreiningur í nefndinni. Mikill meirihluti fulltrúa óskaði eftir því að svonefnd leið 1 verði sýnd sem framtíðarvegstæði Borgarfjarðar- brautar frá Flóku að Kleppjárns- reykjum, en til vara að báðir val- kostir, leið 1 og leið 3a, verði dregn- ir upp sem jafngildir möguleikar með punktalínu á skipulagsupp- dráttinn, en þannig var svæði merkt þegar tillagan var auglýst til kynningar Oddviti Reykholtsdals- hrepps, sem jafnframt var annar fulltrúa síns sveitarfélags hafnaði þessu alfarið, en lagði til að leið 3a verði ein sýnd. Til sátta var sam- hljóða fallist á að merkja þetta svæði sem „skipulagi frestað“ á svæðisskipulagsuppdrættinum. Þessi afgreiðsla samvinnunefndar- innar var hluti svæðisskipulagstil- lögu sem samþykkt var af öllum hreppsnefndum og á síðasta fundi samvinnunefndarinnar þann 8. des- ember 1997 voru uppdrátturinn og greinargerð árituð fyrirvaralaust í fullu umboði allra hlutaðeigandi sveitarstjóma, m.a. Reykholtsdals- hrepps. Daginn eftir, 9. desember, skrif- aði hreppsnefnd Reykholtsdals- hrepps bréf til Skipulagsstjórnar og óskaði eftir annarri afgreiðslu þessa máls en undirrituð hafði verið með fullu umboði hennar degi fyrr, þ.e. að leið 3a verði ein merkt inn sem framtíðarvegstæði. Skipulagstjórn féllst á þetta erindi með þrem at- kvæðum gegn einu 17. desember. Hvorki hreppsnefnd Reykholtsdals- hrepps né skipulagsstjórn sáu ástæðu til að kynna erindið eða af- greiðslu þess sérstaklega fyrir öðr- um aðilum svæðisskipulagsins. Við mótmæltum þessari bakdyraaðferð Reykholtsdalshrepps við hann með bréfi 21. desember. Sama dag var formanni skipulagsstjórnar afhent bréf þar sem við mótmæltum vinnu- brögðum skipulagsstjórnar. Loka- orð bréfsins eru þessi: Það er okkur þungbært að þurfa að standa í þessum erindrekstri við skipulagsstjórn eftir langt og í langflestu mjög ánægjulegt starf í samvinnunefndinni, en við getur ekki litið öðruvísi á en að með sam- þykkt skipulagsstjórnar frá 17. des- ember sl. sé allt það starf að engu gert. Það eru því mjög eindregin til- mæli okkar að skipulagsstjórn ríkis- ins taki málið upp til nýrrar af- greiðslu og afgreiði tillöguna eins og hún var samþykkt í öllum sveit- arstjórnunum. Þar sem skipulagsstjóm hafði í raun afgreitt málið til umhverfis- ráðherra rituðum við honum einnig

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.